Bjarki


Bjarki - 14.03.1902, Blaðsíða 1

Bjarki - 14.03.1902, Blaðsíða 1
VIL 10, Eitt blað á viku. Verð árg. 3 kr borgist fyrir 1. júlí, (erlendis 4 kr borgist fyrirfrarn). Uppsögn skr ifleg, ógild nema komin sje til útg. fyrir i.okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. 1902. Kvennf jeíagið „KVIK" býður stólku- börnum (g—14 ára) ókeypis tilsögn í handa- vinnu, sjcrstaklega saumaskap og prjóni. Þeir foreldrar, sem sinna vilja þessu boði, eru beðn- ir að snréa sjcr fil Jóni'nu Gísiadóttur á Fjarð- aröldu ogSigfried Dahl á Búðareyri, fyrir 20. mars n. k. ' Spiritisme (andatrú). Fyrirlestur í bindindishúsinu á sunnudaginn k!. 5 síðdegis. Allir inn boðnir. D. Östlund. 00000000000000000000000000000 oo~5 Skandínavar i Norðurameríku. Þessi grein er dregin út úr bók H. Cawlings um Ameríku. Alls munu nú vera í Norður-Ameríku álíka margir Norðurlandabúar og íbúar eru í kon- úngsríkinu Danmörk. 1 Bandaríkjunum eru þeir fjölmennastir 1 norð-vestur-ríkjunum, Wisconsin, Illinois, Jova, Minnesota og Dakota. Arið 1882 fluttu yfir 100,000 manns samtals frá Norður- löndum til Ameriku, flest úngt fólk, karlar og konur. Gömlu löndin höfðu- kostað uppeldi og menntun alls þesra fólks. Hver hreppur, hver borg og bær, jafnvel hvert heimili bar menjar þessara stórkostlegu vesturflutninga. Það eru Skandínavar sem skapað hafa hina miklu kornyrkju í norð-vestur-ríkjunum. Þeir sem ckki þekkja hana, geta einga hugmynd gert sjer um þýðingu þeirra fyrir Norður- Ameríku. Þúsundum saman sitja nú Norður- landabúar, sem komu vestur með tvær hend- ur tómar, þar á óðalsjörðum sínum sem vold- ugir borgarar. Aðalsbrjef sín hafa þeir sjálfir skrifað. Fyrstu innrlytjehdurnir til Ameríku frá Norð- urlöndum komu frá Noregi á árunum 1820—25 og settust að í bjeruðunum kringum Rochest- er. Næsta áratug var ekki mikið um vestur- flutninga og 1850 eru ekki nema 18000 Skand- ínavar í Norður-Ameríku. 10 árum síðar eru þeir orðnir 72,000. Svo stöðvaðist innflytjenda- straumurinn meðan á borgarastríðinu stóð, en þegar því var lokið jókst hann aftur stórum. Á árunum 1880 — 85 fluttu alls 352,334 Skandínavar vestur, næstu fimm ár 304,361. Síðan hafa vesturfarirnar farið minnkandi; 1894 fluttu jafnvel fleiri heim að vestan, en vestur. Næsta ár fóru aftur á móti 26,852 Skandínavar vestur Og síðan hefur talan frcmurfarið hækkandi en lækkandi. «Norð-vestur-ríkin þurfa enn að fá milljón af Skandinövum,« segja Ameríku- menn. Eftirfarandi tölur sýna hlutfallið milli vestur- fiutninga frá Norðurlöndum og öðrum löndum Norðurálfunnar síðustu 25 árin: Frá Einglandi, Wales og Skotlandi haía flutt 1,621,624, eoa 16 af hundr. af öllum innflytj- *«Khim til Noríur-Ameríku. Frá Iriandi 1,334,635, eða 15 af hhdr. Frá Austurríki, Þýskalandi og HoIIandi sam- tals 3,078,469; eða ^g1/^ af hndr. Frá Belgíu, Frakklandi, ítalíu, Spáni og Portúgal samtals 877,634, eða 8T/a af hndr. Frá Bæheimi, IJngarn, Pollandi, Rúmeníu og Rússlandi 986,676, eða g1/^ af hndr. Frá Norðurlöndum 1,151.210, eða u1/3 af hndr, af öllum innflytjendum til Norður-Ameríku. Innfiytjendastraumurinn hefur því ver- ið lángmestur til Norður-Ameiíku frá hin- um germönnsku, eingilsaxnesku og keltnesku þjóðum, en miklu minni frá hinum rómönsku og slavnesku þjóðum. Það voru grassljetturnar í norð-vestur-ríkjun- um sem einkum löðuðu Norðurlandabúa til si'11; 9/10 hlutar þeirra feingu sjer strax land til ræktunar. A því svæði sem íyrst var byggt í Jowa, Minncsota og Dakota geta menn ferð- ast 300 mílna veg samhángandi um landeignir tómra Skandinava. Ameríkumenn telja Þjóð- verja og Skandínava bcstu innflytjendurna og þó ef til vill Þjóðverja betri. Þó viðurkenna þeir að Skandínavar sýni mestan áhuga á stjörnmálum. Framanaf fylgdu Skandín- avar mestmegnis repúblikska fiokkinum. Síðan hafa þeir skifts milli flokkanna. í Jowa og Norður-Dakotayfirgáfu þeir repúblikska flokkinn allt í einu þegar hann tók þar að sjer að koma fram bannlcgunum gegn áfeingi. Þræt- urnarmilli »silfurmannanna« og »gullmannanna«, sem stóðu nú fyrir nokkrum árum, skiftu þeim einnig milli flokkanna. 