Bjarki


Bjarki - 25.02.1902, Síða 1

Bjarki - 25.02.1902, Síða 1
i Eitt blað á viku. Verð árg. VIL 7.1 borgist fyrir i. júlí, (erieori's. borgist fvrirframj. kr. kr Seyðisfirði, 25. febr. Uppsögn skr ifleg, ógiid n ema komin | sje til útg. fyrir r.okt. og kaupandi sje þú skuidiaus við biaðið. 1902. Enn um banníögfn. — o-— I undanfarandi blöðum hefur Bjarki flutt greinar með og móti banniögum gegn áfeingi. Af formælendum málsins hafa verið færðar fram ýmsar ástæður með bannlögunum, sem jeg á eingan hátt get fallist á. í’cgar um laganýtnæli er að ræða, þá cr spurningin í fyrsta lagi: Hvað getur gott af | lögunnm Icitt og hverjum eru þau gagnleg ? 1 öðru lagi: Eru lögin rjettlát ? Fyrri spurningin lýtur að hagsmunum þeirra sem lögin eiga að vernda. Síðari spurningin j lýtur að því, hvort þau komi ekki óhæfilega í ! bága við rjettindi, hagsmuna eða frelsi annara. Og hvernig er nú þessu tvenuu varið að jiví er snertir lög þau sem hjer er um að ræða ? Gagnvart þeim standa menn í þrem fylking- um; eina skipa bindindismennirnir, aðra hóf- semdarmennirnir, þriðju ofdrykkjumennirnir og fjölskyldur þeirra. En ofdrykkjumenn kalla jeg þá eina sem auðsjáanlega hafa bakað sjer tjón með drykkjuskap, annaðhvort efnalega, eða Jtá á heilsu sinni, og þá sem vínnautnin hefur þau áhrif á, að þeir jafnaðarlega verða valdir að enhverju óhöppum, ef þeir verða ölvaðir. Fyrir þennan síðastnefnda flokk yrðu nú lög t'n gefin, ef til þess kæmi, og fyrir hann ein- an. Bindindismönnunum etu þau ekki gagn- leg, hófdrykkjumönnunum ekki heldur. En Iát- um svo vera, að þau sjeu þriðja flokkinum gagnleg. Píve fjölmennur er nú sá flokkur? Um það verða án efa mjög deildar skoðanir. En víst er um það, að hann er aðeir.s lítill minni- 1 hluti. Pá er þess að gæta, að ofdrykkjumennirnir j sjálfir standa einkennilega að vígi gagnvart j þessum lögum. Einmitt þeir, mennirnir sem þau eiga fyrst og frerost að verða að gagni, geta verið mótstöðumenn þeirra, einmitt þeim getur virst þau strátigasta órjettlæti. Í’ví þeir sent einu sinni eru orðnir ofdrykkjumenn eiga erfiðast með að vera án vínsins. Lögin yrðu ekki gefin til þess að vernda nokkurn rjett eða hagsmuni þessara manna gagnvart öðrum, heldur til þess, ef svo mætti segja, að vernda hagsmuni þeirra gagnvart sjálfurn þeim, koma í veg fyrir, að þeim veittist tækifæri tii að vinna sjálfum sjer tjón. Vegna þessa yrðu bannlögin gegn áícingi annars eðiis en nær öll önnur liig, sem gefin eru, og dæmin, sem tekin hafa verið fram af foimælendum þeirra hjer í blaðinu, t. d. um bann gegn æðarfugla- og hrcindýra-drápi, bann gegn giæpum: mann- drápum, þjófnaði o. s, frv. ciga hjer alls ekki við. Tilgángur þessara laga yrði sá, að koma i veg fyrir að ofdrykkjumeimirnir vinni sjálfum sjer tjón með drykkjuskap og, að vernda hags ntuni fjöiskyldna þeirra. Með þessu tef jeg fyrri spurningunni svarað. En þá kemur hitt til álita, hvort lögin sjeu ! rjettlát gagnvart öilum hinum. Það er síðari spurningin. Og hver er nú sá mælikvarði sem við höf- um tii að meta þctta ? Annar af formælend- um banniaganna hjer í blaðinu kom fram með kenningu J. St. Miils utn þetta efni til styrk- ingar sínum málstað, en skilur hana auðsjáan- lega f sambandi við þetta mál þveröfugt við það sem höf. ætlast tii. J. St. Mill kcnn- ir : Sannarlegt og rjettmætt frelsi er í því fólg- ið, að hver einstaklingnr megi óbindraður gera hvað sem hann vill, ef hann ckki með því vinn- ; ur öðrum tjón, þ. e. með öðrum orðum: Hjá ; sannfrjálsri þjóð hefur Iöggjöfin þá fyrst rjett til að taka t taumana við einstaklinginn og i hefta freisi hans, þegar hann mcð breytni sinni bakar öðrum tjón. l'að er mikið efamál, hvort löggjöfin hefur, samkvæmt kenningu J. St. Mills, rjett til að taka áfeingíð með valdi frá ofdrykkjumannin- j um, hvernig svo sem á stendur, þótt ailirjáti j að honum sje það stórskaðiegt; það er jafn- j . vel efamál, hvort leyfilegt sje, samkvæmt þess- j ari kenningu, að banria almenna sölu á bráð- drepandi citri handa þeim