Bjarki


Bjarki - 18.04.1902, Blaðsíða 1

Bjarki - 18.04.1902, Blaðsíða 1
I V11J4 Eitt blað á viku. Verð árg. borgist fyrir i. júlí, (erlendis borgist fyrirframi. Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sje til útg. fyrir i. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. 1902. Vegavinna. Þeir, sem kunna að vilja fá vega- vinnu í sumar, gefi sig fram hjer á skrifstofunni. Kaup gott, borgast í peningum. Vinnan stendur yfir fram á haust. Skrífstofa Norður-Múlasýslu, 15. aprii 1902. Jóh Jóhannesson. Auglysing. . i Laugardaginn þ. 26. apríl kl. 12. á hádegi j fara skiftin fram á timbrinu úr íshúsunum, og 1 eru því hluthafar aðvaraðir um að gæta rjett- | ar síns við skiftin. Seyðisfirði 15 apríl 1902. Stjórnin i Alþingiskosningar. — o— Með þeirri fyrirsögn er löng grein í 11 nr. , Austra þ. á. Höf. lætur fyrst í Ijósi gleði sína yfir boð- ; skap konungsins út af stjórnarskrárbreytingunni j og þá von, að þjóðin gangi að væntanlegu | frv. stjórnarinnar og málið nái heppilegum úrslitum á næsta þingi. Um þetta eru víst flestir samdóma höf., en svo þykir mjer ólík- legt, að skynberandi menn sem ofurlitla nasa- sjón hafa af gángi þessa máls og afstöðu þess nú, geti verið höf. samdóma um fleiri atriði greinarinnar. Það sem fyrst vakar fyrir höf. er það, að málið geti orðið »fleygað«, o; eitthvað sett inn í það sem gæti orðið því að falli. En hverjir eru líkastir til að smíða þessa »fleyga« f Ofurlítið rjettsýnni manni en höf. væri stór freisting til að ætla, að þeir sem flesta hafa smíðað »fleygana« í þessu máli, mundu nú ef til vill eiga einn eftir í fórum sínum til að setja í það í sumar. En höf. kemst að gagnstæðri niðurstöðu; hann telur allar líkur á, enda sjálfsagt, að framfaraflokkurinn, sem kendur hefur verið við dr. Valtý, muni gjöra það. Hann sje svo sem vís til þess; það sje svo sem eftir öðru af hans hendi! Og hann skilur svo stefnu flokks- ins, að það sje ætlun hans, að taka upp frv. síðasta alþingis, ef hann befur bolmagn til þess, og! þannig sje að skilja orð síra Jens, Pálssonar, að það sje fiokknum að þakka, »ð stjórnarskfárbaráttan vari ári skemur. Og með vanalcgum skilningsskarpleik undirstrykar ritstjóri Austra þessa speki og þykist góður af. En ekkert getur verið fráleitari skiln- ingur, eða skilningsleysi, á aðgjörðum flokksins og sögu málsins en þetta. Stefna framfaraflokks- ins og dr. Valtýs hefur frá uppafi verið og er enn sú í þessu máli: að taka það mesta, sem fáanlegt var í svipinn, en láta allar ótímabærar kröfur, hversu rjettmætar og sann- gjarnar sem þær kynnu að vera, bíða byrjar og betri hentugleika. Meðan því rjett vorn var að sækja í hendur afturhaldssamrar hægrimannastjórnar, þá hlutu kröfurnar nokkuð að sníðast eftir því. A síðasta þingi stóð svo á, að undir þinglok kom fyrst fregn um ráðaneytisskiftin í Danmörku, en það var alls eigi víst, hve langt nýja stjórnin vildi ganga til samkomulags við okkur. Það hefur oft verið sagt, og hver hefur tuggið það eftir öðrum, að það hafi verið pólitískur glæpur,að samþykkja frv. þegar svona stóð á, frv. sem vitanlega eigi var fullkomin uppfylling óska vorra. En jeg er sannfærður um það, að hvernig sem þjóðinni kunna að verða villtar sjónir nú um stund, dæmir sagan það á sínum tíma sem eitt af merkustu atvikunum málinu til framgangs. Og til þess liggja þau rök meðal annars: 1. Það að frv. innihjelt afar-þýð- ingarmiklar rjettarbætur. Páll Breim amtm. hefur leitt rök að því í blaðinu Norðurl. að frv. auk annara rjettarbóta tryggði okkur þ j ó ð r æ ð i; því hefur ekki verið mótmælt og það því síður hrakið. Og það er mikilsverðasta atr. þessa máls. 2. Eftir frv. átti ráðgjafinn og stjórnardeildin að vera kostuð af ríkisfje Dana. Og þó að þau útgjöld sjeu ekki mikil á mælikvf rða Dana, þá eru þau þess eðlis, að þau fara fremnr vaxandi, cn minnk- andi; er því þetta svo verulegt atriði að Ijóst er, að það hafi haft talsverð áhrif á að greiða fyrir samningum um málið, að þetta lá fyrir samþykkt af þingsins hálfu. Með þau hlunnindi í höndunum gátum vjer eigi tekið öðru en góðum tilboðum frá stjórninni. Að hin frjálslynda vinstrimannastjórn mundi ekki að minnsta kosti fara jafnlangt og hægrimanna- stjórnin var óhugsandi. 