Bjarki


Bjarki - 25.02.1902, Blaðsíða 2

Bjarki - 25.02.1902, Blaðsíða 2
2 drykkjuna af því að hún er þröskuldurinn f vcgi fyrir framkvæmd á hugsjón þeirra. l’eir scgja, ■ ? meðan hófdrykkjumenn sjeu til, þá verði alltat til ofdrykkjumenn, eða, meðan vínið ']i á annað borð um hönd haft, verði það allt- ;.f misbrúkað af einhverjum. í’etta kann vel að vera, cn það rjettlætir ekki bannlögin, eins og áður er sýnt. Meðan skotvonp og eggjárn eru flutt til landsins, er það víst, að fleiri eða færri meiða sig stöðugt á þeim. Samt dcttur eingum í hug að banna þau. Meðan eldur er kvevktur í húsurn, gerir hann vafalaust stöðugt einhverj- um tjón. Samt dettur eingum í hug að fyrir- bjóða eldinn. En bannlagamennirnir segja : Þetta er alltsaman nauðsyniegt, en áfeingið ger- ir mörgum tjón, en eingum gagn. En til þess að fella þann dóm hafa þeir eingan rjett. Hófdrykkjumaðurinn segir með fullum rjetti : jeg hef ánægju af víninu ; það veitir mjer gleðistundir, sem jeg vil ekki sleppa eða fara á mis við. Og löggjöíin hetur ekki fremur rjett til að svifta hann víninu, en t. d. töbaksmanninn tóbakinu, kaffikeliínguna kaffinu, o. s. frv., o. s. frv., ekki fremur rjett til að banna honum það en bverja aðra munaðar- vöru. Einn af andmælendum bannlaganna, St. Th. Jónsson, hefur sagt hjer íbiaðinu: O’aðerfalb egt að vera góður bindindismaður, en þó er fegurra að vera rjettur hófsemdarmaður.« Þessu er jeg samdóma. Starf bindindisfjelaganna er gott og gagnlegt, en það cr gott og gagnlegt aðeins vegna þess, að vínið cr ekki brúkað af öllum á rjettan hátt. Bindindisfjelögin, eink- um Goodtemplarfjeiagið, eiga mikinn og góðan þátt í því, að sú skoðun útbreiðist meir og meir, að það sje brot á móti almcnnu velsæmi að láta sjá sig til muna ölvaðan. Þetta er :j;-tta leiðin. En á mcðan bindindisfjelögin /inna rneð góðum árángri í þessa rjettu átt, pá starfa þau líka rnóti bannlagahugmyndinni. Því cftir því sern ofdrykkjumönnum fækkar, eftir því hlýtur rjcttleysi þeirrar hugmyndar að verða meir og meír augijóst. llún er fjarstæða, sem jeg get naumast trú- að, að gætnir og glöggir bindindismenn fylgi fram í fullri alvöru. Ræningjar í Ameríku. — o — í Suðurfylkjum Bandarikjánna haldast enn við flokkar af ræningjum í skógunum, iíkt og t Ítalíu, og ráðast á ferðamenn. Danskur mað- ur, J. B. Evers, segir svo frá einum slíkum viðburði, og er frásögnin hjer tckin eltir ferða fcók H. Cawlings : Jeg var á leið til Danavángs í Texas og *at datlandi í vagninum. Það var um miðja öótt. AHt í einu vöknuðu allir farþegarnir við ferak og bresti. Mjer datt strax í hug, að lestin væri komin í ræningja hendur og jeg vissi við hverju þá mætti búast. Jeg átti tvo 20-doIIaraseðia í vasabók minni og flýtti mjer að ná í þá, stakk þeim upp í mig og tuggði þá saman í harðan köggull og spýtti honum á gólfió. Við heyrðum að allt var í uppnámi í næsta vagni fyrir aftan okkur og [rað lctð líka ekki á laungú áður en hurðinni á vagn- inum, sem jeg var í, var spyrnt upp og sex menn komu inn með grímur fyrir andlitunum og skambyssur í höndunum. »Hendurnar upp f loftiá!