Alþýðublaðið - 13.12.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.12.1926, Blaðsíða 3
ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ 3 Veilræði, eftir séra Jón Þorláksson á Bægisá. [Ráð þessi gat séra J. Þ. burgeisum og burgeisa-taglhnýtingum í háði.] Af æðri þér þótt órétt kennir, ei skaltu mögla grand um það! Hefn þess heldur á minna manni meir en tvöfalt, þá svo ber að. Láttu þá riku ríða þér! Ríddu sjálfur þeim vesall er! Þar eð sannleikur meðal manna í mesta forakt korninn er og mein hans vegna margir kanna, minstu, að honum burtskúfer. Lát hjartað aldrei sáttar-sið né samtök hafa munninn við! Skjót ei þangað, sem boga bendir! Birt aldrei sama og hugsar þú! Kápunni eftir veðri vendir. Vertu alt eins og mylna sú, hverrar gangur ei hindrast má, hvaðan sem vindur stendur á! „Ærlegheit mikil í mér búa“, orðtak sé þitt og vanastef. Einhver ef vill því ekki trúa, andskotann þá til vitnis kref, það er: gef honum þína sál, í þér ef finnist nokkurt tól! Fýsi þig stolins fjár að afla, forgefins slíkt ei byrjað sé. Steldu, svo fram úr kunnir krafla og kaupa þig frá snörunne, því hengingar- gista engir -ól, utan smáþjófa greyleg fól. Burt kasta’ ei mútu boðnu gjaldi! Bjóð þinni konu’ að hirða slíkt, svo þitt órofið særi haldir; samvizkan þessa krefur ríkt. Eigið-gagn þitt og elska sé alt hvað þú gerir drífande. Samvizka þín ef vakna vildi, vara þig strax og hana svæf! Auðnu og velferð oft það gildir. Eld þann í tíma niður kæf! Ef náir hún að festa fót, fæst ei upp tekin hennar rót. Öllu framar þú auði’ að safna æ skyldir meta, hvar sem fæst! Ábatanum er heimska’ að hafna, með hverju móti sem hann næst, því frjálst og stolið pund er pund. — Peningar liggja ekki’ á grund. Jólatré geflns. Hverjum, sem kaupir hjá mér jóiatrésskraut fyrir 10 krónur, gef eg fallegt jólatré i kaupbæti. Hefi nýfengið dúkkur, dúkkuvagna, tréhesta, sleða, skauta og allskonar leikföng önnur, stór og smá. Spil, mann- töfl, áletruð postulínsbollapör, þvottastell, kaffistell. Eir- kopar- og messingvörur allskonar. Jólakerti, stjörnuljós, flugelda allsk., grimur. — Suðusúkkulaði 1,75 pr. lÁ kg. Blóðrauð epli 75 au. V* kg., en kassinn 20 kr. Vínber og appelsínur ódýrt. Matvöruútsala á Laugaveg 64. Simi 1403. Hannes Jónsson. Laugaveg 28. rnáni skein allvalds ægigeislum.” Jafnvel bardagamanninum Agli varð ekki um sel, er hann átti líf sitt undir öxi Eiríks konungs í Jórvík, og játar hann það þarna siðar. í þriðja lagi minti Ólafur á orðin: „Nú áttu eftir það, sem erviðast er, en það er að deyja.“ Ólafur kvaÖ meiri „rómantík” vera í Njálu en öðrum Islendingasög- um. Var margt vel athugað í er- indunf hans. Ónefni lagt niður. Stúlka af Vestfjörðum, sem hét Símonía, hefir skift um nafn og heitir nú Hrefna. Kvöldvökurnar. 1 kvöld lesa Árni Pálsson bóka- vörður, séra Tryggvi Þórhallsson og Þórbergur Þórðarson. Lestr- inum verður víðvarpað. Fulltrúarnir á sambandsþinginu, þeir, sem voru úr Hafnarfirði, fóru heim í gærkveldi, en í dag Bjarni Egg- ertsson á Eyrarbakka og Guð- mundur Einarsson á Stokkseyri. Þenna dag árið 1744 fæddist Jón Þorláks- son skáld og prestur að Bægisá i Eyjafjarðarsýslu. Málverkasýningu hefir Finnur Jónsson málari ný- lega opnað í gistihúsinu „Heklu". Er gengið inn þangað af Lækjar- torgi. Á sýningunni kennir margra grasa. Meðal þess, er mun vekja mesta athygli, eru myndir úr ó- byggðum, málaðar á ferðalagi þeirra Tryggva Magnússonar og Finns í sumar, þar á meðal sér- lega fagrar myndir frá Fjalla- baksvegi, norðan og norðaustan við Mýrdalsjökul, enda mun landslag þar vera með því allra fegursta og stórkostlegasta, sem til er á landinu, þótt víða sé landið fagurt. Þá munu og sjáv- armyndir Finns vekja mikla at- hygli, því að enginn efi er á því, að hann er bezti sjávarmál- ari, sem n'i er hér á landi. Skipafréttir, „Botnía“ fór utan á laugardags- kvöldiÖ. „Lagarfoss“ kom í gær- morgun frá útlöndum. „Gullfoss” er væntanlegur í fyrra málið. Sel- veiðaskipið norska, sem hingað kom um daginn, fór vestur á Breiðafjörð til að sækja mennina, sem voru á „Ametu“, er náði Tandi þar eftir hrakningana. Kom selveiðarinn aftur hingað með þá í morgun. Fisktökuskip kom hing- þð í nótt. Togararnir. 