Bjarki


Bjarki - 07.03.1902, Blaðsíða 1

Bjarki - 07.03.1902, Blaðsíða 1
 VIL 9. Eitt blað á viku. Verð árg. 3 fcr. borgist fyrir 1. júlí, (erlendis 4 kr borgist fyrirframV Uppsögn skr ifleg, ógikl nema komin sje til útg. fyrir 1. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. 1902. „Trúin á annað !íf." Hverjar ástæður höfum vjer fyrir þeirri trú ? Fyrirlestur í bindindishúsina á sunnudaginn kl. 5 síðdegis. AHif inn boðnir. D. Östlund. A 1 rí C\ YY\ C\\ ^iir Matth. Jochumsson. 50 J\lKÁcXl 11 \J Lm au. Fæst hjá bóksölunum. SMÁPISTLAR. Eftir Dr. X. —o — 4. DÖMUR PRESTS UM VANTRDARMENN OQ GUÐLEYSÍNQJA. Það er almennt, að hikandi menn og hug- Htlir, sem finna að þeir eru sjálíir trúarveilir, reiðast ákafiega hverju orði, sem aaka kynni efasemdir þeirra og neyða þá til að hugsa alvarlega um málið. Vantrúarmaður! guðleys- ÍBgi! hrópa þeir á eftir hverjum sem lætur aðra meiningu í Ijósi en presturinn þeirra. Stundum eru þetta þraungsýninnar mótmæli móti gamla sannleikanum, sem að eins birtist í nýrri og þroskaðri mynd; stundum eru þessi lastmæli jetin upp eftir öðrum án þess að mennirnir hafi nokkrahugmyndum hvað þeir eru að tala, og halda þeir víst, að það sje guði til dýrðar að úthrópa þannig meðbræður sfna. Jeg heyri ekkert sorglegra en þessar hugsunar- lausu og heimskulega ákærur manna, sem oft eru svo fáfróðir, að þeir þekkja eigi minnsta greinarmun þeirra hugsanastefna, sem þeir eru að clómfella. Jeg álít það skyldu hvers krist- ins manns að taka ekki þátt í slíkum gáleysis- dómum um menn og málefni, sem þeir oftast lítií þekkja og eft eiga ekkert ámæli skilið. (Brot úr prjedikun eftir sr. F. W. Robertson.) 5. ÞETTA KENNUM VJER BÖRNUNUM. »Án þessarar trúar, sem kölluð er hin sáluhjá'plega trú, getum vjer ekki sáluhjálpina öðlast.. Barnalærdómskver Hefga Hálfdánarsonar, gr, 99. I barnalærdóminum er það kennt skýrt og skilmerkilega, að þeir einir verði hólpnir, sem einhverntíma fyrir andlátið fá þá einu sáluhjálp- legu kristnu trú. Hinir, sem fara á mis við þessa trú, verða rkki húsvilltir fyrir það, því þcim er fyrirhugaður staðurinn, hversu góðir recon og mætir sem þeir annars hafa verið, í þcim eilífa eldi, sem búinn er djöfiinum og irum hans. Þessu til skýringar er lítil saga. Stúlka nokkur bar út tvíbura. Nú vildi svo til, að tveir ferðamenn rákust á börnin og kom þeim saman um, að hvor skyldi taka sitt &arn og ala það upp, Þeir fóru síðan leiðar sinnar hvor með sitt barn og ólu þau upp sern sín eigin börn. Nú vildi svo óhappaiega til, að annar ferða- mannanna var Múbamedstrúarmaður. Hinnvar kristinn. Kristní maðurinn ljet skíra sitt barn og kenna því kristin íræði og hina sáluhjálplegu kristmi trú, en Múhamedstrúarmaðurinn ól sitt barn upp í trúarbrögðum síns lands, kenndi því að tigna þann guð, sem er einn og eing- inn nema hann, kcnndi því sð falla 5 sinnum daglega á bæn, láta eingan synjandi frá sjer fara, neyta einskis áfeingis og og fasta Ramad- hanmánuðinn. Rarnið fór þannig á mis við hina sáluhjálplegu kristnu trú, en þau trúar- brögð, sem því höfðu vcrið kennd, hjelt það vel og varð síðar talinn góður maður og guð- rækinn. Þegar kristna barnið dó, fór það auðvitað til himnaríkis, í skaut Abrahams, en hitt til helvítis, þar sem óp er og gnístran tanna. Er ekki svo, lesari góður? Annaðhvort fór þetta þannig, eða það er hreinn þvættingur sem í kverinu stendur. Pað er um tvennt að velja. 