Alþýðublaðið - 08.01.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.01.1927, Blaðsíða 3
aleýðublaðið 3 þólskra manna i Hafnarfirði kl. 9 f. m. söngmessa, kl. 6 e. m. guðs- þjónusta með predikun. J ólaHÉt liliitiiii Hjálpræðishersins í Reykjavík 1926. Kæru samborgarar! Það stendur skrifað í opinberun Jóhannesar, ad bœnin stígi sem regkelsi upp til guös. — Gnægð slíks reykelsis hefir eflaust stigið upp til guðs 'frá hjörtiim margra snauðra samborgara vorra síðast liðna jölaviku, er á þann hátt mintust hinna mörgu Reykvíkinga með þakklæti, er með örlæti sínu studdu jóla-úthlutun vora hér í Reykjavík, sem varð fyrir þá sök meiri nú en nokkru sinni fyrr. Hér er ekki rúm til að skýra frá öllum þeim hjartnæmu og klðkku þakkarorðum, sem bárust oss til eyrna frá öllum þessum fátæka hópi. Ég vil því að eins flytja yður hugheilar þakkir allra þiggjendanna, og ég hygg, að það muni yður finnast nægileg laun fyrir rausn yðar. Þér getið vissu- lega treyst því, að guð heyrir bænir fátæku ekknanna og mun- aðarlausu gamalmennanna, og að hann skilur og metur á réttan hátt þá innilegu þakkarkend, sem bærði hjörtu Iitlu barnanna, þeg- ar þeim var sagt, að þessi jóla- glaðningur væri sendur þeim af samúðarfullum borgurum víðs vegar í Reykjavík. Já, innan stein- veggja betrunarhússins í Reykja- vik slógu einnig þakkarklökk hjörtu hina helgu jólanótt, sem mintust án efa allra þeirra, er gefið höfðu í jólapotta Hjálpræð- ishersins og á þann hátt stuðlað að því, að þessara einstæðinga var einnig minst. Ég komst við, er ég sá ýmsa af þessum bræðr- um vorum tárfella, þegar ég kom til þeirra og afhenti þeim jóla- bögglana. Um jólin stíga rninn- ingarnar fram úr fylgsnum gleymskunnar. Ég get að eins þakkað ykkur öllum fyrir aðstoð yðar og örlæti við þessa síðustu jóla-fjársöfnun. Ég hefi ekki leyfi til að nefna nöfn einstakra ágætismanna og kvenna, er færðu oss sérstaklega rausnar- legar gjafir og áttu alldrjúgan |)átt í þeim góða árangri, er náð- ist, en ég þakka ykkur öllum enn á ný. Jafnframt þakka ég guð- fræðinemum háskölans og skát- unum, sem gættu jólapottanna unum, sem gættu jólapottanna fyrir oss. Sönxuleiðis þakka ég rafmagnsstjóranum og öðrunx þeim, er gáfu oss og útbjuggu stóra, fallega jólatréð, senx varð bæði til nytsemdar og prýði. Síð- ast, en ekki sízt, þakka ég rit- stjórum blaðanna, sem jafnan reyndust fúsir að minna samborg- arana á jóla-úthlutunina, og eiga þeir og blöð þeirra að sjálfsögðu ekki hvað minstan þátt í árangri samskotanna. Jóla-úthlutunin. Tekjur: Innkomið í jólapottana og kr. heimsent til vor....... 3675,83 Innkomið í pottinn við jólatré Hjálpræðishersins 793,91 Gefin kol fyrir............ 1200,00 Gefin 178 pör tréskór(gjöf frá J. Þ.) fyrir........ 400,00 Gefinn f atnaður ýmiss konar fyrir.................. 1800,00 Gefins aðrar vörur, s. s. brauð, kjöt og smjörlíki fyrir . . . .......... , . 715,00 kr. 8583,74 Gjöld: Úthlutað 168 jólabögglum kr. (matvörur)........... 1650,45 Úthlutað peningum til fá- tækra.................. 1560,50 Uthlutað peningum til sjúk- ra...................... 392,10 Jólaboð fyrir fullorðna og börn................... 957,26 Jólaboð fyrir innlenda og útlenda sjómenn........ 138,52 Barnastarfsemi Hjálpræðis- hersins................. 100,00 Úthlutað ýmiss konar fatn- aði fyrir 1800,00 og tré- "'"sköm fyrir 400,00 ...... 