Alþýðublaðið - 10.12.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.12.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ i kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við Hveriisgötu 8 opin frá kl, 9 árd. til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin ki. 9Va—10 Va árd. og kl. 8—9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu símar). ÞjóðMting á togurunum Og kreppanog atvinnulepið. Jóhann Eyjólfsson skrifaði í sumar grein í „Mgbl.“ um pjóð- nýtingu og fáraðist mjög um, hví- líkur voði hún væri. Alt ætti að taka af öllum. Bóndinn mætti ekki eiga orfið, sjómaðurinn ekki kænu, smiðurinn ekki hamar. Að visu var petta ekki annað en hið alvanalega og óhugsaða nöldur auðvaldsblaðanna, og því mun það hafa verið, að jafnaðarmenn hér skiftu sér ekki af þessari grein; hún stakk ekki í neinu 'i stúf við annað. En fjarstaddari mönnum blöskraði hún þó. „Jafn- aðarmaðurinn" á Norðfirði svar- aði henni, og var það svar tekið úpp hér í blaðið. Maður í Dan- mörku, sem sá þessa grein J. E. í „Mgbl.“, gat ekki setið hjá án þess að lýsa undrun sinni í grein, er hann birti hér í blaÖinu. J. E. birti síðan stutt svar í „Mgbl.“, sem ávann honum vor- kunn allra jafnaðarmanna. Svo bert varö þar, að honum hafði ekki tekist að átta sig á lq'arna málsins, þótt hann sé svo auð- skilinn, að hvert barnið ætti að vera nógu þroskað til að gripa hann. í grein „Jafnaðarmannsins" hafði verið bent á ummæli Ólafs Friðrikssonar um þjóðnýtinguna í , Eimreiðar“-grein hans um jafn- aðarstefnuna, er voru á þá leið, að þjóðnýtingarkrafan næði að eins til þeirra framleiðslutækja, sem rekstur þeirra væri ábata- samari í stórum stíl en smáum. Þetta skildi J. E. ekki og hugði vera blekkingu, og það hefir sennilega stafað af rótgrónum hleypidómi hans um það, að jafn- aðarstefnan hlyti að vera vitleysa, og þess vegna gæti þar ekki verið að ræða um jafn-eðlilegt mál og þetta er, svo sem nú skal sýnt. Ef einhleypur maður á fram- leiðslugagn, sem hann getur sjálf- ur hagnýtt sér án hjálpar annara manna, varðar aðra ekkert um tilhögun hans á atvinnu sinni, meðan hann fer ekki svo vitleys- islega að, að hann geri sig hand- bendi annará manna. Ef hann sér fyrir sér, þá á hann það við sjálfan sig, hvort hann vinnur lengi eða stutt, ætlar sér háan arð eða lítinn. Þess vegna þarf ekki að þjóðnýta framleiðslutæki hans. Sama gildir um fjölskyldu- mann, meðan fjölskyldan getur starfrækt framleiðslugögnin án launaðrar hjálpar. Þegar þar að kemur, breytist aðsfaðan. Þá er kominn til sögunnar maður, sem leggur fram vinnu, er hann hefir engin umráð yfir, maður, sem vantar framleiðslutæki. Meðan slíkt fyrirtæki er í smáum stíl, vinnumaðurinn er t. d. heimilis- maður, og atvinnurekandinn við- urkennir þarfir haris og telur sér skylt að sjá um, að þeim sé svo vel fullnægt, sem kostur er á, er ekki brýn þörf á þjóðnýtingu, en þegar vinnumönnunum fjölg- ar svo, að þeir komast ekki fyr- ir á heimilinu, verða sjálfir að halda heimili og sjá fyrir fjöl- skyldu e. t. v., er komið á ann- að stig félagslega. Þá er kom- in til greina skifting í þjóðfélags- stéttir, eignastétt og vinnustétt. Þá fá atvinnurekandinn og verka- maðurinn andstæða hagsmuni, miðaða við arð eða kaup. Annar veit einn alt um fyrirtækið, hinn einn alt um heimilishag