6. SKJGÆfM OO KRISTfNBéMUR. Það er öllum þeim kunnugt, sem fræðimenn eru í þeim efimm, að í siðferðiskenningum Nýjatestamentisins er ekkert boðorð, sem eigi hafi verið kennt laungu fyr, einnig, að ýmsar tegurstu greinarnar eru teknar eftir eldri, heiðnum rithöfundum. Þetta rýrir ekki gildi kenningarinnar, heldur eykur það og sýnir að hún styðst við álit manna og reynslu almcnnt. En að halda því fram, að kristindómurinn hafi flutt mönnunum ný ft og óþekkt siðalögmál getur ekki sprottið af öðru en stórvaxinni fáfræði eða vísvitandi ósannsögli. (Buckle). Úr Presthólasókn: — o--- Oþarfa frjettaburður er það, sem »Norður- Iand« færir lesendum sírium í 15. tbl. hjeðan úr Presthólasókn, að fáeinar hræður hafi neit- að að lofa presti sfnum að htisvitja m. m. Það er svo margt, se/n ritstjórarnir láta fara hjá sjer, markverðara en það, þó fáeinir bjálfar neiti presti um að húsvitja, að það virðist hálf- óviðfeldið að vera að draga slíkar ávirðingar fram fyrir almenningssjónir í frjettaskyni. Væri það gert til þess að brýna fyrir mönnum lög- hlýðni og sýna fram á, hve Ijótt sje að traðka l&gunum f hverju sem er, smáu jafnt og stóru, þá væri ekki að því finnandi. Eða væri það notað til að leiða þessum fáráðum fyrir sjónir fornar og nýar ávirðingar þeirra við prest sinn og koma þeim til að sjá að sjer eftirleiðis og með því rnóíi Ijetta undir »hið mikla ogvanda^ sama verk«, sem blaðið segir prest eiga fyrir höndum, »að sefa ófriðarhujinn og græða fjandskaparsárin,—þá væri það allrar virðingar vert. En því er ekki að heilsa. Heldur er blátt áfiam sagt frá þessum mótþróa eins og það væri eitthvert afreksverk og presti spáð, að hann muni vfðar »fara I/ka Br.« Rjett eins og það væri vansi fyrir prestinn, að honum sjeu gerðar tálmanir 1 embættisverkum bans. Ekki bætir það siðleysi þessara fáfræðinga að laga afglöpum þeirra svona orð, eins og blaðið gerir, nje rjettir vitund þeirra um hvað rjett sje og sómasamlegt, heldur fremur hitt. Og þó vill blaðið að meinsemdir þeirra sjcu græddar, eða lætur svo. Biaðinu virðist fjandskapurinn hafi fremtir cfíst við það, að prestur hafi byggt út af kirkjujörð- inni Katastöðum Sigurðinokkrum Asæundssyni nær áttræðu, örvasa gamalmenni, sem þar hafi búið alla sína búskapartíð og væri ófús á að fara.« Blaðinu hlýtur að skjátlast í þessu. Því síra H. hefir ekki byggt neinum út eða losað 'neina jörð ur byggingu. Kata- astaðir, sem minnst er á, er ekki kirkjujörð heldur hjáleiga staðarins, og hefir vitaskuld verið laus úr ábúð síðan brauðið var endur- veitt, ásamt staðnum. Afskifti síra H. af hjáleigunum ei*u ekki önnur en þau, að hann ljet Sigurð þennan vita, að honum, Sigurði, yrði ekki veitt ábúð á hjáleigunni í næstkomandi fardögum, er . hann tæki aftur við staðnuœ, og er orsökin ti) þess sú, að Sigurður tók upp á því síðustu árir» sem síra H. bjó á Presthólum, að sýna hon- um ýmisskonar meinhægni í sambúðinní. Þá er óhætt að gcta þess, að örvasa áttræðaða gam- almennið »þarf ekki jarðnæðis við, þvf hann er fyrir laungu hættur að búa og sonur hans tekinn við, þó karlinn sje talinn fyrir. En þessum syni hans bauð síra H. hjáleiguna jafn- framt með öllum sömu kjörum og faðir hans hefði haft, að því einu viðbættu, að honum yrði stránglega bannað að setja inn gripi staðar- haldara, eða að reka þá eða íje til óþckktar fyrir honum eða sýna honum meinhægni í nokkru. Sigurðar sonur vildi ekki ganga að þessu og eftir því að dæma er þeim feðgum víst ofboð óljúft að fara. Að nokkuf hafi þykkt þetta við prestinn eða láð honum það er alveg staðlaust rugl, sem nærri má geta. Nær væri nú ritstjórunum að láta sfra H. hlut- lsusan,heldur en að bera út um hann tilhæfulaus- ar ófrægðarsögur af þessu tægi sem nú er sýnt eður öðru; og vorkunnarlaust ætti þeirn að vera að foiðast þær, því þeim má vera vel kunnugt, hve sumt fólk hjer er óvandað sjer, að minnsta kosti til munnsins. Það er löstur, sem virðist hafa leingi legið hjer fsókn, því í byrjun nýliðinnar aldar (1802) átelúr hinn

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.