Alþýðublaðið - 14.01.1927, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.01.1927, Blaðsíða 1
Alpýðnblaði Gefið út af Alþýðuflokknum — f 1927. Föstudaginn 14. janúar. 11. tölublað. Kauplækkunartilraun afstýrt. Við ístöku hér á tjörninni gerði maður að nafni Lárus Val- berg tilraun til að lækka kaup verkamanna niður í kr. 1,10 um felst. Lárus þessi hefir þó talið Sig einn af félagsbræðrum verka- mannanna og er í stéttarfélagi þeirra. Með samtökum sínum af- stýrðu verkamenn kauplækkun þessari í morgun án þess, að til neinna ryskinga kæmi. Komu þeir á vettvang ásamt forystumiönn- um sínum í kaupmálinu, er höfðu örð fyrir þeim, og varð það úr, að verkamönnunum var ekki boð- ið upp á Valbergstaxta, a, m. k. að þessu sinnj, en ístökuvinnan heldur áfram. Verkarnenn þurfa að vera vel vakandi og treysta samtök sín. Eining þeirra og samheldni er það merki, sem þeir eru vissir um að sigra undir. „Sú þjöð, sem veit sitt hlutverk, er helgast afl um heim. Eins hátt, sem lágt má falla fyrir kraftinum þeim.“ Afl vinnustéttarinnar er eining henn- ar. Hún er það afl, sem stéttinni er öruggast til varnar gegn kúg- un og ósanngirni. „Eins hátt, sem lágt, má falla fyrir kraftinum þeim.“ Erleaid slmskeyfL Khöfn, FB., 12. jan. Shanghai lýst í herkví og býst til varnar. Frá Lundúnum er símað, að bæjarstjórni’n í Shanghai í Kina og erlendir menn þar hafi gert ráðstafanir til þess að verjast á- rás Canton-hersins, sem búist er við að hefjist bráðlega. Borgin (hefir verið lýst í lunsátursástandi. Hertkip stórveldanna sa'frast sam- án á höfninni í Shanghai og fyrir utan hana. Kínversltir ræningjar fara á kreik. Frá Peking er símað, að kín- verskur óaldarlýður hafi ‘far'ið báli og brancli um Shantungfhérað og brent marga kaupstaði og sveftaþorp og drepið Kínverja svo þúsundum skifti. I»að er vígahugur, sem stendur fyrir samningum. Frá París er simað, að ýfir standi sanm'ingar rmlli Þjóðverja og Bandamanna um “ðútkljáð af- vopnunarmál, eiiikum virki Þjóð- verja við landamæri Póllands. Frakkar heirnta, að virkin verði lögð niður ,en 'Þjóðverjar neita, og er vonlítið um samkomulag. Khöfn, FB., 13. jan. Kínamálin. Frá Lundúnum er sírnað, að forréttindasvæði Englendinga í Hankow sé stöðugt í höndum Kínverja. Bankar Breta, verzlanir og skrifstofur þar í borg eru lok- aðar. Ný samningatilraun á milli Caníon-stjórnarinnar og Breta hófst í gær. Kanton-stjórnin hvet- ur Kínverja til þess að forðast æsingar á meðan á sanmingatil- raununum stendur. Skærur nteð Rússum og Rúm- enum. Frá Búkarest er símað, að rúss- neskir hermenn hafi ráðist á rú- menskt landamæraliÖ. Rak landa- mæralið Rúmena Rússa á flótta eftir harðan bardaga. Strákskapur. Meðan á kaupstreitunni stóð milli verkamanna og Böðvars- bræðra hér i dag, þá er fisktöku- skipið kom, sýndi einn bifreiðar- stjóri, Sigurður Guðmundsson, Suðurgötu 4, ósæmiiegt framferði með því að gera tvær tilraunir til þess að aka ofan á verka- menn þá, sem á verði stóðu gegn því, að unnið yrði undir taxta þeim, er Verkamanna félagið „Hlíf“ hefir auglýst gildandi. Er ilt til þess að vita, að maður, sem er algerlega háður sömu kjörum og .verkamenn alrnent, skuli sýna slíkan strákskap að vega svo berlega, svo ódrengi- lega, að samtökum sinnar eigin stéttar. Heppni mátti [rað heita, að eigi hlutust slys af. Eru þessi orð skrifuð stéttarbræðrum hans til viðvörunar og verkamönnum til íhugunar, að þeir framvegis þekki þá