Alþýðublaðið - 07.01.1927, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.01.1927, Blaðsíða 1
Alþýðubla Gefio ut af Alþýðuflokknum 1927. Föstudaginn 7. janúar. 5. tölublað. Efiilleg hreppsnefnd! Hnn vill ekki láta lengja líf purfamanna. Héraðslæknir fremur yœg~ ingaradgerðir með Steinaehs-aðférð. Góður árangur. Einn af efnilegustu ungura læknum vorum, Jónas Sveinsson, héraðslæknir í Miðfjarðarhéraði, búsettur á Hvammstanga, 'hefir að undanförnu gert yngingaraðgerðir á gamalmennum, þó einvörðungu á karlmönnum. T. d. gerði hann fyrir nokkru slíkar aðgerðir á tveim mönnum í læknisbéraði sínu, og varð árangurinn af ann- ari enginn, en af hinní varð hann þó nokkur; að minsta kosti fór sá maður, 63 ára, fyrir skemstú að staðfesta ráð sitt af nýju. Þurfamaður kastar elli- belgnum. Fyrir skömniu þurfti að gera við kviðslit á þurfamanni, sem kominn var hátt á áttræðisaldur, og þjáðst hafði langa æíi af berklaveiki, svo að fótur hafði verið af honum tekinn af þeim orsökum. Var hann gamalmenni, komið að fótum fram. Áður en Jónas læknir framdi kviðslits- skurðinn, sagði hann sjúklingnum af Steinachsaðgerðunuirr, lýsti fyr- ir honum eðli þeirra og spurði hann, hvort hann vildi ekki láta gera á sér þennan skurð, því að hann gæti, ef vel færi, leng.t líf hans að nlun, jafnvel um 10 ár eða svo. Þurfamanninn lang- aði'til að lifa eins og aðra menn, og bað Jónas að fremja á sér að- gero þessa, og þaö gerði læknir- Srm. Þurfamaðurinn færist í aukana. Ef.ir að sjúklingurinn var orð- inn heill' heilsu, varð þess skjót- lega vart, að aðgerðin hefði hrif- ið, því aðkarlinn, sem hafði ver- ið' dau'ður úr öllum æðum, fór nú að gerast umsvifamikill og há- vaðaina'ður, og fylgdu þau ósköp með, að hann fór að gerast vífn- sari en þægilegt var fyrir þá, sem voru með honum á heimilinu.- Uxðu svo mikil brögð að þessu, aS hreppstjóri sá, er þurfamann- inum var komið fyrir hjá, þóttist 'verða að beimta meðgjöfina með honum hækkaða um 400 kr. á ári. Hreppsnefndin færist í aukana. Það virðist, sem Steinachsað- gerðin hafi haft all-lífgandi áhrif á hreppsnefnd þá, sem átti að s|á þurfamanninum fyrir fram- færi, þó ekki væri hún beinlínis jgerð á henni, og tók hana að log- svíða í pyngjuna við tilhugsun- ina um þau útgjöld, sem hrépp- urinn yrði fyrir, ef svo herfilega tækist til, að æfi þurfamanns iengdist að mun eða jafnvel um þann óratíma, sem 10 ár eru. Hún komst að þeirri djúphyggnu nið- urstöðu, að þar sem hún hefði ekki beðið iækninn að lengja líf þurfamannsins, og henni væri ekkert nema fjárhagslegt tjón að slíku athæfi, þá hiyti læknirinn að bera það „fjárhagstjón", sem' leiddi af því, að þurfamaðurinn lifði lengur en sjúkdómar og sparhaðargefin örlög " leyfðu. Hreppsnefndin krefst nú þess, að læknirinn greiði 300 kr. með þurfamanninum á ári, þar til hann andast. Eru engin takmörk naglaskap- og sviðingsháttar ? Það er alkunna, að það er til- gangurinn með starfi lækna, að halda mönnum sem lengst á'lífi og vlð heil.u. Það er og tilgang- urinn með fálækrastyrk að forða öreigum frá því að deyja fyrir bjargarikorí. Hreppsnefndin þessi lí;ur beriýnilega svo á, að henni beriekki skylda til annars eh að b^arga þurfalingum frá hungur- morði, en að öðru leyti sá það réjlur hennar, að þurfalingar deyi svo fljótt, sem unt er, af öðrum orcökum, og megi enginn grípa þar insft í rás viðburðsorna. Sting- jir þelta í stúf við aðra framkomu reíndarinnar, því að hún hefir áð- ur greitt meðul og sjúkrakostnað þessa manns. En eftir þessum hug.unarhæíii synist það ekki ó- mögulegt, að einhver gáfuð hreppsnefnd fari þess á flot við stjórnarráðið, að mega lóga þurfa- 'mönnum sínum. En hvar er mann- úðin? Skyldu ekki jafnvel hrepps- nefndir hjá hottentottum og hala- blámönnum vera skárri en þetta? Pe.?s skal gelið, að í hreppsnefnd þessari situr einn fyrr verandi al- þingismaður. Hvernig skyldi ho.i- um l!