3. Eins og málinu var komið fyrir á þinginu, þá voru engar lfkur til að menn gætu þar sam- einað sig þar um nokkurt sameigin- legt »program«. Andstæðingarnir höfðu komið með 10-manna frv. Þeir lýstu þar yfir hátíðlega, að þarna væri þcirra »program;« en varla var þingi slitið þá er þeir voru horfnir frá því. Sýnir það lángbest, hve lífvænlegt það var, og hvert það var pólitisk dauðasök fyrir hinn flokkinn, að hafna eigi sínu eigin frv. fyrir þess sakir. Nei. Að fella frv. á þinginu hefði verið sama sem að koma málinu, á fullkomna ringulreið hjá þjóðinni og kippa grundvelli undan samningum við stjórnina. 4. Var það Ijóst, að með því að samþykkja frv. var stjórnarskrárbaráttan stytt um eitt ár, að minnsta kosti. Og frá hverju sjónarmiði sem það er skoðað, þá er ómögulegt annað, en að telja það stórt happ, sem framfaraflokkurinn á skyldar þakkir fyrir, en ekki hnjóð. Þetta kann höf. að virðast óttalegt. En síðar skal jeg sýna, að því er svo varið, svo ljóst, að höt., ef hann er skynsemi gædd vera, skilji það, og jafnvel ritstjóri Austra hljóti að sjá að hann hefur ófyrirsynju eytt svertunni í feita letrið. 5. Var, eins og áður er á drepið, alls ó v ís t hvernig stjórnin nýja mundi líta á málið. Ef hún vildi ekki ganga lengra, en hægrimanna- stjórnin eða biði eingar aðgengilegar breytingar, þá var flokkurinn ráðinn í því að hcfja ekki nýtt þras við hana, en sætta sig við það í bráðina. Og jeg er viss um að mikill meiri- hluti þjóðarinnar hefði þá orðið á því máli. En vildi hún gánga leingra og byði aðgeingi- legar breytingar, þá var það sjálfsagt og sam- kvæmt stefnu flokksins að taka þeim. Hvort sem uppi yrði á teningnum, sparaði það tím- ann að samþykkja frv., auk þess, sem frv. var hinn heppilegasti grundvöllur samninga við stjórnina, eins og áður er á vikið. Þetta' finnst mjer fyl’ilega rjettlæta sipnþykkt frv. í sumar, og sýna að hún gefi ekki minnstu heimild til köpuryrða þeirra, er dunið hafa yfir fiokkinn síðan, nje til þeirra getsaka sem Austragrein þessi er full af. Þá er sú önnur vantraustsgetsökin hjá höf. að flokkur Valtýs felldi þingsályktunartillögu I.árusar Bjarnasonar. Höf. veit sjálfsagt, að til eru tveir vegir fyrir þingið, til að láta í Ijósí vilja sinn, fyrir utan frumvarpsveginn, ogeru þeireru þingsálykt- an og ávörp til konúngs. Glæpurinn, sem fiokkur dr. Valtýs gerði sig sekan í og 6em höf. byggir þetta á, er þá sá, að hann valdi síðari leiðina, hann vildi, að neðri deild sendi konúngi ávarp, eins og efri deild gerði. Þegar frv. lá fyrir samþykkt á þinginu, og vel gat farið svo, að við yrðum að gera okkur ánægða með það, virðist liggja í augum uppi, að þingsályktun, sem gaf það í skyn, að frv. væri undir öilum kringumstæðum óalanjli, vera mjög óheppileg og ómiguleg til samþykktar af þeim, sem álitu frv. rjettarbót og höfðu gefið því atkvæði sitt. Hin Iciðin, ávarpsleiðin, er þar að auki miklu samkvæmnari þingvcnjunni, hefur oft verið farin af þingunum, þegar líkt hefur staðið á og í þessu máli, og reynslan frá síðasta þing sýnir að hún geti verið mjög happasæl. Það hefur víst farið frrm hjá höf., að bæði konúngsboðskapurinn og greinin í »Darnebrog« nefna einmitt ávarp efri deildar sem aðalhvöt

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.