Alþýðublaðið - 16.12.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.12.1926, Blaðsíða 1
GeVitt 1926. Úshir starfsmanna rikisins um aukningu dýrtíðaruppbótar- innar. Á fundi starfsmanna ríkisins í •gærkveldi var samþykt að reyna að fá lögtekna dýrtíðaruppbótar- greiðslu af öllum laununum, í stað þess, að hún er nú að eins greidd af tveim þriðju þeirra. Þetta var aðalsamþykt fundar- ins, en til vara var samþykt að reyna að fá grundvelji dýrtíðar- uppbótarinnar breytt, svo að til- lit sé tekið til fleiri gjaldliða en nú er gert, svo sem fatnaðar og húsnæðis, og að greidd verði upp- bót vegna ómagaframfærslu. Tillögur þessar eru mjög sann- •gjarnar, og virðist sjálfsagt, að alþingi taki þær óskir til greina að veita starfsmönnum ríkisins viðunandi kjör. Þjóðinni er eng- inn hagur í, að reynt sé að níðast á þeim. Því að eins er sanngjarnt að krefjast þess, að rnenn staríi vei, að þeir séu ekki sveitir og fjölskyldur þeirra; en ein 44% af tveim þriðju launanna er alt of lítil uppbót á þau laun, sem fjöldinn af starfsmönnum ríkisins hefir, í þeirri dýrtíð, sem nú er. Atvinmibæturnar. Nú munu vera 106 menn í at- vinnubótavinnu bæjarins, en hjá ríkinu 36. Það, að ekki hafa enn komist fleiri að hjá ríkinu, er því að kenna, að mulningsvélin, sem er á Kolviðarhóii, er ekki komin hingað enn þá. Hin er nýkomin frá Vífilsstöðum. Ails hafa verið nefndir til at- vinnubótavinnu .165 menn, bæði hjá bænum og ríkinu, og hafa þeir 616 börnum fyrir að sjá, auk gamahnenna og annars heima- fóiks. ít Hafnarfirði er atvinnubóta- vinnan komin í fulian gang, en þar eru líka jafnaðarmenn í meiri hluta í bæjarstjórninni. Erlend siiaiskeyfi. Khöfn, FB., 15. dez. Frakkar taka Briand misjafn- lega við heimkomuna. Frá París er símað, að Briand hafi verið hyltur við heimkomuna frá Genf. Fylgismenn frönsku hreyf- ingarinnar (action fran^aise) reyndu samtímis að hefja óp og óhljóð að Briand. Tuttugu nranns voru handteknir. Fimtudaginn 16. dezember. 293. tölublað. Svartliðar samir við sig. Frá Vinarborg er símað, að i Genf(?) hafi orðið göturóstur milli svartliða og ríkisliðsins. Orsökin var sú, að einn foringi svartliða skaut á ríkisliðsmann, sem heils- aði ekki. Ellefu manns féllu, en sextíu og þrír særðust. [Það hlýtur að vera villa, að í skeytinu stendur Genf. Sú borg er í Sviss, og er ekki kunnugt, að þar sé nein svartliðahreyfing. Hér hlýtur að vera átt við Genúa á Ítalíu, en eins og kunnugt er, er svartliðahreyfingin að brjóta það riki í rústir.] Idag var nýja búðin opnuð í Bankastrœtl 7, Til |éla 10—20°|o afsláftur. Jéi ijorisson & Co Hvað eru eplin mörg i stróknum? I vesturglugga verzlunar okkar er til sýnis Eplastrókur (Pyramid), og gefum við hér með öllum kost á að geta, hvað mörg eplin eru í honum. Þeim, sem geta rétt, eða kornast næst Eplafjöldanum í þessum strók, íjefum við i JólaijJöf 1 kassa epli, rh kassa epli, og 7* kassa epli. Ef fleiri en einn geta réttu tölurnar, skiftist jólagjöfin á milli þeirra. Bók liggur frammi í skóbúð okkar, og eru menn beðnir að skrifa nöfn sín og eplatöluna i hana, sem verður að gerast fyrir kl. 3 á