Bjarki


Bjarki - 18.04.1902, Blaðsíða 2

Bjarki - 18.04.1902, Blaðsíða 2
2 þess, að stjórnin býður oss nú »fullveðja heima- stjórnj. Og hverjir sömdu það ávarp? Ekki voru það »heimastjórnarmennirnir«: sem svo kalla sig. Nei, það voru Valtýingar, sem það sömdu og samþykktu. Það voru sömu menn- irnir sem mest hrakyrðin hafa orðið að þo!a af andstæðingum sínum, »pólitísku glæpamcnn- irnir.c Og er nokkur heil brú af skynsemí í því, að láta flokkinn gjalda þess, að andstæð- ingarnir gátu ekki komið sjer saman við þá í neðri deild um að samþykkja áþekkt ávarp? Jeg hvet ekki til þess, að neinir sjeu látnir gjalda geinginna brota, því að þegar flestir góðir menn eru orðnir sammála, þá ætti það best við að rjetta hvor öðrum bróðurhönd og hjálparhönd. En stóra freisting fyrir mannlegan breskleika játa . jeg það vera, að minnast þess nú við kosningarnar í vor, að það voru »heimastjórnar- mennirnirc, sem svo kalla sig, sem felldu í neðri dcild tillögu um, að sú deild ljeti í Ijósi í ávarpi til konúngs hinar sönnu óskir vorar og kröfur í þessu máli. l’á vitnar höf. í umræður þær, sem urðu í danska stúdentafjelaginu á eftir fyri rlestri prófessors Finns. Og byggir hann á þeim umræðum, að dr. Valtýr sje mótmæltur búsetu ráðgjafans í raun og veru og að annað, sem látið sje í veðri vaka, sje bara kosningabrella. Að öllum líkinduro byggir höf. þessi ummæli sín á því ágripi af umræðunum, sem birtist í Austra og Þjóðólfj, en ekki þarf nema heil- brigða skynsemi til að sjá, að það er flokks- hátur, ef ekki persónuleg óviid, sem stýrt hcfr.r penna frjettaritaians. f'ær frjettir vcrða því mjög veikur grundvöllur til að byggja á harðan áfellisdóm um nokkurn rnann, hvað þá heiian flokk. Ennfremur hc fur höí. ekki gætt þc-ss, að þær umræður snúast um allt annað cn það scm nú er í boði. I’að er tiilaga hr. Scaveniusar, eða það scm kallað hefur verið : »undirty!luráðgjafinn«, sem þar er um að ræða. Hann hcfur flokkur vor aldrei viljað hylla. Og af því að ekki var ginið við þeirri flugu af framfaraflokknum, en henri mótmælt svo kröft- uglegasem orðið gat, bæði af flokksstjórninni og ýmsum málsmetandi mönnum í ræðu og riti, þá eigum vjer nú kost. á »fullveðja hcima- stjórn*. l’að er annars nokkuð skrítið, að sum blöðin (þar á meðal Austri), sem hæst hjeldu á lofti mcr'ki undirtyiluráðgjafans, vilja nú klóra yfir það og þykjast aldrei .hafa verið við hann kennd Fyr má nú vera iðrun og afturhvarf! Sjálfsagt á framfaraflokkurinn að njóta þess, en ekki gjalda, við næstu kosing- ar, að hann hefur afstýrt því óheillaráði. Að sama brunni bcr, þegar athugað er brjefið frá stjórnarnefnd flokksins 6. des. f. á. til ráð- gjafa íslands. Undarlegt hijfuð má vera á þeim manni sem dregur þá ályktun út af því, að flokkurinn sje mótfallinn búsetu ráðgjatans og búi yfir svikráðum. Mönnum var vel kunnggt um, að til boða mundi standa, ekki frjálsleg heimastjórn, eins og höf. kemst að orði, heldur búsettur ráðgjafi, sem stæði undir einhverjum danska ráðgjafanum. ÖIl blöð and- Valtýinga voru full af lofdýrð um þennan^ ráð- gjafa um það leyti. Getur verið, að höf. hafi þótt það »frjálsleg heimastjórn«, en framfara- flokknum þótti það ekki. 1 brjefi flokksnefnd- arinnar er sjálfstjórnarmerkinu haldið svo hátt, sem því hefur nokkru sinni verið haldið. Og þar standa þessi eftirtektaverðu orð: »Sje lagastaðfestingarvaldið og hið æðsta framkvæmdarvald ekki fært inn í landið, þá Ieggjum vjer mikla áherslu á, að þann veg sje til hagað, að það sje sami maðurinn, er semur við alþingi rreð ráðgjafavaldi og máiin ber fram til allrahæsta úrslita.