Alþýðublaðið - 14.12.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.12.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞ. YÐUBLAÐIÐ ¥enlnniii Ooðafoss9 Slmi 43©. Lan^avegi 5, Simi 436. hefir fengið stórt úrval af sraekklegum jólagjöfum. "S® Dömutöskur, dömuveski, seðlaveski, peningabuddur, ilmvötn, púður. creme, manicure-Etui, hálsfestar, myndarammar, alls konar spegla,; ilmvörur, keramik-vörur frá Ipsens Enke, Kaupmannahöfn, koparskildir. handunnír. — Alls konar leikföng, næstum eins ódýr og voru fyrir striðið.. Komið! Skoðið! SaEinfæristS: ALÞÝÐUBLAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. IAfgreiðsIa í Alþýðuhusinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. , Skrifstofa á sama stað opin kl. j 9V2—10V2 árd. og kl. 8—9 síðd. j Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 « (skrifstofan). < Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á i mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 5 hver mm. eindálka. Frentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu simar). „Morgunblaðið4 Og utanríkismálin. Nú er „Mgbl.“ alveg hætt að tala um konunginn og hirðina og þar- vist sendiherra og er nú farið út í skýringu hugtaksins umboð alment. Liszt hreif. ’ Alþbl. hefir aldrei sagt, að is- land hafi afsalað sér neinum rétti til utanríkismálanna, en það hef- ir með sambandslögunum falið Dönurn meðferð þeirra um tak- markaðan tíma með þeiin tak- mörkunum, sem 7. gr. þeirra laga setur. Alþbl. hefir aldrei sagt, að alþingi gæti „dregið dönsk stjórn- arvöld til ábyrgðar" fyrir meðferð utanríkismálanna. Því er ekki hægt að koma frain neinni ábyrgð fyrir það, sem utanríkisstjórn Dana gerir samkvæmt 7. gr. sam- bandslaganna án íhlutunar ís- lenzkra stjórnarvalda, ekki frek- ar en það gat komið frarn ábyrgð á hendur dómsmálaráðherra Dana, meðan hann fór með íslandsmál. Vill ekki „Mgbl.“ skýra athuga- semdir dansk-íslenzku samninga- nefndarinnar við 7. gr. sambands- Íaganna? j'JJ.'hh tók það fram, að engir ríkjasámhírtgár giltu ísland, nema lahdið samþykti. Það er samkv. 7. gr. sambandslaganna. Það þýð- ir í því sambandi ekkert að vísa tíl stjórnarskrárinnar, frekar en hún er í samræmi við sambands- lögin, því að auðvitað getur ís- land hvorki með stjórnarskránni eða á annan hátt einhliða breytt samningnum við Dani (sambands- lögunum); til þess þarf samþykki Dana líka. Annars er 17. gr. stjórnarskrárinnar í samræmi við sambandslögin. í 9. gr. stjórnar- skrárinnar er utanríkisráðherra ís- iands ekki nefndur á nafn. En það má til sanns vegar fær- ast, að betra væri, að 7. gr. sam- bandslaganna, 1. málsgr., hefði aldrei í lögunum verið. En svo lengi, sem sú grein gildir, er skil- greining Alþbl. rétt og í sam- ræmi við sambandslögin, v. Liszt og aðra þjóðréttarfræðinga og svo heilbrigða skynsemi. Heilsufarsfréttir. Gott heilsufar er á Akureyri, segir landlæknirinn. Um dagirni og veginsi* Næturlæknir er í nótt Ólafur Þorsteinsson, Skólabrú 2, sími 181. Dánarfregn. Árni Nikulásson rakari andaðist á sunnudagsmorguninn. Hann var hátt á sjötugsaldri. Sambandsstjórnarfundur verður á morgun kl. 5. Áhætta verkalýðsins. Jón Einarsson frá Mel, aldraður verkamaður hér í bænurn, varð fyrir slysi í rnorgun við uppskip- ' un úr „Gullfossi“, ér hanh var þar að vinnu. Slitnaði lykkja, sem vörurnar voru dregnar upp f, og féll alt úr lengjunni niður 1 farm- rýrnið og kom á fót ’Jóni og brotnaði fóturinn. Var Jón þegar fluttUr í sjúkrahúsíð í Landakoti. 