aðfangadag jóla. ‘ Gjafirnar verða afhentar kl. 4Vs sama dag (aðfangadag), og á sama tíma verður eplatalan birt. Eiriks-Epli pekkjast um alt land, og eru alls stáðar viðurkend pau beztu. Eiríks-Epli bragðast bezt. Leifsson, Simi 822. Langaveggi 25. Sfmi 822. Frá saiiibandsþmginu. Samþyktir um verklýðsmál. Samþyktar þingsályktunartillög- ur frá skipulagsnefndinni. (Frh.) (Samþyktir þessar voru gerðar áður en sambandsstjórn var kos- in.) 1. Sambandsþingið skorar á öii verklýðsfélög, að tilkynna jafnan fjórðungssambandsstjóra og stjórn Aiþýðusambands is'ands umsamið kaupgjald eða kauptaxta jafn- skjótt og það hefir verið ákveðið. Skulu þau síðan tafarlaust til- kynna það öðrum félögum með því að birta taxtann eða samning- jnn í blöðum flokksins. Jafnframt væntir þingið þess, að félögin á Akureyri, Siglufirði, ísafirði og í Vestmannaeyjum ákveði jafnan kaupgjald við síldartímann og á vertíð svo snemma, að unt sé að tilkynna það öðrum félögum áður en fólk alment fer að ráða sig þangað. 2. Sambandsþingið skorar á öll verkiýðsfélög að halda nákvæma dagbók um alt, sem gerist með- an á verkföllum stendur, hvert á sínum stað, ög að tilkynna sam- bandsstjórn jafnóðum alt, sem gerist í þeirn málum. 3. Sambandsþingið ályktar að vísa eftirfarandi breytingartillögu við lög Alþýðusambands íslands til væntanlegrar miiiiþinganefnd- ar, samkvæmt fyrri tillögum nefndarinnar, er taki hana til at- hugunar og beri undir sambands- félögin fyrir næsta þing: Aftan við 9. gi'. III. kafla bætist ný málsgrein svohljóðandi: ’ Óski félag aðstoðar sambands- stjörnar í kaupdeilu tii að fá á komið samúðal'verkfaili annara fé- laga eða öðrúnl slikum hjálpar- ráðstöfunum, gefur það henni fult umbcð til að gera út Uni tleíi- una fyrir sína hönd. Telji sambandsstjórn sam'úöar- verkfall nauðsynlegt, tilkynnir hún viðkomandi félögum eða félagi hjálparbeiðnina tafarlaust, og er því eða þeiin þá skylt að halda fund innan 24 stunda og taka þá ákvörðun um málið. Á sama hátt geta félögin snúið sér tii fulitrúa- ráðsstjórnar eða fjórðungssam- bandsstjórnar sinnar, sem þá, að fengnu samþykki sambandsstjórn- ar, tekur við málinu, og hefir hún þá sömu völd og skyidur og sambandsstjórn væri. 4. Sambandsþingið felur væntan-. Jegri sambandsstfórn: a) að gangá eftir bvj að sambandsfélög kaupi skírteinabækúr pær, er sambands- stjórn gefur út, og hlutist til um að meðlimir noti þær, b) að láta prenta eyðubíöð undir ráðningár- sanminga fyrir kaupafólk og vinnuhjú, og leggja fyrir félögin að hvetja meðlimina til að nota sem ætla að láta kiippa sig í rak- arastofunni í Eimskipafélagshús- inu fyrir jólin, eru vinsamlega beðnir um að koma sem fyrst, til þess að iosna við óþægilega bið síðustu dagana. Hreinsa og pressa föt fyrir kr. 4,00. Fötin sótt og send heim. Hringið i síma 1846. Valgeir Krist- iánsson, Laugavegi 46. Þau, c) að senda erindreka til Sigiufjarðar um síldveiðitímann og til Vestmannaeyja á vertíð til að starfa þar að verklýðsmálum ög útbreiðslu jafnaðarstefnunnar eða fela það starf ákveðnum mönntím á þeim stöðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.