Bjarki


Bjarki - 11.02.1902, Síða 1

Bjarki - 11.02.1902, Síða 1
VII, 5. Eitt blað 4 viku. Verð árg. 3 kr. borgist fyrir 1. júlí, (erlendis 4 kr borgist fyrirframi. Seyðisfirði, 11. febr. Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sje til útg. fyrir i.okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. 1902. Yfirsetukona. Níunda yfirsctukvennaumdæmi Norður-Múla- sýslu (Iiofteigssókn frá Hofteigi og Hnefilsdal, svo og Brúarsókn) verður laust I. maí næst- kotnandi. pæc yfirsetukonur, sem óska að verða skip- aðar í umdæmi þetta, snúi sjer til oddvita sýslunefndar Norður-Múlasýslu innan 15. apríl næstkomandi. Skrifstofu Norður-Múlasýslu 31. janúar 1902 Jöh. Jóhannesson. ÖOOOOo^^oOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO o~5 NOBELSVERÐLAUNIN. IO' des. síðastl. var í fyrsta sinn útbýtt verðlaunum úr Nobelsjóðnum. En gjafasjóður Nobels er svo merkilegur og einkennilegur í sinni röð, að hjer skal fyrst skýra frá ætlunar- verki hansog fyrirkomuiagi með nokkrum orð- um. Alfred Nobel, hinn heimsfrægi uppfundninga- maður að dýnamitinu, ljet eftir sig 33 millj. Rr. Nobel átti einga afkorrendur, og kona hans var dáin á undan honum. Auðnum ráð- *tafaði hann, í óvenjulega stuttorðu erfðaskjali, svo: Deilið rentunum af þessum milljónum í fimm hluta og gefið þeim fimm mönnum, sem næstliðið ár hafa unnið mannkyninu mest gagn með verkum, sem snerta eðlisfræði, efnafræði, '^knisfræði, skáldskap og friðarmálið. Annað skrifaði Nobel ekki í erfðaskjal sitt 27. növ. 1895 í París, nema upptalninga á stofnunum þeim, sem útbýta skyldu verðlaununum. Aldrei hefur hjer í álfu jafn-stórkostlcg gjöf verið gefin f þjónustn vísindanna og listanna. En þótt crfðaskjalið sje stuttort, þá eru reglurnar, sem nú hafa verið settar fyrir útbýting verð- launanna, heil bók. Alfrcð Nobel átti tvo bræður, og voru þeir b4ðir dánir á undan honum. Annar þeirra hjet Lúðvíg og höfuðmaður þeirrar kvíslar af ætt- inm, sem frá honum er komin, er Emanuet Nobel, eigandi atórra olfunáma í Rússlandi. Hann var Vel ánægður með gjafabrjef föður- bróður síns 0g kvaðst ekki taka móti nokkr- um arfi, þótt þv( yrði hrundið. En erfingjar hins bióðursins, Emanuels, gerðu kröfur til þcss, að gjafabrjefið væri dæmt ólögmætt. l’eir bjuggust til málssöknar, en hættu þó við hana gegn því að fá 1 millj. króna af sjóðn- Urn- Nú, þegar fyrsta verðlaunaveitingin fet fram, hefur málafærslumaður í Stockhólmi, sem þá var vjj málin riðinn, risið upp með máls- sókn á hendur verðlaunanefndinni og heimtar 20,000 kr. fyrir starf sitt. Flestir lögfræðingar áifta, að ef Emanuel Nobcl hefði ekki tekið í málið eins og hann gerði, þá hetði gjafabrjef- inu orðið hrundið,til hagnaðar fyrir erfingjana, vegna þess, hve formlaust það var. Emanuel Nobel hefur því ráðið miklu um allar reglur og fyrirskipanir, sem síðar hafa verið settar viðvíkjandi verðlaunaveitingunni. Þeirri ákvörð- un gjafabrjefsins hefur t. d. verið breytt, að verðlaunin skyldu bundin við verk, sem unnið hefði verið næstliðið ár á undan. Þá var ákveðið, þótt ekkert væri að því vikið í gjafa- brjefinu, að reisa 5 vísindastofnanir, eina í hverri af þeim vísindagreinum fyrir sig, sem ncfndar cru í brjefinu. Til þessa voru teknar af sjóðnum 2 milljónir. Einnig feingu þessar stofnanir allar rentur af höfuðstólnum fyrsta árið. Sjóðurinn var þá orðinn 30 milljónir. Ársrenta af því fje er rúm millj. og á nú ár- lega að skifta þeim peningum í fimm staði til verðlauna samkvæmt fyrirmælum gjafabrjcfsins. það yrðu þá rúmar 200,000 í hvern stað. En 50,000 kr. eru ætlaðar til ársútgjalda hverrar fyrir sig af hinum fimm stofnunum ; verða þá hver verðlaun árlega 150,000 kr. Þó þau sjeu á þennan hátt orðin nokkuð lægri, en annars hefði orðið, þá taka þau lángt fram öllu því, sem til er af sama tægi. Auk þess, sem