Bjarki


Bjarki - 23.01.1902, Page 1

Bjarki - 23.01.1902, Page 1
 VII, 2. Eitt blað á viku. Verð árg. 3 borgist fyrir i. júlí, (erleodis 4 borgist fyrirfrara). Uppsögn skrifieg, ógild nema komin j sje t.i! útg. fyrir 1. okt. og kaupandi ] 1902, sje þá skuldlaus við blaðið. Biblían og bindindið. Fyrirlcntur á sbnnudaginn kl. 5 síðdegis. Eftir fyrirlesturinn umræður, ef menn óska. D. Östlund. "o oooooooooo 00 ooooooooooooeooo o 00' BANNLÖQ QEQN ÁFEiNQI. Sunnudaginn ig, þ, m. var haldinn málfund- ur hjer í Bindindishúsinu, eins og til hafði ver- ið boðað t Bjarka, til þess að ræða um, hvort rjett væri að banna með lögum innflutning alls áfeingis í iandið. Umræðurnar voru fjör- ugar og stóéu yfir á 4. klukkutíma. Bjarki hcfur beðið nokkra þá sem mestan þátt tóku í umræðunum um stutta útdrætti af því sem þeir töluðu og birtast þeir útdrættir hjer í blaðinu, en þannig, að hver um sig tek- ur fram aðalatriðin úr jæðum sínum í einni grein án þesa að fylgt sje umræðunum á tund- inum. Auk malshefjanda koma þá formælendur bannlaganna, bindindismenniinir, lyrst fram á sjönarsviðið, síðan andmælendur þeirra. I'að er ekki óþarft, að þetta mál sje rætt ©pinberlega einmitt nh, af því að Stórstúka Islands af I. O. G. T. hefur ákveðið að safna nú í ár aikvæðum allra kjósenda á landinu nm bannlög gegn áfeingj. I. Slg. lofcausen : Enda -þótt jeg sjc bindindismaður og gjarnan vildióska, aðalliraðrirværu það, verð jegaðscgja, að jeg er ekki viss f því, að bannlög þau sem hjer cr um að ræða sjeu rjettlát. Jeg lít svo á, að skaparinn hafi sett vínið í beiminn, að vísu ekki í því formi, scm vjer þyfum þag j'þ e áfeingt), en það e r þar og mjer finnst, að e,nn hluti mannfjelagsins geti eigi haft rjett t'l að taka vínið eóa áfeingið frá öðrum á þennan hátt, þ. e. með ]ögum. Látum það vera, að áfeingið sje skaðlegt, en guð tekur eigi hið vonda burt írá manninum með valdi, heldur segir fiann við hann: »þetta áttu að gera og þetta áttu að láta ögert.« Svo framarlega sem jcg geti orðið sann- færður um þ;;,:, að það gæti verið guís lög- um sarrT.va.int, að menn legðu slik höft á meðbræður sína, þá mundi jcg fy]gja hreif- ingunni fyrir bannlögum, en á meðan það er eigi, finnst mjer ísjárvert að vera her.ni fylgj- andi. Sjerílagi skal jeg taka það fram, að mjer finnst ísjárvert að leggja slík bönd á þá mern, sem vjer vanalega nefnum hófsemdarmenn. Mjer finnst alveg rjett, að lögin tækju áfeingið frá þcim mönnum, sem sýnt bafa, að þeir geta eigi með það farið nema sjer i skaða, en hins vegar þykír mjer það ófrjálslegt að taka það frá þeirn. mönnum, sem sýnt hafa að þe;r geta notað það sjer að skaðlausu. II. Ární Jóhannsson: Takmark bindindismanna eða bindindismáls- ins yfir höfuð er það, að eyða eða Iáta al- gjörlega hverfa þau skaðsemdar áhrif, sem nautn áfeingis hefur í för með sjer, — að lækna þau óteljandi sár, sem mannkynið ber af völdum áfeingis og koma ! veg fyrir allt þess margbáttaða höl. En þá er spurníngin: hver leið er heillavænlegust til þess að ná þessu takmarki ? Mjer virðist hjer vera aðcins um tvær leiðir að velja, þá aðra: að búa við ástandið eins og það er og bíða með þolin- mæði eftir þeim framförum í bindindismálinu, stm kunna að verða, — bíða eftir því að þjóð- in sannfærist- svo um skaðsemi áfeingisnautnar- innar, að hún af sjálfsdáðum hætti að hafa áfeingið um hönd á annan vcg en þann, sem henni er engin vansæmd eða mein af. Hin er sú, að fd lög er banni algjörlega innfiutníng áfeingis til neyslu og tilbúníng þess í land- inu. Jeg skal nú játa, að jeg fyrir mitt leyti hefði heldur viljað kjósa fyrri leiðina, mjcr hefði þött miklu æskilegra að eingin höft heíði þurft að leggja á tilhneigfngar okkar og að við vær- um svo siðferðislega þroskaðir, að við befðum vit og viljaþrek til þess að fara svo með þenn- an voða að hann yrði okkur ekki að fjár-og fjörtjóni. En jeg sje — og jeg