Alþýðublaðið - 24.12.1926, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.12.1926, Blaðsíða 5
ALEÝÐUBLAÐIÐ 5 Vetrarferðir i. Mikill hluti af íbúum höfuðstað- arins býr í híbýlum, sem eru langt neðan við kröfur heilbrigð- isfræðinnar. Hvernig eigum við að kippa því í lag, og hvenær verðum við bún- ir að því? Allir vita, að við eigum þar langt í land, því að áður en þar komist lag á, þarf almenningur að skilja, hver háski er hér á ferðum. En til þess að sá skiln- ingur öðlist, þarf mikið fræðslu- starf að inna af hendi, — fræðslu- starf, sem læknarnir okkar enn þá að mestu hafa látið undir höf- uð leggjast. En svo mikið er víst, að haldi alt áfram eins og nú, verður sú kynslóð, sem kemur, ekki fær um að stunda sjóinn á togurunum, — jafn öfær til þess eins og lýð- (urinn í Róma til þess að stunda hermensku, eftir að heimsveldis- tímabil hennar hófst. Var þó her- menskan hvorki eins erfið at- vlnnugrein né hættuleg eins og sjómenskan okkar og þó ólíkt bet- ur borguð, þegar vel gekk. Það er að koma upp hér í Reykjavík, það, sem margir mundu nefna „glæpalýð“. Mér eru per- sónulega kunnugir ýmsir ungir menn, sem eru búnír að komast hvað eftir annað í tæri við lögin, og ég hika ekki við að segja, að flestir þeirra eru að eðlisfari hvorki verri eða betri en ég eða þú, sem nú ert að Iesa þetta. Það er, að þeir eru upp og ofan, eins og fólk gerist, og að þeir mundu hafa orðið eins og við hinir, hefðu þeir alist upp og búið í sveit eða fæðst hér fyrir fjörutíu ár- urn. En þó það sé ekki nema Itíill hluti allra unglinga, sem svo djúpt lenda í óláninu, sem hér hefir sagt verið, þá sýnir þetta samt, að almenna stefnan er nið- iúr á við. Hé,r er ekki um batn- andi þjóð að ræða. Þó vitanlega valdi hér fleira en eitt, þá er hitt víst, að hin afar- slæmu húsakynni eiga hér drjúg- an þátt. Þeir, sem ekki þekkja til erlendis, eiga erfitt með að átta sig á því, að svo sé, en svona er það nú samt. Og auðvelt er að skilja, að þar sem híbýlin eru svo þröng, að börnin geta ekki hreyft sig án þess að verða fyrir þeim fullorðnu, — þar geíur lít- lö heimilislíf orðið fyrir börnin, hvað góður vilji sem er hjá for- eldrunum. Við fslendingar erum á mikils- varðandi tímamótum menningar- lega séð. Við erum bændaþjóð, sem erum að breytast í borgar- lýð. Við erum búnir að sleppa bændamenningunni, en ekki bún- Ir að fá aðra í staðinn. Við erum í deiglunni og erum því illa farnir, því að meðan við komumst ekki lengra, hótar framtíðin okkur úr- kynjun og ómensku. til fjallanna. Að hér er ekki þegar orðin úr- kynjun, er því að þakka, að at- vinnuvegir vorir eru flestir stund- aðir undir beru lofti, og svo því, að þörf er fyrir unglinga á sumr- (in i sveit. Væri unnið hér í lok- uðum, loftlitlum verksmiðjum, eins og víða erlendis, værum við illa farnir. Það er tvent, sem gæti gert furðuverk gegn úrkynjun þeirri, sem vofir yfir okkur, bæði þeirri, sem stafar af illum bíbýlum, og hinni, sem af almenna ástandinu getur leitt. Þetta tvent eru VETRAR-ÚTI- LEIKIR og SUNDHÖLL med laugavatni i midri borginni. En þannig stendur á um þetta tvent, að við þyrftum að koma því á alveg eins fyrir því, þó húsnæði almennings væri eins og það á að vera, svo að það þarf svo sem að hugsa um þetta hvort sem er. Þetta tvent vinnur á móti því, sem kalla mætti sígarettu- og silkisokka-menninguna. Ég hefi ekki