sem ef til vill vildu nota það til að fyrirfara sjer. Það er vafa- samt, hvort menn hefðu leyfi til að hindra j sjálfsmorð, þótt það væri frami^ fyrir augum þeirra. Svo rnikils metur J. St. Mill einstak- lingsfrelsið. En það er alls ckkert efamál, að eftir kenningu fians ætti löggjöfin ails eingan rjett að hafa til að svifta hófdrykkjumanninn áfeinginu. J. St. Mill mundi ckki hafa talið þjóð, sem byggi við slt'k lög, frjálsa þjóð. Eftir hans kenningu hefur sannfrjásleg lög- gjöf rjett til að fcanna þjer að vega mann, af því að með því verður að álíta að þú vinnir tjó.n þeim scm þú drepur, — að banna þjer að stela, af því að með þ\7í vinnur þú tjón þeim sem þu stelur frá, —wð lianna þjer að drepa æðarfugia, með þeirri skýringu, að hver æðarfugl sjc einstats manns eign, — að banna þjer að skjóta hreindýr, af því að hreindýra- veiðarnar sjeu atvinnuvegur, sem allir hafi jafn- an rjctt tii, en með því að gefa þjer ótak- markaðan rjett til að drepa svo mikið af þeim sem verkast vill, eyðileggir þú þennan atvinnu- veg fyrir öðrum. En hún hefur naumast rjett til að hindra þig frá að drekka sjálfan þig i hel, þótt þú svo viidir. Og þvf síður hefur löggjöfin rjett til að banna hófscntdarmönnun- um áfeingið, sem hvorki nota það sjálfum sjer nje öðrum til tjóns. »í’egar hegðun manns er skaðvæn högum ann- ara nær valdhringur matmfjeiagsins yfir hana, og þá kemur það til áiita, hvort það sje al- menningsheill tií eflingar að mannfjelagið sker- ist í leikinn. i’cssa setningu eftir J, St. Miil tekur annar formælandi banniaganna, D Ostlund, upp sín- um málstað tii stuðnings. En hann misskilur hana svo herfilega að furðu gegnir. Hann seg- ir : »Nú cr það einmitt »komið til álita«, að það »muni almenningsheill til eflingar« að banna aðflutning og sölu áfeingra drykkja.* Hugsunarvillan er svo augljós að naumast þarf að benda á hana. Fyrst og‘ fremst verður hann að sýna og sanna, að sá sem neytir áfeingis skaði með því aðra en sjáifan sig, ef hann á annað borð gerir það. Síðar. »kemur það tii álita«, hvort það muni aimenningsheill til eflingar að mann- fjelagið skerist í leikinn. Og þá kemui það líka til álita, á hvern hátt mannfjelagið hafi rjett til að skerast í ieikinn. lJað nær nú eingri átt, að halda því fram, að ailir sern áfeingis neyta skaðí með því bæði sjáifa sig og aðra. En látum svo vera að segja megí, að auk þcss sem ofdrykkjumaðurinn vinni sjálíum sjer beinlínis tjón rneð víndrykkjunni, þá geti har.n einnig óbejnlínis unnið öðrum tjón með henni, þ. e. konu sinni, börnum o. s. frv. Hjer »kemur það þá til álita«, hvort mannfjelagið eigi að »skerast í *Ieikimo«. En riieð því er eingan veginn játað, að það megi gera þetta á hvern hátt sem verkast vill. Löggjafarvftldið getur »skorist í leikinn* á ýmsan hátt. Það gæti t. d. svilt ofdrykkju- manninn fjárforræði; það gæti bannað að veita houum eða selja honum vín, eins og þetta nu er bannað að því er snertir þá menn sem feingið hafa »dilirium«. Annars skal jeg ekk- ert út í það fara, að dæma um, hve lángt löggjöfin ætti að gánga í þessu efni. Hitt virðist mjer augljóst, að eingin frjálslynd lög- gjöf geti »skorist í leikinn» á bann hátt, að banna aðflutning áfeingis, því að með þessu svifti bún tugí manna (hófdrykkjumennina) per- sónulegu frelsi vegna hvers cinstaks ofdrykkju- manns. Þessi bannlög yrðu svo ófrjálsleg gagnvart hófdrykkjumönnunum, að þau væru þeirra vegna n.eð öllu óhafandi. Setjum sem dæmi, að D. Östlund. misbrúk- aði að einhvcrju leyti prentfrelsisrjettinn, færi t. d. að gefa út svæsin guðlcysisrit. Þetta kemur án efa aidtei fyrir, en samt sem áður er hægt að hugsa sjer það. Mannfjeiagið yrði að skerast í leikinn. En væri nú skynsamlegt eða rjettlátt að það gerði þetta á þann hátt, að banna alla bókiprentun í landinu og inn- flutning á prentvjelum, prentsvertu og letri, vegna þess að þessi eini maður hefði misbrúkað þessa hluti? Formælendum bannlaganna er verst við hóf-

x

Bjarki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.