* kölluðu þeir til okkar. Við hlýddum og einn af rænigjunum mæitu til okkar á þessa leið : «Frúr og herramcnn! Arferðið er ekki sem best nú og bágindi hjá okkur; þessvegna neyð- umst við til að taka með okkur peningapýngj- ur ykkar og ur. Gerið þið svo vel að halda handleggjunum upp í loftið meðan við leitum í vösum ykkar; það ska! ekki standa leingi á þvf.’« Hann dróg upp bóginn á stórri sammbyssu, rak upp hlátur, sneri sjer til kvenfólksins og sagði: »Verið þið ekki hræddar, góðu frúr; með- an við erum hjá ykkur eruð þið eins óhultar og hjá skriftatöður ykkar í New Orleans.« Ber- ið þið gamla manninum kæra kveðju okkar « Að svo mæltu fóru þeir að leita {• vösum okkar og voru ótrúlcga handfljótir og fingra- fimir. Einn af farþegunum bað þá að lofa sjer að halda gullúrinu sínu, sagði, að það væri menjagripur, gjöf frá konu sinni. Ræninginn, sem við hann átti, leit á i'irið, klóraði sjer bakvið eyrað og sagði : »Urið er 200 doilara virði, herra minn — 200 dollara virði ! — sem jeg með ánægju gef yður. Má jeg svo biðja yður að bera konu yðar auðmjúka kveðju mína, og það með, að jeg vona, að hún minnist mín í kvöldbænum sínum. Nafn mitt er Jim.« Eins og sjest á þessu voru ræningjarnir mjög kompánalegir við okkur. Farþegarnir, snmir hverjir, tóku spauginu vel. Mcðal þeirra var gamall skipstjóri frá Houston. Hann kal!- aði allt í cinu upp: »Fjandinn hafi það að jeg stend svona leing- ur fyrir ykkur nema þið gefið mjer munntó- bak ! < »AIiright!i sagði ræningjaforingjinn og sneri sjer til eins af mönnum sínum: »Sam, geíðu karlfuglinum tóbak!« Sam rjetti tóbak að skipstjóranum og bann beit í það eins og ekkert væri um að vera. Svo tók Sam til verks síns aftur. Ræningjarnir fundu ekki seðla Evers á gólf- inu. Hann átti aðeins lí„ dollar eftir í vasa- bókinni og hann tóku þeir og sögðu um leið, að það væri vitiaust að leggja út í lánga ferð með svo lítið af peningum. Evers hafði gam- allt silfurúr; það tóku þeir, en sögðu að mönn- 11 m sem ekki ætti gullúr, ætti ekki að leyfast að ferðast í bestu og dýrustu vögnunum. Þegar ránunum var lokið, tóku þeir gufu- vagninn frá lestinni og óku á honum eiuum tvær míiur til baka; þar höfíu þeir hesta sfna. Vesturheímsbrjef í Þjóðólfi. -°--- í 58 io. »Þjlðólfs« síðastliðsins árs birtist grein í á Erlendi Jónssyni, sem virðist eiga heima í Pembfna í Norður-Dakota, mcð yfir- skrift: »Astand verkamanna í Norður-Amerfku.* Jeg get ekki stillt mig um að gera nokkr- ar athugasemdir við áminnsta grein, af þvf þar úir og grúir af ósönnum staðhæfingum, sem annað tveggja er af vanþekkingu, eða ill- girni, en þó lfklegast hvorutveggju. Jeg ætla ekki að fylgja nálcvæmlega krákustig hófundar- ins, en aðeins að sýna ósamkvæmni mannsins. Hann leggur af stað, að mjer virðist, frá Pem- bína og norður til Manitoba og lýsir þar land- kostum á þessa leið: • Manitoba er eins og kunnugt er víðáttumikill landfláki. Norðurhluti hans er hrjóstugur og skógi þakinn, að stöðuvötnum frátöldum, og þar að auki liggjandi of nærri kuldabeltinu, svo þar er elcki um neina hveitirækt að ræða.