Alþýðublaðið - 06.01.1927, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 06.01.1927, Qupperneq 1
I 1927. Fimtudaginn 6. janúar. 4. tölublað. Aðafundnr Verkamannafélagslns í Mafnartlrði verður haldinn í l§íéfBMS§ifl!« í Hafnarfirði föstudaginn 7. janúar kl. 8 síðdegis. Fundarefni: 1. Lagðir frans ársreikniisgar. 2. Stiórnarkosi&Iisff og fleira. FéSaagar S Mætlð stundvisfleya! Stiórss verkamaniiafélagisins „Hflif46 Kaupfélag Eyfirðinga HSrlestd sisnskeyfi* Khöfn, FB., 5. jan. Bandalag brezkumælandi pjóða. Frá Lundúnum er símað, aö blaÖið „Daily Telegraph“ telji sennilegt, aÖ merkir stjórnmála- menn í Bandaríkjunum muni styðja tillögu þá um samband milli enskumælandi pjóða, sem William R. Hearst hefir látið blöð sín flytja, og sem hann nú lætur pau berjast látlaust fyrir. „Dai- ly Telegraph“ álítur, að brezk- amerískt bandalag væri að mörgu Jeyti ákjósanlegt fyrir Bretaveldi, einkum vegna Ástraliu. Myndi [>á öruggara um, að takast myndi að varðveita friðinn við Kyrra- hafið. En hins vegar álítur biaðið, að brezk-amerískt bandalag myndi varla vera sann'ýmanlegt skyld- um Englands gagnvart Þjóða- bandalaginu. Eystrasaltslöndin og Rússland. Frá Berlín er símað, að á fundi þeirn í Reval, sem utanríkisráð- herrar Finnlands, Eistlands og Lettlands áttu með sér, hafi ver- ið samþykt að gera nýja tilraun til þess að koma á öryggissamn- ingum við Rússland. Iiiitleitá ffðmdl. Akureyri, FB., 5. jan. Bæjarstjórnarkosningar íara fram hér í bæ þann 20. jan- úar. Á að kjósa fjóra fulltrúa í stað þeirra, er úr ganga. Þrír list- ar eru komnir frani: A-listinn (samvinnumenn): Ingimar Eydal kennari og Jón Guðlaugsson bæj- argjaldkeri. B-listinn (jafnaðar- menn): Steinþór Guðmundsson skólastjóri, Elísabet Eiríksdóttir kenslukona, Svanlaugur Jónasson verkamaður og Jón Austfjörð smiður. C-listinn („Bofgaraflokk- urinn“): Hallgrímur Davíðsson verzlunarstjóri, Indriði Helgason xaffræðingur, Kristbjörg Jónatans- dóttir kenslukona og Sigurður Sumarliðason • skipstjóri. Úr bæj- arstjórninni ganga einn jafnaðar- rnaður, einn samvinnumaður og tveir úr „Borgaraflokknum“. |Nú ■eru íhaldsmenn orðnir svo hrædd- ir við nafnið sitt, að þeir eru farnjr að kalla sig „Borgaraflokk" aftur.] Leikfélagið ter að æfa Spanskfluguna. Frosthörkur hafa verið liér síðustu daga. hefir keypt frystihúsið með bryggju og tilheyrandi löð af hin- um nýju eigendum Oddeyrarinn- ar. Þjórsá, FB., 6. jan. Flöð i Þjórsá. Þjórsá hefir gert nokkurn usla í Villingaholts- og Gaulverjabæj- ar-hreppum. Sprengdi áin af. sér ís í jólahJákunni og hljóp upp ná- lægt Mjósundi I Villingaholts- hreppi. Einhverjar skemdir munu hafa orðið á flóðgátt áveituskurð- arins hjá Mjósundi, brýr af skurð- utn sópast burtu o. s. frv. Ann- ars vita menn ekki til, að veru- legur skaði hafi orðið af flóði þessu. Áin flæddi dálítið upp á láglendi, þar sem h,ún Iiefir ekki flætt áður, svo menn viti, og þar sem hlöður eru grafnar í jörð, mun vatn hafa flætt í þær. Á milli einstöku bæja var farið á bátum. Vatnið er ekki runnið al- veg af, en fór tiitölulega fljótt að fjara út. — Heilsufar sæmilegt þar sem til spyrst. Ágætisveður, þítt og hlýtt, er nú komið eftir frosthörkuna. í fyrra dag voru hér 17 stiga frost á Celsius og eina nóttina 20 stig. Uisi óaglim «f£ vecjinia. Næturlæknir ier í nótt Guðmundur Thorodd- sen, Fjólugötu 13, sími 231. Verkakvennaf élagið ,Fratnsókn‘ heldur fund í kvöld kl. 8(2 í Ungmennafélagshúsinu. Kaup- gjaldsmálið verður til umræðu, og er félagskonum því sérstök nauð- syn