menn, sem svo ódrengi- lega traðka á rétti þeirra, og um- buni þeim að verðleikum. Þess skal getið, að starfsbræðr- uin þessa manns fanst þessi fram- koma hans lýsa illa siðucnim sfrák. Hafnarfirði, 13. jan. 1927. Guðm. Sveinsson. Árni S. Ágústsson. Páll Sveinsson. Togararnir. „Snorri goði“ fór til Englands i gær. „Belgaum“ fór á veiðar i nótt, en „Eiríkur rauði" í morg- un. „Karlsefni‘“ og „Draupni" er verið að búa á veiðar. Sjómannafélag HafnarSjardar. Þeir, sem ætla að sækja um lifrarmatsstöð- una 1927, sendi skriflegar umsóknir á skrif- stofu félagsins Hafnarfirði ekki siðaren20. jan. Hafnarfirði, 13. jan. 1927. Stlórnin. ^ ,^mmmmmmmmmmmmmm^mmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmm^^mmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi' Alt af bezt að kaupa hjúkrunartæki i ,,Parísu. Jafnaðarmannafél. ,Sparta‘ heldur kvöldskemtun laugardaginn 15. jan. 1927 kl. 9 á „Hótel Heklu“. Til skemtunar verður: Upplestur, danz, o. fl. Meðlimir vitji aðgöngumiða fyrir sig og gesti sína á Vesturgötu 29 eða Nýlendugötu 13. Séra Jakob Rristinsson flytur erindi í Nýja Bíó sunnud. 16. janúar kl. 3 e. m. EFNI: Beittasta vopnið — Hvernig „Stjarnan í austri" stendur að vígi — Andlegur leiðtogi; meist- ari og lærisveinn — Fullgildar sannanir — Tveir kostir — Staf- karlinn. Tölusettir aðgöngumiðar á 1 krónu í Bókaverzlun Sigf. Ey- mundssonar og við innganginn, ef eitthvað verður eftir. Bæjarstjórnarkosningarnar í Vestmannaeyjum fara fram 26. þ. m., segir í FB.-skeyti þaðan. Landið, par sem engir kyssasí. Sá misskilningur er all-útbreidd- ur, að Japan sníði sig í öllu að háttum Evrópu, svo að það sé fjarska lítill munur, hvort menn séu þar eða t. d. á Frakklandi. En smáklausa, sem stórblöð Ev- rópu hafa flutt, sýnir glögglega, hvert hyldýpi er staðfest milli hátta í Japan og á Vesturíöndum. 1 klausunni segir, að kvik- myndaskoðun Japana hafi klipt 250 000 metra af kossaflensi og faðmlögum burt úr innfluttum, aðallega amerískum, kvikmynd- um. Japanar kyssast sem sé ekki, og þykja kossar og blíðulæti hinn stækasti ruddaskapur þar í landi. Það væri óneitanlega fróðlegt að vita, hvað væri eftir af vest- urlándakvikmyndum, þegar þær bafa verið í höndum skoðunarinn- ar japönsku, því að kossar eru Heilbrigt, bjart hörund j er eftirsóknarverðara j en friðlelkurinn einn. | ; Mer>n geta fengið fallegan litar- [ 3 hátt og bjart hörund án kostnað- f arsamra fegrunar-ráðstafana. Til ► ; þess þarf ekki annað en daglega 1 umönnun og svo að nota hina dá- ► I samlega mýkjandi ‘og hreinsandi ‘ I tatol-handsapu, I < sem er búin til eftir forskrift l j Hederströms læk’ús. í henni eru ► < eingöngu mjðg vandaðar olíur, I J svo að í raun og veru er sápan £ < alveg fyrirtakshörundsmeðal. I j — I < Margar handsápur eru búnar til ► j úr lélegum fituefnum, og vísinda j legt eftirlit með tiibúningnum er > ' ekki nægilegt. Þær geta verið hörundinu skaðlegar, gert svita- > J holurnar stærri og hörundið gróf- \ < gert og ljótt. — Forðist slíkar 3 p sápur og notið að eins 3 TATOL-HANDSAPU. < 3 Hin feita, flauelsmjúka froða sáp- I 3 unnar gerir hörund yðar gljúpara” ‘ < skærara og heiisulegra, ef þér I 3 notið hana viku eftir viku. < TATOL-HANDSAPA < t fæst hvarvetna á íslandi. J 3 iWF* Verð kr. 0,75^ stk. f Heildsölubirgðir hjá j I. Bryn jólf sson&Kvar an j 3 Reyklavik. í ekki hvað minstur þátturinn í þeiin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.