Bjarki


Bjarki - 21.03.1902, Blaðsíða 1

Bjarki - 21.03.1902, Blaðsíða 1
Vll, 11. Eitt blað a viku. Verð árg. 3 K.r. borgist fyrir 1. júlí, (erlendis 4 kr borgist f'yrirfram). Seyðisfirði,21. mars. Uppsögn skr ifieg, ógild nema komin sje tii útg. fyrir 1. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. 1902. ÍSLENSKUR KENNARASKÓLI. — o — Hvernig á maður að geta þagað, þegar nýja öldin þýtur óðfiuga fram hjá með ótal framfarir og endurbætur, hverja annari betri ? Framfarir, sem eru alveg afgerandi fyrir vel- ferð hcilla þjóða, — framfarir, sem kosta égrynni fjár, en samt sem áður þykja svo mikilsvarðandi, að eingum dettur í hug að ftesta þeim og bíða bctri tíma — nema oss, Islendingum. Jeg á hjer við menntunarframfarir og skóla- umbætir grannþjóða vorra. Jeg hef leingi haft í smíðum dálítinn grein- arstúf um þetta málefni, og ætlaði að senda Bjarka hann. Pað gladdi mig því stórlega að lesa grein- arnar »Alþýðumenntunin« og »AIþýðuskóíar» í 42. og 43. tbl. Bjarka f. á. Það sýndi mjer glöggt, að áhuginn á málum þessum vcks og þroskast, og þá er von um bráðar endur- bætur. Því þegar alþýðuskólakrafan er orðin að þjóðarvilja, þá megnar einginn máttur að spyrna á móti. En eftir hverju erum við lslendingar annars að bíða? All-flestir eru samdóma um það, að bráð nauðsyn sje á fóstu skólaskipulagi fyrir allt landið, en rjetti tíminn sje ennþá ókominn. Vjer höfum ekki efni á því. Mjer er spurn: Hvenaer fáum við þessi efni ? Aldrei meðan þessi hugsunarháttur ríkir í landinu. Við verðum að hafa efni á því! Straks! Getum við ekki feingið skólana jafngóða skólum grannþjóða vorra, 'þá látum oss þó að minnsta kosti gera þá svo góða sem frekast er unnt. Látum oss allra snöggvast opna augun og Kta ófeimnir í kring um oss : Stærri smán en menntunarásigkomulag okkar getur vart hugsast í siðuðu landi. í fáum orðum vil jeg reyna að sýna að þetta er því miður sorglega satt: Eingin löggild skólaskylda, eingir kennarar, (bæirnir undanteknir). Húsfeðurnir hafa minni lögboðna ábyrgð fyrir börnum sínum en íyrir skepnunum. Bænd- öi" sækjast eftir »fjármönnum« til að hirða kindur sína, eftir »hestamönnum» til að temja gæðingaefnin; cn til að »hirða« Lörnin sín — undirbúa sál þeirra og líkama undir tíma og eilífð — til þess taka mann venjulega kaup- lægsta manninn, skilmálalaust — án meðmæla, vottorða eða þess háttar. Af þessu stafar hið islenska skólaskipulag, sem mun vera hið dæmalausasta á Norður- íöndunum og þótt víðar sje leitað, — þar eð flækingar, ónj'tjúngar, tugthúslimir, ómeinitaðir P'ltar, sem eigi mundu standast vanalegt barnaskólapróf — og þegar best lastur Möðru- vellingar — era kennarar til sveita á Islandi. Og til þessarar »uppfræ<Ss.lu» veitir landssjóinr »kennarastyrk« — án allra skilmála! Það er cins og manni liggi við að láta aftur aug- un eða líta 'til hliðar við sjálfa tilhugsunina. Hefði það verið cinskonar tillitsnefnd í hverri sveit tii þess að líta eftir kennslunni,svo að það væru að minnsta kosti heiðvirðir menn sem önnuðust hana, þá væri þó alltsaman litlu skárra. En þvílík nefnd finnst ekki einusinni í bæjunum, þar sem þó eru fastir barnaskólar, — og það þrátt fyrir það að við höfum fullt af allskonar nefndum: fóðurskoðunar- og kláða- skoðunarnefnd o s. frv. Það er auðsætt, að við íslendingar liium meira fyrir skepnurnar en fyrir úngu kynslóðina. Jeg álít það ónauðsynlegt að telja upp öll hin siðspillandi, sálarmyrðandi, hugsunarhemjandi og heimskualandi áhrif, sem hin íslenska sveita- kennsla hlýtur að hafa í för mcð sjer. Þau geta menn hæglega /myndað sjer. Kem jeg nú að aðalefninu: Hvað er hjer að gera? Tvennt: Lögbcðið skólaskipulag og kennaraskólastoínun. En þetta hvorttvcggja hlýtur að fylgjast aé; því ef við frestum stofnun kennaraskólans þángað til menntunar- málið er komið í góðar horfur, þá verða skól- arnír að bíða eftir kennurum í 3 — 