Bjarki


Bjarki - 27.02.1902, Síða 4

Bjarki - 27.02.1902, Síða 4
4 prentuð eru í blöðum og tímaritum og þar á ofan margt, sem aldrei hefur komið á prenti. fsinil heíur nú fyllt fjörðinn hjer og ná- læga firði. Veður er stillt, þoka á fjöllum og frostiaust þar til í gær; þá 2 st. R. Að lík- indum er þessi ís ekki annað en spaung hjer útifyrir Austíjörðunuro. Herra ritstjóri! Af því ágreiningur hefur orðið út af grein þeirri óhrærandi áfeingisbannlögin, í 6. tbl. Bjarka, sem þýdd er 'úr ferðasögu Cawlings um Ameríku þá vil jeg óska eftir rúmi í blaði þínu fyrir eftirfylgj- andi línur. Síðan jeg skrifaði grein mína í 3. tb. *Frækorna« hef jeg haft tækifæri til að kynna mjer bók Caw- lings, sem umrædd grein í Bjarka er þýdd úr, og hef jeg komist að raun um það tvennt: að Cawling segir sjálfur ekkert um bannlögin í Ameríku eða þá reynslu, sem þau hafa feingið þar og leggur eing- an dóm á það, hvort þau gefist vel eða illa; í öðru lagi að þú hefur ekki farið rjett með sögukaflann, er þú þýddir hann. i*ú segir, að Ameríku-maðurinn sem Cawling átti tal við um bannlögin og sem þú nefnir »einn af æðstu lögreglumönnumc í Clinton, hafi boðið Cawling þar inn á veitíngahús upp á »bjór.«. En í bókinni stendur: »Well, lad os gaa ind og faa en Drink (við skulum koma inn og fá okkur að drekka). Hjer breytir þú »vatni í vín,< •— þýðir orðið »Drink« ránglega til hagsmuna fyrir málstað andstæðingaáfeingisbannlaganna. Svo hleyp- ur þú algörlega yfir næstu setningar, að líkind- nm af því að þær rýra að mikluro mun þýðingu grein- arinnar, sem röksemdar gegn bannlögunum. Setn- ingar þessar hljóða svo: »LögregIustjórinn heitir L. Ries. Hann er dansk- ur og sjálfsagt eini danski lögreglustjórinn, sem nú er í Norður-Ameríku. Hann var fjærverandi en jeg Ijet undrun mína í Ijósi við þjón hans (»Assi- stent«) yfir því að geta í hans fjelagsskap (o:þjóns- ins) brotið skýlaust boð laganna« o. s. frv. Rað var þannig í fjelagsskap »assistentsins, en ekki lögreglustjórans að Cawling fór inn á veitinga- húsið, og það finnst mjer gjöra talsvert styrk í reikn- inginn, því fyrir það sama gefur greinin ekki tilefni tii þeirra ummæla þinna í síðasta (7.) tbl. blaðs þíns að bannlögin sjeu« fyrirlitin af löggjöfum og stjórn í Ameríkn. Jeg vona því að þú misvirðir það ekki við mig, þótt jeg enn telji grein þessa »harla lítils virði«sem röksemd gegn áfeingis bannlagahugmynd okkar hjer. Á. Jóhannsson. Bjarki hefur ekki viljað neita hinum heiðraða höf. um að birta þennan greinarstúf hans, þótt mjer sje hinsvegar með öllu óskiljanlegt, hverja þýðingu hann geti haft fyrir málstað hans. Orðið »Drink* er auðvitað ekki nákvæmlega þýtt með »bjór«. Bindindismaðurinnvill að það þýði »vatn«. Hvorugt er nákvæmt, því orðíð þýðir »drykkur«. En mín þýðing er auðsjáanlega rjettari, fyrst af því, að hjer er um að ræða drykk á bjórsölustað og í öðru lagi af því, að síðar í greininni er skýrt frá, að drykk- ur sá sem bjer er um að ræða hafi verið bjór og ekkert annað. í"að kemur þessu máli sáralítið við, hverrar þjóð- ar lögreglustjórinn í Clinton sje. Að kalla hann »einn af æðstu löggæslumönnum bæjarins* hafði ver- ið rángt, af því að hann einn er æðstur. Lögreglu- þjónarnir á götum bæjarins eru lægstír í tigninni. Hinn ískyggilegi maður, sem bjórinn drakk með Cawling, stendur auðvitað skör lægra en lögreglu- stjórinn, en aftur skör hærra en fjöldinn af lög- regluþjónunum. Þessvegna er hann rjettnefndur »einn af æðstu Iöggæslumönnum bæjarins.