Alþýðublaðið - 15.01.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.01.1927, Blaðsíða 3
^lþýðublaðið 3 vöntun á ræktun landsins, en-ekki fólksleysið, sem amar sveitabú- skapnum, — enginn betur en einmitt Valtýr Stefánsson, einn af blaðritarahöfuðsmönnum íhalds- ins, gerði í grein í „Búnaðarrit- inu“ fyrir nokkrum árum, en sú grein mun bæta fyrir sumar af syndum peim, er hann síðan hefir framið í „Morgunblaðinu". Það er auðvaldið í kaupstöð- unum, sem stendur bændum fyr- ir þrifum eins og verkamönnum. Auðvaldið er sameiginlegur óvin- ur verkamanna, sjómanna og bænda, — með öðrum orðum — óvinur íslenzku þjóðarinnar. Og að svo sé, skýrist með hverju ári betur fyrir henni. En ekkert er eins gott til þess að skýra málið fyrir almenningi, eins og þegar höfðingi íhaldsins sendir honurn slíka kveðju og greinina „Ómag- ar“. Skiftir þá litlu, hvort Jón Þorláksson skrifar sjálfur eða lætur blaðritara sína gera það, 'því að í hans nafni eru allar nafn- lausar greinar íhaldsblaðanna, og á hann einn þar til saka að svara. Hann gæ'.i þess vegna alveg eins skrifað nafn sitt undir þær eins og að hafa þar nxerki, er líkist fari eftir þjalarrýting, þó að það merki eigi að sumu leyti vel við |um grein, sem er rýfingur í bak reykvíkska verkalýðsins. 13. jan. Ölafur Fridriksson. „Baltiolmsu-slysið. I norska sjórn. nnablaðinu í jan- úar stendur grein með fyrirsögn- inni: „BalhoIms“-strandið. Öryggið á sjönum. Birtist þessi grein hér í laus- legri þýðingu. Ú.gerðarmenn hafa verið bæn- heyrðir. Barrabas hefir verið láí- inn laus. í hvert einasta skifti, þegar útgerðarmenn halda fundi, ræða þeir um, á hvern hátt þeir geti komist hjá að fullnægja ýms- urn ákvæðum, sem tilheyra öryggi manna á sjönum. Lögin, sem tryggja líf manna á sjónum, eru í herbúðum útgerðarmanna nefnd „krabbamein þjóðfélagdns“, sem verði að hverfa. Það er því mjög skiljanlegt, að skipin fái leyfi til að sigla á haf út, hvort sem þau geta flotið eða ekki. Við lítum svo á, að „Balholms“- slysið sé talandi vottur um þann svívirði’ega undirróður frá hendi útgerðarmanna í þessu máli, sem hefir borið þann ávöxt, að menn og skip hverfa með öllu. Kurt Thurau, sem var viðvan- ingur á skipinu, en var afskráður af því á íslandi, skýrir svo frá: Þegar skipið lá síðast í Kaup- mannahöfn, fór fram rannsókn á boíni þess, gerð af kafara. Reyndust þá að vera sprungur i kjöhium og þrir naglar í tofrplöt- um ónýiir, en það orsakaði leka á skipinu. Engin viðgerð var láíin fara fram þar, en samt sem áður fékk skipið vottorð um, að það væri sjófært. Skipstjórinn hafði gefið skipun um, að dælur skips- ins skyldu vera í gangi, á meðan skoðunin var framkvæmd, svo að ekld sæist, að skipið læki. Á þenna hátt tókst að losna úr Kaupmannahöfn án þess, að skip- ið færi í þurkví. Skipshöfnin var eftir sem áður fullviss um, að skipið var lekt, og fullvissaðist betur um það, þegar skipið var við Skaga-odd- ann, því að þá var sex feta sjór í lestunum. Upp frá því urðu dæl- urnar að vera í gangi dag og nótt, og þó hélzt tveggja feta sjór í lestunum eftir sem áður. Við komu skipsins til