Alþýðublaðið - 11.12.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.12.1926, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Gefift nt af Alþýðuflokknunt 1926. Laugardaginn 11. dezember. 289. tölublað. Erlend símskeyti. Khöfn, FB., 10. dez. Jafnaðarmenn neita að taka pátt í stjórnarmyndun í Ðanmörku. Tilraunir til þess að mynda samsteypustjórn í Danmörku hafa mishepnast. Jafnaðarmenn neituðu að taka þátt í stjórninni. Ýfingar með Frökkum og ítölum. Frá Berlín er simað, að Frakkar og Litla bandalagið óttist, að ítalir nái fótfestu á Balkanskaganum. Blöðin á ítalíu eru afaræst í garð Frakka og ásaka þá um að æsa Júgóslava móti ítölum og enn fremur, að peir útvegi Júgóslavíu íallbyssur og skotfæri. Stjórnin i Frakklandi neitar pví harðlega, að nokkur fótur sé fyrir pessum ásökunum. bandsstjórn (og fulltrúa væntan- legrar verklýðsmálaráðs'tefnu), að semja tillögur um tilhögun verk- iýðsmála- og stjórnmála-starfsemi flokksins. Skal nefndin ljúka störfum svo fljótt, að tími vinnist til að senda tillögur hennar til allra sambandsíélaga til athugun- ar fyrir næsta sambandsþing. (Meira næst.) Frá sambandsþinginu. Lokið var í fyrra dag að ræða €g greiða atkvæði um breyting- artillögur, sem fram höfðu koinið *við lög sambandsins. Verða breyt- ingarnar færðar inn og lögin bannig prentuð af nýju bráðlega. Bladnefndin skilaði áliti og til- lögum. Voru lesnir reikningar blaðsins fyrir árin 1934 og 1925 og samþyktir eftir tillögu henn- ar. Enn fremur var samþykt svo- hljóðandi tillaga frá nefndinni: „Þingiö felst á gerðir sam- bandsstjórnarmnar í hlaðmálinu." 1 gær stóð þingfunclur frá kl. 1 *il 71/2 e. h. Aðalmálið var til- lögur frá skipulagsnefnd. Voru fiestar tiilögur hennar samþykíar í einu hljóði og verða birtar í þessu blaði og næstu blöðum. Þar á meðal voru þessar: Tillögur til þingsályktunar. 1. Sambandsþingið leggur fyrir væntanlega sambandsstjórn, a) að velja úr sínum hópi 3 menn til þess sérstaklega að hafa á hendi framkvæmdir í verklýðs- máleínum í samráði við sam- bandsstjórn til næsta þings, • b) að boða til verklýðsmála- ráðstefnu á næsta vori og 'bjóða þangað fulltrúum fjórðungssam- bandanna og þeirra verklýðsfé- laga innan Alþýðusambandsins, sem ekki eru í neinu fjórðungs- sambandi, eftir þeim reglum, er sambandsstjórn seiur. 2. Sambandsþingið eílyktar að kjósa 3 manna, nefnd- til þess, i samráði við væntanlega sam- Innlend tíðindi. Akureyri. FB. 10. dez. Sviplegt slys. í fyrradag vildi hér til hörmu- legt slys. Sex ára drengur, sonur Tómasar Björnssonar kaupmanns, var að leika sér í búð föður síns og feldi um koll pungan gólfdúks- stranga, er stóð upp á endann. Féll hann i höfuð drengnum, og beið hann bana samstundis. f :A i '¦¦:¦. ¦ ,y.',::!->r:,'; MlBækurlog leiksýning. % , } Nýlega er |komin . út ljóðabók eftir Huldu, sem heitir »Við*yzta haf«, og enn fremur æfintýra-sjón- leikur eftir Kristínu Sigfúsdóttur, sem heitir »Óskastundin«. Leikfélagið sýnir »Á útleið helgina. Fiskreytingur er þegar gefur á sjó. um Einlit vinstrimannastjórn i Danmörku. (Tilkynning frá sendiherra Dana.) Mistekist hefir myndun sam- steypuráðuneytis. Jafnaðarmenn vildu ekki eiga hlut að því. Madsen-Mygdal mun vera forsætis-' ráðherraefni vinstri manna. Dánarfregn. Jón Jónsson bóndi á Skeiðflöt i Mýrdal andaðist úr lungnabólgu á heimili sínu 7. þ. m. Er þar fallinn einn af beztu mönnum sveitarinnar. Hann var víðsýnn og óeigingjarn. Hann taldi því- skyldu sína að hjálpa þar, sem hjálpar var þörf, án þess rað spyrja um endurgjaLd. Margir muhu minnast hans þar i sveit sem bjargvættar í harð- indum og heyskorti. Líf hans var mannbætandi og mun bera ávöxt í lífi annara. K. Næturvörður- er næstu viku Reykjavíkur. Leikffélag Reykjavíkur. Luigi Pirandello: Sex veriir leita hðfundar, leikrit, sem ætti að semja, verður sýnt í Iðnó sunnudaginn 12. þ. m. kl. 8 síðdegis. