Alþýðublaðið - 31.12.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.12.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞVÐUBLAÐIÐ Árið, sem kveður í kvöld, verður vafalaust mörg- um alþýðustéttar minnisstætt ár, því að á því hafa þeim óvenju- fega mikillega brugðist bjarg- ræðisvegir. Aflatregða og óþurk- ar hafa mjög dregið úr fram- leiðslu til lands og sjávar, og af- leiðingar þess hafa vitanlega eink- um komið niður á þeim, sem skortir eign á framleiðslugögnum, alþýðustéttina. Atvinnuleysi hef- ir hrjáð hana átakanlegar en nokkru sinni fyrr. Þó hefði það leikið hana enn grárra, ef hún hefði veríð með öllu samtakalaus. Samtökum hennar hefir tekist að knýja fram nokkrar atvinnubætur, en þurft hefðu þær að vera miklu meiri, ef allur fjöldinn hefði ekki átt að heilsa nýja árinu alslypp- ur lífsnauðsynja, eins og nú verÖ- ur því miður. Eini arður ársins verður hjá Velf'e; u:n alþýðumö'mum á aka:;- legur lærdómur um gað, hversu háskalegt það er þjóðinni, að stór- feld framleiðslutæki séu í ein- stakra manna eign. Ef þjóðin hefði átt stórvirkustu framleiðslu- tækin, togaranja, þetta ár og tvö næst undan farin, þá lrefði hinn gífurlegi arður þeirra fallið henni í skaut, en ekki örfáum mönn- tim, og þá hefði mátt nota nokkuð af bonum handa hinni mögru kú þessa árs til að éta, og þá hefðu margar þúsundir fiskframleiðslu- fólks, sem litla eða enga atvinnu hefir haft þetta árið, haldið at- vinnu sinni og með vaxandi kaup- getu sinni afstýrt þeirri kreppu, senr atvinnuleysi þess hefir þetta ár einnig bakað öðrum atvinnu- vegum. Hinn dýrkeypti lærdómur, sem hið deyjandi ár leggur alþýðu að veganesti til ársins, sem heilsar í nótt, er boðorð um það, að^ef alþýða vill, að sér vegni vel og hún verði langlíf í landinu, skuli hún gera framleiðslutækin að þjóðareign, og nýja árið flytur tækifærið, sem alþýða skyldi gripa greitt, munandi það „að hika er sarna og tapa“. Á næsta ári á alþýða landsins að segja til, hvort hún eða andstæða hennar, eignastéítin fámenna, skuli ríkjum ráða. Á næsta ári getur alþýðunn- ar orðið ríkið, valdið og lífið, ef hún skilur aðstöðu sína og neytir máttar síns, er samtökin megna að sýna, til að ná marki sínu í ó- hjákvæmilegri, en eðlilegri þjóð- félagsstéttarbaráttu sinni, en það er inni falið í þessu, sem ætti að vera kjörorð alþýðu og sigurorð næsta ár: Yfirráðin til alpýðunnar! Slys Einar skipstjóri Einarsson frá Flekkudal var á annan i jólum á reið úti á Seltjarnarnesi. Datt hann þá af baki og meiddist nokkuð á höfði, en er nú á bata- vegi. m Gleðilegt nýtt ár! Þökk fyrir viðskiftin á gamla árinu. I Guðm. Guðjónsson. jj m M fiSaH!SS3—^ ggj 'Gleðilegt nýtt ár! g Verzlun Olafs Einarssonai, H 153 || Lciugavegi 44. ji EZH Slys af flugeldura. Hvar er lögreglan? I gær var ungur piltur, Daníel Sigurbjörnsson að nafni, á gangi á Vesturgötu, og sprakk þá púð- urkerling eða sprengja, sem lá þar, upp eftir honum, svo að and- lit og háls á honum 'sviðnaði, og lá við skemdum á auga. Varð hann að leita læknis, en reyndist, sem betur fór, ekki hættulega sár. Þó að gaman kunni að vera að herbrestum þessum og ljósadýrÖ, þá eru sprengjurnar þó bráð- háskaleg tól, eins og slysið á Eyr- arbakka í fyrra dag sýnir bezt. Þess eru og ekki fá dæmi, að fiugeldar hafi kveikt í hári á kvenfólki. En hvar er lögreglan? Það er harðbannað að vera með þessar sprengjur á götunum, en lögregl- an sýnist ekki gefa því neinn gaum. Hún þyrfti að vera velvak- andi nú í kveld, svo ekki verði slys fyrir vangeymslu hennar. Til viðskiftamanna Maösims. Við lok þessa árs hætti ég störf- um sem afgreiðslumaður Alþýðu- blaðsins, sem ég hefi gegnt frá stofnun þess. Þakka ég því öllum flokksmönnum fjær og nær, sem og öðrum viðskiftamönnum blaðs- ins, fyrir vinsamlega viðkynn- ingu, sem ég hefi við þá haft gegn um störf mín við blaðið, og trygg og góð viðskifti um margra ára skeið. Alþýðublaðið hefir aflað sér margra vina og viðskiftamanna unr öll þessi ár, sem eykst með degi hverjum, og vænti ég þess, að þær vinsældir blaðsins aukist, og sú vinssmd og það traust, sem ég hefi notið, verði hið sama um eftirkomanda minn. Þakkir fyrir liðnu árin og gleði- legt nýtt ár! Sigurjón Á. Ólafsson. H E3 tsa CSS Ea E53 E3 ES3 0 Gleðilegt nýtt ár! 0 0 0 Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. 