Reykja- vikur tóku skipverjar eftir því, að allar rottur yfirgáfu skipið. Annar véTstjóri varð að fara í land vegna veikinda. Skipverjar töluðu þá um að ganga af skip- inu, ef skipstjóri léti ekki gera við lekann. Þeir fóru því fram á það við hann, að gert yrði við skipið, en framkvæmdir af hans hálfu urðu þó engar. Samkvæmt beiðni skipstjóra varð skipshöfnin kyrr á skipinu. Frá Reykjavík var ferðinni haldið áfram til Akur- eyrar og komið við á niu stöðum á leiðinni, þar á meðal á Eski irði. Á leiðinni þangað var skipið með siglingahalla (slagside) ýmist til stjórnborða eða bakborða, sem nam 37 stigurn. [0 stiga halli: skip á rétturn kili, en 90 stiga halli, ef það lægi alveg á hliðinni. 37 stig er því gríðarmikill halli.] Skipshöfnin var nú orðin veru- lega hrædd við þetta og vildi yfirgefa skipið á Eskifirði. En skipstjóri gat talið menn á að vera kyrra og h.élt því fram, að hann gæti ekki fengið nýja skips- höfn á islandi (Eskifixði ?). Sá eini, sem fór af skipinu, var Thurau, sem þá var orðinn veikur. Á Akureyri tóku fjórir farþeg- ar sér far með skipinu og nýr annar vélsfjóri. Þaðan fór skipið áleiðis til Reykjavíkur, sem því þö aldrei auðnaðist að komast til. Við það, sem nú hefir verið skráð, ge'.um við bætt nokkrum athugasemdum. 59. grein sjólag- anna ákveður: „Þegar helmingur af skipshöfn kvartar yfir því við skipstjóra, að skip sé ekki sjófært, er skip- stjórinn skyldugur til að láta fara fram skoðunargerð" o. s. frv. „Sýni skoðunargerðin það, að kvörtunin var ástæðulaus, skulu þeir, sem komu henni af stað, greiða kostnað og fyrirhöfn og tap það, sem skoðunargerðin hef- ir valdið, þó ekki með meira en þriggja mánaða kaupi nema því að eins, að kvörtunin sé gerð móti betri vitund.“ Af efni þessarar greinar geta menn séð, að skipshafnir taka í 99 tilfeTum af hundrað þann kost- inn að þegja heldur en að eiga á hættu að missa þriggja mánaða kaup. I sjólaganefndinni voru útgerð- armennirnir og þeirra fylgismenn í meiri hluta. í stórþinginu, sem lagði síðustu hönd á þessa laga- grein, eru bændur og burgeisar í meiri hluta. Þess vegna skulu bændur einnig fá að bera sinn hluta af ábyrgðinni á „Balholms“- slysinu, — því að 59. grein sjó- laganna er ómöguleg í fram- kvæmd. Ef síðasta málsgrein 59. greinar er srikuð út, þá munu sparast þúsundix mannslífa á sjónum í framtiðinni. Þýtt af S. <s Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Friðírik Björnsson, Thorvaldsensstræti 4, símar 1786 og 553, og aðra nótt Kjartan Ól- afsson, Lækjargötu 4 uppi, sími 614. Nætrvörður er næstu viku í lyfjabúð Lauga- vegar. Stúkan „Vikingur" nr. 104 heldur árshátíð sína ar.n- að kvöld kl. 8V2> í G.-T.-húsinu, og væntir hún, að templarar muni eftir því. Jafnaðarmannafélagið „Sparta" heldur skemtun í „Hótel Heklu“ kl. 9 í kvöld. Séra Jakob Kristinsson flytur framhald fyrirlesturs síns um fregnir af nýjum mannkyns- fræðara á morgun kl. 3 í Nýja Bíó. Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 11 séra Hálfdan Helgason, kl. 5 séra Bjarni Jónsson. f fríkirkj- unni kl. 5 séra Árni Sigurðsson. f Landakotskirkju kl. 9 f. m. há- messa,- kl. 6 e. m. guðsþjónusta með predikun. 