Bjarki


Bjarki - 28.01.1902, Qupperneq 1

Bjarki - 28.01.1902, Qupperneq 1
VII, 3. Eitt blað á viku. Verð árg. 3 borgist fyrir 1. júlí, (erlenrlis 4 borgist fyrirfram'). Uppsögn skrifleg, ögild nema komin sje til útg. fyrir i.okt. og kaupandi 1902. sje þá skuldlaus við blaðið. Hví»riar asta»Rnr hafa kristnir menn fyr- nverjöi dMÆUlir ir þVlt ag biblian sje innblásin af S’nðl ? Fyrirlestur í JBindindishús- inu á sunnudaginn kl. 5 e. h. Ð. Ostlund. OOOQOOOOOOOQOOOOOOOQOOOOOOOOOO00 bannlög gegn áfeingi. — o — III. David Östlund: Er það ekki haft á frelsi einstaklingsins og þar af leiðandi órjettlátt að gefa bannlög gegn tilbúning, aðflutning og sölu áfeingra drykkja? Þannig finnst mjer spurningin vera, sem fyrir þessum fundi liggur til umræðu. Svarið er fyrst og fremst undir því komið, hvað meint er með frelsi. Sumir álíta það frelsi að gera allt það, sem manni getur til hugar komið. En slíkt frelsi c’ugur hvergi nema þar, sem aðeins væri um eina veru að ræða. En þegar vjer tölum um lög, þá meinum vjer allt annað. Lögin, sem gefin eru út — hvort sem átt er við ísland eða önnur lönd — snerta menn í fjelagi, snerta þjóðfjelagið. Um leið Og lögin tala til einstaklíngsins, taka þau tillit til heildarinnar, tillit til velferðar alls þjóðfjelagsins. En þá liggur líka í augum uppi, að skil- greining orðsins frelsi hlýtur að verða allt önnur en hin áður tilfærða. Hin eina rjetta skilgreining hlýtur að verða & þessa leið : Frelsi er það, að hverjum manni er heimilt að gera hvað eina, sem hann vill, er kemur eigi í bága við rjett eða frelsi annara. þjófurinn getur t. d. eigi sagt: Jeg hef frelsi til að stela, því að sá, sem eigandi er að hlutunum, segir: Nei, þú getur það ekki, af því að jeg hef frelsi til að njóta þess, sem mitt er. Morðinginn getur eigi sagt: Jeg hef frelsi til að slá menn í hel, því að menn mega segja: Vjer höfum fullan rjett (o: frelsi) til að lifa. Jeg skal leyfa mjer að vitna í nokkur oið eftir einhvern merkasta heimspeking ig. aldar, John Stuart Mill. Hann segir í bók sinni »Um frelsið «: »Jafnsnart sem hegðun manns er skaðvæn högum annara nær valdhríngur mannfjelags- ins yfir I.ana, og þá kemur það til álíta, hvort það muni almenningsheill til eflingar eða ekki, að mannfjelagið skerist í lcikinn.* Isl. útg., b!s. 150. Nú er það einmitt »komið til álita«,að það »muni almenningsheill til eflingar« að banna aðflutning og sölu áíeingra drykkja hjerfland- inu. f’arsem því verður eigi neitað, er frægustu eðlisfræðingar þeimsins hafa fært óyggjandi rök fyrir, nl. að »áfeingi er eitur«,öllum heil- brigðum mönnum skaðlegt til drykkjar, og að það sje aðeins gagnlegt sem læknislyf og til iðnaðar, þá er það er það líka fyllilega rjett- látt að aftaka með lögum brúkun þess til drykkjar. Sala áfeingra drykkja — eins og hún er tíðkuð bæði hjer á landi og í öðrum löndum — er sannarlega harðla »skaðvæn högum annara«, Hún sviftir svo marga bæði frelsi og fje, hún veldut svo mikilli neyð saklausum konum og börnum — sem sannarlega eiga heimting á vernd mannfjelagsins —, að hið eina rjetta er það, að «mannfjelagið skerist í leikinn«. Og eingin bót mun verða að slíku gagni eins og algert bann gegn aðflutning og sölu þess- ara drykkja. En auðvitað þarf meirihluti landsmanna að vera með slíkum lögurr, því að öðrum kosti er hætt við því, að lögunum yrði ekki hlýtt. En jeg óttast það ekki, því varla mun þing og stjórn gera neitt slíkt lagafrumvarp að lögum, nema það njóti stuðnings að minnsta kosti 2/g atkvæðisbærra manna. Slík lög yrðu eigi ófrjálslegri en flest önn- ur lög, og einfiverjar skorður setja öll Iög, eins og eðlilegt er og óhjákvæmlegt, en til- gángur allra rjettlátra laga er þó velferð allra, og að því Ieyti, sem hann næst, eru lögin góð og frjálsleg. Jeg skal nú leyfa mjer að fara nokkrum orðum urn það, sem málshefjandi hjelt fram. »Guð tekur eigi hið vonda frá manninum með valdi,« sagði hann. — Ef þetta á að sanna, að sltk bannlög sjeu órjettlát, þá sannar það ltka,að öll önnur lög sjcuþað; öll Iög og öll sektarákvæði miða þó að þvf að »taka hið vonda frá manninum.