Alþýðublaðið - 22.12.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.12.1926, Blaðsíða 2
2 ^LÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9V2 — 10Va árd. og kl. 8 —9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu símar). Frá bæjarstjórnarfundi í gær. Fjárhagsáætlun hafnarinnar var samþykt umræðulaust. — Hall- björn Halldórsson flutti þessar breytingatillögur við þær, er skipulagsnefndin hafði gert um skipulag miðbæjarins í framtíð- inni: „Bæjarstjórn Reykjavíkur beinir þeim óskum til skipulagsnefndar urn breytingar á skipulagi í mið- bænum, sem hér greinir: 1) Ráðhúsi sé ætlaður staður á lóð Bernhöftsbakarabúðar, sem nú er. 2) Þjóðleikhúsinu sé fyrirhugaður staður mil!i Pósthússtrætis og Lækjargötu, með framhlið, þar sem gamla pósthúsið (Finsenshús) er. 3) Lóðirnar frá framhaldi Thorvaldsensstrætis til Austur- strætis, milli Austurvallar. og Austurstrætis yfir að Pósthús- stræti, séu ekki ætlaðar til bygg- ingar.“ — Á næstsíðasta bæjarstjórnar- fundi áður, þegar skipulagið var rætt, hafði hann hreyft þessum breytingum, og var í fréttum frá þeim fundi skýrt frá því helzta, sem þeir Ólafur Friðriksson hvor um sig töldu fara betur á ann- an veg en skipulagsnefndin hafði lagt til. Nú gat H. H. þess enn fremur, aö setja mætti t. d. gos- brunn til prýöi þar sem bruna- rústatanginn andspænis Lands- bankanum eða „botnlanginn“ er nú, ef það þætti betur við eiga en að framlengja Austurvöll að Austurstræti. K. Z. upplýsti, að eignarnámsheimild á lóðum þess- um væri til, ef á þyrfti að halda. Um ráðhússtæðið sagði H. H., að bæði væri óheppilegt að velja því staÖ þannig, að tjörnin yrði mink- uð af þeim sökum, og í annan stað færi vel á, að aðalbygging bæjarfélagsins væri sett í sömu húsaröð og stjórnarbygging ríkis- ins, og Bakarabrekkan væri fagurt ráðhússetur. Jafnframt tók hann fram, að tillaga sín, er tilnefndi lóð þá, er „Kristilegt félag ungra manna“ hefði keypt, væri alls ekki sprottin af því, að sér væri á neinn hátt illa við það félag eða það, sem það kendi sig við. Hið eina, sem sér væri illa við í sam- bandi við félagið, væri, ef það væri gert aÖ verkfæri annarar þóðfélagsstéttarinnar gegn hinni. Borgarstjórinn tók fram, að ef ráðhús yrði reist á þessari lóð, þá væri fegurst, að hún yrði látin ná alt að Amtmannsstíg og það látið standa á henni miðri. Annað stórhýsi í viðbót kæmist hvort sem væri ekki fyrir þar. H. H. benti á, að bærinn þyrfti einnig á alþýðubókhlöðu að halda. Væri heppilegt að hafa hana í sambandi við ráðhúsið, og væri þá hæfilega sett á lóðina yfir að Amtmanns- stíg. Kvað hann bæjarmenn myndi iðra þess síðar, ef tækifærinu yrði 'slept til að ákveða ráðhússtæði þarna, áður en störhýsi einstakra manna eða félaga yrðu reist þar. Um þjóðleikhússtæðið sagði hann, að bæjarstjórnin mætti ekki vera alt of smásálarlega sýtingssöm um niðurrif gamalla bygginga, sem bráðum'eru úr sögunni hvort sem er, til þess að rýma fyrir framtíðarbyggingum. Ól. Fr. kvað fegurra, að ráðhús stæði þar, sem það sæist utan af höfninni, heldur (en í lægð; en ef ákveðið væri, að ætla því stað við tjörnina, þá væri fegurra að reisa það á hólma í henni, heldur en á bakkanum. Pétur Halld. kvaðst greiða at- kvæði með skipulagsuppdrætti nefndarinnar, þó að