Alþýðublaðið - 24.12.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.12.1926, Blaðsíða 1
Gefið úf af Alþýðuflokknum §imsfe@$rfie Khöfn, FB., 23. dez. Misjafnir dómar. Frá Berlín er símað, að miklar æsingar séu í Rínarbyggðunum út af frönskum herréttardómi. Sýknaði herrétturinn franskan liðsforingja, sem drap Þjóðverja nokkurn, en hins vegar dæmdi her- rétturinn nokkra Þjóðverja, sem liðsforinginn særði, í fangelsi fyr- ir að hafa móðgað setulið Frakka. Sendiherra Þjóðverja í París hef- ir mótmælt dóminum með þeim ummælum, að hann geti haft skaðleg áhrif á þýzk-frönsk sátta- mál. Japanskeisari lifir. Frá Tokio er shnað, að það sé mishermi, að keisarinn í Japan sé dáinn. Mikill hlutí Siglufj arðarkaupstaðar í voða heila nótt segir „Verkamaðurinn“ á Akur- eyri að hafa verið, þegar kviknaði í skipinu „Activ“. Segir blaðið, að talið sé víst, að hefði eldurinn náð að læsa sig í yfirbyggingu skipsins, þá hefði ekki vcrið unt að ráða við. hann, en stormur hafi staðið á land, og óslitin bryggju- keðja og þéttskipuð húsum upp alla Siglufjarðareyri. Sem betur fór, tókst að slökkva eldinn áður en hann komst upp úr skipinu. Uiu daginn og veginn. Á jóladaginn árið 1870 fæddist Rósa Luxem- |burg í þeim hluta Póllands, sem þá var undir Rússum. Næturlæknir er í nótt Árni Pétursson, Upp- söluin, sími 1900, aðra nótt Jón Kristjánsson, Miðstræti 3A, sím- ar 686 og 506, og á mánudags- nótt Guðmundur Guðfinnsson, Hvg. 35, sími 1758. Næturvörður er næstu viku í lyfjabúð Reykja- víkur. „Vetraræfintýri“ eftir Shakespeare, jólaleikur Leikfélagsins, verður sýnt 2. jóla- tlag kl. 8 e. m. og þrjú næstu kvöld eftir. Þenna dag árið 1847 andaðist Finnur Magn- ússon prófessor. Fundur verður haldinn í Jafnaðar- mannafélagi fslands þriðjudaginn milli jóla og nýjárs. Alþýðublaðið. Af því fá lesendur tvö tölu- (blöð i dag, jólablað, 8 síður, og þetta, alls 10 síður. „Við yzta haf“ heitir ný Ijóðabók eftir Huldu skáldkonu á Húsavík. Bókin er gefin út á Akureyri. Meðal farþega á „Esju“ voru skáldin Halldór Kiljan Laxness og Jón S. Berg- mann. Hljómleikarnir i dómkirkjunni 2. jóladag byrja kl. 2 e. h. Sjá auglýsinguna í blaðinu! ;Hs, H:? [}. i f.i: i ;i Togararnir. „Skúli fógeti“ kom í morgun af veiðum með 1600 kassa. Hann fer í dag áleiðis til Englands. „Arin- björn hersir" fór á veiÖar í gær- kveldi. Hinir togararnir, sem komu af veiðum nýlega, „Þórólfur“, „Tryggvi gamli“ og „Ólafur“, eru allir farnir áleiðis til Englands. „Gyllir“ er nýkominn úr Eng- landsför. Búist er við, að hann einn þeirra togara, er gengið hafa til veiða uncíanfarið, verði hér um kyrt um jólin. — Ætli ekkí betra minna og jafnara, — að togar- æ Gleðileg jól! Alpýöubrauðgerðin. 1 Jafnaðarmannfélag íslands óskar öllum félagsmönnum sínum og öllum Alþýðuflokksmönnum fjœr og nœr gleðilegra jóla. Stjórnin. B. E I Mijómsveit Reykjavíkur. | ea u I" ifiljémleikar I í dómkirkjunni 2. jóladag B kl. 2 e. h. I Frú Guðrún Ágústsdóttir, j E Þörarinn Guðmundsson “ Iog Georg Takács aðstoða. i j I Aðgöngumiðar seldir i Good- templarahúsinu 2. jóladag frá kl. 2 e. h. Verð kr. 2,00. iBII IIII 3111 arnir lægju ekki flestir bundnir mánuðum saman, en sjómennim- ir fengju hins vegar frið til þess að vera heipa hjá fjölskyldum sínum á jólunum? Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund. . 100 kr. danskar . 100 kr. sænskar . 100 kr. norskar . Dollar .... 100 frankar franskir. 100 gyllini hollenzk 100 gullmörk þýzk. kr. 22,15 121,70 122,13 115,01 4,571/4 18,32 183,04 108,86 Veðrið. Hiti 6—1 stig. Víðast suðlæg átt, hæg. Þurt veður. Loftvægishæð um Skotland, en lægð við Suður- Grænland. Útlit: „Gleðileg jól og gott veður“, segja veðurskeytin. Hæg sunnanátt áfram. Dálítil úr- koma á Suðurláglendínu, en lít- il hér við Faxaflóa og milt veður. Til Hafnarfjarðar og Vífilsstaða er bezt að aka með Bnick - bifreiðnm firá SfeindérL Afgreiðslan lokuð frákl.8síðd. á aðfangadag til kl. 9 f. h . á annan; þann dag opið til kl. 4 um nóttina. Simi 581. ,.Óskastundin“ heitir æfintýraleikrit í fjðrum þáttum, er Kristín Sigfúsdóttir skáldkona hefir samið, en Þor* steinn M. Jónsson á Akureyrf gef- ið út nýlega. Silfurbrúðkaup fiiga í dag Benedikt Þ. GrðndBl skáld og kona hans. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum ki. 3 e. m. Snjórinn er óðum að minka í fjöllunum !hér i grendinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.