* Á. J. misskilur orðið »Assistent«, í bókinni. »As- sistentar« á lögreglustofum eru alls ekki »þ;ónar« lögreglustjórans, ekki fremur en lögreglumenn í íslenskum bæjum, þar sem þeir annars eru nokkrir, eru þjónar bæjarfógetanna,hreppstjórarnir sýslumann- anna, sýslumennirnir amtmannanna. Hann villist á því, hvernig þetta orð er notað um verslunarþjóna hjer á landi. Að bannlögín sjeu í Bandaríkjunum fyrirlitin af löggjöfum og stjórn sýnir grein Cawlings svo glöggt sem framast má verða. Annars nenni jeg hreint ekki að vera að ræða þetta frekar við hinn góða mann. Ákafi hans út af öðru eins og þessu nálgast í mínum augum það »kómiska«. Ekki svo að skilja, að jeg vilji á nokk- urn hátt draga úr hans helga . guðmóði fyrir bind- indismálinu eða gera lítið úr »innblæstri« hans. En, ef hann hyggur að vinna bannlögunum gagn með ritstörfum, þá dugar honum ekki að kafna í * tómum smámunum. Honum ferst hjer ekki ólíkt riddaranum sem einu ; sinni astlaði að leggja undir sig Bretland hið mikla. I Þegar hann stje á land í fjörunni fór hann að tína I þar skeljur og út úr því gleymdi hann alveg áformi j sínu. Þess vegna varð hann aldrei konúngur á Bret- j landi. Arnfirðingur 27, Fjallkonan 24, 'I’jóðviijinn og Norð- urland tæpa 20 hvort, Þjóðólfur 10, Vestri 2, Um Stefni er óvíst, en mjög er hann fásjeður. o 0 0 0 o 00 00 o 00 0 0 0 0 o 0 0 00 o o o Umbúðapappír, selur lágu verði David 0stiund Þeir sem feingið hafa Bjarka til útsölu og ekki ætla að selja eru beðnir að gera aðvart um það hið fyrsta. Þeir sem skulda fyrir blaðið eru áminntir um að borga. r SVINNA. í*eir bæjarbúar, sem kynnu að vilja taka að sér að flytja ís úr stóru íshúsunum við Garð- arstjörnina út í íshúsið við bæjarbryggjuna fyrir 2 kr. tonnið (2000 pd.), gefi sig fram sem fyrst við Sig:. Johansen eða St. Th. Jónsson. A Mq vy. A4- Ettir Matth. Jochumsson. 50 « ' » Uul I 1 vJ L. au. Fæ*l hjá bóksölunum. Fundur í Seyðisfjarðar Síldarfjelagi næsta fimmtud. þ. 6. mars kl. 4 e. h. præcis á kontórnum hjá mjer. Arsreikningurinn verður lagður fram endurskoð- aður. Allir hiuthafar beðnir að mæta. Seyðisf. 27/2 1902. Sig. Johansen. Bindindisfjelaq Seyðisfjarðar. Fundur á sunnud, kl. 3 e. h. ] T Stúkan »Aldarhvöt nr. 72« 1 ■ heldur fundi á hverjum sunnudegi kl. 11 árðd. f Bindindishúsinu. Allir meðlimir mæti. Nýir meðlimir velkomnir. JJndírsængurfíður kaupir Arni Jóhann- son fyrir penínga. Bfððin. Bjarlti hefur að gamni sínu grennslast j eftir útbreiðslu blaðanna úr hinum Iandsfjórðúngunum hjer á Seyðisfirði hjá útsölumönnunum og er hún þessi: ísafold hefur milli 30 og 40 kaupendur, RITSTJÓRI: ÞORSTEINN QÍSLASON. Prentsmiðja Seyðisfjarðar. 