sinn. Þá hætta þessir menn að skilja hvor- ir aðra, því að þeir hafa ólíka þekkingu. Samt sem áður er aug- ljóst, að vinnumanninn varðar um, hvernig fyrirtækið er rekið, ■—, hvort hann getur haft nóg kaup til að lifa á alt árið fyrir að vinna alt árið, eða kaupið nægir að eins tíu af tólf mánuðum, og hvort hann getur reitt sig á að hafa vinnuna, eða hann verður að ganga vinnulaus og kauplaus og kvelja fjölskyldu sína í hor. Hér í félagsþróuninni er komið að mönnum, sem vantar framleiðslu- tæki, og sú vðntun getur orðið þeim að fjörtjóni, ef ekki er bætt úr henni. Heill þessara manna krefst þess, að þeir fái að eiga fyrirtækið, sem þeir vinna við, saman með öðrum, — þjóðnýt- ing í smáum stíl. En sum fyrirtæki eru svo stór, að rekstur þeirra hefir áhrif á hag allrar þjóðarinnar. Þau eru svo mikill liður í framleiðslustarfi þjóðarheildarinnar, að alla þjóð- ina varðar um rekstur þeirra. Svo er um togarana. Af því að það er á valdi fárra manna að binda þá, þegar þeim sýnist, þá ríkir nú í þessu landi afskapleg óöld. Alt er í kreppu; alt stendur fast: fiskveiðar, landbúnaður, iðn- aður, verzlun og viðskifti, menn- ingarmál, og líf almennings er í bóndabeygju. Alt stafar þetta af því, að sú stétt er fyrir þró- un framleiðslu og félagslífs orð- in afarfjölmenn, sem vantar fram- leiðslutæki. Or því vill jafnaðar- stefnan bæta með þjóðnýtingu — togaranna fyrst og fremst. Nú ætti það að vera svo Ijóst, að enginn neiti nema þverhausar, sem aldrei sannfærast, að þjóð- nýting er ékki ad taka alt af öll- um, heldur pvert ú móti ad fá öllum framleidslugögn, að veita eignarrétt á framleiðslulækjum, i stað þess að afnema hann, á þann hátt, að séreignarréttur sé á því, sem einn -varðar um, sameignar- réttur ‘á“ því, sem fleiri varðar um, og þjóðareignarréttur á því, sem þjóðina alla varðar um — ;þjóðnýting í stórum stíl. Skilningur á þessu vex hröðum skrefum. Smáatvinnurekendurnir, sem eru viðskiftalausir, af því að fiskframleiðslufólkið er atvinnu- laust, sjá þegar, að skilyrði fyrir því, að starf þeirra blómgist og beri ávöxt, er það, að þjóðin ráði yfir aðalatvinnunni. Þess vegna er iíka vonandi, að J. E. skiljist þetta nú, þótt það viröist því iniður meinið hans að eiga jafn- örðugt með að skilja jafnvel ein- falda hluti, sem honum sé létt um að tala og skrifa án þess að hugsa og skilja. Er óskandi, að það böl batni, ekki síður en hins er óskandi, að þjóðinni auðnist að fá tök á því að færa sér fram- leiðslutæki sín í farsællega nyt. Einars Þorgilssonar. Það eru nú liðnir 10 dagar, síð- an áskorunin frá mér til Einars Þorgilssonar í Hafnarfirði birtist í Alþýðublaðinu, og ekkert svar hefir enn komið, þó Einar ætti að gefa svarið innan fárra daga. Grunur minn um þá ástæðu til bannsin-, sem ég gat um, hefir því reynst réttur, enda ekki um aðrar ástæður eða ástæðu að ræða. Með þögn sinni hyggur Ein- ar, að hann geti skotið sér hjá þeim dómi, sem almenningur hlýt- ur að leggja á gerðir han's í þessu máli. Ég ætla nú samt að segja frá því, hve sanngjarnlega Einar Þorgilsson útgerðarmaður getur breytt við þá verkamenn, sem hjá honum vinna eða hafa unnið. Með þögn sinni hyggst Einar geta dulið almenning þess mis- réttar, sem hann nú hefir beitt mig. Hefir honum víst ekki dottið í hug, að ég myndi gerast svo