« | Þessi ovð hefur höf. v(st ekki lesið. I Boðskapur stjórnarinnar er í svo fulln samræmi j við þessi orð sc-m framast má verða. Og það má enda telja víst, að brjef þetta hafi lagt sinn skerf til að konúngsboðskapurinn varð cins góður og raun er á orðin. f’að cr því svo algjörlega ástæðulaust að ætla j að tíraga það út úr þessu brjefi, að framfara- j flokkurinn muni svíkja »program« sitt, að það ■ þvert á móti er sterk sönnun hins gagnstæða og ætti að vera sterk meðmæli með honum við kosningarnar næstu, því það sýnir eins og svo margt annað, að þeir eru hinir s ö n n n heima- stjórnarmenn. Höf. er nú svo sem ekki af baki dottinn. Ilann er hræddur um að eitthvað kunni að vera veilt við þenr.a lestur sinn, og þykist jeg liaía sýnt fram á, að sá grunur hans sjc fylli- lega rjettur. En þá vill svo til, að hann hefur meira en »líkur« íy*ir því. Hann hefur íulía sönnun fyrir þvf. Og sönnunin er þessi: Síra Jens Pálssou, eínn af stjórnarnefndarmönnum flokksins heíur sagt/að samþykkt frv. frá í sumar stytti vonandi stjórnarskrárbaráttuna um eitt ár. Og þetta gerir hann í blaði mcðstjórnarmanns síns, Isatold Og ritstjóri Isafoldar — ja, þar skaust honum þó skýr þyki — hann tekur ekkert eftir þessu. Hann lætur prófastinn í Görðum hlaujja með þetta í hjartans einfeldni og koma upp öllu þcssu rác'ía- bruggi flokksins. því það sje svo sem áreiðan- legt, að þetta geti með eingu móti öðru orðið, en að frumvarpið frá síðasta þingi verði samþykkt á aukaþinginu á komanda sumri. Og svo prentar Skafti þetta með feitu letri, til þess að það standi þarna óafmáanlegt flokkstjórn- inni og flokknum til maklegrar svívirðingar og skammar meðan land er byggt. En þetta er, því miður, fyrir höf. og rit- stjórann alit of einfalt má!, svo einfalt, að það var varla von, að þeir gætu verið að leggja sín lærðu höfuð í bleyti yfir því. Og þessvegna skal jeg með ánægju útlista það. Ihaldsflokkurinn hjelt því fram á síðasta þingi, að íella skyldi stjórnarskrárbreytingafrv. það er þá lá fyrir, en skora á stjórnina, að leggja frv. fyrir næsta alþing. Ef að því hefði verið fylgt, þá hefði málinu ekkert þokað áfram fyr en á þingi 1903. Þangað til hefði bara verið rifist, ekkertgjört. Setjum nú svo, að svo heppilega hefði viljað til, að frv. hefði náð samþykkt þá. En þá er þess að minnast, að við eigum gimstein í gömiu stjórnarskránni, sem heitir 61 gr. Eftir henni hefði ekki orðið komist hjá að halda aukaþing 1904, til þess að leggja fullnaðarúrslit á málið. Eftir því gat það varla knmist til framkvæmda fyr en um áramót 1905. En af samþykkt frv. á síðasta þingi leiðir samkv. 