38 ar hendur til fólksins útifyrir og það svaraði með drynjandi gleði-og húrra-ópum, Næsta morgun hvíslaði Bendel að mjer, að ótrú sú sem hann hefði leingi haft á trúmennsku' Rascals væri nú orðinn að fullkoro.inni vissu. Bendel hafði daginn áður sjeð hann skjóta undan fullum pokum af gulii. »Látum greiið hafa það«, svaraði jeg, »jcg Sef hverjum sem hafa víll, og því þá ekki honum og eins öðrum! í gær líkaði mjer vei við hann og eins alla hina nýju þjóna«, sem þú hefur útgegað mjer; þeir hafa allir hjálpað mjer ti! að halda skemtilega veislu.« Við töluðum ekki meira um það. Rascal var eft- ir sem áður æðsti þjónn minn, því Bendel var vinur minn og trúnaðarmaður. Hann var nú orðinn vanur við að hugsa sjer auðæfi mín ótæmandi og grennsl- r.ðist ekkert eftir, hvaðan þau kæmu. Hann hafði sett sig inní hugsunarhátt minn og hjálpaði mjer til að ná í tækifæri tíl að láta sem mest á auðlegð minni bera. Um manninn í gráa frakkanum vissi hann *kki annað en það, aá hann einn gæti leyst mig uniianþeirri bölvun sem yfir mjer hvíldi, en að kjeg jafi ramt óttaðist har^; að jeg þættist vita, að 39 hann gæti alstaðar fundið mig, þótt jeg gæti hvergi fundii hann og hefði því gefist upp við að leita að honum, en biði hins ákveðna stefnudags. Hin skrautlega veisla og öll framkoma mín í henni styrkti í fyrstu bæjarmenn í þeirri trú, að þeir hefðu strax getið rjett til, hver jeg væri. Það sást þó brátt af blöðunum, að Prússakonúngur hafði ekki hreyft sig að heiman um þetta Ieyti. En þeir höfðu nú eínu sinni gjört úr mjer konúng og því varð jeg að vera það framvegis, og meira að segja einginn smákonúngur, heldur einhver ríkur og voldugur konungur. Peir gátu aðeins ekki getið sjer til, hver af jarðarinnar konúngum þar vært kominn á meðal þeirra. En svo mikið er til af þeim að þeir gátu getið upp á einum þennan daginn, öðrum hinn o. s. frv. Pjetur greifi var eftir sem áður alltaf sami maðurinn. Einusinni kom ríkur kaupmaður til bæjarins. Hann hafði þóttst verða gjaldþrota og grætt á því stórfje. Hann var mikils metinn í bænum og kast- aði frá sjer breiðum skugga. Hann vildi berast mikið á vegna auðlegðar sinnar og hann reyndijafn-' vel að hlaupa í kapp við mig. Jeg greip þá óspart 40 til pýngju minnar og það lelð ekki á laungu áður hann varð gjaldþrota í annað sinn og hvarf hann svo á burtu. Á þann hátt varð jeg laus við hann. — í þessum bæ hafa margir fyrir mínaskuld orðið letingjar og landeyður alla sína æfi. Þrátt fyrir hina konúnglegu dýrð og eyðslusemi,. sem jeg notaði til að gjöra mjer alla undirgefna, þá lifði jeg heimafyrir mjög hversdagslega. Jeg var svo varasamur sem framast mátti vera; einginn annar en Bendel mátti stíga fæti innyfir þröskuld minn, hvernig sem á stóð. Meðan sól var á Iofti var jeg inni, og þá var sagt: Greifinn er að vinna í herbergi sínu. Jeg tók ekki á móti gestum nema á kvöldin og þá annaðhvort undir trjánum eða í sal mínum, en þar var Ijósunum svo skipað, eftir fyrirsögn Bendels, að jeg gat verið óhulltur. í>egar jeg gekk út, var Bendel ætíð með mjer og reyndar kom jeg ekki annað út úr húsinu en í garð skógarvarðar- ins og það gerði jeg einúngis hennar vegna; allar hugsanir mínar snerust um hana. Kæri Camisso, jeg vona að þú hafir enn eklti gleymt hvað ást er! Jeg felli því margt hjer úr sögu minni, en ætla þjer að fylla í eyðurnar. Mína var góð

x

Bjarki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.