Alþýðublaðið - 10.01.1927, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.01.1927, Blaðsíða 1
1927. Mánudaginn 10. janúar. 7. tölublað. Jarðarför mannsins n&ins Magnúsar Þorsteinssonar fer fram I>riðndaginn 11. þ. m. frú heimili okkar liindargötn 32 kl. 1 e. h. Guðbjörg M. Syvindsdóttir. Björgúlfur 1 Olafsson læknir fekiiF á méti s|sMdingtmi á Laiagavegl 10 Ciappi) fel. 11 — 12 og3-4. Sénfii 1221. HeimasÍBfiai 1127. Jafnaðannannafél. íslands. Fundur annað kvöld priðjud. 11 jan.'kl. 8Vs í Kauppingissalnum. 1, Ásgeir Ásgeirsson flytur fyrirlestur. 2. Lotteríið. Önnur mál. Fundurinn er að eins fyrir félagana. Fjölnrennið. Lyftan í gangi. Stjórnin. Sdttvarnir vegna „infMenzu“ („spænskrar veiki"). Út af skeyti um útbreiðslu „in- flúenzu“ („spænskrar veiki“) í Ev- rópu hefir heilbrigðistjórnin sent sendihierra Islands í Kaupmanna- höfn fyrirspurnir um veikina til pess að geta gert nauðsynlegar rá'ðstafanjr um sóttvarnir, ef purfa pætti. Svarskeyti sendiherrans fara hér á eftir: Khöfn, 8. jan. „Inflúenza" breiðist nú út um alla Evrópu. Á Spáni, Suður- Frakklandi og Sviss er hún skæð, annars staðar ekki. Væg „inflú- enza“ hér, útbreidd á Jótlandi, en enn pá ekki útbreidd í Kaup- mannahöfn, einnig væg í Noregi, pó sögð skæð í Kristianssand. Bú- ist er við frekari farsótt hér og ger'ður viðbúnaður, en hvergi í Danmörku bannaðar samkomur enn. Samkomubann í Sviss, en ekki frétt um slík bönn annars staðar. Skólar hér og annars stað- ar sýna varú'ð, halda börnum frá smituðum heimilum. Khöfn, 9. jan. „Skæður“ pýðir manndauða, „vægur“: enginn manndauði og söttin yfirleitt mjög létt. Ómögu- legt að segja um manndauða „procentvis“. Sem dæmi um pað skæðasta er bærinn Montpelíier á Suður-Frakklandi með níutíu púsund íbúa. Þar dóu hundrað á prem dögum. Aðalástæða til manndauða er lungnabólga. „In- flúenzan“ hefir útbreiðst á skömmum tínra á Norðurlöndum og yfirleitt í Evrópu. Hefir hún einkenni spænskrar veiki í Suð- ur-Evrópu, par sem hún er skæð, en alls ekki annars staðar. í Kaupmannahöfn er bún ekki tai- in „epidemisk“ (skæð) enn. Sakir pessara fregna hefir nú heilbrigðisstjórnin sent út svo- hijóðandi Fyrirskipanir heilbrigðistjórn- arinnar vegna „inflúenzu“: Illkynjuð „inflúenza" á Spáni, Suður-Frakklandi, Sviss og Krist- danssand í Noregi. Bráðabirgðaráð- stöfun: Einangrið öll aðkomuskip, par til liðnir eru sex sólarhringar frá pví, að pau létu út úr er- lendri höfn. Ef pá eru aliir frísk- ir, má leyfa óhindruð mök við land. Meðan skip er í sóttkví, má ferma og afferma, ef gerlegt pykir án þess, að skipsmenn eigi nein smithættuleg mök við lands- menn. I samræmi við petta er slept viðkomu „Lyru“ í Vestmannaeyj- um, en viðskiftum við skipið verð- ur hagað pannig, að skipsmenn láta vörur %inir á land, en menn úr landi mega ekki fara út í skilp- ið. Ef menn purfa óhjákvæmilega að fara út í útlent skip, verða peir sóttkvíaðir í 6 daga á eftir. Erl©ifi<i siiisskeyti. Khöfn, FB., 8. jan. Kina- málin. Frá Hankow í Kina er símað, að svo virðist sem undanhald Englendinga hafi sefað æsingarn- ar, en pó er búist við, að pað sé að eins í bili. Ástandið er enn af- ar-ískyggilegt og . ógerningur að spá um, hvað gerast kunni. Khöfn, FB. 9. jan. Kinverjar og Bretar. Frá Shanghai er símað, að samningur hafi verið gerður á ismanns Breta í Hanlíow pess efn- is, að Kínaher fari af uinráða- svæði Breta og peir fái par aftur yfirráðin. Bretar flýja Kiukíang. Frá Kiukiang er símað, að Bret- ar flýi bæinn. Járnbrautarslys á Rússlandi. Frá Moskva er símað, að hrað- lestarslys hafi orðið á milli Mos- kva og Irkutsk. 