Alþýðublaðið - 23.12.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.12.1926, Blaðsíða 3
ALEÝÐUBLAÐIÐ 3 Una daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Magnús Pétursson, Grundarstíg' 10, sími 1185. Brauðsölubúðum verður lokað kl. 6 annað kvöld og á sama tíma 2. jóladag. Á jóladaginn verða þær að eins opn- ar kl. 9—11 f. m. „Dagsbrúnar“fundur verður ekki í kvöld. Verðlaunasamkeppni um til- löguuppdrátt að stúdentagarðinum býður stú- dentagarðsuefndin öllum Islend- ingum að taka þátt í. Sjá aug- lýsingu! Þula eftir frú Theódóru Thoroddsen er nýkomin út, myndum prýdd. Hefir Björn Björnsson dregið myndirnar og skrifað letrið, en Prentsmiðjan Gutenberg h. f. prentað. Þorláksmessa heitir þessi dagur af því, að hann er dánardagur Þorláks bisk- ups Þórhallssonar. Hann andað- ist árið 1193. Síðar varð dagurinn í kaþólskum sið messudagur „hins heilaga Þorláks“. Þenna dag árið 1905 andaðist Páll Ólafs- son skáld. „Gangleri" heitir tímarit um guðspeki og andleg mál, sem 1. hefti 1. árs þess er nýkomið út. Ritstjóri er séra Jakob Kristinsson, forseti ís- landsdeildar guðspekifélagsins. I ritinu eru myndir af Jóni heitn- um sagnfræðingi Aðils og Sig. Kristófer Péturssyni sál. rithöf- undi og greinir eftir þá báða um guðspekileg efni. Auk þess eru greinir eftir ritstjórann o. fl. og jkvæði i ritinu, og er frágangur á því vandaður. Togararnir. Af veiðum kom „Þórólfur" í gær með 1100 kassa, „Tryggvi gamli" með um 1800 kassa, hlaðinn, og „Gulltoppur" með um 1400, báð- jr í nótt, og „Ólafur“ með 1400 kassa í rnorgun. „Gulltoppur" fór í morgun til Englands. „Iðunn“, X, 4, er nýkomin út, og hefst þetta hefti á kvæði eftir Einar Benediktsson: „Sterkur strengur". M. a. er þar og erindi annars ritstjórans, séra Eiriks Albertsson- ar, er hann flutti á presta- og sóknarnefnda-fundi i haust, smá- saga: „Rauða rúmið“ eftir Guð- brand Jónsson. Meðal ritdóma er einn um „Rök jafnaðarstefnunn- ar“ og þar bent á, hver fengur íslenzkum bókmentum er að þeirri bók. Tilkynning frá Bakarameistarafélagi Reykjavíkur. Lokunartími brauðsölubúðanna verður sem hér segir: Aðfangadag lokað kl. 6 e. m. Jóladag að eins opið frákl. 9 —11 f. m. Annan jóladag lokað kl. 6 e. m. Gamlársdag lokað kl. 6 e. m. Nýársdag að eins opið frá kl. 9 — 11 f. m. Alþýðubrauðgerðln lokar biíðum sinum kl. 6 á aðfangadags" kvöld. Opið 9-11 árd. á jáladaginn og 9-6 síðd. á annan í jólum. Um jölin verða mjólkurháðir okkar opnar: Á aðfangadag jóla til 5 e. h. - 1. jóladag frá kl. 9 /2-ll /2 f. h. - 2. jóladag frá kl 9 f. h. til 2. e. h. Mjólkurfélag Reykjavikur. Veðrið. Hiti mestur 8 stig, minstur 1 stigs frost. Hæg vestlæg átt og logn. Loftvægislægð og úrkoma sennilega að nálgast úr suðvestri. 0tfit: Suðlæg og vestlæg átt, vax- jhndi hér við Suðvesturlandið, og verður sennilega allhvöss suðaust- anáft í nótt, þokusúld í dag og hlákuveður í nótt. Þíðviðri víðast iUm landið eða alls staðar. Þurt á Vesturlandi. Jólamessurnar. í dómkirkjunni: Á aðfangadags- kvöld kl. 6 séra Bjarni Jónsson. Á jóladaginn kl. 11 f. m. Jón biskup Helgason, kl. 2 séra Bjarni Jónsson (dönsk messa), kl. 5 séra Friðrik Hallgrímsson. Á 2. jóla- dag kl. 11 séra Bjarni Jónsson, kl. 5 Sigurbjörn Á. Gíslason guð- fræðingur. — 1 fríkirkjunni: Á aðfangadagskvöld kl. 6 séra Ámi Sigurðsson. Á jóladaginn kl. 