4 ár og máske leingur. Kennnaraskólinn verður að stofnsetjast um sama leyti — eða helst áður — °g þingið tekur menntamáiið fyrir til framkvæmda. A þvi vinnum við fleirí ár í tíð. Sarrhliða föstu skólaskipulagi er það eingin mannleg stofnun, scm á fáum árum getur lyft lslandi í þjóðmenningu eins og góður »ramm- íslenskur« kennaraskóli, — fyrirmyndarskóli, borinn af eidheitri ættjarðarást. Hann mundi algjörlega endurreisa Island andlega og líkam- lega og lyfta þvi jafnhátt hinum þjóðunum í menningarlegu tilliti á 15 — 20 árum eða jafn- vel á skemmri tíma. Jeg er nefnilega kominn að þeirri niðurstaðu, að íslensk alþýða mundi skara lángt fram úr norskri alþýðu í menntun, efhún ætti kost á sömu uppfræðslu — oj þetta af eðlilegum ástæðum, sem jeg því miður hvorki hef tíð nje tækifæri til að skýra frá í þessari grein. Góður kennaraskóii ber í skauti sjer og breiðir útyfirlandið guðræknijættjarðarást.saung, hljóðfæraslátt, íþrótt, handiðnað og mikið meira, ásamt hinum mörgu námsgreinum, sem eiga að búa börnin undir lífið. ÍJngir piltar, cldhuga og ötulir, frískir á sál og h'kama, mcð opin augu fyrir ölln góðu, fögru og nytsamlegu, verða kennarar víðívegar í landinu og sá lífs- fræi í barnssálirnar, og mun það cfalaust bera fagra ávexti, þvs' það er gróðrarvon á Islandi. Duglegir kennarar kringum allt tandið mundu »)yftaí flokk«, svo að við á fáum árum gætum sjeð hið ómetanlega gagn af slíkum skóla. Einn slfkur sköli væri nægilegur á Islandi. Og þá ættum við að geta gert hann vel úr garði. Kostnaðurinn yrði auðvitað mestur í fyrstunni, einkum ef sjerstakt skólahús og leikfimishús yrðu bygð strax og útbúin að öllu leyti með handiðnaðarstæði (slöid), rauns]?nis- áhaldasafni (apparater til experimcnter), nátt- úrugripasafni o. s. frv. En þetta yrði skólinn annars að útvega sjer smámsaman, ef kostnað- urinn þætti of mikill í einu. A kennaraskólum í Noregi cru venjulega S-~7 kennarar með ti'makennurum og kennslu- konu; en jeg ímynda mjer, að við jnundum geta komist af með 3 kennara og kennslukonu, ef kennararnir hefðu verulegan kennaraskóla- undirbúning. Það er auðsætt, að hinn íslenski kennara- skóli yrði að vera landseign ; því ættu kenn- araefnin auk fæðis og húsnæðis að borga all- hátt skólagjald (t. d. kr. 10 eins og hjer í Noregi á »privat«-kennaraskólanum), mundu fáir megna að sækja skölann, og varla mundu kennaraskólalaun á íslandi verða svo góð fyrst um sinn, aá margir sækist eftir þeirri stöðu, ef það vcrður mjög kostnaðarsamt að búa sig undir hana. Setjum nú svo, að þingið ráðisl bráðléga í skólaendurbótina. Vil jeg þá leyfa mjer að koma með dálítið frumvarp, sem kannske gct- ur stuðlað að því, að Ijetta þingmönnum þrautina um'allan helming og samstundis sparað mikinn tíma; því á hinum íslenska þingtíma — 2 nánuðum — verður ekki rnikið áunnið í svo vandasömu málefni meðal ótal margra ann- ara. Kirkjustjórnin (eða önnur yfirvöld landsins) ætti að velja nefnd — skólamenn og aðra, sem hafa áhuga á málinu — til þess að »búa m c n n t u n a r m á 1 i ð til þingferðar*, þ. e. semja skólalagafrumvarp, sem síðan yrði sent þinginu. Að enduðum um- ræðum gæti svo þingið breytt cða endurbætt ýmsar greinar lagafrumvarpsins eftir því sem því þætti við þurfa. Mun það augljóst, að" á þennan hátt vaíri mikilli byrði Ijett af þinginu. Voldcn, Sunnmæri 15. jan. 1902. , Metgi Valtýsson. V. Hörup, einn af ráðgjöfunum í hinu nýa vinstriráða- neyti í Danmörk, andaðist 15. f'ebrúar, rvim- lega sextugur, fæddur 22. mai 1841. Hann hefur frá unga aldri gcfið sig við danskri pólitík og var tvo síðustu áratugi síðastliðinnar atc'ar lángáhrifamestur blaða- maður í Danmörku. Ilann var á þeim árum ritstjóri aðalblaðs vinstrimanna, »Politiken«, cn það blað hefur vcrið málgagn flestra hinna bestu rithöfunda og skálda Dana, og jafnvcl

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.