Bjarki


Bjarki - 22.04.1902, Blaðsíða 2

Bjarki - 22.04.1902, Blaðsíða 2
2 þvi, að færa túnin út. Þessar fitjar eða veit- ur innan í túnunum eru oft arðlitlar og til mikilla óprýði. Þær eru tíðast mosamiklar, reiðingskendar og blautar. Það fyrsta, sem þarf að gera þeim til bóta, er að þurka þær, annaðhvort með lokræsum eða opnum skurð- um. Þegar það er búið, liggur beinast við að rækta þær, gera þær að túni. Þá er ann- aðhvort að gera að rista grasrótina ofan af eða plægja jörðina eins og hún er. Ef jörðin er plægð með grasrótinni þarf hún að liggja opin eða auð, að minnsta kosti eitt ár, eftir plæginguna og plægast þá um á ný eða herfa yfir hana með hníf-herfi, bera síðan áburð á, og sá í hana höfrum eða þá rótarávöxtum fyrsta árið. Þessi seiga mýr- arjörð eða torfjörð er leingi að fúna, og mun naumast hentugt eða hyggilegt að sá í hana grasfræi fyr en á þriðja ári. Sje þar á móti hin aðferðin höfð, grasrótin rist ofanaf, þá er best að gera það að haustinu, stinga upp flagið og láta það svo hvíla sig til vorsins. Pess skal gæta, að hafa þökurnar eigi of þunnar. Að vorinu er ffagið jafnað, áburður fluttur á það, og því næst þakið yfir. Þar sem þessar fitjar eru sijettar, mundi það hjálpa mikið og verða að góðum notum, að rista ofan af þeim og hafa þökurnar t' þykkara lagi ; bera síðan í flagið allskonar undirburð, svo sem hestatað, heyrudda, hlaðfor, en þó einkum og sjerílagi gamla ösku úr grónum öskuhaugum.svo að undir- burðarlagið verði 2—3 þuml. á þykkt og þekja svo aftur yfir. Einnig væri gott að bera sand í þessi flög, og það vil jeg ráða til, sje þess annars nokkur kostur. Þegar sljettað cr, hvort htldur það eru fitjar eða önnur jörð, þá ætti að hyllast til að láta reitina liggja undan hallanum, ekki þvert við honum, og móti sólu, ef því verður komið við. Hryggmyndaðar beðasljettur eru óhentugar. Best er að gera beðin eða reitina þannig, ef landið er flatt og liggur lágt, að þeir sjeu að mcstu leyti flatir, en hafa ræsi milli þeirra, sem sjeu, eftir atvik-um, I—2 fet á breidd r>g 2—3 fet á dýft. Ilrvggmynduð beð spretta vanalega lakar en flöt, lautunum milli beðanna liætlir við að kala og öll hey- vinna á þeim er mun óþægilegri. Þau eru einnig óhentug fyrir sláttuvjclar. og getur það haft sína þýðingu í framtíðinni. Reitirnir ættu að vera 4 — 6 faðmar á breidd. Hvað hirðing áburðarins snertir, þá ætla jeg að sleppa að minnast á hana, enda hefur það svo oft áður verið gert. En það gitdir hjer sem annarsstaðar, að eigi grasræktinni að fara fram, túnin að stækka og batna, þá ríður mjög á því að fara vel með áburðinn, auka hann sem mest má verða og sjá um, að hann notist sem best. Pótt nú, eins og áður er sagt, túnræktin á Austurlandi sje eigi lakari en hún er víða annarstaðar, þá er sýnt, að túnin þar geta tekið stórum umbótum frá því sem þau eru nú. Það sem sjerstaklega þarf að leggja stund á er þá þetta, að þau sjeu girt, sljettuð og aukin. Að endingu vil jeg leyfa mjer að leiðrjetta hjer fáeinar prentvillur í grein minni í Bún- aðarritinu I. hefti þ. á. »Ferð um Austurland« til athugunar fyrir þá sem kunna að lesa þá grein. Á bls. 49 í efstu línu stendur »Reið- hálskvísU, en á að vera Reiðhólskvísl. A bls. 46 í 2. línu eftir greinarskiftin stendur »Greina- staðakvíslc, en á að vera Geirastaðakvísl. Þá er á bls. 59 þessi prentvilla f 11. línu ofan frá: »auka bústofninn og helstu jarðir sínar«, á að vera: auka bústofninn og bæta jarðir sínar. Reykjavík í febrúar 1902 SizurOur Sizurðsson. Sýslufundur Norður-múlasýslu. —o — Hann