Bjarki


Bjarki - 27.02.1902, Blaðsíða 1

Bjarki - 27.02.1902, Blaðsíða 1
Eitt blað á víku. Verð árg. 3 kr. V 11 O. borgist fyrir '< Julí> (erlendis 4 kr borgist fyrirfram). Seyðisfirði, 27. febr Uppsögn skr ifleg, ógild nema komin sje til útg. fyrir i. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. 1902. F \/v\ v\ Qoti 1 v í bindindishúsinu á yinitsöLui sunnudaginn ki. 5 síðdegis. Allir inn boðnir. D. Östhind. y\uglýsíncj. Samkvæmt áskorun frá kaupmanni Sig. Jo- hansen var haldinn fundur 18. þ. m. af hlut- höfum í íshúsinu, sem keypt var á Garðars- uppboðinu. Á fundinum mætti meirihluti hluthafa, og var þar ákveðið að reglulegan aðalfund skyldi halda 10. Mars n. k kl. 12 á hádegi á Hótel Seyðisfjord, þar setr gjört verði út um það, hvenær búsin skulu rifin niður og hvernig ráð- stafa eigi viðnum: Samkvæmt þessu er hjer með skorað á alla hluthafa að mæta á funcíi þessum á tilteknum stað og tíma. Seyðisfirði 21. febr. igc2. St. Th. Jónsson. Jóh Vígfússon. Þórarinn Guðmundsson. KONÚNGSBOÐSKAPURINN. UNDIRTEKTIR BLAÐANNA. — o — Eftir blöðunum að dæma virðast menn nú einmála um það úr báðtim flokkum, að taka tillögum stjórnarinnar: ráðgjafa búsettum í Reykjavík með því fyrirkomulagi sem gert er ráð fyrir í greininni í »Dannebrog« 12. f. m. sem þýdd var hjer í blaðinu. Öll sunnlensku blöðin eru samdóma um þetta. Til vestfirsku blaðanna er konúngsboðskapurinn ekki kominn þegar póstur sá, sem enn er hingað kominn, fer þaðan. Norðlensku blöðin bæði fylgja þessu. Samkomulugsnefndin á Akureyri hefur fallið frá fyrri tillögum sínum, eins og Bjarki gat til, eftir að henni barst konúngsboðskapurinn. í ávarpi, sem hún hefur gefið út og prentað er í »Norðurlandi,< segir hún svo: >Eftir síðustu fregnum frá Kaupmannahöfn var full ástæða til að ætla að ráðgjafabiíset- unni mundi fy'gja sjerstakt eftirlit af hendi ráðaneytisins danska og ráðgjafi vor því verða að ýmsu leyti alltaf háður því eftirliti. Kon- úngsboðskapurinn cr því óvænt gleðiefni fyrir oss íslendinga og væntum vjer því, að allir Islendingar muni nú verða á eitt mál sáttir um að taka því fegins hendi, að fá ráð- gjafa, jafn-rjettháan öðrum ráðgjöfum, tá- settan í Reykjavík. Um þetta virðist oss einginn ágreiningur cigi að vera, eða geti orðið meðal Islendinga og því fremur er ástæða til þess að vænía þess, að allir verði á eitt mál sáttir, þar sem það er beinlfnis ti'ætlunin, að ráðgjafinn beygi sig fyrir þjóðræðinu ...» o. s. frv. Síðar í greininni segir: » . . . sjáum vjer ekki til neins fyrir ís- lendinga að hefja baráttu til þess að fá land- sjóra með ráðgjöfum hjer á landi, því um það atriði iiggur nú fyrir skýlaus neitun frá stjórn- inni. Væri þeirri baráttu haldið uppi, þá yrði þjóðin að hafna því fyrirkomulagi sem nú býðst og geymir í sjer stórar umbætur á núverandi ástandi og lángt til fullnægir hinum ýtrustu kröfum, sem gerðar hafa verið-« Þar sem aliir eru nú samdóma um aðaiat- riðið, samdóma um það fyrirkomulag sem val- ið skuli, og því er heitið staðfestingu af stjórn- inni, þá virðist svo sem þrætumálinu ætti þar með að vera Iokið. Framfaraflokkurinn má vera vel ánægður með sigurinn, bæði á alþingi í sumar og hjá stjórninni nú. Og þó mót- stöðuflokkurinn sje nú, móti betri vitund, að reyna að eigna sjer mestan þátt í úrslitunum og klóra yfir fyrra meðhald sitt með undir- tylluráðgjafanum, þá er óþarfi að fást stórlega um það. Höfuðatriðið er að vinna sigurinn, en ekki hitt, að auðmýkja þann sem sigraður er. Þó ættu fæstir afþeimsem voru móti stjórn- arbótinni á síðasta þingi að verðaendurkosnir. þeir virðast margir hverjir vera