Bjarki


Bjarki - 21.03.1902, Blaðsíða 2

Bjarki - 21.03.1902, Blaðsíða 2
z Norðmanna Hka, auk þess sem það hefur í broddi fylkingar barist fyrir stjórnmáfastefnu vinstriflokksins. Hörup hefur því verið einn af aðalforingjum flokksins, þótt ekki sæti fiann á þingi hin síðustu ár, og þótti sjálfsagður í hið nýa ráðaneyti, þegar flokkurinn tók við völdum síðastliðið sumar. Pólitiskar ritdeilur hafa verið höfuðstarf Hör- ups frá því hann var úngur. Og í þeim átti hann eingan sinn jafningja meðal Dana, og sjálf- sagt ekki þótt víðar væri leitað. Hann var framúrskarandi stílisti, andrtkur, skarpur og biturhæiinn. Blaðamennsku sína byrjaði hann við »Morgunblaðið<, sem nú er fyrir laungu dautt, en var fyrsta vinstrablaðið sem út kom í Khöfn í’að byrjaíi að koma út haustið 1873 »á vondum pappír, illa prentað, án augiýsinga og án áskrifenda, án alls sambands við h'ifuð- staðinn,* segir E. Brandes í grein, sem hann skrifar um Hörup látinn. »það var ekki keyft á veitingastöðum borgarinnar og fæstir Khafn- arbúar höfðu hugmynd um tilveru þess«. Kaup- endur þess voru bændur, og sjö fyrstu árin náði það ekk' 2000 áskrifendum. t’að var málgagn Bergs vinstrimannafo'-ingja og kallaði sig »aðalmálgagn hins sameinaða vinstriflokks*. Hörup var ekki ritstjóri blaðsins og nafn hans sást ekki á því, en hann hafði fasta atvinnu við það og skrifaði stjórnmálagreinarnar, bæði innlendar og útlendar. Arslaunin voru £200 kr. I þess- um greinum hans er fyrst fyrir alvöru í Khafn- arblaði ráðist á stefnu hins svonefnda þjóð- frelsisflokks, sem þá rjeð öllu í Danmork og hjelt völdum þángað til sfðastliðið sumar. 1876 var Hörup kosinn á þir.g. Vinnstri- flokkurinn var þá fámennur. Skömmu síðar kærði flokkurinn ráða.neytið. Hörup var lög- fræðingur og var honum því falið að færa mál- ið. Menn vissu frá upphafi að málið mundi tapast, eins og líka varð. En Hörup vann sjer álit fyrir rrálfærsluna, og þó er þetta hið eina mál sem hann hefur fiutt á æfi sinni, Hann var þá 36 ára. 1880 varð Hörup ritstjóri Morgunblaðsins, cn meðútgéféndur hans voru Berg og E. Brandes. Hinir ýngri rithöfundar og menntamenn, sem fylktu sjer undir merki G. Brandesar, höfðu þá tekið höndum saman við stjórnmálamenn vinstrimanna. Flokkurinn efldist nú stöðugt, en jafnframt kom í hann tvfskinnúngur. í’eir sem fylgdu kenningum G. Brandesar í bók- mennturn og trúmálum voru kaliaðir evrópiski fiokkurinn. Þeir þóttu óþjóðlegir og voru mjög hataðir. Berg og Hörup urðu ósáttir og útúr því hætti Morgunbiaðið að koma út. En 1884 var »Pólitiken« stofnuð sem málgagn evrópiska flokksins og stetnu Hörups í stjórnmálum. Hörup varð ritstjóri blaðsins og var það síð- ap þángað til hann tók við ráðherraembættinu í fyrra, en jsá varð E. Brandes ritstjóri blaðs- ins. Blaðið »Po!itiken« hefur haft mjög mikí! á- hrif í Danmörk og cinkum Khöfn. Hörup sat stöðugt á þingi frá 1876 til 1892 og hafói þar mikil áhrif eftir að vinstriflokkurinn efldist. Sömuleiðis var annar aðalstarfsmaðurirjn við blaðið, E. Brandes, leingi þingmaður. Blað þeirra varð því aðalmálgagn vinstriflokksins. 