Alþýðublaðið - 31.12.1926, Page 4

Alþýðublaðið - 31.12.1926, Page 4
4 ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ LeikSélag; IleykjavíkMI,. Vetraræfintýrí. Sjónleikup í 5 páftum eftir Willfam Shákespeare. Mðingin eftir Indriða Einarsson. Login eftir E. Mumperdinck. Danzinn eftir frú Guðrúnu Indriðadóttur. Búningarnir frá Hermann J.Kaufmann,KunstAtelier,Berlín. Leikið verður 1. jan. (nýársdag) og 2. jan. (sunnudag). 10 manna hljómsveit undir stjórn E. Thoroddsen aðstoðar. Aðgöngumiðar verða seldir í Iðnó á morgun (nýársdag) frá kl. 1—7, og sunnudag frá kl. 10— 12 og eftir kl. 2. Leikhúsgesiir eru beðnir að mæta stundvíslega. Simi 12. Sfmi 12. Sel D. C. B. KOL. heimkeyrt á kr. 70,00 pr tonn, kr. 11,25 skippundið. Minst 1 skpd. Borgist við móttöku. Pöntunum veitt möttaka í Verkamannaskýiinu, sími 1182. Ólafui’ Ólafssoim, Lindargötu 25. VetrarsjiH, tvílit, mjög ódýr, nýkomin. Alfa, Bankastræti 14. Veggfóður. Nýkomnar fjöldamargar fallegar tegundir. Orvalið hefir aldrei ver- ið jafn-fjölbreytt og einmitt nú. Komið! Skoðið! Kaupið! Sigurður Kjartansson, Laugavegi 20B Sími 830 Sími 830. Dagsbrúnarmenn! Munið að skrifstofa félagsins er opin mánu- daga, miðvikudaga og laugardaga kl. 6 tii 71/2 e. m. Tapast hefir brún leðurtaska með innheimtumannsbókum í. Skilist á afgreiðslu bæjargjald- kera. Hús jafnan til sölu. Hús tekin í umboðssölu. Kaupendur að hús- um oft til taks. Helgi Sveinsson, Aðalstr. 11. Heima 11—1 og 6—8. Utbreíðlð Alpýðublaðið! Til Hafnarfjarðar og Vífilsstaða er bezt að aka með Buick - bif reiðum frá Síelsidérl. Sæti til Hafnarfjarðar kostar að eins eina krónn. Sími 581. Frá Alþýðubraudgerdinni. Vín- árbrauð fást strax kl. 8 á morgn- ana. Brauð og kökur frá Alþýðu- brauðgerðinni á Vesturgötu 50 A. „SITTURí‘ Tímarit um pjóðfélags- og menningar-mál. Kemur út tvis- var á ári, 10—12 arkir að stærð. Flytur fræðandi greinar um bökmentir, pjóðfélagsmál, listir og önnur menningarmái. Enn fremur sögur og kvæði, eriend og innlend tiðindi. Árgangurinn kostar 4 kr. Gjalddagi 1. október. Ritstjóri: : Einar Olgeirsson, kennari. Aðalumboðsmaður: Jón G. Guðmann, kaupmaður, P. 0. Box 34, Akureyri. Gerist áskrifendnr! Sjómenn! Kastið ekki brúkuð- um olíufatnaði. Sjóklæðagerðin gerir þau betri en ný. Frá Alþýðubrauðgerðinni er opnuð ný brauðabúð á Framnes- vegi 23. Skrifstofa Sjómannafél. Reykja- víkur í Hafnarstræti 18 uppi verð- ur fyrst um sinn ávalt opin virka daga 4—7 síðdegis. — Atkvæða- seðlar til stjórnarkosninga eru eru afhentir þar. „Þetta er rækalli skemtileg saga, þó hún sé íslenzk," sagði maður um daginn. Haim lá við að lesa „Húsið við Norðurá", fyrstu íslenzku leynilögreglusög- una, sem skrifuð hefir verið hér á landi. Niðursoðnir ávextir beztir og ódýrastir í Kaupfélaginu. Veggmyndir, fallegar og ódýr- ■ar, Freyjugötu 11. Innrömmun á sama stað.1 Undanrenna fæst í Alþýðu- brauðgerðinni. Fœgilögur (Blanco) á gull, silf- ur, nikkel, plett og alla aðra málma. Vörubúðin, Laugavegi 53. Útsala á brauðum frá Alþýðu- brauðgerðinni, Vesturgötu 50 A. Alpýðuflokksfólk! Athugið, að auglýsingar eru fréttir! Auglýsið því í Alþýðublaðinu. Grammófónavíögerðir og alt til grammófóna. Hjólhestaverkstæðið, Vesturgötu 5 (Aberdeen). Mjólk og rjómi fæst allan dag- inn í Alþýðubrauðgerðinni. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur Hallbjörn Halldórssoa. Aiþýðuprentsmiðjan. Upton Sinclair: Smiður er ég nefndur. En ég vissi, að T—S hafði enn þá aldrei greitt þúsund dollara án þess að fá eitthvað fyrir það, og það kom mér ekkert á óvart, þegar hann snéri sér að Smið eftir að hafa kyngt síðasta bitanum, lét sem hann vissi ekki af fólkinu og allri hrifningunni, en spurði: „Jæja, herra Sniiður! Segið þér mér nú: Fæ ég þennan samning?“ Smiður hafði nú lokið öllu gamni og svar- aði alvarlegur: „Þér verðið að skilja mig, herra T—S! Þér kærið yður ekki um aö gera samning við mig.“ „Kæri ég mig ekki um?“ „Ef ég skrifaði undir hann, þá myndi ekki líða vika áður en þér mæltust til þess, að ég leysti yður frá honum.“ ^ „Hvers vegna það, herra Smiður?“ „Vegna þess, að ég ætla mér að gera þá hluti, sem myndu gera mig með öllu gagns- lausan frá verzlunar-sjónarmiði." „Þetta getur ekki verið rétt, herra Smiður!“ „Þetta er rétt, og þér munuð bráðlega komast að raun um það. Ég fullvissa yður um, að það verður ekki liðinn einn dagur áður en þér fyrirverðið yður fyrir að þekkja mig.“ T# starði á Smið og var i vafa um þaö með sjálfum sér, hvort einhver skelfing væri i aðsigi, eða þetta væri einungis kurteisleg undanbrögð. „Herra Smiður!" mælti hann. „Þótt allur heimurinn snéri við yður bakinu, j>á skyldi ég ekki gera það!“ Smiður mælti: „Ég segi yður, að áður en haninn galar aftur, munuð þér þrisvar hafa neitað því, að þér þekkið mig.“ Og hann snéri sér án þess að bíða eftir svari frá hinum undrandi T—S aÖ manninum, er sat á aðra hönd honum, og tók að tala við hann. Kvikmyndakóngurinn sat þegjandi, sýni- lega óttasieginn. Að lokum snéri hann sér að mér og spurði: „Viö hvað haklið þér, að hann hafi átt með þessu, Billy ?“ Ég svaraði: „Ég held, að hann hafi búist við, að þér mynduð leika hlutverk Péturs.“ „Péturs? Péturs Pan?“ „Nei; sankti Péturs, sem afneitaði meist- ara sínum.“ „Jæja,“ sagði T..S óþolinmóðlega. „Þér vitið, að ég er ekki einn af þessum bókmenta- mönnum.“ „Ég skal segja yður einhvern tíma frá því,“ hélt ég áfram. „Það er annars dálítið skritið. Ef þetta er rétt hjá honum, þá eigið þér að verða fyrsti páfinn, sitja við gullna hliðið og geyma lykla himins." „Hamingjan sanna!“ ■ sagði T—S. „Og þér hafið sett met í kvikmyndalist- inni,“ bætti ég við. „Þér hafið leikið Satan og sankti Pétur sama daginn! Lengra held ég ekki að komist verði!“ XXXI Þegar ég kom aftur til Verkamannamust- erisins, þá frétti ég, að ráðgert væri að efna til allsherjarfundar fyrir verkfallsmenn þetta laúgardagskvöld. Það hafði verið fyrirhug- að nokkrum dögum áður, en nú átti að breyta því í mótmælafund gegn ofbeidi lög- reglunnar og gegn misbeiting dómsvaldsins. Öveglegt kvöldblað eitt hafði látið í ljós samúð sína með verkfallsmönnum, og í því var birt ávarp, undirritað af foringjum verka- manna, þar sem skorað var ’á flokksbræður þeirra að láta það koma í ljós, að þeir ætl- uðu ekki lengur að þola „Kósakkastjórn“. Það kom nú í Ijós, að Jressir foringjar höfðu verið að hugsa um að fá Smið til þess að verða einn ræðumanninn á fundinum. Tveir þeirra komu til mín. Ég hefði heyrt þenna ókunna niann tala, sögðu þeir; héldi ég, að hann gæti haldið áheyrn fundar? Ég fullvissaði þá um það; hann væri hinn göf- ugasti maður og myndi verða þeim til sóma.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.