djarfur að segja opinberlega frá okkar viðskiftum. En Einar má vita það, að ég þori að sitja eða standa öðruvísi en hann vill, enda þótt ég við það falli í ónáð hjá honum. Til þess að menn geti enn bet- ur áttað sig á málinu, þá verð ég að segja söguna frá því, er ég kom fyrst á „Surprise". Og mun ég svo þar á eftir benda á ástæðuna, sem Einar Þorgils- son virðist hafa til þess að banna að veita mér atvinnu á skipi sínu, en jafnframt mun ég sýna fram á, hve skammarleg ástæðan er. Sagan er á þessa Ieið: Vorið 1925 í maíbyrjun réðst ég kyndari á togarann „Arinbjörn hersi" héðan úr Reykavík. Er ég hafði verið á honum tæpan mán- uð, kom til mín bróðir minn, sem verið hafði 2. vélstjóri á „Sur- Píise“, og biður mig að gerast kyndari á honum. Segír 'hann, að nú vanti báða kyndarana á „Sur- prise", og að það fáist enginn vanur maður þangað, en hann segist hugsa, að ég geti haldið þar „dampi". (Mér var áður kunn- ugt, að það hafði enginn óvanur maður getað haldið út með að kynda „Surprise" frá því, að hann kom hingað til lands, að undan- teknum einum manni.) Þegar ég kom á „Arinbjörn", hafði ég aldr- ei kyrit áður, en var nú farinn að geta leyst starf mitt nokkurn veginn af hendi. Endirinn varð sá, að ég fór yfir á „Surprise" í maílok 1925. Gekk mér tvent til þess, það fyrst, að ég hélt, að úr því að svona væri erfitt að kynda „Surprise", þá myndi ég þarna tryggja mér atvinnu, svo framarlega sem ég gæti leyst starf mitt af hendi sæmilega, — það annað, að þarna var bróðir minn 2. vélstjóri, og þótti mér skemti- legra að vera á skipi, sem hann var á, heldur en að vera á skipi, sem ég þekti engan á. Alt gekk nú sæmilega. Ég gat leyst starf miit óaðfinnanlega af hendi, og leið fram tíminn, þar lil á seinni hluta vetrarins, 1925= 26. Þá kom sá atburður fyrir, að ég veiktist, og varð að fara af skipinu og vera í landi eina fisk- veiðiferð. Að þeirri ferð lokinnf fór ég aftur á s'kipið. Ég gerði útgerðinni reikning fyrir kostnaði þeim, er ég hafði orðið að greiðá,. meðan ég var veikur í landi, þó ekki öllum kostnaðinum. Sá kostnaður, sem ég krafðist að fá greiddan, var fæði mitt í þá 10- daga, sem ég var ekki á skip- inu, og nam það 30 krónum. Framkvæmdarstjórinn neitaðí að greiða reikninginn, ekki að eins éinu sinni, heldur og einnig eftir, að ég hafði sýnt hann lögfræðingi og fengið þær upplýsingar hjá þonum, að það væri skylda út- gerðarfélagsins að greiða reikn- inginn. Ég reiddist nú þessum smásál- arskap og óréttlæti útgerðar- mannsins, og fer öðru sinni til lögfræðings og spyr hann, hvers ég geti krafist af útgerðinni. Hann gaf mér þær upplýsingar, að ég myndi geta krafist að fá allan kostnað greiddan, sem veikindi mín hefðu orsakað, og einnig að líkindum kaup, ef ég hefði ekki verið afskráður, en það var ég ékki, eins og sjóferðabók mín ber með sér. Samkvæmt þessum upp- lýsingum gerði éa svo kröfu á, hendur Einari Þorgilssyni sem eiganda skips þess, er ég yar á, og fékk hana í hendur lögfræð- ingi til innheimtu. Skömmu síðar fór ég af skipinu og hugðist fara þaðan alfarinn, ætlaði mér að leggja stund á, aðra atvinnu, en hún brást eftir skamman tíma, og hefi ég síðan verið að mestu atvinnulaus eða síðan í byrjun september. 1 haust fór ég til Jóns Sigurðs-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.