1892 miísti Höruj) kjördæmi sitt fyrir Alberti, sem nú er Islandsráðgjafi. Hann var einnig vinstrimaður, en fyigdi þá hinum svokallaða samkomulagsflokki, sem vildi sætta vinstri- menn og hægrimenn, en síðan hvarf úr sög- unni. Auk þessa hefur »Politiken« rutt braut fyrir nýrri bókmenntastefnu í Danmörk, þeirri sem kennd er við dr. G. Brandes. Hún hefur nú algerlega unnið sigur, eigi síður en stjórn- málaskoðanir vinstriflokksins. Aðalritdómari b aðsins hefur venð E. Brandes. Þá hefur »Politiken« verið vantrúarblað Dana. hefur stöð- ugt flutt grcinar þess efnis og halt mikil áhrif í þá átt að útbreiða frjálsiegar skoðanir á’rú armálefnum. Aðalmcnnirnir fyrir þeirri stefnu blaðsins hafa verið Brandesarnir o. fl. Nú hefur »Politiken« um 20,000 áskrifendur og Hörup var 4 síðari árvun oríinn efnaður maður. Hann var uppalinn úti á landsbyggðinni og var skólakennarasoa. Hann var alltaf fyrst og fremst bændavinur ög hafði alltaf meiri mætur á sveitalífinu en böfuðstaðarlífinu, þó hann væri ritstjóri að fjöllesnasta biaði K'áupmannaliafnar á síðari árum. Fyrir nokkrutn árum keyft.i hann búgarð úti á landsbygðinni og k,vað hafa ku.rn- að best við sig þegar hann var þar. Hörup ferðaðist aldrei útfyrir iandamæri Danmerkur og má það heita einkennilegt. * * % Lík Hörups var brent 2.3. f. m Engir kirkjusiðir fóru þar frain og einginn prestur talaði yfir kistu hans. Eo útför hans er cin- hver hin tjölmennasta sem menn muna í Kböfn. Aðairæðuna yfir kistunni bjelt stjórnarráða- neytisformaðurinn, I»em\tzer. Aðrir sem ræður fluttu voru: Herrnann Tríer, Octavius Hansen, Sören Jc-nsen, Oscar Johansen, Ove Rode, P. Knudsen, flutti kveðju frá jafnaðarmönnum, og loks E. Brandes. Hann sagði meða! ann- ars : »Orð Hörups flugu eins' og herörvar um landið .... þau kómu ekki í cinkennisbún- ingi; þau komu í heimaunnu vaðmáli, en sem spunnið var í eins og í fmasta silki.............. Ilann hefði átt að skrifa iög okkar. Þau hefðu þá að líkindum orði-ð færri en þau nú cru, en þau hefðu orðið mannúðlegri gagnvart hinurn veiku Og smáu . . . Pegar hann dó var eins og þúsujid járnklæddir rnenn hnigu f.il jaið- a r . . . .« Eingland — Japan Þessi ríki hafa nú gert samband sín í rnílli, án efa til þess að standa á móti vaidi Rússa í Aslu. Heistu at- riðin í samningunum eru : 1. Ríkin eru ásáttum afi gæta hagsmuna sinna sameiginlega, ef önnur ríki gera tilraun til að skerða þá, eða ef ófriður kemur upp í Kína eða Korea, sem annaðhvórt ríkið eða bæði verða að taka frain í, til að vernda rjcttindi þegna sinna. 2. Ef annað hvort ríkjanna lendir í stríö við eitthvert þriðja ríkí, þá skal hitt alls ekkert taka fram i þau mál og stuðla eftir megni að því að önnur rílá gerí það ekki heidur. 3. Ef eitt eða annað ríki síæst í lið með fjandmönnum annarshvors þessa ríkis, þá skal hitt koma til hjálpar og þau skulu bæ.ði taka þátt í stríðinu og bæði semja friðarskilmál- ana. 4. Hvorugt ríkið má gera samninga við önnur ríki, er komið geti í bága við eitthvað af því sem að framan er sagt, nema það hafi áður fcingið samþykki hins. 5. Stjórnir ríkjanna eru hvor um sig skyld til að aðvara hina, cf eitthvað kemur fyrir sem varðað getur innihald þessara samninga. 