2 séra Árni Sigurðsson, kl. 5 Har- aldur prófessor Níelsson. Á 2. jóladag kl. 5 séra Friðrik Friðriks- son. — f Landakotskirkju: Á jóla- daginn kl. 6, 61/2, 7, 8 og 81/2 f. m. lágmessur, kl. 9 f. m. biskups- messa (pontificalmessa), kl. 6 e. m. biskupsguðsþjónusta. Á 2. jóla- dag kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðsþjónusta með predikun. — í Aðventkirkjunni: Á aðfanga- dagskvöld kl. 6, á jóladaginn kl. 8 e. m. og 2. jóladag kl. 8 e. m. Séra O. J. Olsen predikar ,í öll skiftin. — Fyrir Sjómannastofuna verður haldin guðsþjónusta í Nýja Bíó á aðfangadagskvöld kl. 6. Séra Friðrik Friðriksson predik- ar. Allir velkomnir. — / Hafnctr- firdi: f þjóðkirkjunni: Á aðfanga- dagskvöld kl. 6 og á jóladaginn kl. 1 séra Árni Björnsson. Á 2. jóladag kl. 1 séra Friðrik Friðriks- son. — f fríkirkjunni: Á aðfanga- dagskvöld kl. 7 og á jóladaginn kl. 2 séra ólafur Ólafsson. — í spí- talakirkju kaþólskra manna: Á jóladaginn kl. 9 f. m. söngmessa, kl. 6 e. m. guðsþjónusta með predikun. Á 2. jóladag kl. 9 f. m. söngmessa, kl. 6 e. m. guðsþjón- usta með predikun. — Á Vífils- stödum messar séra Árni Björns- son á jóladaginn kl. 10 f. m. — Á Bessastöðum: Á aðfangadags-i kvöld kl. 8 séra Á. B. — Á Kálfa- tjörn á Vatnsleysuströnd: Á 2. jóladag kl. 12 séra Á. B. Jarðarför Kristrúnar sálugu Jónsdóttur var fjölmenn, og fylgdu margar fé- lagssystur hennar í verkakvenna- félaginu „Framsókn" líkl hennar til grafar. Séra Bjarni Jónsson flutti húskveðju og líkræðu í dómkirkjunni. Búðir verða opnar í kvöld til mið- nættis, en á morgun til kl. 4. „Eimreiðin“, 4. hefti, er komin út nýlega. Af efninu má nefna þetta: „Eli- vogar", kvæði eftir Einar Bene- diktsson, „Sálarlíf konunnar", eftir S frú Aðalbjörgu Sigurðardóttur, „Fiskiróður fyrir 40 áruin“ eftir Odd Oddsson (með teikningum eftir Finn inálara), Lækninga- úndrin í Lourdes" eftir ritstjór- ann og „Fundabók Fjölnisfélags“. Snjör er að niestu horfinn hér í Reykjavík, og lítur út fyrir „rauð jól“. Listaverkasafn Einars Jöns- sonar verður opið 2. jóladag kl. 1—3. Heilbrigt, bjart bðrnnd er eftirsóknarverðara en fríðleikurinn einn. Menn geta fengið fallegan litar- ; ; hátt og bjart hörund án kostnað- [ : arsamra fegrunar-ráðstafana. Til ; ; pess parf ekki annað en daglega í umönnun og svo að nota hina dá- ; samlega mýkjandi og hreinsandi • TATOL-HANDSAPU, : sem er búin til eftir forskrift ; Hederströms læknis. í henni eru ! ! eingöngu mjðg vandaðar olíur, ; • svo að i raun og veru er sápan ! ! alveg fyrirtakshörundsmeðal. ___ ► ! Margar handsápur eru búnar til ; úr lélegum fituefnum, og visinda- ! ! legt eftirlit með tilbúningnum er ; ; ekki nægilegt. Þær geta verið [ ; hörundinu skaðlegar, gert svita- ; ; holurnar stærri og hörundið gróf- • i gert °g IJótt. — Forðist slikar : ; Wsápur og notið að eins | TATOL-HANDSAPU. f Hin feita, flauelsmjúka froða sáp- ; unnar gerir hörund yðar gljúpara, í : skærara og heilsulegra, ef pér ; notið hana viku eftir vikú. ► ; TATOL-HANDSAPA & I. ; fæst hvarvetna á íslandi. ; iMp- Verð kr. 0,75 stk. i ; Heildsölubirgðir hjá j I. Brynjólfsson & Kvaran Reykjavík. Verzlið Við Harald i? ■> ' ■ í mm Handtaska með 34 kr. í týnd- (ist í morgun á Vesturgötu, á milli nr. 25 (Doktorshúss) og nr. 30. A. v. á.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.