1 Aðvéntkirkjunni kl. 8 e. m. Séra O. J. Olsen pre- dikar um helgidömsþjónustu Krists. f Sjómannastofunni verður guðsþjónusta kl. 6 e. m. Allir velkomnir. — í Spítalakirkj- unni (kaþ.) í Hafnarfirði kl. 9 f. m. söngmessa, kl. 6 e. m. guðs- þjónusta með predikun. „V etraræf intýri“ verður leikið annað kvöld með niðursettu verði. HF. 18 er númer bifreiðar Sigurðar Guðmundssonar í Suðurgötu 4 í Hafnarfirði, sein sagt var frá í |gær í greininni „Strákskapur“ að gerði tvær tilraunir til að aka of- an á verkamenn, er á verði voru. Togararnir. „Kári“ kom af veiðum í gær- kveldi með 104 tunnur iifrar og 25 kassa heilagfiskis í ís, en brotna vindu. Á hann aÖ fá við- gerð þess hér í dag. Fer hann aftur að því loknu, líklega í kvöld. Ætlar hann fyrst að fiska dálítið í ís og fara síðan til Eng- lands með áflann, einnig saltfisk- inn. „Ólafur“ kom í morgun af yeiðum með 1100 kassa. Var hanffi að fiska vestra, og segja skip- Verjar þaðan gott veður og gott fiski. Varð togarinn að fara þaðan fyrr en ætlað var vegna dálítillar vélaxbilunar. Einnig kom enskur togari hingað í gær af veiðum. „Karlsefni“ fór á veiðar í gær. Skipafréttir. Fisktökuskipið „Bru“ kom hing- að í gær annars staðar frá land- inu. „Bo:nía“ er í Vestmannaeyj- um. Er hún afgreidd þar imdir eftirlit sýslumannsins, þannig, að þeir, sem á skipinu eru, hafi ekki nein mök við landsmenn, þau, er sótthætta er talin af. Hún kemur hingað e. t. v. á morgun eða ekki fyrr en á mánudaginn. Dagarnir sex verða útrunnir á mánudags- morguninn. ]þ >íp! >'F Qtjj| Li,1 % „Inflúenzan“ i Kaupmannahöfn heldur áfram, en er mjög væg, segir í skeyti í gær frá sendi- lierra islands þar til stjórnarráðs- ins. Gengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund. . . .' . kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,64 100 kr. sænskar .... — 122,00 100 kr. norskar .... — 117,26 Dollar.............. . — 4,568/í 100 frankar franskir. . . — 18,31 100 gyliini hollenzk . . — 182,88 100 gullmörk þýzk... — 108,50 Veðrið. 0—11 stiga frost. Kaldast á Grimsstöðum, 10 stig á Akureyri, 4 hér. Átt austlæg á Suðvestur- landi til Breiðafjarðar, sunnankul á Akureyri, logn annars staðar. Hvergi nijög hvast. Þurt veður, nema lítil snjókoma á Seyðisfirði. Loftvægislægð fyrir suðaustan land og önnur yfir Grænlandi. Útlit: Vaxandi austanátt á Suður- landi ög sennilega í nótt á Vest- ur-landi, byrjar í dag á Suðvest- urlandinu og verður sennilega all- hvöss hér um slóðir i nótt og dálítil snjókoma, en hægur í dag vestra og á Suðausturlandi. Dá- Iítil snjókoma á Austurlandi. Rétt er, „Mgbl.“ til athugunar, að geta þess, úr því að V. St. virðist ekki hafa athugað það, að skrif hans um baðstofu Iðnaðarmanna- félagsins, ekki sízt dómur hans um hendurnar, sem Ríkharður Jónsson skar út, — að þær værú of líkar mannshöndum —, vöktu almennan hlátur í bænum, þar sem greinin var lesin á annað borð. ísfisksala. „Arinbjörn hersir“ seldi afla sinn í Englandi fyrir 1284 sterl- íngspund.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.