0 0 i0 Eggert Jónsson, 0 0 Óðinsgötu 30. 0 • Ea tsa E3 csa esa Ea csa K ! B3 Í Crleðilegt ár! Þökk fyrir viðskiftin á gamla árinu. TheódórN. Sigurgeirsson Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Jón Hj. Sigurðsson, Laugavegi 40, sími 179, aðra nótt Matthías Einarsson, Kirkjustræti 10, sími 139, heimasími í Höfða 1339, og á mánudagsnóttina Ólaf- ur Þorsteinsson, Skólabrú 2, sími 181. Næturvörður er næstu viku í Iyfjabúð Laugavegar. Veðráttan Komið er út mánaðaryfirlit októ- bers, samið í Vfeðurstofunni. Hér í Reykjavík varð hitinn mestur 12,6 stig, en minstur 6.5 stiga frost. Fyrsta snjókoma á landinu í haust, sem kunnugt er um, var 24. ágúst, en 10. okt. hafði fyrsti snjór komið alls staðar á landinu. Byrjað var að gefa kúm 23. sept., en að taka þær inn daginn eftir. Þar, sem vitanlegt er um, að síð- ast þurfti að byrja að gefa þeim, var það 9. okt., en taka þær inn 18. okt. Þetta var að meðaltali einum og þremur dögum fyrr en í fyrra. Engi voru alhirt frá 21. sept. til 28. okt., að meðaltali tveimur dögum síðar en í fyrra. ípróttasamband íslands verður 15 ára 28. jan. 1927, og ættu menn þá að styrkja það með því að gerast æfifélagar Sambandsins. — Æfifélagar eru 36, en sambandsfélögin eru yfir 100 að tölu. „I. S. f.“ er ráðu- nautur landsstjórnar í öllum í- þróttamálum. Listaverkasafn Einars Jónssonar verður opið á sunnudaginn kl. ly-3. Unglingastúkurnar í bænum. Fundir næsta sunnudag, 2. jan.: „Unnur“ kl. 10 árd., „Svafa“ kl. 1, „Díana“ kl. 2, „Æskan“ kl. 3 síðd. Teknar ákvarðanir um jóla- tré. Samkvæmt ályktun gæzlu- mannafundar. AV. Þeir ungling- ar og börn, sem ekki líafa haft „kikhósta“, eru vinsamlega beð- in að sækja ekki fundina vegna útbreiðsluhættunnar. U. g. u. t. Jóhannes listmálari Kjarval hefir sýningu yfir hátíðina í barnaskólanum í Hafnarfirði. Það nýstárlega " við sýninguna er, að þetta eru frumdrættir, sem ekki hafa verið sýndir fyrr opinber- lega. Veðrið. - Frost 3—16 stig. Kaldast á Grímsstöðum, 7 stiga frost í Reykjavík. Víðast norðlæg átt, sums staðar allhvöss. Víðast þurt veður. Djúp loftvægislægð við Suður-Grænland; hreyfist senni- lega hægt til norðausturs. Otlit: Norðlæg átt í dag og á Austur- landi í nótt. Annars staðar aust- læg átt í nótt. Snjókoma á Vest- fjörðum og Norðurlandi i dag, — hríðarveður á Norðausturlandi. Þurt veður á Austfjörðum og Suðurlandi alt til Breiðafjarðar. Tilkynning til „Dagsbrunar"- manna. Magnús V. Jóhannesson er flutt- ur af Vesturgötu 29 á Nýlendu- götu 22. „Kikhóstinn." Lesendurnir athugi auglýsingu landlæknisins hér í blaðinu. Sá sjúklingurinn, sem eigi var full- víst um í gær, hvort hefði „kik- hóstann“, hefir nú reynzt hafa hann. Það er ung stúlka á fjöl- mennum stað. (Samkvæmt símtali við landlækninn.) Togararnir. „Eiríkur rauði“ kom af veiðum í morgun með 1500 kassa. „Menja“ og „Kári Sölmundarson‘’ fóru á veiðar í gær. „ Vetraræf intýri" verður leikið annað kvöld og á sunnudagskvöldið. Brauðsölubúðum verður lokað kl. 6 í kvöld. Á morgun verða þær opnar að eins 9—11 f. m. Qengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund.........kr. 22,15 100 kr. danskar . . . . — 121,77 100 kr. sænskar .... — 122,14 100 kr. norskar .... — 115,56 Dollar . . . . . . . — 4,56s 100 frankar franskir. . . — 18,27 100 gyllini hollenzk . . — 183,08 100 gullmörk þýzk... — 108,74 Óska öllum lýði gleðilegs nýárs! Oddur Sigurgeírsson, ríthöfundur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.