Alþýðublaðið - 10.12.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.12.1926, Blaðsíða 1
AlþýðublaAlð (Sefið út af Alþýðufíokknunt 1926. Stórbruni á Stokkseyri. Sjö hús, veiðarfæri og vetrar- beita bænda brunnin. (Eftir símtali við Eyrarbakka.) í gærkveldi kom upp eldur í verzlunarhúsum „Ingólfs" á Stokkseyri. Breiddist eldurinn skjótlega um þorpið og varð svo magnaður, að hjálpar var leitað •af Eyrarbakka, og fóru þaðan all- ir, sem vetlingi gátu valdið, með .slökkvitækin þaðan. En það kom fyrir ekki. Það fóru svo leikar, að sjö hús brunnu. Voru það Ing- ólfshúsin að undanteknu íbúðar- húsinu, verzlun Ásgeirs Eiríksson- ar, heyhlaða, sem Jón Jónasson átti, íshúsið og nokkrir skúrar. Var eldurinn svo mikill, að það, sem bjargaðist úr húsi Ásg. Eiríks- sonar, brann eftir að búið var að bera það út. Brann mikið af inn- anstokksmunum og vcrum, en það veldur þó mestu tjóni, að mjög mikið af veiðarfærum og öll vetr- arbeita Stokkseyrarbænda brann. Ókunnugt er enn, hvað valdið hef- jr upptökum eldsins. Sýslumaður er ekki eml farinn að halda próf. Símasamband við Stokkseyri næst ekki. Ingólfshúsin hafa undan far- ið verið boðin til kaups i blöðun- ym. Nýjasta fregn af brunanum. Samkvæmt upplýsingum frá ís- landsbanka eru tvö af húsunum, sem brunnu, íbúðarhús. Um upp- komu eldsins hefir frézt, að tveir ungir menn, sem ætluðu að byrja að verzla, voru að taka upp vör- :ur í Ingólfshúsunum, og gaus elcl- urinn upp skömmu síðar. I um- boði Brunabótafélagsins er Árni Jónsson farinn austur, en fyrir hönd islandsbanka fór Helgi Jóns- son. Erlesid simskeytf. Khöfn, FB., 9. dez. Ófriðarblika yfir Balkan. Júgóslavar draga saman lið á landamærum Albaníu. Frá Berlín er símað, að Jógó- slavíustjórn hafi tilkynt stjórnum störveldanna, að friðinum á Bal- kanskaganum 'sé hætta búin af Sámningi þeim, er Albaníu- og Itaiiu-stjórnir hafa gert sin á milli. ifúgóslavíustjórn krefst þess, að Þjóðabandalagið neiti að skrásetja samninginn, og hótar úrsögn, ef bandalagiö tekur ekki kröfu þessa til greina. — Störveldin álita Bal- kan-horfurnar ískyggilegar. Júgó- Föstudaginn 10. dezember. Kvðldske heldur S|ómaiiiBafélag Heykjavíkar í Bárunni laugardaginn 11. dez. kl. 8 e. h. stundvíslega. Húsið opnað kl. 7y2. Aðgöngumiðar verða afhentir fé- lagsmönnum í Bárunni á laugardag frá kl. 12 á miðd. Fjölbreytt skemtiskrá, eins og alþekt er hjá pví félagi. Nefndin. slavíustjóin dregur saman her á landamærum Albaníu. Hallarbrunl. Frá Búkarest er símað, að kon- ungshöllin sé brunnin. Hermálaeftirliti með Þjóð- verjum iýkur. Frá Genf er símað, að senni- legt sé, að eftirlit Bandamanna með hermálum Þýzkalands verði afnumið fyrir nýár. Hirðuleysi. íslendingar eru allra þjóða rausnarlegastir til fjárframlaga ef einhverju þarf að koma á lagg- irnar, þó að oft sé sú rausn meira af fordild en forsjá. Svo er t d. rausn Islendinga, þegar þeir eru í siglingum, viðbrugðið í því efni. Þessi rausn varpar fljótt á að lita allmiklum framtakssemisblæ á þjóðina, en hann setur þó nokk- uð oían, þegar gefur að líta fylgju hinnar íslenzku rausnar — hirðu- leysið. Pví að það er engu síður satt, að islendingar eru hirðulausast- ir allra þjóða með eigur sinar. Þetta á ekki frekar við eina stétt en aðra, og ekki frekar við ein- staklinga en heildina. En af hverju sem jiað orsakast, hvort sem það er af því, að íslendingar séu nýja- brumsmenn, en síður úthaldssam- ir, eða af öðru, þá er hitt' víst, að þetta bakar þjóðinni fjárhagslega stórtjón. Og jietta tjón er hættu- legra fyrir það, að