Bjarki


Bjarki - 11.04.1902, Side 4

Bjarki - 11.04.1902, Side 4
4 heima. Annar dreingur var með honum, sem gat sagt frá, og hlupu þá ofan að sjónum móðir hans og önnur kona. Annað fólk var eigi við. Þær gátu kastað til hans bandi, en það var árángurslaust. Hann var vist orðinn svo magnþrota að hann gat ekki hjálpað sjer neitt með því. Svo fór móðir hans í einhverju ósjálfræði út á ísinn, en fór þegar niður um hann og var mesta mildi, að hin konan gat náð henni með bandinu. Þá var bátur dreginn alla leið frá Krossi inn að Stekk, því þar var einginn, og náðu þeir loks líkinu eftir lánga leit. Svona fór það á endanum. Dreingurinn beið bana af rælni sinni, og foreldrarnir misstu þar mannvænlegt barn. ís er hjer enn í firðinum, en autt haf fyrir utan fjarðarmynnið. Sama er sagt úr næstu fjörðum hjer v>rfyrir norðan og sunnan. Ekki þyrfti nema lítinn vind á vestan til að hreinsa firðina. Ceres sást útifyrir Reyðarfirði um það leyti sem hennar var von hingað til Austurlands og hafði verið á sveimi þar úti fyrir í 4 daga. í*á hefur hún án efa snúið við út aftur. Hún hafði meðferðis mikið af vörum hingað til Seyðisfjarðar. f’eim hefði hún getað skipað hjer upp, ef henni hefði verið ætlað að koma hjer við á leiðinni til Vesturlandsins. Veður er nú stöðugt kyrrt, hita-sólskin á daginn, og vinnur þó lítið sem ekkert á gaddinum, en tölu- vert frost á nóttum. Snjór er mikill hjer í firðin- um og þó eingu minni að sögn á Hjeraði. Sum- staðar er orðið tæpt um hey. Mannslát. Hinn ljest að Galtastöðum tram í Hróarstúngu Jónína, kona Pjeturs bónda þar, Einarssonar. Hún var vel fertug að aldri. Jónína var ein af 8 dætrum Odds Jónsso"ar, er leingi bjó að Hreiðarstöðum. Bróðir þeirra var einn (Sigfús bóndi að Staffelli). Þau systkyn voru öll fyrirtaks dugandi menn og tápmikil. Þær systur eru nú aðeins fjórar á lífi. Jónfna heitin var hin viðkynnilegasta kona og sakna hennar víst fiestir er henni kynntust. Hún hafði fyr átt Svein Einars- son hoemopatha. S. Framtíðarmaður. Ýmsir háskólakenrarar í Ameríku hafa ritað um, hvernig líkami mannsins hljóta að breytast eftir því sem tímar líða. Öllum kemur þeim sarnan um, að þeir Iimir og líffæri sem lítið eru brúkuð hverfi smátt og smátt. Litlatáin er nú fyrír laungu t. d. alveg ónotuð og því minnkar hún og hverfur með tímanum, svo að mennirnir hafa aðeins fjórar tær, og svo fækkar þeim áfram. Einn af þessum vísindamönnum, Wells, segir, að ytra eyrað hverfi líka, sömuleiðis nef, augnabrýr, tennur og hár. Tennurnar hverfa af því að fæðan verður meir og meir svo útbúin að þeirra þarf ekki; jafnframt minnkar munnurinn. Augun verða aftur á móti stór og skær og höfuðkúpan verður stór og vel löguð, skínandi hvít eins og jökulskalli í sólskini. Við þessa stóru breytingu missa skeggrakarar og tannlæknar alla atvinnu. Gvendur: Hvaðan geta þeir verið, allir þessir pappírsmiðar, sem eru að þirlast um loftið í 9torminum? Jón Jónson: Það eru líklega þessi nýu þráðlausu hraðskeyti, maður. G.: Þú segist hafa gefið 66 aura fyrir þessa tvo vindla; en mjer virðist satt að segja ekki mikið til þess koma sem jeg er með. J. J. Jeg gaf 60 aura fyrir annan, en 6 aura fyrir hinn; getur verið að þú hafir í misgripum feingið þann ódýrari. G.: Hefurðu nokkurntíma sjeð sviðakjamma með tveimur augum ? J. J : Nei það hef jeg aldrei sjeð. G.: Læturðu þá annað augað aftur í hvert sinn sem þú horfir á sviðakjamma? G.: Þú skuldar mjer nú 43 krónur Borg- aðu mjer nú 40 og svo ertu skuldlaus. J. J: Og láta þig tapa á mjer 3 krónum. Nei, það skal aldrei verða. Lánaðu mjer heldur 7 krónur í viðbót, því þá skulda jeg rjettar 50. Frúin (við vinnukonu, sem ætlar að fara til hennar): Mjer líka ekki allskostur meðmæl- in yðar. Vinnukonan : T’ví get jeg trúað, en jeg get nú ekki feingið þau betri. Prentsmiðja Seyðisfjarðar leysir at hendi alls konar prentun vei og vandlega. Verkið ódýrt. D. Ostlund. IVERSLUN St. Th. Jónssonar er nú ' komið mikið af ýmiskonar álnavöru svo sem bómullartau af mörgum tegundum, fóðurtau, ullartau, og stumpasirs og fleiri teg- undir, allt með sama góða verðinu og vant er, og iOu/0 afsláttur gegn peningum, Með »Ceres« er von á fl. vörum. 