Bjarki


Bjarki - 18.11.1899, Blaðsíða 2

Bjarki - 18.11.1899, Blaðsíða 2
182 Fríðjónsson. Hann yrkir ágæta vcl, en á sögum hans eru smíða- lýtin hvert við annað. Jeg á hjer við >Einir«, því »Vor«, scm Eim- reiðin flutti nýlega, er kvæði í ó- bundnu máli fremur en saga. Þetta er af því, að sú list, að kunna að skrifa sögu, er óþrosk- aðri hjá okkur en kveðskaparlistin. Söguskáldið hefur hjá okkur fátt gott á móðurmáli sínu til saman- burðar við verk sitt, en ljóðskáld- ið margt. Rit bókmentafjelagsins i ár. Af fornbrjefasafninu komu í ár út tvö hefti V., I og V, 2 og er síðasta brjefið frá 17. Febr. 1476. Fornbrjefasafnið vita nú allir, að er þarft og fróðiegt rit. En það er landssjóður sem kosta ætti út- gáfu þess fremur en Bókmenta- fjclagið. Af safni til sögu Islands kom eitt hefti, III, 4. Þar cr fyrst rit- gjörð um fornættir nokkrar, cr fyrir koma í Sturlúngu, eftir sjera Eggert heitinn Bricm. Það þarf varla að efa, að ritgjörð þessi sje fróðleg og skemtileg fyrir ættfræð- íngana, en teljandi munu þeir menn vera scriíihana líta. Margir mundu heldut hafa kosið að fá í safninu sögu Odds lögmans Sigurðssonar eftir Jón Mýrbýsíng, scm hann á nú f handriti fullbúna. Bókmenta- fjclagið hefur undanfarandi haft meðferðis heljarmikið rit um Sturl- úngu, og þó hún sje merkileg bók, má fjelagið ekki standa á höfði i henni til eilífðar, og er rjettara að sinna mcir þcim tímanum í sögu okkar, sem fæstir vita nokkuð um. í stað beggja þessara ritgcrða, sem safnið flytur nú, hcfði þar átt að vera ritgjörð Jóns um Odd lögmann. í*ð er síðari ritgerðin bctur prent- uð en óprentuð, en á ckki rjctt vel hcima í Safninu. Ilún er eftir sjcra Jón á Stafafelli og cr um íslensk mannanöfn að fornu, merkíng þcirra o. s. frv. Höf. vill að inenn haldi í norrænu nöfnin, cn útrými hinum, svo scm bíblunofnum og ýmsum skrípanöfnum, scm nú eru víða orðin landfost, einkun yestanlands. Nú er það alrnenn siðvcnja, að láta bornin fyrst og fremst hcita í höfuðið á öfum sínum eða iimmiim, cn síðan öðrum nákomnum ættíngjum, og á þcnnan hátt iiclst það liciti, scra einu sinni cr upptckið scm mans- nafn við líði og cykst síðan og margfaldast cins og maðurinn. Höf. vill að smekkur og fegurðatiilfinn- íng ráði nafngiftum frcmur en þcssi gamla vcnja. Ilann bcndir á, að í stað þess að láta heita eftir nánustu skyldmcnnum, gcti menn \alið n. f.. ættfuður síns í fornuld, og tækist sú tíska upp, væri það hinn besti vegur til að Iciða inn aftur falleg norræn nöfn og útbreiða þau. Hann sýnir einnig hvernig smekklega megi setja saman eitt norrænt nafn úr fíeirum, en varar menn við, að breyta karlmansnafni í kvenmansnafn með endíngarvið- bót, eins og altítt er, en fer altaf mjög ósmekklega. Að þvf er fornu nöfnin snertir cr ritgjörðin fróðleg. Af íslenskum þulum kemur út 1 hefti, VI. 2. og þar í ýmislegt, þulur og Grýlukvæði, sem Ól. Da- víðsson hefur safnað og saman sctt. Hafnardcildin hcfur gefið út stórt rit eftir Þorvald Thoroddscn um jarðskjálftana á Suðurlandi 1896, 199 bls. 8 vo, Fyrst er þar ná- kvæm lýsíng á landslagi og jarð- myndun Suðurlandsundirlendisins, síðan sagt frá landskjálftunum, sem þar hafa orðið síðan