6. Sa mningúr þessi er í gildi oæst 5 ár. Ef annaðhvort ríkið á þá í stríði, er samningur- inn í gildi þángað ti! þvf stríSi cr lokið og friðarsamningar gcrðir. Vatn til eldsneytis »’ýsk blöð segja þá fregn, að cfnafræðingur í Hamborg, dr, Kar! Fiez, báfi fundið npp efni, sera hann biandar saman við algeingt vatn og framleiðir með því vökva, sem vart þekkist frá steinolíu. Þennan vökva má nota bæði á lampa og í hit- unarvjeiar. Ljósið af honum er hvítara og sterkara en steinolíuljós. I Lundúnum þpjur myndast fjelag scm tekið hefur þessa uppfunda- íng að sjer. Triest. Uiii iniðjan, fyrri mánuð gerðu verkamenn i Triest uppþot. Ástæðan var ó- ánægja milli kyndara í gufuskipum og útgerðar- mmuanna. Ailt verkafólk sem við skipin vann tók málstað kyndaranna og lagði niður vinnuna. 30 -40,000 manns tók sig upp og fór um götur borgarinnar með hávaði og krafðist að iátið væri að vilja kyndaranna. Herdeild var send til og átti að tvístra fólk- inu, en það kastaði móti herliðinu grjóti og öllu sem hönd varð á fest. Stúlka ein gekk að yfirmanninúm og sló hann í andlitið me.ð regnhlíf, en hann bar sverð fyrir sig, hjó eft- ir henni og særði hana í brjóstið. 15 mönn- um var skipað að skjóta á hópinn. Það var gert og níu manns ijellu, en þrjátíu særðust ’hættulega. Barcelona. Það lítur út fyrír borgara- stríð á Spáni. Upptök óeyrðanna eru í Barcel- ona, en þaðan hafa þær breiðst út. Hervörð- ur cr settur um ýmsar borgir. Ekkert sjer- stakt tilefni er til öeyrðanna, en almenn óánægja er með stjórnarfafið yfir höfuð. Bardagar eru daglcga milli herliðsins og uppreistarmanna, en mannfall hefur lítið verið. Georg Brandes varð sextugur 4. þ. m. Hann var þá staddur í f’aris. Þennan dag fjekk hann fjölda af harningjuóskum frá ein- stökum mönnum og fjelögutn víðsvegar að, meðal annárs frá íslenska stúdenfafjelaginu 1' Khöfn. Björnstjerne Björnson skrifaði • Þökk tyrir það starf, sern hefur opnað augun og styrkt viljalífið. Hinrik Ibsen skrifaði: I gamalli og óbreyttri vináttu sendi jeg your í dag niína bestukveðju, mínar hlýnstu heiliaóskir. Georg Brandes hefur ieingstum átt litlum vinsældum að fagna af miklum hiuta landa sinna, cða öllum hægriflokknum. En þetta virðist hafa breyttst mikið nú hin síðustu ár. Þó risu róstir út úr því í stúdentafjclagi hægrimanna, hvort honuin skyldi nú ekki sent ávarp og heiilaóskir. En stjórn fjeíagsins rjeð þvl að þetta var ekki gert. A fundi síðar var samþykkt með nokkrum meirihluta óánægju- yfirlýsing út úr þessu til fjclagsstjórnarinnar, og iá við sjáltt, eftir því sem síðustu blöðin segja, að meír ew helmingur fjelagsmanna geingi yfir í stúdentafjeíag vinstrimanna. Safn af ritum Brandesar er nú að koma út í alþýðuútgáfu hjá Gyldendals bókaverslun, eins og af ritum þeirra Björnsons og Ibsens. Morð. Kennslumálaráðherrann í Bulgaríu, Kantscew, var nýlega myrtur. Maður að nafni Karandsulaw braust inn í herbergi hans ura miðjan dag og reyndi fyrst að reka hann í

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.