Alþýðublaðið - 07.01.1927, Page 1

Alþýðublaðið - 07.01.1927, Page 1
Gefið út aS AlþýðuSlokknum 1927. Föstudaginn 7. janúar. 5. tölublað. Leikffélag Meykjavikup. Vetraræflntýri verður leikið í kvöld (föstudaginn 7. p. mán.) kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó í dag frá kl. 10—12 og eftir kl. 2. Leikluisgestir eru beðnir að mæta stundvíslega. Sinxi 12. Sísni 12. íjörgúlfw A. Olaf sson læknir fektss* á finóti slilldingusn á Laugavegi 10 (uppi) kl. 11 — 12 og 3 — 4. SSIissi 1221« Melmaslinl 1127. Borgarprýðin ■30IT ffi®st á afgi'eiðslu Alpýðutslaðsins. ~HiiÍ Efnileg Sireppsnefuð! Hún vill ekki láta lengja líf pnrfamaima. Héraðslæknir fremur yisg- ingaraðgerðir með Steinacks-aðferð. Sóður árangur. Einn af efnilegustu ungum læknum vorum, Jónas Sveinsson, héraðslæknir í Miðfjarðarhéraði, búsettur á Hvammstanga, hefir að undanförnu gert yngingaraðgerðir á gamalmennum, þó einvörðungu á karlmönnum. T. d. gerði hann fyrir nokkru siíkar aðgerðir á tveim mönnum í læknishéraði sínu, og varð árangurinn af ann- ari enginn, en af hinni varð hann þó nokkur; að minsta kosti fór sá maður, 63 ára, fyrir skemstu að staðfesta ráð sitt af nýju. Þurfamaður kastar elli- belgnum. Fyrir skömmu þurfti að gera við kviðslit á þurfamanni, sem korninn var hátt á áttræðisaldur, og þjáðst hafði langa æfi af berklaveiki, svo að fótur hafði verið af honum tekinn af þeim orsökum. Var hann gamalmenni, komið að fótum fram. Áður en Jónas læknir framdi kviðslits- skurðinn, sagði hann sjúklingnum af Steinachsaðgerðununr, lýsti fyr- ir honum eðli þeirra og spurði hann, hvort hann vildi ekki láta gera á sér þennan skurð, því að hann gæti, ef vel færi, lengt líf hans að mun, jafnvel um 10 ár eða svo. þurfamanninn lang- aði til að lifa eins og aðra menn, og bað Jónas að fremja á sér að- gerð þessa, og það gerði læknir- inn. Þurfamaðurinn færist í aukana. Ef.ir að sjúklingurinn var orð- inn heill heilsu, varð þess skjót- lega vart, að aðgerðin hefði hrif- ið, því að karlinn, sem hafði ver- ið dauður úr öllum æðum, fór nú að gerast umsvifamikill og há- vaðainaður, og fylgdu þau ósköp með, að hann fór að gerast vífn- ;ari en þægilegt var fyrir þá, sem voru með honum á heimilinu,- Urðu svo mikil brögð að þessu, að hreppstjóri sá, er þurfamann- inum var komið fyrir hjá, þóttist verða að heimta meðgjöfina nreð honum hækkaða um 400 kr. á ári. Hreppsnefndin færist i aukana. Það virðist, sem Steinachsað- gerðin hafi haft all-lífgandi áhrif á hreppsnefnd þá, sem átti að sjá þurfamanninum fyrir fram- færi, þó ekki væri hún beinlínis ígerð á henni, og tók hana að log- svíða í pyngjuna við tilhugsun- ina um þau útgjöld, sem hrépp- urinn yrði fyrir, ef svo herfilega tækist til, að æfi þurfamanns lengdist að mun eða jafnvel um þann óratima, sem 10 ár eru. Hún komst að þeirri djúphyggnu nið- urstöðu, að þar sem hún hefði ekki beðið lækninn að lengja líf þurfamannsins, og htenni væri ekkert nema fjárhagslegt tjón að slíku athæfi, þá hlyti læknirinn að bera það „fjárhagstjón", sem leiddi af því, að þurfamaðurinn Iifði lengur en sjúkdómar og sparnaðargefin örlög leyfðu. Hreppsnefndin krefst nú þess, að læknirinn greiði 300 kr. með þurfamanninum á ári, þar til hann andast. Eru engin takmörk naglaskap- og sviðingsháttar? Það er alkunna, að það er til- gangurinn með starfi lækna, að halda mönnum sem lengst á lífi og vlð heiLu. Það er og tiigang- urinn með fálækrastyrk