16 rnenn fórust, en 26 hlutu meiðsli af. Brezk blöð liggja Chamberlain á hálsi fyrir aðgerðarleysi i Kínamálinu. Frá Lundúnum er símað, að ihaldsblöðin brezku ásaki Cham- berlain um aðgerðaleysi í Kína- málum, og telja þau undirróður Rússa orsök óróans. Plsageya*!. Viðtal við formann verklýðs- félags Þingeyrar. 1 haust var stofnað verka- mannafélag á Þingeyri, er pá peg- ar gekk í Alpýðusamband Islands. Formaður félagsins, Sigurður Fr. Einarsson, er nú á ferð hér í bænurn, og hefir Alþýðúblaðið átt viðtal við hann. — Hvernig eru atvinnuhorfur vestur par? spyrjum vér. — Atvinnuhorfur éru mjög slæmar á Þingeyri, segir Sigurður, miklu erfiðara ástand og verra útlit en áður hefir verið, vegna stöðvunar á verzlunar- og at- vinnu-rekstri Proppé-bræðra, en peir hafa verið aðalatvinnurekend- ur þar undanfarið. — Alpýðubiaðið hefir fengið fregnir að vestan um pað, að tals- vert kveði að verklýðsfélaginu. — Já, segir Sigurður. Það er talsvert fjör í félagsskapnum, og menn eru vel samtaka um það að koma öllum vinnandi mönnum í félagið, og sú sampvkt hefir verið Séra Jakob Kristinsson endurtekur erindi sitt um komu mannkynsfræðara, priðjudag 11. jan. kl. 7>;Ve. m. Tölusettir aðgöngumiðar á cína krónu í Bókaverzlun Sigf. Eymunds- sonar og við inngangin, ef eitt- hvað verður eftir. gerð að vinna eigi með utanfé- lagsmönnum. — Eru þá margir verkamenn utan félagsins? spyrjum vér. — Ekki nú orðið. Þeir eru ekki, pað ég veit', nerna prír, verka- menh á Þingeyri, sem eru utan fé- lagsins, en félagsmannatalan í verkamannafélaginu er nú kom- in á annað hundrað. Annars langar mig til pess að segja yður frá því, að verka- mannafélagið hefir orðið fyrir höppum. Hafa pví hlotnast óvænt tvær peningagjafir. Önnur gjöfin var sjóður gamla verkamannafé- lagsins, en hin var frá bindindis- félagi, er starfaði einu sinni á Þingeyri, en hafði ákveðið, að sjóður pess skyldi ganga til verkamannafélags eða bindindis- félags, hvort sem fyrr yrði stofn- að. Vér pökkum Sigurði fyrir frá- sögnina og óskum Verklýðsfélagi Þingeyrar allrar hamingju i störf- um sínum á nýbyrjuðu ári og í allri framtíð. Stökufi*. Inni flestir una nú eða kuldann flýja. Hryssingslega heiisar pú höldum, árið nýja! Oft þ'ú, Norðri! ygiir brá, og ýfir kuldi harma. —• Sendu oss, drottinn! suðri frá sólskin, ijós og varma. 3. jan. ísfjörd. Fyrirlestur Sigurðar búnaðar- málastjóra í gær um Grænland var sæmi- lega sóttur. Lýsti Sigurður lands- háttum par og sýndi myndir af. Var fyrirlesturinn einkarfróðlegur. Hjónaband. Á föstudaginn var voru gefin saman í hjónaband Ingveldur Árnadóttir frá Reykjahvoli og Vígmundur Pálsson bifreiðar- stjóri, Laugavegi 73. Séra Hálfdan Helgason á Mosfelli gaf pau sam- an.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.