Bjarki


Bjarki - 11.02.1902, Blaðsíða 2

Bjarki - 11.02.1902, Blaðsíða 2
2 en þær, að þjóðin sje eklci svo þroskuð, að hún geti stjórnað sjer sjálf. Sem dæmi má nefna, að þcgar fjárkláðinn gekk hjer um ár- ið, var rokið til og s.korið niður fjeð í heilum j .sveitum, og það gat verið rjett eins og þá stóð á, en auðvitað var það ekki rjettasta að- ferðin. — Nei, jeg er lækningamaður. það á að uppala þjóðina þannig, að það komist inn í hennar meðvitund, að það sje stór ósómi og skaði fyrir hennar geingi og velferð að drekka eða neyta mikils áfeingis. Að þessu eiga bindindisfjelögin að starfa og halda því áfram, þángað til að þessu takmarki er náð, og þó það ekki heppnist okkur,sem nú lifum, þá hef jeg þá föstu tru á eðlilegri framþróun og siðmenning vorra tíira, að okkar afkom- endur nái þessu takmarki. Það er fallegt að vera góður bindindismaður, en þó er fegurra að vera rjettur hófsemdarmnður, því það er sjálf hugsjónin (idealet). ÖIl ófrjáls lög skaða, og það er sorglegt að þurfa að viðurkenna, að sum af þeim lög- um, sem þingmenn vorir nú búa til, eru ærið rússnesk í anda, og venjulega eru frumvörp stjórnar vorrar mildu mannuðlegri og betur grunduð. Það er eðh mannsins áð vilja forvitnast inn í það hulda, sem hann ekki þekkir, og því er það rjett, að þjóðin sjálf daglega æfi sig í að þekkja gott frá illu, eins og vorir fyrstu for eldrar í Paradís, ef þau annars hafa verið til. Rjett þekking á mismun gó'ðs og ills gerir manninn færan um að hafa taum á girndum sínum*og gánga cinn og óstuddur veg dyggð- anna. Við eigum að læra að sjá og forðast hinar skaðlegu afleiðingar af ofnautn áfeingisins. Allt bendir á það, að vtð sjeutn skapaðir til eiiifrar blómgunar, en ekki til hastariegs al- gjörleika, og þvf verðum við bindindismenn að vera þolinmóðir, þó þetta cins og margt annað gott taki sinn eðlilega tima. Sem sagt, jeg vil eingin stórstökk í þessu máli. Jeg vii, að hin eðlilega framþróun ráði. Sígandi lukka er best. Pekinjf. Nið-url. þcgar ís leggur á Pei-ho-fljótið, eru Peking og Tientsin útilokaðar frá öllum satrgaungum við vmheiminn í fjóra mánuði. En einginn vandi væri að ráða böt á þessu. Ekki þyrfti annað cn ísbrjót eða gufubát, sem geingi reglulega fram og aftur eftir fljótinu til sjö- ar. En eioginn tekur sig fram til þessa og svo mun enn standa að niinnsta kosti um nokkur ár. Að skrautbyggíngum, söfnum og listaverkum borgarinnar hafa útlendíngar ekki aðgáng. Og þótt manni heppnist einstöku sinnum að múta presti eða umsjónarmanni til að lcyfa sjer inn, þá fyfltist þar strax af götuskríl, svo ánægjan verður eingin. í Tartatabænum er skcmtigarður einn harla fagur. Inni í honum er bfctaður borgarstjór- ans. Þar er einnig hinn merkilegi klukkuturn með 50,000 kg. þungri lclukku. Plenni er hringt um miðnætti hverja nótt og heyrist það um alla borgina. Meðal merkisbygginga má einn- ig nefna Himnamusterið í Kínverjabænum. Þar ber keisatinn fram fórn einusin.