sögur ná til, og loks er ýtarlega lýst jarðskjálf- unum 1896 eftir skýrslum frá sjón- arvottum og rannsóknum höf. sjálfs. Ritinu fylgir uppdráttur af jarð- skjálftasvæðinu og töflur, sem sýna húsaskemdir á hvcrjum cinstökum bæ. Rit þetta er mcrkilegt fyrir eftirkomandi tíma, en hcfði mátt vera nokkru styttra; t. d. hefði vel mátt draga það scm í fylgiskjöl- unum stcndur inn í aðalfrásögnina. Pá er Skírnir og Tímaritið, og skal síðar minst ó einstakar rit- gjörðir þar. Frá Italiu gánga ótrúlegar sögur af rjettarástandinu og í rauninni öllu ástandi landsins. Ríkið cr í botnlaus- um skuldum, skattarnir hræðilegir, fá- tæktin dæmalaus og verkalaun aumkv- unarleg. Kúgun, neyð og menníngarleysi hafa sökt þessari þjóð niður í voðalegt hörmúngadýki og cins æðri mönnum sem la-gri. Almúginn er þó kannskc skárri en yfirmcnnirnir. Maður sagði fyrir tvcím árum um ítalíu að þar væru fáir dómarar og eingin kona, gift njc ógift, sem ckkí mxtti kaupa fyrir fje og þyrfti ckki að bjóða hátt. Auðvitað cr hjcr ofmikið sagt, en mörgum bcr saman um að á- standið sje hryllilcgt. Margar sögur frá ítalíu hafa staðið víðsvegar í útlendum blöðum síðustu árin, og þó þær sjeu margar ýktar, fullyrða mcnn að meirn sje satt í þeim cn flestir mer.n hakla. Mcðal annars segir Dagbladct norska þessa sögu: Vísindamaður þýskur var á gángi á götu í Neapcl. Rakki fylgdi mannin- um og hann hitti fyrir sjcr annan rakka þar á götnnni og skiftum þeirra lauk svo að þcir slógu þar í brýnu og duttu loks báðir inn í opnar dyr á glersölu- búð og brutu tvö vínglös fyrir kaup- manni. Þjóðvcrjinn flýtti sjcr inn og bað kaupmam: að segja sjcr hvc mikið hann ælti að borga í skcðabætur fyrir skcmdina. Kaupmaður var einn r búð- 1 inni og aungvir aðrir, Hann þakkaði boðið, en sagðist ekki geta sagt það svo nákvæmlega í dag, — en spurði hvort þjóðverjinn vildi ekki gera svo vel að koma aftur daginn eftir. Hann kom og sá þá aðaitvar mölbrotið sem í búðinni var. Skaðinn var þá nákvæmt talið 2000 fránka. t'jóðverjinn maklaði dálítið 1 móinn að borga þetta, en þá benti hinn 5 lögregluþjónum, sem báru það vitni að þeir hefði staðið sjálfir í búðinni og horft á þetta alt brotna. fjóðverjinn neitaði að nokkur annar hefðí verið í búðinni en hann og kaup- maðtjr þegar þetta viídi tíí; en það drgði ekkert. Svofór það f mál. Málafærslu- maður Þjóðvcrjans útvegaði þá 7 vitni sem sóru á rrsóti, að ekkert, als ekkert hefði brotnað. Þau hefðu staðið þar sjálf og horft á alt saman. Þjóðverjinn var sýknaður og þurfti ekki að borga einn eyri. Júdas Finna. Saga sú sem hjer fer á eftir, hefur staðið í ýmsum sænskum blöðum og. norskum. Maður einn í öldúngadeild finska þíngsins, Irjö Koskinen að nafni fjekk fyrir 20 árum heiðurslaun af bænda- stjettinni finsku fyrir starf sitt í póli- tík Finna til eflíngar þjóðrjcttindum þeirra. í ár kom svo kúgunarboðskap- ar kcisarans og gremjan sem af hon- um leiddi. Allif menn geta skynjað hvers þjóðin vænti sjer nú af foríngja þjöðmálamannanna, Irjö Koskinen, og eins hitt, hversu þjóðinni varð við, þeg- ar hann sveikst algjörlega undan merkj- unum. Hvort hann gerði þetta af póli- tískum hyggindum — samkvæmt því sem hann leit sjálfur á ástandið — Sikiftir hjer ekki máli; dómur heillar þjóðar, kveðinn upp yfir manni, borg- aralcga dauðum, er jafnsárbeittur fyrir því. Einn morgun þegar Koskinen kom út í garð sinn, sá hann standa þar mikla líkkistu, svarta. Á skildi á lok- inu las hann þessi orð: Hjer hvílir Irjö Koskinen þi'ngmaður. fæddur 10. Desemb. 