Bjarki


Bjarki - 11.04.1902, Blaðsíða 1

Bjarki - 11.04.1902, Blaðsíða 1
V1L13. iLitt blað á viku. Verð árg, .5 itr borgist fyrir 1. jú!í, (erlfindis 1 kr borgist fyrirframV Uppsögn skrifieg, ógild nema komin sje til útg. fyrir 1. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. 1902. BrÚKUÐ ÍSLENSK FRÍMERKI kaupir Þór. B. Þórarinsson. FYRIRLESTUR í Bindindishúsinu á sunnudaginn kl. 5 síðdegis. Allir inn boðnir. D. Östlund. ©000000 oyöooöo o ö_o 00 ©o o 00000 © 0000 Þingkosningarnar. í Suðurmúlasýslu er talað um fjölda þing- mannaefna. Báðir fyrri þingmenn sýslunnar bjóða sig fram á ný, Axel Tulinius sýlumaður og Guttormur Vigfússon. Ný þingmannaefni, sem víst er talið að verði í boði, eru: Jón Ólafsson, Björgvin Vigfússon, sr. Magnús Bl. Jónsson, Jón Bergsson og Ari Brynjólfsson. Ennfremnr er ef til vill gert ráð fyrir fram- boði frá Sveini Olafssyni og sr. Lárusi Hall- dórssyni í Reykjavík. Þau er þá ekki færri en níu þingmannaefnin, sem Sunnmýlingar hafa úr að velja. Axel Tulinius sýslumaður fylgdi á síðasta þingi tramfaraflokknum og fullnægir því báðum þeim skilyrðum sem tekið var fram í síðasta blaði að gera þyrfti til þingmanna- efnanna nú. Fyrir kjördæmi sitt fjekk hann framgeingt fjárveitingu til byrjunar á lagningu hins margþráða vegar frá Hjeraði til sjávar. Yfir höfuð hafa kjósendur ekki ástæðu til ann- ars en að vera ánægðir með framkomu hans á þingi. Guttormur Vigfússon er gamall þing- maður sýslunnar og kvað enn hafa mikið fylgi á Hjeraði. A hann það að þakka vinsældum fremur en þingmannskostum, því hann hefur litlu af kastað á alþingi. Ummælin, sem höfð eru um hann í flugritinu, sem nýlega er prent- að hjer um þingkosningarnar, eftir ónafngreindu »mikilmenni« norður í þingeyjarsýslu, — þau eru mörgum lítt skiljanleg hjer um slóðir. Hinn þingeyski vitringur segir; »Jeg er viss um að þið eigið að kjósa Guttorm ykkar aft- ur.« En hvers vegna, má jeg spyrja? Hvað hefur »Guttormur okkar« afrekað á þingi svo merkilegt, að hann ætti að eiga vís atkvæði ? Sannleikurinn er sá, að Guttormur er atkvæða- lítill þingrnaður og hvorki þinginu nje sýsl- unni gæti verið mikil eftirsjá að honum af þing- mannabekkjunum. Þó margir hinna frambjóð- endanna sjeu óreyndir sem þingrnenn, þá er eingin ástæða til að ætla að flestir þeir eða allir tylli ekki fullkomlega sæti Guttorms á þingi, og um einn hinna nýu frambjóðenda, Jón Ólafsson, er það að minnsta kosti víst, að hann er Guttormi svo miklu fremri að þingmanns- hæfileikum, að þeim er ekki saman jafnandi. Og hver er svo ástæðan til þess, Sunnmýl- ingar góðir, Lað Guttormur eigi að eiga vísa kosningu ? Jón Olafsson er sá maður af frambjóð- endunum sem ætti að eiga vísa kosningu, ef þingmennskuhæfileikar þeirra rjeðu úrslitunum. Hann hefur leingi áður setið á þingi fyrir Suð- urmúlasýslu og var þáaföllum talinn í fremstu röð meðal þingmanna. Að almenningsvinsæld- ir hans eru minni nú, er eingaungu því að kenna, að hann hefur ekki haft tækifæri til að beita sjer eins og þá, vegna efnahags síns. En stefna hans hefur verið sama nú og áður. í stjórnarskrármálinu hefur hann fyllt hinn sama flokk nú, eftir að hann kom heim aftur frá Amerfku, og áður en kann fór vestur. Bæði þá og nú hefur hann haldið fram miðlunar- frumvarpinu frá '89 sem hinu æskilegasta stjórn- arfyrirkomulagi er við gætum vænst að fá. Ritlingur hans >Um sjálfstjórn«, sem út kom í vetur, er eitt með því skýrasta og gleggsta sem um þetta mál hefur verið skrifað nú á síðustu tímum. En þar sem þetta fyrirkomu- lag er ekki fáanlegt nú, þá mun Jón, eins og aðrir, sem því bafa fylgt, hallast að hinu vænt- anlega stjórnarfrumvarpi. Yfir höfuð er Jón Olafsson eingu síður frjálslyndur í skoðunum nú en áður, og einn afhinum fjölhæfustu mönn- um er hann sem hjer á landi er um að velja til þingsetu. Það væri því misráðið