hann hefði ýmislegt við hann að athuga, þar eð hann treysti sér ekki til að gera breytingatillögur, en vildi þá láta skipulagsnefndina hafa veg og vanda af honum. Þó að borg- arstjórinn virtist samþykkur því, að .skipulagið yrði betra með breytingum þeim, sem Hallbjörn lagði -til, mat hann og sumir aðrir þó meira að forðast útgjöld, sem samþykt þeirra kynni að hafa í för með sér, og fór því svo, að þær tillögur voru allar feldar: 1. till. með 6:5, 2. till. með 5:3 og 3. till. með 7 :4. Síðan var tillaga skipulagsnefndarinnar samþykt með 6:2 (H. H. og St. J. St.). — 12 bæjarfulltrúar sátu fundinn. Fyrir fundi fasteignanefndarinn- ar 14. dez. lágu fjórar beiðnir um leigu’óðir í Kaplaskjóli. Að tillögu nefndarinnar samþykti bæjar- stjórnin, að fyrst um sinn verði lóðir þar ekki Ieigðar til íbúðar- húsabygginga. Kvað borgarstjór- inn ástæðuna vera þá, að þangað vantaði vatnsleiðslu og skólp- leiðsla væri engin þaðan. Hafði byggingarnefndin falið honum og bæjarverkfræÖingnum að athuga, hvort ekki væri hægt að láta um- sækjendur fá leigulóðir á öðrum stað. Tilnefndi hann á fundinum Bræðraborgarstíg og Grímsstaða- holt, þar sem fjölga mætti bygg- ingum. — J. Ól.mintist á, að mörn- um, sem sent hefðu fasteigna- nefnd erindi um leigulóðir, hefði ekki verið svarað. Borgarstjórinn upplýsti, að þau erindi myndu vera frá þeim, sem vildu fá keypt- ar lóðir, en hann byggist ekki við því, að bæjarfulltrúarnir vildu selja þær frá bænum. Væri og engin ástæða til að láta einstakl- inga græða á kostnað bæjarins. 1 sambandi við fundargerð fá- tækranefndar benti Hallbjörn á dæmi þess bæjarfulltrúunum til íhugunar, hve alvarlegar afleið- ingar einskorðuð fastheldni við meginreglur (princip) um meðferð fátækrasjóðs gæti haft. Maður nokkur hefði beðið fátækranefnd um lán til vélarkaupa í bát, en hún ekki séÖ sér fært að sinna því sökum þeirrar meginreglu að veita ekki slík lán, þar eð með því væri gefið fordæmi framvegis, þegar líkt stæði á. Skömmu síðar hefði maðurinn farist á bátnum á- samt hásetum sínum vafalítið vegna mjög ófullkomins og fá- tæklegs útbúnaðar. Borgarstjóri kunrri því illa, að á þetta væri minst. J. Öl. kvað sjómenn oft tefla mjög á tvær hættur á sjó, og gæti sú dirfska orðið að slysi, en ól. Fr. kvað góða sjómenn aldrei tefla á tvísýnu óneydda, en sultur gæti rekið þá út í það. Samkvæmt tiilögu fjárhags- nefndarinnar var samþykt þessi tillaga: „Bæjarstjórn Reykjavíkur lýsir yfir því, að hún aðhyllist skólahugmynd þá, sem Jón Ó- feigsson hefir borið fram, og tjáir sig samþykka aðalatriðum frum- varps þess til laga og sameigin- legrar reglugerðar fyrir Skólasam- band Reykjavíkur, sem fulltrúaráð aðilja hefir fallist á og borið fram.“ (Frh.) Við gleðjum viní vora. Við erum öll að búa okkur und- ir jólin, og það eigum við að geha á veglegan hátt. Þess vegna er það ein stétt manna, sem ég vildi minnast á. Það eru sjómenn og þá sérstaklega þeir, sem verða hér um jólin, — langt í burtu frá heimilum sínum, og sumir langt frá föðurlandi sínu. Ég er einn af þeim, sem þekki ■ það að vera langt frá heimili mínu um jól, því að ég hefi oft verið það og haft jól í flestum ná- grannalöndum, en ég heíi fund- ið bróðurkærleika þar, þó ég væri útlendingur. Og hann fann ég mestan á