2200,00 Úthlutað kolum fyrir. . . . 1200,00 Ýmiss konar útgjöld við undirbúning jólaúthlut- unarinnar............... 271,60 I sjóði.................. . . 113,31 kr. 8583,74 Kristian Jolmsen, adjutant. Um daginn og vegmss. Næturlæknir jer í nótt ólafur Jónsson, Vonar- stræti 12, sími 959, og aðra nótt Gunnlaugur Einarsson, Stýri- mannastíg 7, sími 1693. Næturvörður er næstu 'víku í Iyfjabúð Reykja- vikxxr. Fræðslufundur „Dagsbrunar“ verður á morgun kl. 2 í skrif- stofu hennar í Ungmennafélags- húsinu. Margir skeltu upp úr í gær, þegar þeir lásu í „Mgbl.“ grein um smekk og smekkleysur i skáldskap og sáu, að undir henni stóð „J. B.“ Austanpóstur fer héðan í fyrra málið. Otti og dugnaður. I smágrein í gær um nýjárs- ræðu Jóns Kjartanssonar „rit- stjóra“ varð prentvilla. Þar átti að standa: Uppistaðan í grein- inni er ótti við verkamennina og þessa ógurlegu foringja þeirra, og lítur helzt út fyrir, að Jón hafi skolfið, á meðan hann skrifaði. — Prentvillupúkanum þóknaðist hins vegar að snúa því svo, að Jón hefði sofið eins og vant er. MIn árlega ÚTSALA stendnr yfir frá 6.«I6. þ. m. Hér er sérstæklep yott tækifæri til aö gera göð innkanp. Ég leyfi mér að vekja athygli viðskiftavina minna á pví, að ég hefi að eins haft eina útsðln á ári, og pess vegna hefir útsala mín ait af haft margt og gott að hjóða, og má hér nefna: Mörg hundruð metra af morgunkjólaefni að eins 1 kr. mtr. í kjólinn frá kr. 2,50—3,00 Frottetau, hefir kostað kr. 6,50, nú 2 kr. meterinn. Sængurdúkur, einbreiður, áður kr. 3,50, nú að eins 1,50. Flauel, rautt, grátt og brúnt kr. 3,90 mtr. Herra-sportbuxur, svartar og hvítköflóttar, áður kr. 26,00, nú 12,00. Ágætir alhör damask Borðdúkar á kr. 8,50 og 10,00. Dömurykfrakkar, nokkuð stór nr., áður 100,00, nú 45,00, og 50,00. Dömuvetrarkápur, alt, sem eftir er, verður nú selt fyrir gjafverð. Til dæmis úlsterar, sterkir og góðir að eins 25 kr. Kápur, sem hafa kostað 185,00, seljast nú fyrir 85 kr. Hér er um óheyrilega lágt verð að ræða. Dívanteppi mjög þykk og góð, hafa kostað 45 kr.f seljast fyrir að eins 25 kr. Regnhlífar, það, sem eftir er með löngu skafti, nú^að eins 4 til 8 kr., hafa kostað 20 til 26 kr. stk. Karlmannapeysur, þykkar, dökkbláar, áður 24 kr., nú 12 kr., langt undir innkaupsverði. Undirkjólar og hv. skjört, áður kr. 8,00, nú kr. 4,00, langt undir innkaupsverði. Dömunáttkjólar, með heil- og hálf-ermum, á að eins 6 kr. Barnasokkar, svartir, þykkir úr ull, á 1—8 ára, kosta, hvaða stærð sem er, að eins 1 kr. parið. Dömusokkar, mislitir og röndóttir úr ísgarni, sem hafa kostað kr. 5,50, seljast nú fyrir að eins 2 kr. parið. Þessir sokkar eru afar-hentugir, sterkir og góðir. Drengjasvuntur, nokkuð stór númer nr., að eins kr. 1,50 stk.' Telpusvuntur, dökkar kr. 3,00. Barnaullarlegghlífar, lítil númer, að eins 1 kr. parið.. Drengjahúfur, til að bretta niður, 0,75. Gardínutau, hvítt og crem, frá 1,50 pr. metr. tvíbreiður. Karlmannaflibbar nr. 38, 41 og 42, að eins 50 aura stk. Breiðar broderingar í barnakjóla, hafa kostað kr. 4,85, seljast nú fyrir 2,50. Allar vörur með 10% afslætti fsessa daga. Heynið eg pép mnnnð sammfaerast tim, all hér e&* mim vepnlega verllækkMBi að pælla. Sv. Juel Henniigsen, AmstUFstrœti 7. Slmi ©28. Síbbbí f§2£3.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.