Alþýðublaðið - 29.12.1926, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 29.12.1926, Qupperneq 1
Gefið út af Alþýðuflokkitum 1926. Miðvikudaginn 29. dezember. 305. tðlublað. Tfórnð í Steinum. Holti undir Eyjafjöllum, FB., 28. dez. Kl. 2 á aðfaranótt annars jóla- dags vaknaði fólkið í Ytri-Stein- nm við, að vatnsflóð fylti bæinn. Svo nefndur Steinalækur hafði í stórrigningu hlaupið úr farvegi og stefndi á báða bæina. Bóndinn úr Suðurbæ fór til hesthúss með dóttur sinni. Komust f>au ekki heim til bæja, paö sem eftir var nætur, vegna vatragangs og grjót- burðar, fundu hestana á sundi í húsinu og björguðu þeim út um þekjuna. I uppbænum var veik kona rúxnföst. Bjargaði fólkið sér og henni og húsmóðurinni í Suð- urbæ upp á baðstofupekju og hafðist þar við lengi, en komst jxaðan með naumindum á skemmujxiek,|u\ og íþ.aiíðían eftir langa stund til fjárhúss, er hærra stóð. Lét það fyrirberast par unz íxStij en leitaði pá nágrannabæja. Vatn og skriða fylti bæina báða á Ytri-Steinum og jafnaði aðra bað- stofuna við jörðu ásamt bæjar- dyrum og flestum útihúsum. Fylt- ust bæjarstæðin og umhverfið stórgrýti og aur; fjós fyltust, og stóðu kýr par í vatni á miðj/xr síður. Bæirnir eru nú hrundir að mestu. Það, sem eftir stendur, er á kafi í stórgrýtisurð. 40 rnenn bafa í dag verið að moka par til. Kálgarðar gereyddir. Tún, engi og hagar hafa stórskemst. Hey eru að mestu eyðilögð, matvæli, inn- anstokksmunir, sængurföt og ann- ar fatnaður sömuleiðis. Tjónið skiftir púsundum, — tilíinnanlegt fyrir fátækt fólk. Væri þörf hjálp- ar almennings með samskotum. Jalcob Óskar Lárusson, sóknarprestur. Khöfn, FB., 28. dez. Bandaríkjastjórn sendir her til Nicaragua til að kúga forsetann þar. Frá Berlín er símað, að sam- kvæmt símfregnum, er þangað hafa borist, sé deila milli Banda- ríkjanna og Mexikó sífelt að harðna. Undirrót deilunnar er bar- áttan um það, hvort landanna, Bandaríkin eða Mexíkó, geti kom- ið svo ár sinni fyrir borð, að pað ráði, hver stjórnmálaflokkur fari með völd í Nicaragua. Sagasas, forseti í Nicaragua, er hlyntari 'Mexíkó að miklum mun en Banda- ríkjunum. Stjórnin í Bandarikjun- um lætur sér stefnu hans ekki lynda, og til þess að gæta hags- nxuna sinna par og til pess að styðja andstæðinga Sacasas hefir hún sent herlið til Nicaragua. Hervaldsbyltingar-áform hefir komist upp i Grikklandi. Frá Vínarborg er símað, að komist hafi upp um áform ali- rnargra liðsforingja i Grikklandi um að hrinda af stað byltingu í landinu. Herréttardömur um stjórnmála- sök. Frá Kovno er símað, að her- réttur hafi dæmt fjóra foringja sameignarsinna til lífláts fyrir að hafa unnið að pví að koma af stað byltingu. (Kovno eða Kauna heitir landshluti í Lithauen. Stærð 40 641 ferröst. íbúatala 1 857 000. Höfuðborgin (90 000 íbúar) ber sama nafn og landshiutinn og er ramlega víggirt borg.) Jéai Þérðarsosa, Fljjótstolíðaiskáltí. Og pá hefir skáldið lokið leið frá lífstíðar kvöl og meinum. Lílxams- og sálar- svektur -neyð samt hann rólegur dauðans beið með trúarhuga hreinum. Hjartað brostið og harpan með. Nú heyrast ei ómar