Alþýðublaðið - 16.12.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.12.1926, Blaðsíða 3
ALfcÝÐUBLAÐIÐ 3 Jólaleikrit leikhússins verður að þessu sinni „Vetrar- saga“ eftir Shakespeare, og er það mesta leikbáknið, sem leikhúsið hefir ráðist í að leika. I leikn- um eru ekki færri en 34 menn. Þetta er æfintýraleikur, einn af þeim stórfeldustu eftir meistar- ann. Leikurinn er fjölbreytilegur. Þrir fyrstu þættirnir eru í raun réttri sérstakt leikrit, — sorgar- leikur; mætti kalla það uppkast að óthelló, en tveir síðustu þætt- irnir mættu hins vegar vera sér- stakur leikur, — Iéttur og kátur gamanleikur. Efni leiksins er þetta. Leontes er konungur á Sikiley, og heitir drottning hans Hermione. Polixe- nes Bæheimskcnungur, vlnur hans, gislir hjá honum, og verður Leon- tes örvita af ástægulausri af- brýðissemi, og verður Bæheims- konungur að flýja, en drotningu er varpað í myrkvastofu. Þar fæðir hún barn, sem Leontes læt- ur bera út, af því að hann þykist ekki vera faðir þess. Nú er hald- inn réttur í málinu, og koma þar sendimenn frá véfréttinni í Delphi með þau skilaboð, að Polixenes sé tryggur vinur, drotning skírlíf, en Leontes harðstjóri. Við það líður drottning í ómegin, er borin burt, og fréttist síðan, að hún sé látin. Þar með er sorgarleikurinn á enda. Nú er miflileikur, þar sem er sýndur útburður barnsins, og finna tveir hirðar það og taka það að sér. Svo tekur við gamanleikurinn. Barnið Perdita, dóttir Leontess, elst upp með hjarðmönnum á Bæheimseyði- mörk og veit ekki annað en að hún sé dóttir þeirra. Florizel, son- ur Polixenes Bæheimskonungs, rekst dulklæddur út á eyðimörk- ina og festir ást á Perditu. En faðir hans kemur þar og dul- klæddur og ráðleggur Florizel að segja föður sínum alt, en Flori- zel neitar, og kastar konungur þá gervinu og rekur hann frá sér með hörðum orðum. Þá segir Per- díta: „Ég hræddist ekki. Eitt sinn eða tvisvar mig langaði að segja honum, að sama sólin, sem á hqll- ina skín, lýsir upp kotin.“ Nú flýja Perdíta og Florizel til Si- kileyjar, en Polixenes eltir þau, og þar kemst upp um ætterni Perdítu. Þau fara nú öll í hús gamallar hirðmeyjar, sem ætlar að afhjúpa þar mynd drottning- ar, en myndin er þá drottning sjálf, og fellur nú alt í ljúfa löð. I þennan part er fléttað inn hlut- verk Autolykos, sem aðallega ber glensið uppi. Lög mörg eftir Humperdinck þann, er bjó til lögin við „Þrett- ándakvöld". Búningarnir eru frá Georg Kaufmansn i Berlín, þeím, er gerði búningana í kvikmyndina „Ma- dame Dúbarry“, sem hér var sýnd. Á stjórn leikhússins gott skilið fyrir að hafa gert það að einni Alt a£ bezt að kaupa hjúkruuartæki i verzlunni „Paris44. B. P, S. S.s. Lyra fer héðan kl. 19 í kvöld. Mc. Bjarnason. helztu menningarmiðstöð landS' ins. IJm daginn oaj veglnn. Næturlæknir er í nótt Árni Pétursson, Upp- sölum, sími 1900. Verkakvennafélagið „Fram- sókn“ heldur fund í kvöld kl. 8V2 í Ungmennafélagshúsinu. Fyrsta mál á dagskránni er kaupgjalds- málið, og er því mjög nauðsyn- legt, að félagskonur fjölsæki fundinn og mæti stundvíslega. Á fundinum verða og sagðar fréttir af sambandsþinginu og gefnar nefndarskýrslur. Bæjarstjörnarfundur