verðlaunin ’gera hvern þann, sem einu sinni hreppir þau, sæmilega efnaðan, þ* má nærri geta, að það þykir ekki lítill heiður að hljóta þau, þar sem menn af öllum þjóðum hafa jafnan rjett til þeirra. Vciting þriggja verðlaunanna, í eðlistræði, efnaíræði og læknisfræði, er í höndum hins vísindalega aka- demís í Stockhólmi, veiting skáldskaparverð- launanna í höndum sænska akademísins og veiting friðarmálaverðlaunanna í höndum stór- þingsins norska. Nefnd manna er kosin til að undirbúa vcrðlaunaveitinguna í hverri' grein um sig. Sú nefnd á að skrifast á við helstu vís- indastofnanir, vísindamenn og rithöfunda um allan heim og fá tillögur þeirra og leiðbein- ingar. ] þetta sinn, eða fyrir árið 1901, hafa þessir menn feingið verðlaunin: í eðlistræði Vilhelm Konrad Röntgen, upp- fundingamaður X-geislana; hann er 56 ára gamall, fæddur 27. mars 1845, og nú kennari í eðlisfræði við háskólann í Wvrsburg. 1 efnafræði van’t Hoff kennari við háskólann í Berlin, f. 30 ág. 1852. I læknisfræði Emil Adolt Behring hásköla- kennari í Marburg, f. 1854. I skáldskap René Francois Armand Sully- Prudhomme. Hann er ljóðskáld, 61 árs að aldri og á síðan 1881 sæti í franska Akademí- inu. Friðarmálsverðlaununum hefur verið skift milli tveggja: Frédéric Passy, sem er einn af elstu formælcndum þess máis, og nú áttræður, f. 19. maí 1822, og Henry Dunant, stofnanda fjelagsins »Rauði krossinn*. Hann er nær 74 ára, f. 28. maí 1828. Þrír hinir fyrstnefndu eru þýskir, hinn fjórði og fimmti franskir og hinn síðastneíndi sviss- neskur. Verðlaunaveítíngin fór fram með mikilli við- höfn í Stokkhólmi og voru þeir fjórir sem verðlaunin nöfðu verið dæmd þar boðnir þang- að. Prudhomme var sjúkur og gat ekki kom- ið; hinir þrfr komu. Skáldskaparverðlaunaveitingin hefur vakið töluverðar þrætur eftir á Og þykir ekki hafa tekist sem best. Ekki svo að skilja, að allir, sem til þekkja, játi ekki að Prudhomme sje merkilegt skáld. En hann er lítt kunnur utan Frakklands og það þykir ekki koma vel hei»n við hugmynd Nobels um þann mann, sem hefði »unnið mannkyninu mest gang« o. s. frv. Eft- ir þvf hefði valið heldur átt að koma á ein- hvern almennt lesinn og heimsfrægan rithöf- utid, t. d. eins ogx Tolstoi. Nobel hafýíi verið mjög frjálslyndur maður, jafnvel byltingamaður í skoðunum. Eftir bókasafni hans að dæma hafa þeir Björnson og Ibsen verið uppáhalds- skáld hans. En sænska Akademíið, sem hann hefur falið að ákveða skálck kaparvcrðlaunin, er mjög afturhaldssamt og binir ráðandi menn í því allir gamlir og orðnir utanvið allar and- legar lífshreyfíngar frá síðustu tímum. Pegar einhver af meðlimum þess fellur frá, velur það sjálft mann í skarðið. í haust valdi það alv.eg óþekktan mann í sæti Gunnars Wennerbergs. En lángfrægasta skáld Svía, August Strindberg, þykir óhæfur til að eiga þar sæti. Ut af þessari verðlaunaveilingu hafa ýmsir af ýngri rithöfundum Svfa og eins ýms afhinum frjáls- lyndu blöðum á Norðurlöndum gert liarðar á- rásir á sænska Akademíið. BANNLÖG GEGN ÁFEINGI. — o— V. St. Th. Jónsson: Þó jeg standi nú upp til að tala fáein orð í þessu máli, þá er jeg al!s eigi undir það búinn, því jcg hafoi ekki hugsað mjer að biðja um orðið í kvöld. Jeg skal samt strax lýsa því yfir, að jeg get ekki verið þeim hinum heiðruðu ræðumönnum samdóma,er ^íðast töl- uðu, nema kaup. S g. Johansen, semjegskoða mín megin. Meðan jeg var í bindindisfjelag- inu var jeg alltaf og er enn á móti algerðu innfiutningsbanni á áfeingi, því í fyrsta lagi virðist mjer það óframkvæmanlegt, og í öðru lagi mundi það ekki hafa heppileg áhrif á þjóðina. Frá mínu sjónarmiði er það bein atturför, það er siðspiltandi og ómannúðlegt að taka þannig fram fyrir hendur manna, og ástæður fyrir þessháttar banni geta ekki orðið aðrar

x

Bjarki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.