svo gramir og úrillir enn, að óvíst er hvað þeir kynnu fyrir að taka, ef þeir hefðu ráðin. SMÁPISTLAR. Eftir Dr. X. — o— 1. AFLEGGIÐ LYGAR OO TALIÐ SANNLEIKA. Ef þjer hyggið að þá fyrst skuli segja sann- leikann afdráttarlausan, þegar búið sje að finna gallalausa skýringu alls þess, sem mannssálin þráir að vita, Og setja hana í stað hinna gömlu ellihrumu trúarkenninga— þá má hiklaust bíða til eilífðar. Engin kenning hefur orðið til og náð þroska, fyr en aðalatriðunum hefur verið haldið djarfmannlega fram þvert ofan í ráðandi og ríkjandi skoðanir samtímismanna. Reis þú nýja húsið fyr en þú rífur hið gamla niður, segja menn, en gleyma því, að ómögu- Iegt er að byggja það á sama staðnum nema rífa gamla hreysið. Hvernig er hugsanlegt að menn aðhyllist nýjar kenningar, ef aldrei hefur verið rótað við gildi gömlu kreddanna og ef þær fylla huga mannsins, svo hann einga breyt- ingu þráir. Sannleikurinn verður eigi sagður nema lýgin sje sakfelld um leið. Það væri að vísu ánægjulegast að bera aðeins sannleikanum vitni og lofa lýginni að rotna sundur óhræðri, en því miður er slfkt oftast óframkvæmanlegt þegar til þess kemur, Þjer er velkomið að hafa þessar skoðanir sjátfur, en í öllum bæn- um, láttu ekki bötn og fáfróða heyra slíkt. — Oft má satt kyrt satt liggja. Þctta er annað viðkvæðið hjá þeim, sem einga meiningu þora að hafa, en ráðið er óviturlegt og væri aðeins til þess að styðja að vexti og viðgángi nj'rrar heimsku og hjátúar. Ef hin komandi trúar- brögð eiga að fullnægja öllum sálum, fróðum sem fáfróðum, þá verða þau að byggjast á hinni dýpstu lotningu fyrir því sem í raun og veru e r, lotningu fyrir sannleikanum. Margt er nauðsynlegt, en eitt er nauðsynleg- ast, og það er að þræða djarfmannlega og krókalaust veg sannleikans og hafna algjörlega öilum þessum millivegum, sem orðnir eru hverjum manni viðbjóður. Takmarkið sjest glöggt þótt fjatiægt sje, og nú er eingum þörf á því leingur að ferðast í dularklæðum eða eftir einhverjum leyni- eða króka-stigum, heldur ekki gjörist þess þörf að afsaka það, að maður hafi satt að mæla. Látum oss tala og hugsa sem frjálsa og ein- arða menn, og gerum vjer það, þá mun oss veitast sú æðsta gleði, sem mönnum getur hlotnast — meðvitundin um það, að vjer höf- um eftir vorum litlu kröftum borið sannieik- anum vitni, en á honum byggist allur siðferð- isþroski og öll farsæld mannkynsins. (Leslie Stephen.) 2. TRUIN A ANNAÐ LÍF. Þó undarlegt sje eru menn allajafna frakk- astir á að dærna um það hiklaust, sem þeir minnst vita um. Þeir segja mest af Ólafi kongi sem hvorki hafa heyrt hann eða sjeð, segir- máltækið. Láti nokkur efa f Ijósi um annað líf eftir þetta, þykir flestum það hin mesta goðgá, þó fæstir hafi nokkra ljósa hugmynd gjört sjer um það mál. Hugsunarlaust jetur hver eftir öðrum sömu áfellisdómana og sömu barnalegu ástæðurnar. Ef lífið eftir dauðann á að svara á nokkurn hátt til þeim hugmyndum sem alrnennastar eru um það, þá þart meðvitund og persónuleg- leiki hvers manns að haldast, einnig endur- minningin um líf hans hjer á jörðunni. Vini sína og vandamenn þarf hann að geta hitt og þekkt aftur hinumcgin grafarinnar. Vanti þetta slitn- ar sambandið milli þessa lífs og hins, og rjett- lætistilfinningu mannanna, sem oft verða fyrir misjöfnu í þessu lífi, án þess að hafa til þess unnið, verður eigi fullnægt að öðrum kosti. Hvernig mannsins einkennilegi persónuleiki getr ur haldist, þegar taugakernð og líkaminn sem hann er svo náið teingdur leysist upp og verð- ur að moldu, er mjög erfitt að skilja. Hitt

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.