60 ára er i tíag Marten Nielsen, bakari, Laugavegi 61. Hann hefir dvalist hér á lancLi í 25 ár og er mörgum Reykvíkingum að góðu kunnur. Togararnir. , Snorri goði“ kom frá Englandi í gær. Á leiðinni hingað í fyrri nótt kastaði hann vörpu í Mið- nessjóinn og fékk 300 kassa. Hann fór þegar aftur á veiðar. Skipafréttir, „Gullfoss“ kom í nótt frá út- löndum, en „Villemoes“ í dag með olíu og kol. „Lyra“ er væntanleg hingað í kvöld eða nótt. Madame le Senne heldur eftir margítrekaðar á- skoranir hljómleika í dómkirkj- unni annað kvöld kl. 9. Emil Thoio'fWsen leikur á hljóðfærið. Þenna dag árið 1860 fæddist Niels R. Fín- sen, ljóslæknirinn frægi, einn af velgerðamönnum mannkynsins og meðal kunnustu íslendinga er- lendis. Kvöldvökurnar. í gærkveldi: Tryggvi Þórhalls- son las kafla úr Odysseifskviðu, um komu Odysseifs til Kyklóp- anna. Þórbergur Þórðarson las kvæðin urn apann og kerlinguna úr kvæðabálki Benedikts Gröndals „Gaman og alvara“ og kvæðin , Svartiskóir eftir Einar Bene- diktsson og „Atlantis" eftir Gúst- av Fröding í þýöingu Sigurðar Nordals. Árni Pálsson las þátt Þiðranda og Þórhalls og kvæðin „Sköfnungur“, „Endurminningin" og „Ólag“ eftir Grím Thomsen. Upplestrum Þórbergs og Ár.na var víðvarpað. . Heimiiisfang bannlagsbrjóts. Samkvæmt ósk og að fenginni sönnun þess skal tekið fram, að Þórarinn Guðmundsson, einn Peiiii er farlð að fækka mánaðardögunum fallegu í bóka- verzl. „Emaus“. Ættu þvi þeir, sem ætla að fá sér inánaðardag, að koma senr fyrst. Bókaverzl. „Emaus“. Bergstaðastræti 27. þeirra, er sannur hefir orðið að sök um bannlagabrot, á heima á Laugavegi 111 A; en A-ið vantaði i þær heimildir, er nöfn bannlaga- brjötanná voru tekin eftir hér i blaðið 9. þ. m. Veðrið. Hiti mestur 4 stig, minstur 9 stig frost. Átt víðast vestlæg eða suðlæg, hvergi mjög hvöss. Hagl- él í Vestmannaeyjum. Annars staðar þurt veður. Lítil loftvægis- lægð fyrir norðan land og önnur við Suður-Grænland. Útlit: Víðast vestlæg átt og þíðviðri. Sums staðar allhvast í dag. Oengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund............kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,70 100 kr. sænskar .... — 122,19 100 kr. norskar .... — 115,62 Dollar.....................— 4,57 V2 100 frankar franskir. . . — 18,62 100 gyllini hollenzk . . — 183,10 100 gullmörk þýzk... — 108,80 Stormfregnir. í síðasta „Lögbirtingablaði“ íil- kynti Þorkell Þorkelsson, for- stöðumaður Veðurstofunnar, að frá 1. jan. n. k. muni verða send út auka-veðúrskeyti frá henni kl. 11, 10 mín. f. m. og 4 6. m., þegar horfur eru á veðrabrigðum, sem ekki var gert ráð fyrir í veðurspánni um morguninn, en þýðingu geta haft fyrir sjófarend- ur. Verða * skeyti þessi nefnd stormfregnix. Þau verða að eins send á virkum dögum og til þess- ara stöðva: Vestmannaeyja, Eyr- arbakka, Stokkseyrar, Grindavík- ur, Sandgerðis, Keflavíkur (í Gull- bringusýslu), Hellissands, Stykk- ishólms, Bolungavíkur, Hnífsdals, ísafjarðar og Hafnar við Horna- fjörð. Auk þess mun loftskeyta- stöðin hér senda stormfregnina út á sama tíma á 600 m. öldulengd. Tímaritið „Réttur", sem allir hugsandi menn þurfa nauðsynlega að lesa, fæst i Bóká- búðinni á Laugavegi 46. l „Rök jafnaðarstefnunar“ er öllum þeim, sem vilja Rynn- ast stjórnmálum heimsins og „Lagarfoss46 fer héðan væntanlega á fimtudag 16. dez. síðd. til Austfjarða, Aber- deen, Hull og Kaupmannahafnar. „Gullfoss44 fer héðan á laugardag 18. dez. beint til Kaupmannahafnar. Jólin ern í nánd! Skýnsamlegast er á þessum tím- urn, sem yfir standa, að kaupa að eins þarfa hluti með lægsta verði, svo sem: Enskar húfur, Flibba, harða og lina, Hálsbindi, Nærföt, Ullarpeysur á fullorðna (og börn, Drengja-vetrarhúfur, Axlabönd á fullorðna og börn, Sokka, Silki- og Ullar-trefla, Vetr- axfrakka og Regnfrakka. — Alt þetta eru þarfar vörur, en lang- ódýrastar hjá mér. Þó 10 0/0' af- sláttur til jóla. finðn. B. Viar, klæðskeri. Laugavegi 21. Sími 658, S. R. F. í. Sálarrannsóknarfélag Islands heldur fund i Iðnó fimtudags- kvöldið 16. dez. 1926. Jcikob Jóh. Smári adjunkt flyt- ur erindi. Einar H. Kvaran skýrir frá samtölum oid „Fridrik“. Stjórnin. Veggféðnr. Nýkomnar fjöldamargar fallegar tegundir. Orvalið hefir aldrei ver- ið jafn-fjölbreytt og einmitt nú.. Komið! Skoðið! Kaupið! Sigurður Kjartansson, Laugavegi 20B Sími 830 Simi 830. (Gengiö frá Klapparstíg.) stjórnmálum íslenzku þjóðarinnar, ómissandi bók.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.