ú á ári, uiemma morguns 22. des., og þar biðst hann fyrir þeg- ar hætta vofir yfir af ofrniklum þurkum eða hall- æri. Þar er einnig Akuryrkjumusterið. Ajörð þess plægir keisarinn á hverju vori eitt plóg- far og með þeirri athöfn byrjarvor'vinnan. Þar fyrir vestan er Konfutsesmustcrið og Lama- musterið, en það var reist fyrir hálfri annari öld eftir kröfúm prestastjettarinnar í Tibct. Þar í nándinni er hin mikla prófskóiabygging. Það er fjöldi smáhúsa og er hvert áfast við annað og ná þau yfir stórt svæði. Þau eru aðeins notuð meðan háskólastúdentarnir eru að taka próf. Ar hvert eru um 3,000 úugra manna lokaðar þar inni t hálft þriðja dægur, hver í sínum klefa, meðan þeir eru að skrifa prófritgerðir sínar urn heimspeki Konfutses eða önnur vfsindaíeg cfni. Við inngánginn tii Tartarabæjarins er um- ferðin mest, eins og áður er sagt. Þar er höfuðgata bæjarins. 1 henni er meðjil annars hið nafntræga tehús. Öll framhlið þess er skreytt upphleyftum myndum, ýmist hvftum eða guluin, og skrautið er svo mikið, að ókunnugir verða hissa, þegar þeir heyra, að þetta sje veitiugahús. Við hlið þess er stór kryddbúð og fatabúð í mörgum deildum með silki, flaueli, dýrindis skinnavörum o. s. frv. og er hún full- kominn jafnoki alirastærstu verslunarhúsa í Vesturlöndum. Lamamusterið var leingi eina skrautbygging- in, sem útinndingar höfðu aðgáng að. Nú er því Iokað og menn fá þar aðeins aðgáng með því móti að múta prestunum. Jung-Ching keisari bjó þarna meðan hann var prins, en þegar hann kom til valda gaf hann presta- stjcttinni musterið og kallaði jafnframt 3,000 Lamapresta til landsins. En síðan Buddatrúín fór að tapa fótfestu í Kína hefur þeim aftur fækkað og nú eru aðeins nokkur hundruð þeirra við musterið. Margir af þessum prestum hafa áður lifað æfintýraíífi, en skotist síðan undir prestaskikkjuna til þess að breiða skýlu yfir gamlar syndir. Konfutshsmtisterið er allíaf lokað og það er erfitt að múta umsjónarmönunum til að sleppa sjer inn. En undir eins og hliðið opnast, þyrpist múgurinn af götunni inn. Þessi staður er mjög heilagur. Musterið er mörgþúsund ára gamait, mjög skrautlegt ®g merkilegt. Einu sinni ætíaði Einglendingur einn að kom- ast inn í þetta musteri, en til þess að kom- ast hjá því að Kínverjar yrðu of nærgaungulir tók hann upp á því, að klæða sig eins og Kín- verji. Þetta var gamall fcrðalángur. En nýi búníngurinn, víður siikikjóll og kragastígvjel og hárpískur, fjcll rnjög ílla við ensku ferða- mannahútuna og andlit Jóns bola. Maðurinn leit mjög hlægilega út. Þegar að hliðinu kom, hjelt dyravörðurinn að maðurinn væri ekki með öllu viti og ailt fólkið í kring skcllihló. Loks komu nokkrir prestar til, þrifu Jón bola í kragann, tóku peninga hans af honum og fleygðu houum síðan á dyr. Markaðirnir á götunum í Peking eru mjög fjörugir og hvergi kemur þjóðlífið eins vel fram og þar. Þar heyra menn gamla einkenni- lega þjóðsau-ngva, sem geymst hafa á vqrum fólksins frá laungu liðnum öldnum og þar er leikið á dúfuhljóðpípuna, en hún er almennt hljóðfæri í Ivína. Hún er búin dl úr bambus- reyr og stjelfjaðrir af dúfu fcstar við annan endann. Á þessa hljóðpípu má ná mjög fögr- um tónum. Leo Tolstoi og Nobelsverðlaunin. Ut úr Nobelsverðlaunaveitíngu sænsku Aka- demísins til skáldskaparins, hafa 42 