sjómannaheimilum og lestrarstofum sjómanna, sem eru í öllum hafnarbæjum erlendis. Er ein slík hér í bæ, og hefi ég haft þar marga gleðilega stund, síðan ég kom í land, bæði með er- lendum og innlendum mönnum, enda er mér það full-ljóst, að hún Istendur ekki öðrum slíkum er- lendum stofum að baki, nema ef vera skyldi í peningalegu tilliti, því að það er enn þá fámennur flokkur, sem stendur að baki stof- unnar. Þess vegna éru það til- mæli mín til þeirra, sem er ant um sjómennina og hafa ástæður til að gleðja þá menn, sem hér dvelja um jólin langt frá heim- ilum sínum, að þeir færi Sjó- mannastofunni smá-jólagjöf, sem gæti orðið til þess að stórgleðja einn fátækan og vinalausan gest hér í höfuðstað landsins á kom- andi jólahátíð. Stofunni hefir nú nýlega verið gefið víðboðstæki. Stofan hefir átt miklum vin- sældum að fagna, og fer gestum hennar stöðugt fjölgandi af inn- lendum og erlendum sjómönnum. Það hefir verið mörgum sjómönn- um, sem ekki eiga heima hér í bæ, kærkomið í frístundum að geta setið í hlýrri og bjartri stofu og skrifað heim eða skemt sér við tafl, lestur innlendra og erlendra blaða og tímarita eða bóka. Marg- ir meðal sjómanna leika á hljóð- færi og eru yfirleitt söngelskm Þar af leiðandi hefir orgel-har- monium stofunnar, sem óspart er notað, verið mikill gleðiauki. Á árinu hafa 10 þúsund gestir heimsótt stofuna. Það sýnir, hve mikil þörf hefir verið fyrir þetta starf. 3500 bréf voru skrifuð af sjómönnum, og úr pósti var 2000 bréfum veitt móttaka og komið til skila. Enn fremur hefir stofan ver- ið hjálpleg við peninga- og sím- skeyta-sendingar, því að viðstaða. í höfn er oft stutt, en stofan op- in löngu eftir að pósthúsi og síma er Iokað. Jólasamkomur með jólatré og: veitingum voru haldnar fyrir er- lenda og innlenda sjómenn, og fékk hver gestur böggul með hlut í, sem hverjum sjómanni er ávalt kærkominn, svo sem: vetlingar,. treflar, sokkar, nærföt o. þ. h... Munir þessir voru gefnir af ýms- um velunnurum starfsins. Frá Noregi og Danmörku var senduir fjöldi böggla. Nokkrir þeirra, sem fengu vöruskip um jólaleyt- ið, fengu stofuna til að halda lík- ar samkomur — á sinn kostnað — fyrir skipshafnirnar. Auk þessa voru haldnar á árinu um 20 fagnaðar- og skemti-sam- komur með kaffidrykkju, hljóð- færaslætti og söng eða fræðandf fyrirlestrum og skuggamyndum. Guðsþjónustur voru 60 á árinu, auk þess sem á hverju kvöldir áður en lokað er, er sungínn sálm- ur og stutt bæn flutt. — Guðs- þjónustum þessum og kvöldbæn- um er vel tekið af sjómönnum, og á vertíðinni er sérstaklega spurt eftir þeim. Einnig hafa verið haldnar guÖsþjónustur á dönsku, norsku og ensku. Á þessu ári hefir verið haldinn sérstakur sjó- mannadagur með guðsþjónustum um land alt og fjársöfnun í kirkj- um Reykjavíkur; kom þá í ljós kærleikur almennings til þessa, starfs. Gestir stofunnar hafa flestir verið íslenzkir, en þar að auki. hafa heimsótt hana Færeyingar, Danir, Norðmenn, Svíar, Finnar, Englendingar, Frakkar, Þjóðverj- ar, einnig menn frá Afríku og Ameríku o. s. frv. Þetta er að eins lauslegt yfirlit yfir liðið starfsár. Öllum þeim, sem kynnast vilja þessu starfi. nánar, er velkomið að líta inn í stofuna hvenær sem er. G. Þ~ ifc

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.