framar. Og hann, sem með Jjóðum giaddi geð, er genginn að sínum hinzta beð. Nú ekkert lengur þér amar! Á hvildinni var þér, vinur! pörf, sem veikur svo máttir liða; og eftir vel unnin æfistörf hú aliir sjá við þín sjónarhvörf, hve lengi iistir prýða. Sál pín var skýr og hög þín hönd og hljómfagur ijóðastrengur. Og nú, við pín leystu iíkamsbönd, lýðurinn sér með hrygga önd, hve genginn er góður drengur. Ég kveð þig, vinur! fyrst kvöldað er, með kærri pökk fyrir ljóðin; og ait pað bezta, sem intir mér, pað aldrei launað gat ég þér. En þig ætti að muna þjóðin! Jens Sœmundsson. Dánarfregn. Jón Þórðarson rennismiður and- aðist hér í bænum á jóladaginn. Hann var hniginn á efri aklur. Jón heitinn var skáidmæltur, og ELEPHANT CIGARETTES LJúffengar og kaldar. Fást alls staðar. THOMAS BEAR & SONS, LTD., LONDON. t ♦ ! ! i AðgHng«imSðar að guðþjónustum Haralds Níelssonar prófessors fyrir 1927 fást í böka- verzi. ísafoldar, Sigf. Eymundssonar og Ársæls Árnasonar. Enn fremur i Silkibúðinni. Aðgöngumiðar fyrir 1926 eru nú gengnir úr gildi. Stjórnin. hefir komið út ljóðabók eftir hann. Eru sum kvæði hans og lausavís- ur smellin og víða kunn, m. a. erfikvæði eftir Einar Eyjólfsson, sem kallaður var „stopp“. Vana- lega var Jón heitinn nefndur Fljótshliðarskáld. Hann var Al- þýðuflokksmaður. Jólakveðjur frá íslendingum vestan hafs hafa A. C. Johnson, ræðismaður íslands og Danmerkur í Winni- peg, og J. E. Böggild, aðairæðis- maður sömu þjóða í Canada, sent út í víðvarpi og landssímastjórinn afhent FB. til birtingar. Kveðjur þessar verða birtar á morgun hér í blaðinu. Hljómsveit Reykjavíkur. Hljómieikarnir í dómkirkjunni fórust fyrir um jölin vegna veik- inda. Hefir þeirn verið frestað þar til næstkonxandi sunnudag — ann- an í nýjári. Aðgöngumiðar fást á venjulegum stöðum. Keyptir mið- ar að hljómleikunum 2. jóladag gilda að sjálfsögðu á sunnudag- inn-. Skipafréttir, Flutningaskip kom hingað í morgun. Það heitir „Rávnedal". Veðrið. Hiti 7—1 stig. Átt víðast vest- 5æg. Stormur og mikið regn í Véstmannaeyjum, en þö heitast þar. Allhvast hér. Annars staðar lygnara. Lítil snjókoma á SeyÖis- firði, Isafirði og í Stykkishólmi. Votviðri á Suðurlandi. Loftvægis- lægð um Breiðafjörð á leið til noröausturs. Útlit: Hvessir á norð- an og af norðlægum áttum. I dag veröur þó suðvestlæg átt á Norður- og Austur-landi og all- hvöss og regn á Suðausturlandi. 9Sjarta~ás smjsrlklð er bezt. Ásfgarður. Sokkar — sokkar — sokkar frá prjónastofunni Malín eru islenzk- ir, endingarbeztir, hlýjastir. DagsbrúnarmennJ Munið að skrifstofa félagsins er opin mánu- daga, miðvikudaga og laugardaga kl. 6 til 71/2 e. m. Hryðjuveður hér um slóðir í dag ög éljaveður í nótt á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. ’Éljaveður í dag á Suöuriáglend- inu. Dánarfrétt. Daníel Daníelsson úrsmiður andaðist í gær í Vífilsstaðahæl- inu. Þegar öfugsnáði dæmir um list. „Mgbl.“ finnast útskornar hend- ur því lakari, sem þær eru hönd- urn líkari. Öfugsnáðum finst það ætíð lakast, sem eðlilegast er.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.