1830. dáinn 15. Febr. 1899, Og í kistulokið voru grcift 30 speg- ilfáð finsk silfurmörk Ur ýmsum áttum. -|ko>|- „Laura." Houeland skipstjúi i á Vaagen scgir þessa fregn: Hann kom við í Leithfirðinum á leiðinni híngað til að taka kol. I'að var 6 þ. m. Þar heyrði hann, að norður mcð Skotlandsströndinni hefði bátur þá um daginn fundið björgunarhríng mcð mcrkinu: >Laura, Kjöben- havn.« En Laura átti að koma til Leith á lcið hjeðan 2. þ. m. Hann sendi strax hraðskcyti um þctta til danska konsúlsins í Lcith. Ekkcrt hafði Houeland skipstjóri frjctt til fcrða Lauru í Leith, enda spurðist hann ckki þar fyrir um hana. Vonandi cr að hjer hafi ekkert slis viljað ti!, cnda gctur bjiirgunar- hn'ngur þcssi at ymsum ásta'ðum hafa orðið viðskila við skipið, þótt alt væri þar með heilu og höldnu Nú í haust flutti Garðarsfjelagið mó upp híngað frá Hollandi, til að fylla upp í veggi á íshúsinu nýa. Það hafði þá keyft upp atlan mó, sem bjer var fáanlngur. Þetta mun vera í tyrsta sinn sem mór er flutt- ur inn til iandsins. I hvassviðrisrokinu á Þriðudags- kvöldið tvíhvolfdi báti með þrem mönnum, tveimur úr Loðmundar- firði og einum Seyðfirðíngi, hjer rjett utan við bryggjuna fram und- an Liverpool. Varð þó ekki frek- ara slys að, því að þeir náðu bryggj- unni aftur lifandi, en þrekaðir eft- ir volkið. Leikendaflokkurinn hjcrna í kaup- staðnum er nú farinn að búa sig undir að skemta tólkinu í vetur. >Dreingurinn minn« heitir leikur- inn sem byrja skal á, og var hann oft sýndur í Reykjavík síðastliðinn vetur og þótti góður. Ekki er enn ráðið, hvenær byrjað verði. Eftir illviðrakastið í byrjun mán- aðarins komu hlyviðri um síðast liðna helgi með sunnanvindum nótt og dag, og hafa síðan verið eins og vorhlýindi mestalla undanfarandi viku. Pó er enn snjór í lægðum. Hjeraðsmenn segja snjó þar efra meiri en hjer. I gær giftust hjer f kaupstaðn- um Jónas Helgason verslunarmað- ur og Gróa Jónasdóttir. Á Miðvikudaginn komu hjer inn fiskigufubátar Tuliníusar úr Fá- skrúðsfirði, >Lcifur« og >Eiríkur« til að fá-kol, og feingu 10 tons hvor hjá Sig. Johansen kaupmanni. þeir höfðu afiað töluvcrt undan- farandi og cins var sagður tals- verður afli á opna báta suður á fj'jrðunum þegar gæfi á sjó. >EgilI« kom frá Akurcyri á Fimtu- dagsmorguninn. Þaðan eingin tíð- indi sögð nema síldarlaust alveg undanfarandi. Snjór var mikill á Norðurlandi, þcgar Egill fór þaðan. >Ceres« a að koma. aukaferð frá Khöfn í næ.sta manuði til Reykjavíkur, en cingin líkindi vissu þeir skipstjóri hennar eða siýri- maður til að hún kasmi híngað til Seyðisfjarðar. Thor. E. Tuliníus stórkaupmaðar hafði boðist til að flytja póstinn hínga.3 um þetta lcyti árs, þegar leingst líður milli reglulegra póstskipsfcrða, fyrir 4000 kr., cn þcgar stjórn samein-

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.