Alþýðublaðið - 30.12.1926, Side 1

Alþýðublaðið - 30.12.1926, Side 1
1926. Fimtudaginn 30. dezember. 306. tölublað. Ég pakka innilega hlnttekningn og velvild auð" sýnda við andlát og ntför móður minnar. Reykjavik, 29. dezember 1926. Guðbr. Jónsson. „Kíkhóstiitm.4( Landlæknirinn heíir skýrt Al- þýðublaðinu frá því, að nú er orð- Íð víst, að tvö börn hér í borg- inni hafa veikst af „kikhósta“ auk þeirra, sem áður var kunnugt urn. Grunur leikur á um þriðja sjúkl- inginn. Eigi verður rakið, hvaðan annað þessara barna hefir fengið veikina. Fyrir því er hætta á, að hún sé komin víðar um borgina en læknar vita. Landlæknirinn varar því alvarlega við því, að smábörn séu látin fara á barnasamkomur. EHeiad simskeyfl. Khöfn, FB., 29. dez. Meira vígbúnaðaræði. Frá Lundúnum er símað, að Butler, formaður flotamálanefnd- ar öidungadeildar Bandaríkja- þingsins, hafi samkvæmt seinustu fregnum frá Washington látið þá skoðun sína skýrt í ljós, að Bandaríkin verði að auka her- skipaflota sinn að mikíum mun. Kveðst hann hafa komist að þeirri niðurstöðu, að nauðsynlegt sé fyr- ir Bandaríkin að láta srníða fimm- tíu ný herskip, þar eð fíoti Banda- rikjanna standi flotum Japans og Englands að baki. Hafa styrktar- menn flotamáianna í Bandaríkjun- um um nokkurt skeið haldið því frarn, að Kyrrahafsfloti Banda- ríkjanna einn ætti að vera meira en jafnoki Japansflota. Coolidge forseti hefir enn ekki opinberlega tekið afstöðu til tillagna Butlers eða flotamálanefhdarinnar, en senniiegt er, að forsetinn verði samþykkur einhverri aukningu á herskipaflotanum, ef ekki verður af ráðstefnu þeirri um takmörkun flotavígbúnaðar, sem hann hefir í huga að kalla sainan eða, ef sanrkomulag næst ekki á þeirri ráðstefnu, þó haldin verði, um að takmarka herskipabyggingar. Talsimasamband milli Lundúna og New York. Frá Lundúnum er símað, að þráðlaust viðtalssamband á milli Lun;dú|hia og New-York-borgar verði sennilega opnað í byrjun /anúarmánaðar næst komandi. ■ Gert er ráð fyrir, að gjald fyrir þriggja mínútna viðtal verði fimtán sterlingspund. IKveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum kl. .3 e. m. Jólaveðjur Vestur-ísleMmga, er bárust í loftskeyti frá Amer- íku og landssímastjórinn hefir sent (Fréttastofu Blaðamannafélagsins til birtingar: I. Frá Böggild aðalræðismanni Is- lands í Kanada: Mér er það mikil ánægja sem umbcð'manni íslands í Kanada að þiggja hið vingjarnlega boð Cana- dian Westinghouse Company um víðvörpun jólakveðju til íslands. Það er þeim mun betur þegið af mér, sem ég um bráðum þriggja ára hérvistartíma minn sem danskur aðalræðismaður hefi mér til mestu ánægju þreifað á því, hvers feiknaálits íslenzku í- búarnir í fylkinu Manitoba njóta í canadiska ríkinu, og með hvaða krafti og dugnaði Canadamenn, sem fæddir eru á íslandi eða það- an ættaðir, hafa unnið og vinna í þarfir hins nýja föðurlands. Fyrir röskurn níu hundruð ár- um hljómaði íslenzk tunga fyrst á þessum slóðum. Varla hefir þeim djörfu frumherjum komið til hugar, að íslenzk rödd, borin á bylgjunr loftsins, myndi geta fluzt frá ströndum Canada til stranda íslands.. En þó verður það í kvöld með kveðju frá Vestur- Islendingum til Austur-íslendinga, sem A. C. Johnson ræðismaður í Winnipeg góðfúslega hefir geng- ið frá. Sjálfur flyt ég ötlum fornvin- um á íslandi beztu jólaóskir mín- ar og konu rninnar og hjartans þakkir fyrir fjökla góðra endur- minninga frá Islandsvist vorri frá 1919 til 1924. ./. E. Böggilcl, Aðalræöismaður í Canada. II. Frá ræðismanninum í Winni- peg: Til íbúa fslands! Á þessari friðar og velþóknun- arhátíð viljum vér Islendingar í Ameríku senda frændum vorum á Islandi óskir gleðilegra jóla og göðs nýs árs. íslenzka kirkjan í Ameríku tekur undir þessa kveðju og biður guðs blessunar til handa íslenzku þjóðinni. Er það ósk vor, að tengsli samkendar og ástar okkar á milli nregi styrkjast á þessum degi, þegar vér