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó í dag frá kl. 4 — 7 og á morgun kl. 10 — 12 og eftir kl. 2. Niðursett verð. |9" Síðasta sinn. "^| ~ W Börn fá ekki aðgang. "Wm ATH. Menn eru beðnir að mæta stundvíslega. Sími 12. Sími 12. Fyrirlestur, sem nefnist Ábyrgðarmesta stundin flytur J. Stefánsson í Iðnó sunnudaginn 12. dez. kl. 3 e. h. Áðgöngumiðar á 1 kr. fást hjá Sigf. Eymundsen, Ársæli Árnasyni og við innganginn, ef eitthvað verður eftir. 131|ómleikar Mme le Senne. lyfjabúð Frakkneska fl'ngkcnan, frú Ger- maine le Senne, hélt hina fjórðu, og sennilega síðustu söngskemtun sína hér í Nýja Bíó í gærkveldi. Mjög var fátt áheyrenda í þetta sinn. Mun ástæðan vera sú, að mörgum finst þeir njóta síður á- nægju af söng, þegar ljóðin eru á máli, sem þeir skilja ekki. En mjög voru alúðlegar viðtökurn- ar, sem frúin fékk. i söng'skránni voru úrvalsperl- úr sönglaga ýmsra höfunía, en þótt frúin sé ágæt söngkona, tókst henni misjafnlega að sýna lit- skraut og dýrmæti þe^sara perlna. Yfirleitt söng hún tvo fyrstu kafl- ana á söngskránni af fremur Ht- illi ancíagift, enda mun henni hafa þótt ömurlegt um að litast í saln- um, köldum- og hálftómum. Er slíkt umhverfi sízt til þess fall- ið að blása listamönnum eld í barm. Leiðast var þó, hve oft því brá fyrir í þessum tveim köfl- um, að tónar voru óskýrir og „intonatíon" óglögg. Var stund- um ekki laust við, að óþægilega léti í eyrum. Með sum lögin fór frúin þó prýðilega, svo að þau nutu sin sem bezt mátti verða, svo sem ,Jn the silent night" eftir Rachmaninoff, Tatarasöngvana og lagið úr „Samson og Dalila" eftir Sa'int-Saen?, sérstaklega þó siðari hluta þess lags. í síðasta kaflanum var sem frú- in birtist í ný>m ham, — einmitt þeim ham, sem henni mun bezt fara, og aflað hefir henni þeirr- Rangæingaklúnbur. Danzskemtun i Bárunni sunnudaginn 12. dez. kl. 9 e. m. Einsöngur: Frk. Hulda Jónsdóttir. Aðgöngumiðar fást í Bárunni frá kl. 4 á sunnudag. Rangæingar! Fjölmennið! ar hylli, sem hún nýtur í landi sínu, og vakið hefir mesta að- dáun hér. Hófst sá kafli með hinni fögru og tignarlegu „Juvel"-aríu úr Faust Gounods. Þar birtist rödd frúarinnar í allri sinni dýrð, — og röddin er dýrðlega fögur, — björt, há og þróttmikil. Brann frúnni þá og eldur í augum, — og nú söng hún hvert lagið öðru aðdáanlegar. En hámarki tignar og fégurðar náði rödd hennar í síðasta laginu: „Vissi d'arte" úr söngleiknum „Tosca" eftir Puc- cini. Eins og áður er getið, var frúnni mjög vel fagnað af áheyr- endunum. Og af lófatakinu að söngskemtuninni lokinni hefði mátt ætla, að þarna væri hús- fyllir, enda var og í því falin alúðarþökk söngelskra Reykvík-"' inga til hennar fyrir komuna hing- að- — Tveir blómsveigar voru henni færðir upp á söngpallinn. Emil Thoroddsen hefir leikið undir á hljómleikum frúarinnar í kvikmyndahúsinu og ekki brugð- ið vana sínum um það að skila sínum hlutverkum méð prýði. 10. dez. 1926. T. Á.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.