Bjarki


Bjarki - 07.03.1902, Blaðsíða 3

Bjarki - 07.03.1902, Blaðsíða 3
3 Annars segir hanr. efnahag bænda áAustur- landi almennt góðan, eftir því sem gerist. Best leist honum á sig hjá Halldóri á Klaustri og segir hann svo írá því: »Hal!dór hefur bætt jörðina mikið, gert stórfclldar jarðabætur og bygtt upp öll hús á henni. Túnið er girt allt í kring með grjóti og skurðum. Hann hefur einnig sljettað mikið á því og aukið það, kom- ið upp nátthögum og girt þá, búið til nvja sáðreiti ó. s. frv. Bæjarhúsin eru’flest alveg ný og þau svo vei og myndarlega gerð, að leitun er á öðrum eins. Hið sama má segja um peningshúsin. Aburðarhús, eða safnhús, hefur nann nýlega byggt ; það er 22 al. á leingd og 8 al. á breidd. Eingjarnar hafa verið bættar með áveitu. Síðastliðið vor hafði Halldór með höndum stórt og mikið mannvirki. Það var neðanjarðar-vatnsleiðsla ofan frá fjalli og niður að bæ. Vegaleingdina man jeg ógerla, minnir þó að hún væri 120- 130 faðmar. Vatnið er svo leitt í pípum. um bæinn, inn í eldhús, inn í svefnherbergin uppi á loftinu, í fjósið o. s. frv. Heimilið er 1' stuttu máli sagt sönn fyrirmynd 1' allri um- geingni, reglu og þrifnaði.* Karlfuglinn á Vestdalseyninni er enn að reyna að þvo það af sjer að hann hafi áður fylgt undirtylluráðgjafatillögu Scaveníusar og eins hitt, að hann skilji ekki það' sem ýmsir eru að ieggja af sjer í blað hans. En ekki hefur hann vit á að verja sig með þeirri einu ástæðu sem honum gæti verið afsökun í, en hún er sú, að Hannes, Finnur og Bogi vildu lfka undirtylluráðgjafann. Einginn ætlast til að hann hafi sjálfstæða skoðun á nokkru máli. En um þetta má segja við Skafta Ifkt og Hann- es kvað einusinni : Fyrst að lúsin af þeim er er þjer bitið sómi. Að það sje ekki Skafta sök cingaungu, að hann hefur ekki fyrir lautigu tekið skírn sem Valtýingur, það cr hrcinn sannleikur. ÍPað er blátt áfram flónskulegt af honum að vera að neita þessu, þar sem hann veit af brjefum sín- um um það efni í höndum dr Valtýs. tnrSgSTiermska- Á fundinum, sem Austri skýrir frá að baldinn hafi verið á Kirkjubæ í Hjeraði til undirbúnings undir þingkosningar í vor, komu saman, að þvf er kunnugir menn segja, alls þrír menn, eða fjórir, að Einari pró- fasti meðtöldum. Það mun satt, að hann vilji enn á þing komast, en mikið efamál, hvort hann hefur fylgi til þess nú. Hugsun hans mun vera að ná verslunarstjóra Or. &. W. á Vopnafirði til fylgis við sig, eins og síðast, og nú með því, að lofa að reyna að koma hon- um í hitt þingmannssætið. En fárra fylgi mun Olafur hafa annara en skuldunauta verslunar- innar. Sama er að segja um Sölva hreppstjóra Vigfússon; hann mun ekki hafa visst fylgi ann- ara en einhverra af sveitúngum - sfnum. Á Ketilsstöðum á Völlum kvað einnig ný- lega nafa verið haldinn fundur og rætt um þingkosningar í Suðurmúlasýslu. Þar eru nefnd níu eða tíu þingmannaefni og í þeim hóp báð- ir fyrri þíngmenn sýslunnar. Valið á öðrum þingmanninum ætti að vera auðráðið, þar sem Jón Olaísson er, en milli allra hinna cr sjálf- sagt nokkur vandi að velja. Mjóafirði 2. mars: » . . . Með hval- veiðaskipi Ellevsens kom Konráð kaupm. Iljálm- arsson heim úr utanför frá Noregi. Hann er nú að láta byggja allstórt og vandað gufuskip í Stav- ángri og ætlar að halda því hjer út til fiski- veiða. Það cr stórhreinlega af sjer vikið og lítur út fyrir að hann ætli að reyna til þraut- ar, hvort veiðar í gufuskipum geti ekki borið sig bjer við land. Fjörðurinn hjer er nú fullur af fs og »Siem- ers«, skip Ellevsens, liggur inni við fjarðar- botn, flúði þángað undan ísnum.* Egill. Þær frjettir komu með Vopnafjarð- arpósti, að Egill væri fastur í ís á Vopnafjarð- arflóanum. Hann hafði komist út af Siglufirði í sunanveðrunum fem daginn og síðan geingið fcrðin vel allt suðurfyrir Lánganes En þar var ís fyrir. Tvo daga hafði Egill legið f Eyðisvík. Sfðan varð hann inniluktur af ísn- um útifyrir Vopnafirði og hefur ýmist þokast með honnm nær landi eða fjær. Hann hafði verið þar 14 daga þegar póstur fór af Vopna- firði. Tveir af farþegunum, sem heima eiga á Eski- firði, komust á land í Vopnafirði og urðu pósti samferða suður, en fjórir farþegar urðu eftir 1 skipinu, C, Schiödt af Eskifirði og annar mað- ur þaðan, og svo tveir menn úr Norðurlandi, sem áttu að sækja skip til Noregs. Aðrir far- þegar geingu af skipinu á Siglufirði. Vistaskortur hafði verið orðinn í skipinu og var sent á stað með matvæli frá Vopnafirði