af Sunnmýlingum, ef þeir höfnuðu honum, en kysu í hans stað ein- hvern þann mann sem lftið lið væri að á þingi- Þeir Björgvin Vígfússon, síra Magnús og Jón Bergsson eru allir hjeraðsstólpar, sem ekki er annað en gott eitt um að segja. En skoðanir þeirra á þingmálum eru lítt eða alis ekki kunnar, og því er ekki hægt um þá að dæma sem þingmannaefni. Sveinn Olafsson er fVamfaramaður og hefur án efa marga góða þingmannskosti. Hon- um ættu Sunnmýlingar að gefa annað atkvæði sitt, ef hann bvður sig fram. Ari Brynjólfsson hefur leingi viljað á þing komast, en hvert erindi hann ætti þángað hefur honum aldrei gefist tækifæri til að sýna. Það er haft eftir síra Lárusi Halldórssyni, að hann hafi einu sinni sagt um Ara á kjörfundi, að »bann þyrfti að fara á þing til þess að komast að raun um, að hann ætti þar alls ekki heima.« Síra Lárus H a 11 dór s s 011 hefur áður setið á þingi og er hæfileikamaður mikill, eins og kunnugt er. En á síðustu árum hefur hann ekki gefið sig við öðru en trúmálum. Það er nú og borið til baka, að hann muni bjóða sig fram. Þá hefur hjer fljótlega verið litið yfir þenn- an fríða hóp, og telur Bjarki Sunnmýlinga velja heppilegast, ef þeir kjósa þá Jón Olafsson og Svein Olafsson. Löðrúngur má það heita hjá Helga Valtýssyni í 10. tbl. Bjarka, sem barnafræðendur, prestar, sókuar- nefndir og aðrir þeir fá, sem barnauppeldi sinna, í ritgerð hans um íslenskan kennara- skóla. Áhugi Helga á því máli hefur leitt hsnn út í þær öfgar og endemisstaðhæfingar sem eingri átt ná. Um skóiamálið hefur oft verið ritað hjer áður af meiri þekkingu og reynslu en Helgi ritar; samt hefði jeg getað verið honum þakklátur fyrir tillögurnar og hyllingarnar og loftsjónirnar, sem þeim fylgja, hefði hann kunnað sjer hófíað lasta ástandið. Hann segir: »Stærri smán en menntunarásigkomulagvort getur vart hugsast í siðuðu landi. . . . Eingir kennarar. . . . Húsfeður hafa minni lögboðna ábyrgð fyrir börnum sínum en skepnunum. . . . sækjast eftir fjármonnum og hestamönnum til að hirða kindur og hesta, — en til að hirða (mennta) börnin . . . taka menn vanalega kaup- lægsta manninn — skilmálalaust. . . . Flæk- ingar, ónytjungar, tugthúslimir, ómenntaðir piltar, sem eigi mundu standast barnaskóla- próf — og þegar best lætur Möðruvellingar — eru kennarar til sveita á íslandi. Og lands- sjóður veitir kennarastyrk án allra skil- mála.« Ennfremur segir Helgi ekkert eftirlit með kennslunni, og að við íslendingar lifum meira fyrir skepnurnar en úngu kynslóðina. Það þarf dirfsku til að hrækja svonaframan í kennendur og allan almcnning eins og Helgi gerir. Er það smán, ,að alþýða á Islandi er læs og skrifandi og búin mörgum öðrum fróð- leik, án þess að hafa sótt nokkurn skóla? Þorir Hclgi að standa við það, að sveitakenn- arar yfirleitt sjeu þeir óreiðumenn, sem bann segir þá? — eða, ef hann á við einstök dæmi, því tekur hann það eigi fram? Hvaðan kemur Helga sú viska, að kennarastyrkur sje veittur skilyrðislaust, og að allt eftirlit vanti ? Sam- anburður Helga á hirðingu gripa og uppeldi barna er svo heimskulegur, að horíum er ekki frekar svarandi. Helgi þarf ekki að prjcdika okkur, að allt fari hamforum í framfaraáttina, þótt prófaðir skólakennarar (seminaristar) kenni börnúnum, eða að án þeirra sje öll alþýðumcnntun hneyksli. Hinn góði Genius hcimilisfræðslunnar er cigi aldauður enn; víð hann styðst alþýðu- menntun okkar auk kennaranna og klerkanna, sem þó hafa verið og eru þjóðfjelaginu þarf- astir, er þeir gera sjcr far um að styðja hana. Það eru auðvitað margir sveitakennarar hjer miður hæfir, og æskilegast að hafa valda kennslukrafta, en bæði er þess að gæta, að þegar er kominn á vísir til kennaraskóla í Flensborg syðra, og svo eru margir vel mennt- aðir menn*við barnaskóla, þótt eigi hafi þeir

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.