1 stjórnmálum eru það Norðmenn sem mest hafa látið til sín taka af Norðurlandaþjóðum í Ameríku. Sá maður þeirra sem mestum frama hefur náð er Knútur Nelson, húsmannssonur, sem fluttist vestur frá Noregi á barnsaldri með móður sinni bláfáta;kri. 1882 var hann kos- inn á sambandsþingið 1 Washington. Síðan varð hann landstjóri í Minnesota og meðlimur í öldúngaráði Bandaríkjanna. Þetta eru hin æðstu völd sem nokkur maður getur náð í Ameríku, sem ekki er þar innfæddur. H. Cawling kveðst hafa spurt hann að, hvern- ig á því stæði að Norðmenn hefðu náð æðri met- or.ðum sem stjornmálamenn en bæði Danir og Svíar. Landstjórinn svataði: »Ástæðan ætti að vera sú, að við Norðmenn værum duglcgri en bæði Danir og Svíar. En svo heimskir erum við ckki að hugsa slíkt. Ástæðan cr sú, að í Noregi er ekkcrt hirðlíf. Við höfum ekki vanist við að horfa á ninkennisbúninga, ekki vanist á að beygja okkur og »bukka«. Við höfum sömu hugmyndirnar um vinnuna og Ameríkumenn. Þegar danskur maður kemur inn til mín, hncigir hann sig djúpt og segir: ? Afsakið, herra landstjóri, að jeg geri yður ónæði!« Þegar sænskur maður kcmur inn staðnæmist hann fram við dyr og gleymir er- indi sínu af tómri kurteysi. En Norðmaðurinn sparkar hurðinni upp og segir: »Góðan dag- inn, Knútur!« Svo getur verið að hann s;jýti á gólfið og leggi fæturna upp á borðið hjá mjer, cn hann talar við mig eins og sá mað- ur, sem jeg á virðingu mína að þakka. Hann er nærri því enn amerikskari en Ameríkumaður- inn sjálfur og það þurfa útlendingar að vera til þess að komast áfram í Ameríku!* Svo virðist sem mörgum þeim gángi best að komast áfram í Amcriku sem koma þángað án peninga og án menntunar, mönnum sem ekkert hafa að þakka fyrra föðurlandinu, en allt hinu nýja. Verst líður 'peim flokki innflytj- endanna sem andleg bönd binda við gamla land- ið, binum svokölluðu »menntuðu mönnum.« Þeir menn sem koma vestur með mikið af evrópiskri mcnntun verða sjaldan ríkir; þeir sem koma þángað með eignir missa þær oft áður en þeir hafa lært, hvað til þess útheimtist að græða í Amcríku. Allt er þarna svo nýtt og ólíkt hinu í gömlu löndunum. Sá scm flytur vestur sem skósmiður getur orðið þar skraddari og skraddarinn aftur skósmiður. Slíkt samræmi í atvinnunni hjer og þar eins og þegar norskur hn'ngjari flutti til Chicago og varð þar úrsmiður, er jafnvel sjaldgæft. Járn- smiður, sem flutti vestur frá Kjöge,hafði steðjann sinn jneð sjcr, hjelt að ekki væri hægt að fá þar góða steðja, en þegar þangað Jcom varð hann þjónn á veitingahúsi. Hann þurfti aldrei steðjans með. Nú sem stendur er hann skegg- rakari. R. B. Anderson segir svo frá fyrsta land- námi Norðmanna í Bandaríkjunum, sem nokk- uð kveður að : »Fyrsti hópurinn af Norð- mönnum, sem kom til Ameríku, kom frá Staf- ángri 1825. Þeir voru 42 alls, karlar og kon- ur. Foringi farari|mar var Lars Larscn frá Stav- ángri; hann hafði áður verið herfángi Einglend- inga og hafði á þann hátt kynnst töluvcrt ensku máli. En orsök tararinnar var annar maður frá Stavángri, Kleng Pedeisen. Hann . hafði dvalið nokkur ár vestra, en kom heim aftur og lofaði landið mjög. Þá keyfti Lars Larsen skútu, sem »Restaurationen« hjet, fermdi hana járni og ljet í haf frá Stavángri 4.JÚI1' 1825 á leið lil Ameríku, með 42 menn innan borðs. Þeir ientu í sjóhrakningum vestanvið Eingland og hleyftu þar inn í litla höfn, sem Lisett.heitir, og láu þar einn dag. Þar fóru þeir að versla við landsmenn og seldu þeim brennivín. En þegar þeir komust að, að þetta væri ólöglegt, álítu þeir rjett að hafa þarna sem stytsta dvöl og bíða ekki lögreglunnar; þeir settu því aft- ur upp segl og hjeldu vestur á bóginw. E» ferðin gekk ekki sem best, því næst hafa rnenn spurnir af þeim suður á Madeira. Aður en þeir lögðu þar til hafnar fundu þeir rekandi á sænum ámu fulla af víni. Þeir höfðu náð henni upp til sín, gerðu sjer veislu og drukku sig allir fulla. Skútu þeirra rak inn á höfnina án

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.