að forða öreiguin frá því að deyja fyrir bjargarskort. Hreppsnefndin þessi lí.ur ber. ýnilega svo á, að henni beri ekki skylda til annars en að bjarga þurfalingum írá hungur- morði, en að öðru leyti sá það ré ur hennar, að þúrfalingar deyi svo fljótt, sem unt er, af öðrum orsökum, og megi enginn grípa þar inn í rás viðburðeorna. Sting- yr þelta í stúf við aðra framkomu refndarinnar, því að hún hefir áð- ur greitt meðul og sjúkrakostnað þessa manns. En eftir þessum hug.unarhætíi sýnist það ekki ó- mögulegt, að einhver gáfuð hreppsnefnd fari þess á flot við stjórnarráðið, að mega lóga þurfa- mör.num sínum. En hvar er mann- úðin? Skyldu ekki jafnvel hrepps- r.eíndir hjá hottentottum og hala- blámönnum vera skárri en þetta? Þess skal gelið, að í hreppsnefnd þessari situr einn fyrr verandi al- þingismaður. Hvernig skyldi ho:> um l;öa þar? Eða er hann einn af átján? Sé svo, þá fer að verða bezt að athuga þingmannsefni vel áður en kosið er. Annars má við ýmsu búást af þinging. Krafan er komin til sýslumanns, og sýnist hreppsnefndin ætla að fylgja henni eftir. Læknum fer að verða vandlifað hér, ef þessi vit- leysa hefsí fram. Kauplækkunartilraun afstýrt í Hafnarfirði. „Edinborgar“-verzlun hefir ís- töku og frystihús í Hafnarfirði. í fyrra morgun var byrjuð ístaka á ístjörninni þar. Fyrst voru verka- mönnum boðnir 75 aurar um klst. Þá fékst enginn. Þá voru 90 aurar boðnir. Þá fengust 16 og byrjuðu þeir vinnuna. Þá fóru leiðtogar verkamanna í Hafnarfirði á fund þeirra og töluðu við þá. Hættu þá allir vinnu þessari nema 4 menn. Leið svo til hádegis. Eftir hádegið bættust 2 eða 3 níutíu- aura-menn við í ístökuna. Þá fóru leiðtogar verkamanna á fund manns þess, er stóð fyrir henni. Sá heiíir Beinteinn Bjarnason. Voru honum gerðir tveir kostir; að h.ann léti hætta ístöku þess- ari eða að iiði yrði safnað og hún stöðvuð. Var honum gefinn klukkustundarfrestur tii umhugs- unar. Þá tók liann eða þefr, er fyrir kauplækkunartilraun þessari stóðu, þann kost, að láta hætta ís- tökunni, og h-efir ekki verið tek- inn ís þar síðan. Þannig létu hafnfirzkir verka- menn ekki kúgast til kauplækkun- ar. Taxti þeirra er, eins og áður hefir verið skýrt frá, 1 kr. 20 aurar um klst. í dagvinnu, og er það sízt of hátt. — Bæjarvinnan þar er talsverð og auðvitað unnin fyrir kauptaxta verkamanna. Sira iakob Kristinsson flytur erindi í Nýja Bíó sunnud. 9. jan., kl. 3 e. m. Efni: Fregnir um nýjan Messias. — Eftirvæntingin í veröldinni. —• Félagið „Stjarnan í austri“ og trú þess, að mikill andlegur leiðtogí —- mannkynsfræðari — muni fram koma innan skamms. — Er sú trú á nokkrum rökum reist? — Með hverjum hætti kemur hinn andlegi ieiðtogi? — J. Krishnamurti; kynni mín af honum. — „Ertu sá, er koma á, eða eigum vér að vænta annars?“ Tölusettir aðgöngumiðar á 1 krónu í Bókaverzlun Sigf. Ey- mundssonar og við innganginn, ef eitthvað verður eftir. Spilafífl. Þegar New-York-borg var enn næstum óbyggð, eða um það bil, sem byrjað var að reisa hús þar, sem hún stendur nú, tapaði maður nokkur, er þá átti landareignina, sem hún stendur á, henni í fífls- spili („Poker“. — „Joker“ þýðir fífi, enda er fíflsleg' mynd á 53. spilinu; en nafnið „Poker“ eld- skörungur). Maðurinn hafði ekki annað til að spila upp á, en skemtunin varb honum dýr kvöld- ið það. Ólafur Gunnarsson læknir er veikur og liggur í sjúkra- húsi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.