Alþýðublaðið - 09.03.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.03.1920, Blaðsíða 2
3 ALÞÝÐUBL AÐIÐ „Vísi$“-axarsk5Jt. Jakobi Möller hefir skyndlega slegið niður, eftir að hann hafði «m stund verið á batavegi. í Yísi 5. og 6. t>. m. rignir niður alls- konar fáránlegum hugarsmíðum, svonefndum Yísis-axarsköftum, í € dálkum samtals. Kennir þar fingrafara eins heildsöluvinar Jak- obs, sem mun vera keimlíkur lionum að gáfnafari, effcir því að ■dæma, að hann hefir ekki séð hverjar væru rökréttar afleiðingar þessara hugarsmíða. En þó að hendurnar séu Esaús, þá er rödd- in Jakobs. Hvorki „ritstjórinn" né ■aðstandendur Vísis, auðmennirnir, hafa enn ráðist í að svara efni greinar minnar: „Það kemur eng- um við“; en því meira vinnur vefarinn með tólfkongavitið að hveititægju. Skulu hér talin nokk- ur dæmi almenningi til athug- «nar: 1. Jakob „játar“ nú, að hann „hugði“, að hveiti væri ekki greitt gegn farmskírteini, né að afhend- ing hveitisins færi fram fyrst þá. Gremst honum mjög þessi við- skiftavenja stríðsáranna, og kallar hana „heimskulega venju eða ó- venju“. 2. Þar sem Jakob kemst þó ekki fram hjá þessari venju, verð- «r hann að reyna að klóra í bakk- ann með nýjum uppfundingum, og þá kemur til hjálpar heildsölu- vinurinn, sbr. hveitigrein Jakobs 3. þ. m. Jakob „játar" nú, að landsveralunin hefði ekki þurft að „borga" hveitið fyrirfram". Aftur Á móti liefði verið hægt síðast- liðið haust að senda dollara vest- «r og láta þá liggja þar í banka, þangað til gjalddagi hveitisins kæmi. Þar sem allir vita að dollaragengið hefir stórhækkað, þá ukilur jafnvel Jakob nú, að stór- gróði hefði verið fyrir landið af slíkri peningasendingu, með því að gjalddagi hveitisins var í febr. —marz. En hitt skilur Jakob ekki með neinu móti, að ómögulegt var síðastliðið haust að vita fyrir- fram hvað dollaragengið yrði í febrúar. Fjármálamenn bjuggust einmitt við, að Norðurálfunni xnundi takast að fá fast lán í Bandaríkjunum, og þá hefði doll- aragengið lækkað. Enda varð aðal- Jhækkunin á skömmum tíma eftir áramótin, þegar líkurnar fyrir lán- töku minkuðu. En auk þess ætti fyrv. bankaaðstoðarmaðurinn að vita það, að slík viðskifti um er- lenda mynt eru ekki eiginleg verzlunarviðskifti, heldur banka- viðskifti. 3. En segjum nú svo, að Jakob „hugsi“ einu sinni rétt og öllum hefði átt að vera vitanleg gengis- hækkunin. Yöruverð heildsala og kaupmanna hér ætti þá líklega alls ekki að hækka, því að þeir hefðu þá allir keypt dollara í haust, meðan gengið var lágt, til þess að greiða með vörur, sem nú eru að koma? Nú er almenningi það vel kunnugt, að amerískar kaupmannavörur hafa einmitt stór- hækkað í verði, að því er álitið er og kaupmenn segja, næstum eingöngu vegna gengishækkunar- innar. Jakob ætti þá að hugsa að þessi verðhækkun væri óréttmæt, og ráðast á hana, enda þótt hún væri á kaupmannavörum. Hinn 23. f. m. segir Jakob með sak- leysissvip: „Það er algerlega rangt, að Yísir hafi haldið hlífiskildi fyrir kaupmönnum". En hvað væri þetta? Álítur hann nú að inn- flutningnr og verð kaupmannavöru „komi engum við“? Nei, blessað- ur „ritstjórinn hugsar" víst að gengishækkunin hafi meiri áhrif á kaupmannavörur en landsverzlun- arvörur! 4. Og hvað er um spámanninn Jakob sjálfan. Úr því að hann vissi þetta í haust sem leið, hvers vegna keypti hann þá ekki sjálfur dollara, til þess að græða á geng- ishækkunina? Það hefði verið fljót- tekinn og öruggur gróði fyrir hann, sem vissi þetta alt fyrirfram. En ef til vill hefir hann gert þetta? Þá má iíklega búast við að hann gefi niðurjöfnunarnefndinni upp þennan gróða. Eg vil skora á Jakob að gera nú einu sinni þarft verk með spádómshæfileikum sín- um, og tilkynna nú opinberlega hvað dollaragengið verði 1. maí næstkomandi. Þó að hann vildi ekki gera Landsverzluninni slíkan greiða, þá eiga að minsta kosti kaupmennirnir svo mikla hönk upp í bakið á honum, að hann ætti þarna að sýna lítinn þakk- lætisvott. En hann hefir ef til vill alt í einu mist spádómsgáfuna? (Framh.). Héðinn Valdimarsson. framsa! keisarans. Khöfn, 6. marz. Wolffs-fréttastofa flytur þá fregu frá Haag, að Holland hafi aftur svarað framsalskröfunni og haldi fast við hina fyrstu ákvörðun sína. Holland er sér fullkomlega með- vitandi um eftirlitsskylduna, ec segist engan þátt eiga í Yersailles- samningnum. Wilson og' Tyrkir. Khöfn, 6. marz. Wilson er á móti því, að Tyrkb fái að halda Konstantinopel. friðarsamniiigarmr. Ivhöfn, 6. marz. „Neue Freie-Presse“ segir það' opinbera fregn, að forsætisráðherra ítala hafi stungið upp á því að Lundúnafundurinn endurskoði Vev sailles-friðinn. „Frankfurter Zeitung" segir að Bandamenn hafi í grundvallaratrið" um fallist á uppástungur Nittis um póltíska- og fjármála-endui- skoðun friðarsamninganna. Um daginn 09 Yeginn. MaOur verður úti. Á þriðju- daginn er var hafði Jón héiaðs- læknir Blöndal í Stafholtsey lagt af stað, ríðandi, í lækniserindu® að Svignaskarði. Veður var bið versta og fór hann þó einn. Þurfti hann að fara yfir Hvítá og halda- menn að hann hafi druknað * henni, því ekkert hefir spurst tfi hans síðan, og hefir þó leit verið gerð af mörgum mönnum. Heiinsóknir allar voru þegai' ' fyrradag bannaðar að Landakots- spítgla, Vífilsstöðum, Kleppi Laugarnesspítala. Signrfarinn, sem Færeyinga,;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.