« Skaparinn lætur oss sem einstaklinga hafa sjálfræði viljans; það getaeinginlög frá oss tekið; en jafnframt ætlast hann vafalaust til þess að mannfjelagið sctti sjer ýms lög, ákvarðanir og stjórn (sbr. Rómv. 13, I — 3.) Málshefjandi segir, að sjer »finnst alveg rjett» að gefa baunlög handa ofdrykkjumönnum, en ófrjálslegt gagnvart hófsemdarmanninum. — Ef það er »alveg rjett« gagnvart nokkrum meðlimum mannfjelagsins,— því þá ekki gagn- vart öðrum? Auk þess eru einmitt höfsemdar- mennirnir oft sekir í því að skapa drykkjumenn, því að dæmi þeirra er einna hættuiegast til að Ieiða þá út á hinn hála fs ofdrykkjunnar. Einn háttvirtur fundaimaður hefur óskað eftir, að sýnt væri fram á, hvort það sje guðs orði samkvœmt að gefa slík bannlög. Jeg hugsaði ekki að þessar umræður mundi gánga út á hina biblíulega hlið málsins og hef því ekki tekið biblíuna með hjer. Sumir af andstæðingum bannlaganna munu því miður ekki skifta sjer neitt af því, scm heilög ritn- ing segir í þessu máli, og vilja jafnvel stæra | sig af því að tala miður virðulega um þá bók, I sem fyrir mig og aðra trúaða menn er rödd guðs. Jeg krefst heldur ekki, að þeir menn beygi sig fyrir þessu orði, sem segjast ekki trúa því. En hans vegna, scm óskaði eftir að einnig væri litið á þessa hlið málsins og vegna annara, sem trúa á og virða orð ritningar- innar, vil jeg vitna í þessi orð, sem drottinn talar fyrir munn eins af spámönnum sfnum: »Vei þjer, sem skeinkir á fyrir þinn ná- únga! sem byrlar öðrum brennandi drykk, °g gerir þá ölvaða til þess að sjá þeirra svivirðingu.« Hab. 2, 15 (sbr. 5 Mós. 29, 19. 20). Orð þessi eru harla alvarleg, og stæðu þau eigi í »bók bókanna«, þá hefði jeg eigi þor- að að taka þau mjer í munn. En skyldi það ekki eftir þeim vera1 mikill ábyrgðarhluti að vera skeinkari og eins hitt, að ríkið gefur lög, sem heimila slíka sölu og tekur þátt í gróðanum af henni? Biblían talar mikið um þetta mál, og jeg er þess fullviss, að hún sje okkar megin, en að mínu áliti væri það heppilegra að taka þessa hlið málsins fyrir sjerstaklega. Og ef það verður gert, mun jeg leitast við að leiða rök að þeim orðum mínum, að hún sje á rr.óti sölu Og nautn áfeingra dryklija. IV. Eyóifur Jónsson : j Jeg ætla að biðja ykkur í hamíngjunnar nafni | að fara ekki að sækja biblíuna eins og cinn j ræðumaður stakk upp á. Okkur varðar hreint | ekkert um hvað hún hcfur að segja f þessu , máli, og þó að Habakuk karh'nn eða einhver | annar eigi að hafa sagt, að maður megi ekki | rjetta náunganum eitri blandna skál, þá finnst í mjer naumlega að þetta geti heimfærst upp á ! vínnautn eða það mál, sem hjer er til umræðu, eða því þá ekki eins um kaffi, tóbak o. fl. ? Jeg efast líka um að þessir biblíuherrar hafi i allir verið hreinir bindindismenn ; naumlega | get jeg trúað, að Salomon gamli hafi allt af 1 verið það. I Jeg er ó móti algerðu aðflutningsbanni og j tcl það óþolandi haft á frelsi manna ,og hafa í för með sjer mörg óþægindi. Vínandinn er að mörgu leyti nauðsynlégt lyf, fyrst og fremst til verkfræðilegrar notkunar (teknisk Brug), þar j sem nálega hver einasta iðnaðargrein, ef í lagi ! er, þarfnast meira eða minna af honum, og enn j fremur er bæði vínandi og annað áfeingi, þó í litlum stíl sje, nauðsynlegt til heimilisþarfa, og að geta cigl feingið þetta annarstaðar en á lyfjabúðinni og þá aðeins eftir læknis- eða ! sýsluroanns-vottorði veldur bæði óþægindum | og kostaði. Jeg er samdóma þvf, að lækningaaðferðin gegn ofdrykkjunni, með bindindistjelögum etc. sje hcppilegri en bannlög, þvf mjer cr í heilð

x

Bjarki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.