minnumst fæðingar drottins frelsarans. A. C. Johnson. Ræðismaður tslands og Danmerk- ur í Winnipeg. Nýjar verzlunarleiðir milli heimsálfa. Vilhjálmur Stefánsson hefir skrifað grein í enskt tímarit um Amundsen og för hans' á loftskipi frá Svalbarða yfir þvert íshafið til Ameríku. Líkir hann för þessari við för Magellans fyrir fjórum öldum, því að þótt sumt sé ólíkt, þá muni ferð Amundsens verða til þess að opna nýjar leiðir bæði fyrir vöruflutninga og fólksflutn- inga. För Magellans kring um hnött- inn varÖ til þess, að nýtt tímabil hófst, hvað siglingum viðvék, og á sama hátt segir hann aÖ för Amundsens muni verða upphaf að nýju tímabili í sögunni. Bendir Vilhjálmur á, að saga menningarinnar sé aðallega saga norðurhvelsins, því að þar hafi menningarþjóðirnar átt heima. Og alt af hafi menningin verið að færast norðlægar og norðlægar, en auða bilið á kolli jarðhnattar- ins að verða minna og minna. En eftit>' því, sctn það minki, verði vegalengdin styttri og styt ri þvert yfir hann, en þannig hljóti leið- irnar að liggja í framtíðinni. Leiðin milli New York og Pe- king myndi þá liggja norður með Montreal, meðfram austanverðum Hudsonflóa, yfir Baffinsland og eyjarnar þar norður af, en síðan yfir íshafið og þá sléttlendi Si- beríu og Norður-Kína. En þegar þangað er komið, er farið fram hjá eitthvað hálfri tyift borga, s:m eru með um milljón íbúa hver. Leið þessi liggur hér um bii beint í norður og suður og mjög skamt frá heimskautinu. Ekki álítur Vilhjálmur samt, að þetta verði fyrsta loftsiglingaleið- in, sem hafin verður yfir íshafið, heldur verði það milíi Lundúna og- Tokíó (1 Japan) sökum þess, hve þörfin fyrir hraöa flutninga þar á niilli sé mikil. En skemsta leið milli þessara borga er norð- ur með Noregi vestanverðum yfir hluta af íshafinu og yfir Síberíu. Er alt þetta mál athugunarvert fyrir okkur Islendinga, því að rnjög væri það mikilvægt fyrir okkur, ef við yrðum í einhverri þjóðbraut loftsiglinganna milli heimsálfanna. Júlatréssamkoma var haldin í Sjómannastofunni í gærkveldi. Var hún einkum fyr- ir erlenda sjómenn, sem hér eru staddir. Áður voru haldnar þar tvær slikar samkomur um jólin, önnur fyrir íslenzka sjómenn, en hin fyrir erlenda. I gærkveldi sátu fimm menn við sama borðið, sinn frá hverju landanna, íslandi, Nor- egi, Svíþjóð, Danmörku og Finn- landi, og voru litlir fánar þjóð- anna fimm á borðinu. Jólaböggl- um var útbýtt, er sendir höfðu verið frá heimalöndum sjómann- anna, og reynt að láta hvern fá böggul frá sínu landi, en norsku. bögglarnir hrukku ekki til, og var þá gripið til danskra í þeirra stað. 1 bögglunum var ýmislegt smá- vegis, svo sem vettlingar, vasa- klútar, nokkur bréfsefni o. s. frv., venjulega nokkrir smáhlutir í hverjum, og jafnframt bréf eða áritað jólakort í flestum. í veðurspárfréttinni í gær féllu burtu orð. Þar átti að standa: Éljaveður hér um slóð- tr í nótt og hríðarveður á Vest- fjörðum, Norðurlandi og Aust- fjörðum. — 1 sögunni eftir Mark Twain varð línuruglun. 1 1. dálki 4. síðu áttu 3 línur, sem byrja á „mér og fór“, að vera 4.—2. 1. að neðan í sama dálki. Veðrið. Hiti mestur 1 fetig, í Vestmanna- eyjum. Alls staðar annars staðar frost, mest 8 stig, á Grímsstöðum. Átt ýmisleg. Snarpur vindur í Vestmannaeyjum. Annars staðar lygnara. Víða nokkur snjókoma, mest á Seyðisfirði. Loftvægislægð fyrir suðvestan land á leið til austurs. Útlit: Hér um slóðir hæg norðanátt í dag, en sennilega vaxandi suðaustanátt og úrkoma i nótt. Snjóar í hinum landsfjórð1- ungunum, einkum í nótt. — Hér gerði snjóföl í nótt og í morgun. Ljótt slys vildi til á Eyrarbakka í gærdag, Voru drengir að leika sér að því að sprengja flugelda, og tókst svo hrapallega til, að einn drengurinn rnisti tvo fingur af annari hendi. — Þetta mætti kenning verða að láta ekki börn vera að gaufa með þetta hættulega glingur.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.