Alþýðublaðið - 13.01.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.01.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÍALÞÝÐUBfiAÐie ! kemur út á hverjum virkum degi. i Afgreidsla i Alpýðuhúsinu við ■ Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. i ■. til kl, 7 síðd. j Skrifstofa á sama stað opin kl. i 9Va —10Va árd. og kl. 8—9 síðd. < Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 : (skrifstofan). ] Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á I mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 ■ hver mm. eindálka. : Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ; (í sama húsi, sömu símar). Vélbátaútvetgiii* fssfirðinga. ÆtSa bankarnir að stöðva hann? Lífsnppeldi 12 — 1500 manna í veði! Vélbátaútvegurinn er hiö sama fyrir ísafjarðarkaupstað eins og togaraútgerðin fyrir Reykjavík. Þaðan hafa nú um alllangt skeið gengið um 20 stórir vélbátar, 30 smálesta og stærri. Hafa þessir bátar sótt hingað suður á vetrar- vertíð og gengið frá Sandgerði eða hafst par við. Nú í fjölda- mörg ár hafa þessir bátar verið komnir hingað suður og oft verið búnir að fá rífan afla í byrjun janúar. Enginn véibátur af ísafirði kominn á veiðar. En nú hefir enginn þess- ara vélbáta- lagt út til fiskveiða. Liggja þeir enn á ísafirði, og hefir eigi heyrst, að nein hreyfing sé í þá átt að láta pá ganga í vetur. Bankarnir eiga bátana. Meginhluíi bátanna er að sögn nú orðið eign Islandsbanka. Hefir hann tekið þá af fyrri eigendum mpp í skuldir, og fylgja báíunum víst eigi alllitlar fasteignir I ísa- fjarðarkaupstað. Jafnvel pótt ætla megi, að tap hafi verið á útgerð þessara báta síðast liðið ár, pá er þö vitanlegt, að mörg árin munu þeir hafa gefið eigendum sínum góðar tekj- ur, enda munu það ekki vera saltfiskveiðarnar, sem komið hafa eigendum bátanna á kné. tslendingar geti ekki hætt fiskiveiðum. Það liggur í hlutarins eðli, að við íslendingar getum ekki lagt niður fi;kveiðarnar, pótt eitthvað blási á móti í svip. Af hverju ætti þá sá helmingur pjóðarinnar að lifa, sem nú stundar fiskveið- arnar? Þótt Islandsbanki haíi tek- ið bátana af eigendum peirra, pá getur hann 'ckki tekið pá í sínar hendur til pess að láta pá liggja ónotaða. Það er farið að ísaxast á bezta veiðitímann. Það er pegar liðið hjá nokkuð af hinum ágæta veiðitíma hér við Faxaflóa, og hvað sem lengur líð- ur, pá er pað þjóðarskaði, pví að vertíðin hér sunnanlands mun undantekningarlítið hafa verið hagkvæm fyrir afkomu vélbát- anna. Fiskurinn (stórfiskurinn), sem pá aflast, er fyrst og fremst einhver auðseldasta markaðsvara okkar, og svo eru aflauppgripin pá venjulega mest. Bankinn skaðar sig, ísafjarðar- kaupstað og verkamenn ef bátarnir ganga ekki. Bankinn gerrir pví sjálfum sér skaða með því, að láta bátana liggja; hann gerir bæjarfélaginu skaða. Fólkið, sem á rétt á að hafa atvinnu við pessi fyrirtæki, sviftir bankinn atvinnu, og Iand- inu gerir bankinn skaða, pví að miklar tekjur myndu af p-essari útgerð falla til rikissjóðsins. Bankinn hefir engar afsakanir. Bankinn getur ekki afsakað sig með því, að hann hafi svo nýlega fengið yíirráð bátanna, að hann hafi ekki fengið ráðrúm til