1. O. G. T. Stúkan »Aldarhvöt nr. 72« heldur fundi á hverjum sunnudegi kl. H árd. f Bindindishúsinu. Allir meðlimir mæti. Nýir meðlimir velkomnir. U m b Ú ð a P a P P í r ,hTpUrenlan'U BJARKI. Þeir sem feingið hafa Bjarka til útsölu og ekki ætla að selja eru beðnir að gera aðvart um það hið fyrsta. Þeir sem skulda fyrir blaðið eru áminntir um að borga. I—V. árg. Bjarka borgi menn til Sig. Johansens kaupmanns, VI. og VII. árg til Þorst. Gíslasonar ritstj. pánskar nætur, eftir Börge Jansen, fást hjá öllum bók- sölum á landinu. Verð 1 kr. 50 au. A ^A-j- Eftir Matth. Jochumsson. 50 »» » Ct. I 1 1 U L. au. Fæst hjá bóksölunum. Kaupið „Frækorn”! RITSTJÓRl: DORSTEINN QfSLASON. Prentsmiðja Seyðisfiarðar. 73 blóðdropi í æðum yðar.« Hann rispaði mig á hend- inni til blóðs og sagði: »Jú, rautt er blóðið í yður að minnsta kosti. — Skrifið þjer nú undir!« Jeg tók við skjalinu og pennanum. VII. Dæmdu mig, kæri Cfjamisso, án allrar vægðar. Jeg hef sjálfur kveðið upp yfir mjer strángan dóm, því jeg ber nagand' orm í hjarta mínu. Aldrei líður þessi stund mjer úr minni. Kæri vinur, sá sem í gáleysi setur fót sinn útfyrir hinn almenna veg, leiðist óafvitandi á villigötur, sem fjarlægja hann meir og meir frá rjettri Ieið, og vegurins liggur niður á við, hallandi undan fæti. Til einskis horfir hann á himinsins stjörnur, til þess að rjetta eftir þeim stefnu sína. Hann ræður henni ekki leingur, en heldur ósjálfrátt áfram niður eftir hallfleti þeim sem hann hefur álpast út á. Jeg veit ekki hvað mést var ráðandi hjá mjer á 74 þessari stund, hvort heldur æsingin í sál minni, eða hin líkamlega þreyta eftir áreynsluna hina undan- farandi daga, eða þá áhrif frá hinu gráa trölli sem hjá mjer sat — í stuttu máli sagt, þegar jeg ætlaði að fara að skrifa undir, þá leið yfir mig og jeg lá leingi í aungviti. Það fyrsta sem jeg heyrði, þegar jeg vaknaði við aftur, var fótastapp og bölvunaryrði. Jeg o.pnaði augun. Fað var dimmt. Grái maðurinn var eitt- hvað að fást við mig og bölvaði í sífellu. »í>jer hafið ekki meiri dug en aumasta kerling! Reynið þjer að rísa upp og Ijúka við það sem þjer voruð byrjaður á. Eða hefur yður nú snúist hugur, svo þjer viljið heldur hætta við það?« Jeg reis á fætur þó jeg ætti örðugt með þaé og litaðist þegjandi um. Það var seint um kvöld. Út úr húsi skógarvarðar- arins heyrðist ómur af hljóðfserasiætti og Ijós skein út um hvern glugga, Gestir voru á gángi til og frá í garðinum. Nokkrir af þeim settust á bekkinn sem jeg áður hafði setið á. Jeg heyrði á því sem þeir sögðu, að Rascal hafði um morguninn trúlofast dóttiir skógarvarðarins. Jeg strauk strax bettuna af höfði mínu og missti 75 um leið sjónar á gráa manninum. Jeg hljóp til garðshliðlins og fór þar sem trjen voru þjettust °g í gegnurn skemmtíhúsið, sem kallað var eftir mjer. En grái maðurinn elti mig ósýnilegur og setti ofan í við mig með hörðum orðum. sLetta er þá þakklætið, sem jeg fæ hjá yður,« sagði hann, »fyrir að Iiggja yfir yður í veikindum yðar allan daginn. En flýjið þjer svo lángt sem þjer viliið; við verðum ssmt sem áður óaðskiljanlegir. Ljer hafið gullið frá mjer, en jeg skuggann vðar; þetta er nóg til að svifta. okkur báða allri ró. Eða, hefir það nokkru sinn.i heyrst, að skugginn hafi yfirgefið nokkurn mann! Skugginn yðar dregur mig til yðar þángað til þjer takið á móti honum aftur og hann lósnar við mig. Lað sem þjer hafið ekki viljað gera með góðu, það neyðist þjer síðar til að gera út ut ergelsi og Ieiðindum.« Hann hjelt áfram í sama tón; jeg flúði en hann elti mig og ljet dæluna gánga. Jeg vissi ekki, hvað jeg ætti af mjer að gera. Jeg gekk í áttina til húss míns. Þegar jeg stóð útifyrir því og leit þa*, ætlaði jeg naumast að þekkja það. Rúðurnar voru brotnar og hvergi sást

x

Bjarki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.