á að sækja fundinn vel. Har- aldur Guðmundsson flytur erindi. Þrettándinn er í dag, síðasti dagur jóla að fornu tali, og hefir kvöldið í kvöld Jengi verið skemtikvöjd hér á landi. Alþýðublaðið flytur jóla- sögu í dag til hátíðabrigða. Kauptaxti verkamanna í Hafnarfirði er á- kveðinn sá sami og verið hefir þar, 1 kr. 20 aur. um klst. í dagvinnu og 2 kr. 20 aur. í eftir- vinnu og næturvinnu, — þannig samþyktur í einu hljóði á fjöl- mennum fundi verkamannafélags- ins „Hlífar“. Þenna dag árið 1859 fæddist Skúli Thor- oddsen ritstjóri og alþingismaður. Það var liann, sem átti drýgstan þátt í því, að vistarbandið var leyst og að lögskipað er að greiða verkafóiki kaup þess í pen- ingum. Það voru tvö mjög mik- ils verð spor á mannréttingabraut verkalýðsins, stígin á meðan að eins fáir vöktu á verÖi fyrir hann. ísfisksala. „Geir“ seldi afla sinn i Eng- landi í gær fyrir 1550 sterlings- pund. Vérkamannafélagið „Hlíf“ í Hafnarfirði heldur aðalfund sinn annað kvöld kl. 8. Bæjarstjórnarfundur er í dag. 7 mál eru á dagskrá. Togararnir. „Skúli fógeti“ og „Ólafur" komu í gærkveldi frá Engiandi. „Gull- toppur“ fór á veiðar i gær. Ensk- ur togari kom hingað í morgun. Sæsiminn. Búist er við, að viðgerð hans verði lokiö á morgun eða laugar- daginn, ef veður verður gott. Búnaðarmálastjörinn. Fógetaúrskurður féll kl. 10 í morgun um kröfu Sigurðar Sig- urðssonar, og var henni neitað. Aðalforsenda úrskurðarins er sú, að atvinnumálaráðherra hafi skip- að fyrr verandi Búnaðarfélags- stjórn (Vigfús Einarsson, Tryggva Þórhallsson og Valtý Stefánsson) til óákuedins tíma, en ekki til Ankaniðurjöfnun. Skrá yfir aukaniðurjöfnun út- svara, sem fram fór 31. f. m., liggur frammi almenningi til sýn- is í skrifstofu bæjargjaldkera, Tjarnargötu 12, til 15. þ. m. að þeim degi meðtöldum. Kærur yfir útsvörunum séu komnar til niðurjöfnunarnefndar á Laufásvegi 25, eigi síðar en 31. þ. mán. ‘ Borgarstjórinn í Reykjavík, 5. janúar 1927. K. ^laiisen. fjögurra ára, eins og S. S. hefði haldið fram. Sigurður mun áfrýja úrskurðinum til hæstaréttar. Barnaskólinn. Svo sem áður hefir verið aug- lýst, hefir heilbrigðisstjórnin bann- að börnum hér í borginni, sem ekki hafa haft „kikhósta“, að sækja barnaskóla, og samkvæmt því, er segir í fundargerð skóla- nefndarinnar, býst landlæknirinn við, að bann þetta standi minst tvo til þrjá rnánuði. Skólastjór- inn skýrði nefndinni frá, að rúm- lega 900 börn, sem skólann sækja, hafi áður haft „kikhósta“. Nefnd- in ákvað, að kenslunni verði fyrst um sinn hagað þannig, að kenslu- deildir verði 45—50 og alt gert, sem unt er, til þess, að börn þau, sem geta sótt skólann, njóti kenslukraftanna sem bezt. Jafn- framt ákvað nefndin að fram- lengja jólaleyfið til 7. þ. m., svo að tími ynnist til að breyta stundatöflunum. Johannes V. Jensen, sem sagan er eftir í blaðinu í dag, er Jóti. Or þeini hluta Danmerkur eru mörg helztu skáld Dana nú á dögum, og eru þau köliuð Limafjarðarskáldin. Er Jo- hannes V. Jensen eitt hið helzta af þeim, og er hann talinn rita liprast og skemtilegast allra danskra skálda nú. Hann er fædd- ur i Himmerland 1873 og þaðan hefir hann valið beztu efni sín. Faðir hans var dýralæknir og sjálfur las hann um skeið læknis- fræði. Beztu bækur , hans eru Himmerlandshistorier og Kongens Fald. Hann er bróðir frú Thit Jensen. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum jafn- skjótt og götuljósin hafa verið tendruð. „Vetraræfintýri“ verður leikið annað kvöld.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.