eí í dag. 9 mál eru á dagskrá, þar á meðal frh. 2. umræðu um fjárhagsáætlun bæjarins, hafnar- innar og um skipulagið í mið- bænum, og 'fundargerð „atvinnu- leysisnefndarinnar“. xo Eins og undanfarin jól hefir Björnsbakarí mest útval af alls konar konfekt, Marzipan- og Súkkulaði«myndum. Sömuleiðis; Konfekt-skrautöskjur af ýmsum áður hér óþektum gerðum, fyltar með úrvals-konfekt. Piparnuðnr, Hunangsnuður, Knöll, ásamt mörgum öðrum teg- undum af jólaskrauti, fylt með sælgæti. Verðíð er ótrúlega lágt og eitt- hvað við sérhvers h2eH- Gerið innkaup yðar tímanlega, meðan úr nógu er að velja. sem er Heildsölubirgðir hjá LBrpjólfsson&Hvaran [ Reykjavik. Heilbrigt, bjart börnnð er eftirsóknarverðara en frfðleikurinn einn. Menn geta fengið fallegan litar- hátt og bjart hörund án kostnað- arsamra fegrunar-ráðstafana. Til þess þarf ekki annað en daglega umönnun og svo að nota hina dá- ---1— mýkjandi og hreinsandi L-HANDSAPU, búin til eftir forskrift Hederströms læknis. í henni eru eingöngu mjðg vandaðar olíur, svo að í raun og veru er sápan alveg fyrirtakshörundsmeðal. Margar handsápur eru búnar til úr lélegum fituefnum, og visinda- iegt eftirlit með tilbúningnum er ekki nægilegt. Þær geta verið hörundinu skaðlegar, gert svita- holurnar stærri og hörundið gróf- gert og ijótt. — Forðist slikar sápur og notið að eins TATOL-HANDSAPU. Hin feita, flauelsmjúka froða sáp- unnar gerir hörund yðar gljúpara, skærara og heilsulegra, ef pér notið hana viku eftir viku. TATOL»HANDSAPA fæst hvarvetna á íslandi. WW Verð kr. 0,75 stk. *VB „Lagastfossu fer héðan væntanlega í kvöld til Austfjarða, Aberdeen, Hull og Kaupmannahafnar. Kveð juhlj ómleik frú Germaine le Senne, frönsku söngkonunnar, var frestað í gær- kveldi vegna veðurs, en verður í kvöld kl. 81/2 í dómkirkjunni. Að honum loknum fer söngkonan utan. Togararnir. Boðskapnr fil barnanna. Nú fæst „Fanney" hjá mér og bók- sölunum, bæði einstök hefti og alt safnið i skrautbandi — bezta jólagjöf! Aðalbjörn Stefánsson. Skólavörðustíg 24 A. „¥iilemoes“ fer til Vestfjarða (Þingeyrar, Bol- ungavíkur, ísafjarðar) í kvöld eða á morgun. „Gnllfoss^ fer héðan á laugardag 18. dez. síðd. beint til Káupmannahafnar. „Apríl" fór á veiðar í fyrra dag. „Geir“ og „Eirík rauða“ er verið að búa á veiðar, og ráðgert er, að „Austri" fari einnig á veið- ar upp úr þessu. „Egill Skalla- grímsson“ kom í nótt frá Eng- landi. Veðrið. Hitastig var í morgun hæst 0, lægst 15 stiga frost, á Grímsstöð- um. Átt víðast norðlæg og aust- læg. Austanstormur í Vestmanna- eyjum og allhvast hér um slóðir. Annars staðar víðast lygnt. Lítil snjókoma suðvestan- og vestan- Jands, mest við Breiðafjörð. Ann- ars staðar þurt veðúr. Loftvæg- islægð fyrir suðvestan land. Ot- lit: Austlæg átt, hvössust á Suð- vesturlandinu. Hríðarveður í dag hér í grend og snjókoma vestra. Úrkoma á Suðurláglendinu og dá- lítil snjókoma í nótt á Suðaustur- landi. l Urvalsrit séra Magnúsar Gríms- sonar eru komin út á kostnað Guð- mundar Gamalíelssonar, og er það af tilefni 100 ára almælis hans. Hallgrímur bókavörður Hallgrímsson hefir séð um útgáf- una.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.