og átti að reyna að koma þeim til skipsins, en óvíst er, hvort það hefur tekist, því um það leyti hafði ísnum þokað frá landi, Gamalt málverk. Maður nokkur var nýlega staddur á uppboði upp til sveita á Einglandi. Hann keyfti þar gamalt málverk fyr- ir 100 kr. Hann sendi svo málverkið til Lund- únaborgar til þess að fá að vita, hvers virði það væri. Þegar það var skoðað þar afþeim mönnum sem best bera skyn á slíka hluti, kom það í ljós, að málverkið var eftir hinn heims- fræga hollenska málara, Rubens, eitt af hans nafnfrægu, týndu málverkum og voru eigandan- um strax boðnar fyrir það 125,000 kr. Maksimit heitir nýtt spreingiefni, sem er 50 proc. sterkara en venjulegt dýnamit og töluvert sterkara en nitroglycerin. Þetta cfni er talið hafa mikla þýðingu fyrir hernað- inn. Mönnum hefur tekist að útbúa maksimit- spreingivjelina svo, að hún springur cinmitt þegar á þarf að halda, hvorki fyr nje síðar. Gegn henni stenst enginn bryndreki, hversu sterklega sem hann er varinn. Herskipin verða því að byggjast öðruvísi hjer eftir en hingað 41 og saklaus úng stúka. Hún hugsaði ekki um ann- að en mig og hún skyldí ckki hvemig annar eins maður og jeg skyldi geta virt sig eins tillits, Hún elskaði mig eins og sú kona sem fullkomlega gelur sig á vaid mannsins. Hún hugsaði ekkert um, hveij- *r afleiðingar ást hennar gæti haft fyrir sjálfa hana. En jeg — fiað voru hræðiiegir, skelfilegir tímar! Og samt verðskulda pcir að jeg ó skaði að lifa pá wpp aftur. Jeg grjet oft við barm Bendels þegar ieg áttaði mig, cftir að hafa gefið tilfinningum mín- um lausan tauminn, og hugsaði alvarlega um, aðjeg, »em var sknggalaus, væri með lymsku að eyðileggja Ii'F þessarar saklausu stúlku og, aðjeg hefði með lýgi og svikum tuinið ást hennar. Svo rjeð jcg af að segja henni ailt eins og var; jeg vann þess dýr- an eið að skilja vtð hana og flýa burt og við Bend- ei höfðum talað um, að heimsækja hana næsta kvöld I garðinem. Stundum rcyndi jcg að telja sjálfum mjer trú um að úr öllu mundi rætast þegar maðurinn í gráa frakkanum kæmi aftur, og svo grjet jeg effcir á, af þvi að jeg gat ekki trúað því. Jeg hafði reiknað 42 út, hvenær hann mundi koma, þvi feann sagði: Eft- ir ár og dag. Og jeg reiddi mig á orð hans. Foreldrar Mínu voru gömul, heiðvirð hjón og vel metin. Hún var einkabarn þeirra og þeim þótti mjög vænt um hana. í>au urðu hissa þegar þau feingu að vita hvernig ástatt var fyrir okkur, og vissu ekki hvað þau »ttu að segja |til þess. Feim hafði aldrei lcomið til hugar, að Pjetur grcifi væri að hugsa um dóttur þeirra, en nú var }>að komið sem komið var. Móðir hennar var ckki frí víð hje- gómagirni; hún fór að hugsa um, að úr þessu gaetj orðið hjónaband og að vinna í þá átt. En gamli maðurinn yfirvegaði málið með ró og sá, að ekki gæti verið urn slíkt að tala. 1*0 voru þau bæði viss um að jeg hefði ást á henni. f“au gátu ekki annað gert en beðið fyrir barni sínu. Jeg finn hjer brjef frá Mínu, scm jcg hef gcymt frá þessum tíma.— Já, það er skriftin hennar! Jeg ætla að skrifa það upp handa þjcr: »Jeg er ístöðuiaus og heimsk stúlka. Jeg ímynd- aði mjer, að af því að jeg elskaði þig svo innilega, svo innilega, þá gsetir þú ekki hcldur viljað gera mjer nokkuð vont. Pó ert svo góður, svo góður. 43 En misskildu mig ekki. Pú mátt eingin óþægindi gera þjer mín vegna. f*ú mátt ekki einu sinni hugsa til þess. Ó, guð minn góður! Jeg gæti hatað sjálfa mig, ef.þú gerðir það. Þú hefur gjört mig svo óendantega farsæla; því ]>ú helur kennt mjer að elska þig. Flýðu burt! Jeg veit, hvað fyrir rajer liggur. Pjetur greifi tilheyrir hinum stóra heimi, en ekki mjer. En jeg verð stolt af að fá frjettir af honum, hvar hann hafi verið og ^vað hann hafi gert, hvernig hann hafi verið tilbeðinn og hafður fyrir afguð á þessum og þessum stað. Þegar jeg hugsa um það, þá get jeg reiðst við þig útaf því, að þú skulir geta gleymt framtíð þinni vegna mín, sem ckki er annað en einfalt barn. Flýðu burt, annars yfirgefur þessi hugsun mig aldrei, en öll mín hamingja er bundin við þig. Hef jeg ekki líka fijettuð olíuviðargreín og rósahnapp inn í líf þitt, eins og í sveiginn, sem jeg gaf þjer? Jeg gleymi þjer aldrei, cn vílaðu samt ekki fyrir þjer að yfir- gefa mig. Jeg ætla að deyjá og /eg dey glöð og ánægð fyrir þig.< Þú getur hugsað þjer, hvaða áhrif þettá brjef hafi baft á mig. Jeg sagði henni, að jeg væri ekki sá.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.