Svíar, rit- höfundar, Iistameun og fagurfræðíngar, sent Leo Tolstoi svolátandi ávari) : »1 tilefni af því, að Nobelsverðlaununum til skáldskaparins hefur nú í fyrsta sinn verið út- býtt, óskum við undirskrifaðir sænskir rithöf- undar, listamenn og fagurfræðingar að tjá yður aðdáua vora. Vjer lítum ekki aðeins til yðar sem hins heiðursverða öidungs nútímans bók- mennta, heldur einnig sem eins afhinum miklu og djúpskyggnu skáldum, sem að vorri ætíun fyrst og fremst hefðu átt að koma til greina, jafnvel þótt þjer sjálfur hafið aldrei sóttst eft- ir nokkrum slíkum launum. Við höfum því fremur fundið hvöt hjá okk- ur til þess að ávarpa yður þessum orðum, sem það er ætlun vor, að stofnun sú, sem hefur það hlutverk undir höndum, að útbýta nefndum verðlaunum, sje nú sem stendur hvorki þannig skipuð, að hún geti talist fulltrúi fyrir hinum rfkjandi listasmekk hjer í landinu, nje hinu almenna áliti í þeirn efnum. Sú skoðun, má ekki festa rætur erlendis, að hin frjálsfiugs- andi og frjálsskapandi list sje ekki einnig hæst metin og lífseigust dæmd hjá vorri afskekktu þjóð.« Finnland. Um x/2 millj. Finna sendi Rússakeisara í fyrra ávarp og kvartaði þar yfir því, að hin nýa fyrirskipun um landvarnarskyldu í Finnlandi væri ólögleg. jafnframt kváðust þeir fúsir á að taka á sig byrðar til hernað- arútgjaida, ef þær væru Iöglega lagðar á. Svar keisarans er stutt og skýrt orðað. Flann seg- ir: »Ávarpi þessu veiti jeg eiugg. eftirtekt.c En landstjóri Finna, Bobrikoff, liefur ásamt keisarasvarinu birt tiilögur hins finnska ráð- gjafafulltrúa í St. Pjetursborg, Plehwe, sen» er rússncskur maður, og þykir sú aðferð nýlunda. Plchwe hefur lagt til að sumir af þeirs* em- bsettismönnum, sem undir ávarpið Iiöfðu skrif- að, verði sviftir embætti, en aðrir megi a!d- rei flytjast í æðri embaetti. Hann segir enn- fremur, að nauðsynlegt sje að Finnar fái að vita, að ef stjórnin meigi ekki reiða sig á, að embaettismenn hennar á Finnlandi fylgi henni aö málam, þá verði embœttin tekin af þeim og veitt rússneskum mönnum. Þræturnar um þetta mál hafa haft þau áhrif að útkoma þriggja finnskra blaða hefur alger- ioga verið bönnuð. Þar að auki hefur eitt blað verið bannað í fimm mánuði, annað í fjóra, þriðja í þrjá og fjóröa í einn mánuð. Enn hafa tvö blöð feingið árninníngu og að- vörun. Tveir finnskir embættismenn hafa ver- ið settir frá- embættum, yfirmenn tollgæslunn- ar og fángahúsanna. • Norðurljós. Norska ríkisráðið leggur til að stórþíngið veiti 38,000 kr. til norðurljósa- rannsókna. Formaður rannsóknanna á að verða prófessor Birkeland. Rannsóknirnar eiga að fara fram á fjallinu Haldde í Alten og á eynni Jan Mayen. Kirta. Snemma í f. m. kom Kínakeisari og keisaraekkjan með hirð sína heim aftur til Peking, eftir flóttann þaðan í sumar sem leið. Viðhöfnin var mjög mikil. Keisarafólkið var borið í gulum burðarstólum. Sendiherrar vest- urlanda feingu til umráða tvö hús við eina af þeim götum sem keisaraíylgdin fór um, til þess \ þeir gætu sjeð hana, og það er í frásögur fært i og þykir merkilegt, að gamla keisaraekkjan

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.