það er lævist, ef svo mætti segja; menn veita því ekki eftirtekt,' meðan það er að koma, af því að það er tap löngu greiddra peninga. Sjáum dæmi. Félag hefir ætlað að koma upp minnisvarða. Þega,r kollhríðin kom, vjoru ekki nægir peningar tii fyrir stallinum, svo að það er klöngrað upp einhverju til bráðabirgða. Svo er ekki hugsað um meira. Bráðabirgðastaliurinn smámolnar niður, þangað tii hann hrynur, og myndastyttan fellur niður á Lækjargötu — það er að segja, ef hún stendur við hana — og mölbrotnar. Maður byggir hús. Hann frestar að „pússa" það tii næsta sumars. En það sumar kemur aldrei. Veggurinn drekkur í sig vatn, springur í frostum, og áður en varir þarf með stórviðgerðar, sem ekki hefði þurft, ef hirt hefði ver- ið um. Sé ]iað timburhús, er frest- að að mála bárujárnið. Það ryðg- ar, og það fer svo, að klæða verð- ur húsið af nýju fyrir örlög fram. Það er steyptur útistigi á hús, frestað að „pússa“ hann og setja á hann rið. Það gleymist, og eftir örfá ár er alt ónýtt. Það er geymt að rnála g.uggakistu; hún grotn- ar niður. Rúða brotnar; það er neglt fyrir gatið, en aidrei sett í gler. Svona tekur hvað við af öðru. Smáviögerðum er frestað, og húsið drafnar niður. Það er keypt ný bifreið. Hún er aldrei þvegin og aldrei hreins- uð véiin nema þaö, sem þarf til að hún gangi; ef málning kvarn- ast úr henni, er ekki að dyttað 288. tölublað. En bifreiðinni er þvengþeytt um alt dag og nótt, þangað til bif- reiðarstjórinn gengur frá henni einn góðan veðurdag annaðhvort á Kalkofnsvegi eða við Barónsstíg og vitjar hennar aldrei aftur. Hafnargerðin leggur járnbraut yfir Melana suður í Öskjuhlíð. Það þarf ekki að nota hana leng- ur, en teinar og staurar liggja eftir í mörg ár og rotna ogryðga niður, rétt eins og það væri verð- laust. Á hvað nrörgum sveitabæjum skyldu Jiggja plógar, rakstrarvél- ar og önnur dýr búnaðartól og ryðga niður af því, að aldrei var borinn á ryðvarnariitur. Og hvað margar gaddavírsgirðingar skyldu liggja slitnar og flæktar af því, að enginn hirti um að halda þeim við? Þetta eru alt gamlir kunningj- ar, sem hér hefir verið lýst. All- ir þekkjum við þetta hirðuleysi og erum samsekir, og höfum það jafnvel á orði hver við annan. Og það er ekki synd vorra tíma einna. Þeir fornu þektu það svo sem og vissu. Síra Jón Koðráns- son lét „upp smíða kirkjuna á Hrafnagili með dýrum kosti, sem lengi mátti auðsýnast, ef henni væri haldið“ segir í Laurentius- sögu. Hann veit, hvað á spýt- unni hangir, sá, sem þetta segir. Það er eins og mönnum finnist greitt fé vera tapað, og eins og menn sjái ekki verðmæti þess, sem kom í aðra hönd. Það er mikið fé, sem tapast fyr- ir svona hirðuleysi. Það væri íróðlegt að vita, hvað mikið, og enn fróðlegra að vita, iivort ekki væri hægt að koma þessu hirðu- leysi fyrir kattarnef. Togararnir. ,,Skallagrímur“ kom af veiðum í gær með 800 kassa. Var nokkuð af afianum flutt í „Hannes ráð- herra“, og fór hann í gær áleiðis tii Engiands. „Skúii fógeti" kom frá Englandi í gærkveldi og „Ar- inbjörn hersir" í nótt. Hrepti „Ar- inbjörn hersir“ mjög vont veður á leiðinni, svo sem við mátti búast siðustu daga. Misti hann bátana og rúður brotnuðu úr stýrishús- inu. ítalskur togari kom hingað í gær með biiað stýri og skrúfu. — Togarinn „Kári“ hefir nú verið skoðaður og er kominn aftur á flot. Reyndist hann iítið skemdur, nokkrar plötur dáiítið beyglaðar. Skipafréttir, , Botnía“ kom hingað í nótt. „Lagarfoss" var væntanlegur til Vestmannaeyja kl. 3 í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.