á móti erlendri menningu á íslandi, og mér liggur' við að hlægja að þeim, sem halda, að við Islendingar getum án hennar verið. En ég vil ekki, að við tök- um það úr heimsmenningunni, sem sízt á við hér, og leggjum sérstaka rækt á það. Þó ég ekki reyki sjálfur, er ég alls ekki mót- fallinn því, að aðrir geri það. En ég er á móti sljófu andlitsdrátt- unum, sem mér virðast þeir ungl- ingar fá, sem alt af eru með vindlinginn milli tannanna. Ég er heldur ekki á móti silkisokkun- um. Mér þykja þeir fallegir, þeg- ar veðrið eða tækifærið er við- eigandi. En mér finst frámuna- lega leiðinlegt að sjá þá úti í vetrarkuldanum, og ég minnist þess, að eigi alls fyrir löngu mælti svo einn leikfimiskennari hér í borginni, áð þar eð stúlk- urnar segðu, að þeim væri ekki kalt í silkisokkunum, mundi það rétt, að þær héldu það. En væru þær í þykkum sokkum, mundi hin almenna vellíðan þeirra vera ólíkt betri, þó þær viti ekki nú, hvað þeirn Iíður ílla. Verklega séð er tiltölulega auð- velt að veita laugavatninu til borgarinnar, og víst er það, að það fyrirtæki myndi borga sig vel, fenda í ráði að gera það, — nota vatnshitann til þess að hita upp með barnaskólann nýja og fleiri byggingar. En ekki er hægt að nota hita vatnsins svo vel á þenn- an hátt, að ekki verði samt svo mikill hiti eftir í því, að nögu heitt sé til sundhallar. Það getur því ekki hjá því farið, að sund- höll komi hér í Reykjavík, en að sinní skal ekki nánara rætt um þann heilsubrunn, — nóg að segja, að hann myndi hafa langt- um víðtækari áhrif en allar íþrótt- ir til samans, er stundaðar hafa verið hér fram að þessu. II. Skíðabrautin, sem ungt og fram- takssamt fólk bjó til í Reykja- vík hér um árið, hefir aldrei ver- ið notuð, af því að það er ekki nógur snjór hér til þess. Það er ótrúlegt, að ekki skuli vera næg- ur snjór í höfuðborg landsins, sem Hrafna-Flóki skírði /sland. en Naddoddur áleit réttnefnt Snœ- land, en svona er það nú samt, og mikið hefir það undrað okkur, sem erum af Austurlandi eða Norðurlandi, hvað snjörinn er lít- ill hér í Reykjavík, því að þó einstaka vetur kunni að koma með svo mikinn snjó, að hér megi stunda skíðaferðir, þá verða slík- ir vetrar að eins undantekningar. Það virðist því í fljótu bragði, sem snjó-íþróttir eigi litla framtíð hér á fjölbygðasta landshominu, en þegar betur er horft í kring um sig, verður niðurstaðan önnur. Eitt vor, er ég gekk suður með kirkjugarði og dáðist að frum- burðum fíflanna, er skinu gulir í grænu, kafloðnu grasinu, þar sem hallaÖi mót suðri, varð mér liíið austur til fjallanna, þangað sem ég held að heiti Heidin há og Bláfjöll. Þar var enn þá snjór, afarmikill snjór. Hugur minn hvarflaði til hreindýranna, er þarna eiga heima, — reika um á Reykja- nessf jallgarði —, og svo datt mér í hug, að þarna uppi milli fjall- anna væri enn þá vetur, þó hér niðri í borginni væri komið sum- ar, og svo fór ég að byggja loft- kastala. Sú iðja er alt af skemti- leg og góð til þess að verjast þreytu og lúa, — oft líka nyt- söm. En loftkastalaframleiðslan er því miður sömu lögum háð og síldin, — fellur í verði, þegar mikið er framleitt, — getur jafn- vel orðið með öllu verðlaus. En lofthallirnar, sem ég bjó til x þetta sinn, voru verulegar hallir, — vetrarhallir eða hótel þarna í fjölíunum, þar sem snjórinn var nægur allan veturinn til skíða- ferða, og •þarna sá ég í huganum barnabörnin okkar vera í hundr- aðatali á virkum dögum og í þús- undatali um helgar. Ég hélt þá, að þetta væru al- gerðir loftkastalar, en fáum árum síðar sá ég, að þetta var ekki eins mikið í loftinu og ég hélt. Það sá ég, þegar menn alt í einu fóru að stunda hér snjó-íþróttir í fjöllunum. Það voru Norðmenn, sem bentu á leiðina, eins og það voru þeir, sem kendu okkur að veiða síld- ina, — fyrst fjarðasildina og síð- ar hafsíldina fyrir Norðurlandi, því að það voru Norðmenn, sem höfðu forgönguna við þessar skíða- og sleða-ferðir, sem farnar Voru upp í fjöllin. En það voru ekki Bláfjöll eða Heiðin há, sem farið var í; þangað liggur eng- dnn vegur — ekki enn —, heldur var farið upp að Kolviðarhóli. Einn veturinn fóru um fjörutíu manns, sunnudag eftir sunnudag, og að það var sama fólkiö, sem fór, er góðs viti, því að það sýnir, að það skemti sér, jafnframt því* að það jók heilsu sína, — lengdi líf sitt. Kolviðarhóll liggur við akbraut- ina austur yfir Hellisheiði, — að- alleiðina og næstum einu leiðina úr Reykjavik austur á Suðurlág- lendið. Mikinn hluta vetrar er brautin ófær bifreiðum sökum snjöa. En það getur vart liðið á löngu, áður en farið verður að halda henni akfærri á vetrinn líka. En þó það verði ekki alveg strax, þá er hægt að halda henni akfærri; upp að Kolviðarhóli, og það er meira að segja tiltölulega auðvelt, því ab það er ekki nema á fáum stöðum, að það fennir yfir hana, svo að moka þurfi. En þarna uppi við Kolviðarhóí eru nægar skíða- og sleða-brekk- ur, og þar upp frá verður hálf Reykjavík á sunnudögum á vetr- inn, þegar stundir liða. Kolviðarhóll verður þó senni- lega ekki nema áfangi. Þegar far- ið er upp Öxnaskarð frá Hólnum, þar sem gamli vegurinn lá — farið skamt frá Búasteini, þar sem segir í Kjalnesingasögu að Kol- fiður hafi setið fyrir Búa, en Búi haft betur —, og síðan haldið áfrarn til austurs, kemur maður upp í Hengladali. Þeir liggja nokkuð hærra en Kolviðar- hóll, og þar eru sagðar enn betri skíða- og sleða-brekkur, og þar eru hverir. Þar þykir mér sennilegt að reisíir verði gistiskálar og hitaðir; með hverahita. Það verður þá farið á laugar- dagskvöldum í bifreiðum upp að Kolviðarhóli. Þar gista þeir, sem makráðari erú eða óvanir, en hinir halda fram hjá, þar sem Búi banaði Kolfiði, og gista í skálanum í Hengladölum. Á sunnudagsmorgnana bætast svo við nýjar fólkssendingar úc Reykjavík. Allan sunnudaginn gleypa menn svo í sig fjallaloftið, og það er meira en lítið, sem þeir fá í sig af lífslofti, sem eru heilan dag á skíðum eða sleða. Á sunnudagskvöldum verður svo haldið heim til borgarinnar í bif- reiðum, og þá þarf margur að syngja til þess að gefa loft eðli- legri kæti sinni. En enginn þarf „glas“ til þess að finna lífsgleði, eins og svo oft virðist þurfa, þar sem likamsrækt er á lágu stigi. Ekki yrði mikil þörf fyrir and- litsduft á þessu ferðalagi. Þær myndu fljótt komast að því, stúlk- urnar, að þarna færi eðlilegi lit- urinn þeim bezt. Það yrðu ekki allir, sem færu heim á sunnudagskvöldin. í Reykjavík er fjöldi ungra manna, sem ekki hafa að starfa fyrri hluta vetrar. Þeir myndu dvelja lengur uppi í fjöllunum. Þeir myndu fara skíðaferðir inn í ó- byggðir og því lengra, sem árin liðu og íslendingar lærðu betur vetrarferðalög, eins og þau eru

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.