« Svo bregður náungirin sjer suður til Dakota og hittir þar 12 bushels á ekrunai af hveiti, en gefur þó í skyn að sú áætlun sje ekki áreið- anleg. Kn þetta er ekki það eina óáreiðanlega í greíninni, Skreppurhann svo austuryfirRauðátilNorður- Minnisota eins og hann kallar það, og segir að þar sje ómunalega góð hvéitiuppskera. 1‘essu trúi jeg ekki, o.g líklega einginn sem þekkir jafnmikjð tll Dakota og jeg; eða gamia Rauðá er farin að verða áhrifamikil, ef hún getur gjört þann mismun á Vestur- og Austur- bökkum, sem ekki eru nema fáir faðmar á milli. En svo getur greinarhöf, um, að á sum- um pörtum Minnisota sjeþví nær einginn!! hveitiuppskera, sem stafi að því, að ekki hafi verið sáð í landið á síðastliðnu. vori. Hvað geingur að manninum? er hann -brjál- aður f veit hann ekki að það ' þarf að sá til þess að fá uppskeru? Næst þýtur höf. norður til Manitoba og segir : Manitoba er taiið einna besta hveitiuppskeru- landið, enda er mikið af þvf látið, eðlilcga til þess að landinu verði veitt cftirtekt. Jcg set þessa setningu hjer aðeins til að sýna samkvæmnina hjá höf. berandi saman við það sem hann segir fyr í grein sinni um Manitoba. Svo byrjar hann á að skamma bændur fyrir illa meðferð á vinnuiíðnum og iágt kaup, sem ekki sje netna tvcir dollarar á dag; því dett- ur mjer ekki til hugar að svara, því það er sannarlega ekki svara vert, því tveir dollarar á dag er álitið mjög gott kaup fyrir aimenna vinnu, jeg vil segja hvar sem cr í heiminum nerna í Klondyke, par sem kaupið er átta doll- ara á dag. En til að sanna sögu sína kemur hann með sfna 10 ára persónulegu eigin reynslu!! (gott cr málið). Nú lvemur það sem jeg játa að jeg skil ekki og á því ekkert við það atriði, aðeins leyfijeg mjer að setja setninguna orðrjettja hjer: »Samt eru heiðarlegar undantekningar í þessu atriði, og sumir fara mjög vel með verka- menn sína, og kemur það til af sómatilfinning og dreinglyndi, cn ekki að þcir þurfi þess vegna mannelsku.* »Nei, þvert ámóti«. Jeg nenni ekki að vera að eltast við vitleysur þessa Erlcndar; jeg skal aðeins benda honum á, hvar hann getur feing- ódýrara fæði heldur en iJ/4 dollar á dag. Hann getur valið úr fjöldamörgum Hótellum í YVinnepeg og borgað aðeins I dollar á dag fyrir fæði og herbergi með öilum nýustu og bestu þæginduin, en það er máske ekki nógu fínt fyrir landann. — Höf. hefði mátt geta þess þegar hann er að svívirða stjórnina, auðvitað veit einginn hvert hann meinar Bandaríkja eða Canada-stjórn, fyrir Kínverja, að hún, stjórnin í Caoada, hefur lagt innflutningstoll á Kín- verja, roo doliars á hvern mann, svo það er nóg til að sýna að stjórnin hlynnir ekki aí aðflutningi frá Kfna. Síðan kemst hetjan þann- ig að orði: »Til að afstýra ölluni misskilningi, skal þess bjermeð getíð, að jeg er ekki að leítast við að lasta landið Ameríku, en jeghata stjórn þess.« Einginn veit hvort manntetrið meinar Banda- rfkjastjórn eða Canadastjórn, sem þó getur gjört dálítið strik í reikninginn. Hann fcr ekki nákvæmar í það en að kalla

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.