Alþýðublaðið - 27.12.1926, Síða 1

Alþýðublaðið - 27.12.1926, Síða 1
©eflð út mf Alþýðnflekkisusit Grleifið sfmskejfl. Khöfn, FB., 24. dez. Danskur leikari látinn. Peter Jerndorff, fyrrum leikari við konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn er látinn, 84 ára gam- all. [Var hann upprunalega lækn- ir, en gaf sig síðan að leikment og hlaut almannalof.] Svíar auka herbúnað. Frá Stokkhólmi er símað, að þingnefnd, er haft hefir flotamál- |n sérstaklega til meðferðar, leggi til, að flotinn verði mikið aukinn og verði varið til þess hundrað og fimm milljónum króna á næstu tíu árunum. Ofbeldisdómurinn franski. Frá Berlín er símað, að blöð íhaldsmanna séu mjog æst i garð Frakka út af herréttardóminum úr Rínarbyggðum, sem gat um í símskeyti á föstudag hér í blað- inu, og krefjast þau þess, að setu- liðið í Rínarbyggðunurn verði á burt þaðan án tafar. Stjórnin þýzka reynir að fá dóminum .breytt. Suðurgöngu Stresemanns frestað. Ferð Stresemanns til Suður-Ev- rópu hefir verið frestað. Khöfn, FB., 26. dez. Frakkar átta sig á ofbeidis- dóminum. Frá París er símað, að stjórn- in í Frakklandi hafi náðað Þjóð- verjana, sem herrétturinn dæmdi. Japanskeisari dáinn aftur. Frá Tokio er símað, að það hafi verið tilkynt opinberlega, að Jap- anskeisari hafi andast i gærmorg- un. JKínverjar láta ekki hlunnfara sig. Frá Peking er símað, að ó- sennilegt sé, að Cantonstjórnin fallist á tillögur Englands við- víkjandi toligæziunni og sérrétt- indum útlendinga í Kína. Castberg látinn. Frá Osló er símað, að stjórn- málamaðurinn Johan Castberg sé látinn. Jafmaðapmannafélag Isiands heldur fund fyrir meðlimi. sína annað kvöld (þriðjudag) kl. 8 V® í kaupþngissalnum. Félagar! Fjöl- mennið á fundinn og mætið stundvíslega. Lyftan í gangi kl, 8. Stfóraiii. Gulliiinlausn Dana. (Tilkynning frá sendiherra Dana.) Ríkisping Dana sampykti fyrir jólin lögin um innlausn seðla með gulii óbreytt. Lýsti verzlun- arráðherrann Slebsager því undir umræðunum, að hann ætlaði fyrst um sinn, um árstíma, að láta þjóðbankann fylgja gu'lstanga- kerfinu (hafa ómótað gull til tryggingar). Sömuleiðis voru lög- in um munaðartoil samþykt. Rotturnar í Feneyjum grea sig aliheimakomnar, og eru það djarfar að þær fara um bæ- inn í hópum um hábjartan dag. Um daginn fóru mörg þúsund ;rottur i hóp yíir Rialtobrúna, og þorði enginn að ráðast á þær. í fátækustu borgarhlutunum ráðast þær á sofandi börn og gamal- menni og naga. Bæjarstjórnin hefir keypt 200 írska rottuhunda, s'em eiga að ráða niðurlögum rottanna. Það er annað en hér í Reykjavík; þar íætur bæjarstjórnin drepa hund- ana, en rotturnar iifa í vellyst- ingum praktugiega. Það árar illa firir Íellíhúsuni, síðan kvikmyndirnar og víðvarpið komu tii. Nú í haust er ieið hafa 218 leikhús í Ameríku orðið að hætta störfum. Þó heldur sé skárra ástandið í Evrópu, er það þó hvergi nærri gott, því á Þýzkalandi, italíu, Austurríki, Frakklandi og Englandi einu hafa á þessu ári 111 leikhús farið á höfuðið. Og hér á Norðurlönd- um hefir leikhúsburgeisinn Ranff oltið, og var það mikið fall. Jarðarföp móðnr minnar, frú Karólinn Þorkelsson, fer fram frá dómkirkjnnni miðvikudaginn 29. dez. næstk. og hefst kl. 1 V? ®. h. Keykjavík, 22. dez. 1926. Guðbr. Jónsson. Jarðarför konunnnr minnar sál., Guðrúnar Jöns- dóttur, fer fram fimtndaginn 30. dezember og hefst kl. 1 7i e. b. á heimili okkar, TemplarasundijS, en kl. 2 í dómkirkjunni. Magnús Ólafsson. Sjómannafélag Reykjavíkur heldur lélafrésskemtuii í Bárnnai fyrir félagsmenn og börn þeirra dagana 29. og 30. dez. Aðgöngumiðar fyrir börn og fullorðna verða afgreiddir i Bárunni þriðjudaginn 28. dez. kl. 1—7 e. h. og miðvikudaginn 29. dez. kl. 1—5 e. h. Skemtunin fyrir börnín byrjar ki. 5 e. h. báða dagana. Að henni lok- inni hefst skemtunin fyrir fullorðna fólkið. Félagsskírteini sé sýnt um leið og aðgöngumiðanna er vitjað. Frasnkvæmdnrnefndin. ynnin Frá og með deginum í dag seljum við beztu tegund af steamkolum fyrir kr. tonnið (kr. 15,00 skip- pundið). Ennfremur kolatöflur (Briketts) fyrir kr. 75 tonnið. Heimkeyrt. N. B. Við eigum skip liggjandi á höfninni með beztu sort Workshire Hard steamkol. & Salt. ELEPHANT CIGARETTES W Ljúffengar og kaldar. "HSjS Fást ælls staðar. THOMAS BEAR & SONS, LTD. LONDON. 1 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ■ ♦ Ofmlkíð i sjóði. mr Útbreiðið Alfiýðublaðið. Járnbrautaslys íBandaríkjunum Frá New York er símað, að járnbrautarslys hafi orðið í rík- Inu Georgia. Biðu þrjátíu manns Joana, en fimmtíu meiddust. Algengara mun það vera, að þaö vanti upp á sjóði hjá gjaid- kerum, en hitt, að þeir hafi of mikið í sjóði. UnrjJaginn var verið að endurskoða reikuinga eins rjómabús í Danmörku og reyndust þá vera 1200 kr. meira í sjóði en vera átti, og reyndist ógerningur að komast fyrir end- ann á því, hvernig á þessum sjóð- auka stæði. Fyrir gjaldkerann virðist þó hafa rnátt nokkuð á sama standa, þótt krónurnar hefði \'antað, því hann varð að fara frá.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.