ða þar? Eða er hann einn af át]án? Sé svo, þá fer að verða bezt að.athuga þingmannsefni vel áður en kosið er. Annars má við ýmsu búast af þinginvi. Krafan er komin til sýslumanns, og sýnist hreppsnefndin -æ'tla að fylgja henni efíir. Læknum fer að verða vandlifað hér, ef þessi vit- leysa hefsí fram. Leikfélag Reykjavfknp. Vetraræfintýri verður leikið í kvöld (föstudaginn 1. þ. mán.) kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó í dag frá kl. 10—12 og eftir kl. 2. Leikhúsgestir eru beðnir að mæta stimdvislega. Sími 12. Sími 12. jorgulfur i. Olaf sson læknÍF tekur á mófl s|élsllupuœ á Luugavegi 10 Cuppl) kl. 11 — 12 og 3 — 4. Siisfil 1221. M@IiMasIinI 1127. BorgarprýOln g^* fœst á afgreidslu Mpýðutslaoslus. ~^B§ Kauplækkunartilraim afstýrt í Hafnarfirði. „Edinborgar"-verzlun hefir ís- töku og frystihús í Hafnarfirði. í fyrra morgun var byrjuð ístaka á ístjörninni þar. Fyrst voru verka- mönnum boðnir 75 aurar um klst. Þá f ékst. enginn. Þá voru 90 aurar boðnir. Þá fengust 16 og byrjuðu þeir vinnuna. Þá fóru leiðtogar verkamanna í Hafnarfirði á fund þeirra og töluðu við þá- Hættu þá allir vinnu þessari nema 4 menn. Leið svo til hádegis. Eftir hádegið bættust 2 eða 3 niutíu- aura-menn við í ístökuna. Þá fóru leiðtogar verkamanna á fund manns þess, er stóð fyrir henni. Sá heiíir Eeinteinn Bjarnason. Voru 'honum gerðir tveir kostir: að hann léti hætta ístöku þess- ari eða að liði yrði safn.að og hún stöðvuð. Var honum gefinn klukkustundarfxestur til umhugs- unar. Þá tók hann eða þeir, er fyrir kauplækkunartilraun þessari stóðu, þann kost, að láta hætta ís- tökunni, og hefir ekki verið tek- inn is þar síðan. Þannig léíu hafnfirzkir verka- menn ekki kúgast til kauplækkun- ar. Taxti þeirra er,. eins og áður hefir verið skýrt írá, 1 kr. 20 aurar um klst. i dagvinnu, og er það sízt of hátt. — Bæjarvinnan þar er talsverð og auðvitað unnin fyrir kauptaxta verkamanna. Sira Jakob Kristiusson flytur erindi í Nýja Bíó sunnud. 9. jan., kl. 3 e. m. Efni: Fregnir um nýjan Messias. ¦— Eftirvæntingin í veröldinni. —- Félagið „Stjarnan í austri" og trú þess, að mikíll andlegur leiðtogi — mannkynsfræðari — muni fram koma innan skamms. — Er sú trú á nokkrum rökum reist? — Með' hverjum hætti kemur hinn andlegi leiðtogi? — J. Krishnamurti; kynni mín af honum. — „Ertu sá, er koma á, eða eigum vér að vænta annars ?" e Tölusettir aðgöngumiðar á 1 krónu i Bókaverzlun Sigf. Ey- mundssonar og við innganginn, ef eitthvað verður eftir. Spllafífl. Þegar New-York-borg var enn næstum óbyggð, eða um það bíl, sem byrjað var að reisa hús þar, sem hún stendur nú, tapaði maður nokkur, er þá átti landareignina, sem hún stendur á, henni í fífls- spili („Poker". — „Joker" þýðir fífl, enda er fíflsleg' mynd á 53. spilinu; en nafnið „Pbker" eld- skörungur). Maðurinn hafði ekki annað til að spila upp á, en skemtunin varð honum dýr kvöld- ið það. Óiafur Gunnarsson læknir er veikur og liggur í sjúkra- húsi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.