þess að ráðstafa þeim. Bankastjórn ís- landsbanka er vafalausí svo vel að sér um atvinnuhætti, að hún víssi, að á nýjári byrjaði bezíi veiðiíimi fyrir þessa báta, og hún átti tök á pví, að taka bátana í sínar hendur svo snemma í haust, ,að alt hefði verið tilbúið til ver- Aíðarútgerðannnar eins og vant er. Áskorun isfizkra sjómanna. ísfirskur verkalýður og pá fyrst og fremst sjömennirnir eiga mik- Ið I húfi, að úr þessu rætist með bátaútgerðina á ísafirði. Fyrir pví boðuðu peir til almenns sjó- mannafundar á Isafirði 7. p. m. og samþyktu par áskorun til rík- isstjórnarinnar, sem í fyrsta lagi fór fram á pað, að „fiskiskipaflot- inn verði eigi fluttur burtu af ísa- firði“ og í öðru lagi er skorað á ríkisstjórnina, að „gera alt, sem í hennar valdi stendur, til pess, að haldið verði út á vetrarvertíð peirri, er í hönd fer, fiskiflot- anum hér.“ Barnabrek útibússtjórans á ísafirði. Væntanlega er pað ástæðulaus ótti hjá sjómönnum á Isafirði að flytja eigi burt fiskiflotann. Þó skal pví ekki neitað, að pað hefir flogið fyrir, að útibússtjóri ís- landsbanka á ísafirði muni eins- is óska frekar en að bátar þeir, er Islandsbanki ræður yfir, verði paðan fluttir og gerðir út annars staðar. Og ástæðan til pessa eigi að vera of lítill velvildarhugur bankastjórans til peirra, sem ráða í ísafjarðarkaupstað. Sé nokkuð til í pessu ,þá má þó ekki ætla, að petta sé annað en barnabrek í útibússtjóranum, og hinir fullorðnu bankastjórar í að- albankanum láti slíkt og því líkt ekki koma lil tals. Skylda ríkisstjórnarinnar. Vitanlega er páð skylda ríkis- stjórnarinnar að bregðast hér skjótlega við og sjá svo um, að íslandsbanki láti nú pegar gera ráðstafanir til þess, að ísfirsku bátarnir komist sem fyrst á veið- ar. Landsbankinn á líka báfa. Bátar peir, sem Islandsbanki ræður yfir, munu vera um 11—12 alls. En auk pessa hefir Lands- bankinn á Isafirði umráð yfir eitt- hvað 5 stórum vélbátum. Hafa peir heldur ekki farið á veiðar enn, en sagt er, að þeir séu allir í góðu lagi, og geti lagt fyrirvara- laust eða fyrirvaralítið á veiðar. Verður l;ka að vænta pess af Landsbankanum, að hann beri ,ekki svo fyrir borð hagsmuni hér- aðsins, sem pað mundi vera, ef bankinn stöðvaði þessa báta nú á bezta bjargræöistíma ársins. Á priðja hundrað manna sviftir atvinnu. Á bátunum frá Isafirði vinna á priðja hundrað manns, og sjái hver þeirra fyrir fjögurra manna fjölskyldu, sem líklega er ekki dí í lagt, pá er hér ekki um neitt smáræði að tefla, og síðan kemur til atvinnu peirra manna í landi, karla og kvenna, sem vinna aÖ verkun fiskjarins. Eitthvað bogið við reksturinn. Það er nógu mikið gerræði af bönkunum og rikisstjórn að sitja aðgerðalausir hjá, þegar togararn- ir liggja bundnir við land mikinn hluta árs. En það mundi þó senni- lega vekja enn fleiri til vitundar um pað, að pað er eitthvað bogið við atvinnurekstur einstakling- anna, ef togararnir væru látnir tiggía bundnir Iíka yfir vertíðina; en petta er pó pví líkt, sem nú virðist vera efst á baugi með ís- firsku bátana. En pað verður að vona, að bet- ur rætist úr pessu en nú á horíist. Alþýðublaðið mun veita pessu máli nána athygli og flytja fiegnir