61. gr. stjórnaskr. nýjar kosningar og aukaþing í sumar 1902. Nú má telja víst, að frv. frá síðasta þingi verður fellt, en eins víst er hitt, að nýtt frv. verður samþykkt. Svo verður að efna til nýrra kosninga 1903 og þingið, sem þá verður haldið, leggur fullnaðar- úrslit á málið. Og eftir því ætti frv., sem samþykkt verður í sumat, að geta komið til framkvæmda um áramót 1904. Eða ári fyr en ella. Svona er vonandi að það gangi. Og jeg sje ekki betur, en að orð sjera Jens standi óhögguð, að samþykkt frv. síðasta þíngs »stytti um eitt ár« stjórnarskrárþrefið. Og jeg sje heldur ekki betur, en að fram- sóknarflokkurinn eigi pakkir, en eigi óþakkir, skyldar fyrir það. Því verða allir fegnir — nálega hvc-rt einasta mannsbarn á landinu — allir nema biöðin, sem tifa af ríg og fiokkadrætti í þessu máli ; þau hafa ekki ástæðu til að gleðjast, því þau deyja ári fyr fyrir bragðið. En bótin er að þau verða fáurn harmdauð. I’að þarf varla að taka það fram, að allt fjas höf. um óþarft aukaþing og óþarfan kostnað er sami marklausi vaðallinn. Auka- þingið í sumar kemur í staðinn fyrir auka- þingið, sem hefði verið háó 1904, cí ínalds- flokkurinn hefði ráðið. Mikið hefur verið um það deilt, hverjum stjórnarboðskapurinn væri að þakka. Þetta er eðlilegt. Stjórnarboðskapurinn þykir góður, og heiður, að geta þakkað sjcr eða smum flokki hann að einhverju leyti. Jcg vil sem ' minnst blanda mjer í þá deilu. Jeg álít hana varla sæmilega, þegar menn þykjast ætla að taka höndum saman til að vinna í bróðerni að framgángi málsins. Jeg vil gjarnari reyna að telja mjer trú um þaö, að íhaldsfloKkurinn, sem verið hefur í þessu máli, eigi einhvern hlut í farsællegum úrslitum þess, þrátt fyrir »pró- gram»-leysi sitt og flökkt frá einni stefnt til annarar. En alveg fráleit er sú kenning, að framsóknarflokkurinn eigi þar eingan hlut að máli, því meðal annars er það nonum að þakka, a ð rnálið fór ekki á ringulreið á síðasta al- þíngi, og a ð oss er boðin óháð eða það, sem höf. greinarinnar í Austra kallar, »fullveðja heima- stjórn«. Stærstu atriðin í þessu máli eru óneitanlega ávöxtur af starfi og þrautseigju þcss flokks, °g dyigjur og getsakir um að hann muni j svíkja »prógram« sitt nú eftir næstu kosningar ! hljóta annaðhvort að vera sprottnar af heimsku ! eða iligirni, nema af bvortutveggja sje. Hofteigi 9. april 1902. EINAR ÞÓRDARSON. Kvoldvaka. Utiverkum er lokið og vakan byrjuð. Hún er nú orðin stutt og okkar helsta hvíid, sem glímum vió hríðarnar og gripahirðinguna. Jeg ætla í þetla sinn að nota hana til að svara fyrirspurnum nokkurra samsýslúnga minna og annara góðkunningja um það, hvort jeg muni bjóða mig fram við kosningar þær sem í hönd fara. Um leið leyfi jeg mjer að fara dálítið út fyrir efnið, og minnast stuttlega á kosning- arnar. Allur undirbúningur þeirra fer hljótt, ekkert í blöðum rætt, aðeins skotspónafregnir um pólitiskt pukur uppi á sveitum. Bjarka bið jeg svo fyrir línurnar. Að því leyti sem fyrirspurnirnar fela í sjer traustsyfirlýsíngu til mín, þá finn jeg mjer skylt að þakka þær, en svarið er þetta: Jeg mun vart bjóða mig fram að þessu sinni og veldur því annríki heima fyrir, ónógt fylgi hjá kjós- endum og óbeit mín á lausakaupmennsku þeirri sem kallast agitation. Jeg mun þó láta mjer annt um úrslit kosninganna, án þess að við hafa hina auðvirðilegu atkvæðasmölun, sem nú

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.