1 síðustu ferð togarans „Ólafs“ varð hann fyrir áföllum, svo að ketillinn losnaði. Þegar gert hafði verið við það, fór hann á veiðar í gær. Enskur togari kom hingað í fyrra dag og ætlaði á veiðar í dag. Hann heitir „Pavlova”. Nafn- ið er rússneskt og þýðir Páls- dóttir. Þýzkur togari kom hingað í gær af veiðum. Kappskákin á milli Austurbæjar- og Vest-' urbæjar-manna er ekki útkljáð, þar eð úrskurður um tvö taflanna er enn eigi fallinn. Heilsufarsfréttir. (Eftir símtali í morgun við land- lækninn.) Hér í Reykjavik urðu læknar fult eins mikið varir við „inflúenzu" síðast liðna viku eins og vikuna þar á undan. Tvent manna hefir fengið „kikhósta", auk barnsins, sem fyrst fékk hann. Tilraunum til að stöðva þá veiki verður haldið áfram, en lítil von er um að það takist. Að öðru leyti er heilsufar hér allgott og hvorki taugaveiki né bamaveiki. 1 Blönduósshéraði hefir einn „kík- hósta“-sjúklingur bæzt við síðustu viku, fen ekki hefir veikin breiðst út fyrir héraðið. Á Vesturlandi færist „influenzan" fremur í vöxt. Á Austurlandi er heilsufarið sæmi- lega gott. Þó heldur „influenzan" áfram þar, én er mjög væg. Minningargjöf færðu nokkrir nemendur sænska fræðimannsins, Dags Strömbacks, er dvalið hefir hér í haust og verið sjálfboðakennari við háskól- ann, honum í gær. Var það hilla, er Ríkarður Jónsson hafði gert. Á hana var skorin með höfðaletri vísa eftir Ólínu Andrésdóttur skáldkonu, og auk þess galdra- vers, galdrarúnir og galdravættir, enda er Strömback fjölkunnugur mjög. Mun hann m. a. hafa notaö tímann hér til þess að kynna sér íslenzka fjölkyngifræði. Ström- back fer héðan á fimtudaginn með „Lyru“. Ísfísksala. „Egiill Skaliagrímsson“ seidi afla sinn í Englandi fyrir 856 sterlingspund, „Gylfi“ fyrir 966, „Leiknir" fyrir 1155 og „Hávarð- ur ísfirðingur” afla ísfirzkra báta, er hann fór með til Englands, fyrir 960 stpd. Veðrið. Frost um alt land, 3—10 stig. Norðlæg átt á Suður- og Austur- landi, en suðlæg og vestlæg víðast annars staðar, yfirleitt hæg. Þurt veður. Loftvægishæð yfir Grænlandshafi og íslandi. Útlit: Líkt veður í dag. Logn og hrein- viðri í nótt á Suðvesturlandi til Breiðafjarðar, en dálítil snjókoma á útkjálkum Norðurlands og Vest- fjarða. Illkvitnin bar þekkinguna ofurliði hjá Dagsbrúnarmenn! Munið að skrif- stofa félagsins er opin mánudaga miðvikudaga og laugardaga kl. 6 il 7 Va e. m. „Mgbl.“, eins og títt er á bænum þeim, í fyrra dag, þegar það minnist á kolanemana ensku. Flytur það með feitu letri um- mælin: „Námumenn verða að láta sér lynda að vinna fyrir sama kaup[i] og áður." Þessi setning var því að eins á viti byggð, að námumennirnir hefðu verið að reyna að knýja fram kauphækk- un; en nú var sannleikurinn sá, sem „Mgbl.“-skrifurunum var vor- kunnarlaust að vita og hljóta líka að hafa vitað, að kolanemarnir hafa að eins verið að verjast kauplœkkunarkröfum námaeig- endanna og kröfum _um lengingu vinnutímans. Þess vegna hefir verið uerkbann í námunum, en ekki verkfall. Umrnæli „Mgbl.“ eru því álíka skynsamleg og ef sagt væri: Ihaldsmenn verða að láta sér lynda, að Jónas Kristjáns- son náði kosning-u. Gengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund............kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,70 100 kr. sænskar .... — 122,19 100 kr. norskar .... — 115,37 Dollar....................— 4,57i/2 100 frankar franskir. . . — 18,38 100 gyllini hollenzk . . — 183,10 100 gullmörk þýzk... — 108,74

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.