af því jafnskjótt og eitthvað verð- ur ák1eðið. — Vlð p|éð¥@gsissi hei ir saga eflir séra Gunnar Ber.e- diktsson. Er hún prentuð á Akur- eyri 1926. Þetta er efni bókarinnar: I. inn- gangur, II. heima, III. nýr heimur, IV. reikningsdæmið, V. barátta, VI. yfirunnin, VII. næstu árin, VIII. vandinn mikli, IX. prests- hjónin, X. á Siglufirði, XI. Jón kubbur, XII. voðaleg nótt og XIII. sögulok. Séra Gunnar ritar slétt og felt mál víða í bók þessari. Frásögnin er oft ljós og skipuleg. — Höfundur kemst svo að orði á blaðsíðu 29: „Inst í einni álmu skólahússins var stofan, sem mín deild var í. Þar voru öll börn alt af fallega til fara; klæddust pau hlýjum skjólfötum, pegar kalt var, voru alt af hrein um hendur og andlit, höfðu vel hirt hár og hvítar neglur. Þar voru öll börn með gljáandi skó. Þar sást. aldrei gat á nokkrum sokk og aldrei hrukka á nokkru fati. Þar voru stúlkur með alls konar skraut á kjólum sínum, og var það ávalt endurnýjað, pegar eitt- hvað var tekið á pví að sjá. Önnur deild var í næstu stofu við. Hún leit út á alt annan veg. Það var eins og par væru öll börn alt af óhrein. Sunt andlitin gljáðu af þvotti, pegar pau komu í skólann á morgnana. En pegar þau komu út í næsta kensluhléú pá voru pau öhrein. Það var pví líkast, sem óhreinindin spryttu út úr hörundinu á þeim. Þótt eitt- hvert þeirra væri í nýjum fötum, pá voru pau einhvern veginn öðru vísi en pau áttu að vera. ÞaÖ var vitlaust snið á peim, pau voru krympuð og kuskug (og pví um líkt). Skór sumra báru þess merki, að ekki var sverta á pá borin dögum saman. Og pótt á pá væri borið, pá gljáðu peir ekki, en fyrir gat pað komið, að svertan lægi í haugum á þeim. En ógeðslegt pótti mér pað eink- urn við þennan barnahóp, hve mikinn ódaun lagði úr úr kenslu- stoíunni, pegar opnað var og hóp- urirm kom út. Fanst mér stundum ég þurfa að snúa mér undan eða flýja inn j kenslustófu mína, meðan ég klæddi mig í kápuna. Þennan flokkinn nefndi ég „fá- tæku börnin“. Mörg þeirra báru fátækt með sér. Sum höfðu ekk- ert hlifðarfat, pótt rigning væri. Lagði svo upp af þeim gufu- mökkinn, pegar þau komu út úr bekknum, par sem pau höfðu set- ið í prjátíu barna hópi í blaut- um fötunum. Svo leið þeim oft illa í kensluhléinu. Einkum man ég eftir pví í eitt skifti í kalsa- veðri, Þá stóð ein stúlka úti í horni á Ieikvellinum og hnipraði sig par og beið eftir pví, að hringt yröi íil kenslustundar og henni (á þann hátt) boðið húsa- skjól.“ Þannig farast Brynhildi orð, pegar skap hennar er í jafnvægi. En, pegar henni rennur í skap, mælir hún svo: „Ég hefi sagt pér pað, að ég* tek ekki á móti neinum fermingar- gjöfum. Þú getur sagt kunningj- um okkar það. Þú getur pað vel.. Og þú þarft ekki að hugsa um neina veizlu. Þú hugsar ekki um veizlu fyrir mig. Ef veizla verður fermingardaginn minn, þá kem ég ekki nálægt boðinu.-----------Ég var reið. Ég var reið við mömmu, að hún skyldi ekki skilja hjartans málið mitt.“ Væri pvílík orðskipun og setn- ingaskipun sem pessi á allri bók- inni, bæri hún af ýmsu, sem nú er ritað. Sagan er ádeila á ýmislegt, er miður fer í pjóðlífi voru. En á-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.