vonaaðeing- um dyljist það — að þrátt fyrm framfarir í bind.málinu og vaxandi sannfæringu þjóðar- innar fyrir skaða þeim og vansæmd, sem hver- vetna fylgir áfeinginu, þá eru þó þessar framfar- ir svo hægfara, að ekki er við unandi. Hag- fræðisskýrslurnar sýna ■— þrátt fyrir tálmanir þær, sem verslunarlöggjöfin leggur í veg fyr- ir áfeingisverslan, — að áfeingi sem inn er flutt í landið, fer vaxandi; þeim rmin meiri út-_ gjöld sem á áfeingisversluninni hvíla og þeim mun dýrara sem áfeingið er, þeim mun minna er ekki keyft af þvf, — nei, þeim rnun meira fje er varið til áfeingiskaupanna. Og þó menn sjeu nú frekar en áður farnir að bligöa’st sín fyrir að láta sjá sig ölóða á strætum og gatna- mótum, þá er þó blóðferill Bakkusar ennþá augljósari en svo, að mjcr geti viist rjett að láta málið aískiftalaust eða að una við fram- farirnar, svo hægfara sem þær eru. Af þessum ástæðum verð jeg að vera mcð- mæltur lögum, er banni algjörlega innflutníng áfeingis til neyslu, og tilbúníng þess í land- inu. Andmælendur slíkra bannlaga færa fram að- alega tvær ástæður máli sínu til stuðnings 1) Að slík bannlög sjeu ófrjálsleg, »rússnesk«, að þau grípi svo djúft inn í prívatlíf og pers- ónulegt frelsí roanna. 2) Að þau baki land- inu tilfinnanlegan tekjumissi. ; Það er því aðallega þetta tvennt sem þarf að mótmæla og leiða rök að, ef hægt er, að þessar ástæður sjeu vanhugsaðar. Við vcrðum allir að viðurkenna það, að lcjg vor, sem náð hafa staðfestfngu þings og stjórn- ar, — þíngsins, sem er samansafn bestu manna og fulltrúa þjóðarinnar, — sjeu í raun og veru rjettlát, hagvænleg og æskileg, þótt sum þcirra virðist máske i fljótu bragði óeðlileg og ein- stakir menn geti ekki fellt sig við þau. En þó mun það svo, að flest lög, ef ekki öll, grípa að meíra eða minna leyti inn í persónu- legt frelsi manna, jafnframt því sem þau miða til að efla heill1 þjóðfjelagsins; enda eru öll lög ekki annað en takmarkanir á frelsi, sem að meira eða minna leyti hefur verið misbrúkað. Nefnum t. d. — Er það ekkí haft á frelsi sportmannsins að mega ekki skjóta æðarfugl eða hreindýr, þó hann komist í færi við það ? Er það ekki band á frelsi afbrotamannsins að mega ekki óhindraður láta stjórnast af tilhneig- íngu sinni ? Er það ekki skerðing á frelsi að mega ekki óstraffaður segja það um náúngann sem manni býr i brjósti, ekki einusinni sann- leikann? Hvað gjöra sóttvarnar lögin ? Fyr- irbjóða allar samgöngur og loka vægðarlaust húsum og hýbýluro manna hvernig sem á stendur. Jú, — flest gildandi lög snerta að meira eða minna leyti við persónulegu frelsi, eingu síður en umrædd bannlög gcgn áfeingi mundu gjöra það. Er það frelsi að vera svo háður sfnum eigiu tilhneigingum, að rnaður getur eigi neitað sjer um þann hlut, sem maður þó sjer, að hefur að eins skaðleg áhrif og afieiðingar? Er það ekki að vera þræll sinna eigin ástríðna? Þar eru ástríðurnar orðnar að lögum, sem mað- ur hlýðir í blindni, »rússneskari« lögum, en nokkrum þjóðarfulltrúa hefði getað hugkvæmst. Allir — og þá ekki síst »forretningsmerm« — óska þess, að þjónar þeirra sjeu bindindis- menn. En bversu fáir eru það þó eigi, sem vinna svo mikið fyrir heill s:na og.þjöna sinna, að þeir gángi sjálfir í bindindi og_ gefi öðrum með því gott eftirdæmi. Jeg man eftir aug- lýsingu, sem stóð í seyðfirsku blöðunum lyrir rúrr.u ári síðan ; þar var lýst eftir duglcgum, æfðum og liprum verslunarmanni,honum boðin vel launuð staða sem'forstöðumanni við vfn- verslun. En skilyrði fyrir því, að umsxkjandi feicgi stöðuna, var það, að hann væri bind- indismaður. Þetta er sláandi scnnun fvrir því, að áfeingisvinurinn viðurkennir það sjalfur óafvitandi, a ð heimurinn laus við brjálsemi Bakkusar væri ekki eins fullur af ófarsæld, eins og hann nú er, a ð viðskifta- Kfið ómeingað áfeingiseitrinu mundi þróast o ^

x

Bjarki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.