var haldinn hjer í kaupstaðnum 16-18 þ. m. Þessir sýslunefndarmenn mættu : Sr. Björn Þorláksson úr Seyðisfirði, Jón Þorleifsson úr Loðmundarfirði, Árni Steinsson úr Borgarfirði, Kr. Kristjánsson úr Fellum, Guttormur Vfgfús- son úr Fljótsdal, sr. Einar Þórðarson úr Jökul- dal, Einar Sölvason úr Hlið og Vald. Magnús- son af Ströndum. En ekki mættu Pór. Jónsson úr Hjaltastaðaþinghá, Sigm. Jónsson úr Túngu cg Ol. Davíðsson úr Vopnafirði. Auk venjulegra reikningsskila er þetta hið helsta er fram fór á fundinum: Birt amtsbrjef. dags. 29. júlí f. á. um það að amtsráðið á síðasta aðalfundi sínum hafi eigi fundið ástæðu til að táka það til íhug- unar, hvort það ætti að taka að sjer yfirstjórn Búnaðarskólans á Eiðum eða ekki, þar sem sýslunefnd Suður-múíasýslu hafði tjáð sig því mótfallna. Samþykkt, að Vopnafjarðarhreppur mætti kaupa i,lg hdr. úr Eyvindarslöðura fyrir 188 kr. Neitað að lækka útsvar á verslun 0r. & Wullfs á Vopnafirði. Þetta var hin eina út- svarskæra, er barst sýslunefndinni. Sýslunefndin veiiti meðmæli sín til þess að Andr. kaupm. Rasmussen á Seyðisfirði feingi leyfi til að reka sveitaverslun í Gunnólfsvfk í Skeggjastaðahreppi. Sömuleiðis mælti hún með því, að H lldór Benediktsson á Klaustri í Fljótsdal og Eiríkur hreppstjóri Einarsson í Bót í Túngu feingju heiðurslaun úr styrktarsjóði Kristjáus konúngs IX. fyrir unnar jarðabætur og húsabætur. Samþ. að veita IOO kr. yfirstandandi ár úr sýslusjóði til áframhalds rannsóknum á berkla- veiki í kúm. Lagt fram amtsbrjef um að fastákveða að- seturstaði hjeraðslækna og er þar óskað cftir áliti sýslunefndarinnar um það, hvort ekkimundi heppile^ast að leggja til einhverjar landsjóðs- jarðir fyrir læknissetur og hverjar kynnu að vera heppilegastar til þess, ennfremur hvort ekki sje ástæða til þess að reyna smátt og smátt að útvega landsjóði til kaups cða í skiftum fyrir aðrar jarðir, jörð, sem lægi hent- uglega fyrir læknissetur. Nefndin vildi, að föst læknasetur yrði ákveðin á landssjóðsjörð- um og benti á Hrafnkelsstaði, sem er lands- sjóðseign, handa Fljótsdalshjeraðslækni og á Stórasteinsvað handa Úthjeraðslækni, en það er eign Túnguhrepps og vildi nefndin fá skifti á því og landssjóðsjörðinni Brekku í sömu sveit. Samþ. að sýslan ábyrgist 400 kr. lán úr viðlagasjóði handa Arna hreppstjóra Steinssyni í Borgarfirði til húsabóta. Einnig 300 kr. lán úr viðlagasjóði handa Eiríki verslunarmanni Sigfússyni til Túnræktunar. Sömuleiðis 200 kr. lán úr sama sjóði handa Guðm. Björnssyni á Bakka í Borgarflrði. Hreppsnefnd Borgar- fjarðarhrepps ábyrgist lán þessi gagnvart sýslu- sjóði. Samþ. ný reglugerð um fjallskil og refaveiðar frá nefnd þeirri, sem á síðasta sýslufundi var kosin til að athuga hina fyrri reglugerð. Samþ. að semja og prenta nýja markaskrá fyrir sýsluna. Sr. Björn Þorláksson sjer um prentunina. Hver markeigandi greiði 25 au. fyrir upptöku marksins í skrána. Nefndin, sem skipuð var til að athuga erindi frá stjórn Búnaðarskólans á Eiðum og beiðni I um aukinn fjárstyrk, lagði til: 1) Að skólan- um verði veittar 200 kr. styrkur úr sýslusjóði á yfirstandandi ári. 2) Að frestað verði úr- slitum um frumvarp til nýrrar reglugerðar þángað til á sameinuðuir. sýslufundi. Báðar tillögurnar samþykktar. Samþ. svohljóðandi áætlun um tekjur og gjöld sýsluvegasjóðsins yfirstandandi ár : Tekiur: 1. í sjóði frá fyrr* ári kr. 200 28 Sýsluvegasjóðsgjald - IOOO OO Ujðld: 1. Afborgun og vextir al láni sýsluvegasjóðsins í Lands- bánkanuni 240 00 2. Til aðgerðar á sýsluvegun- um frá Fossvöllum t Hlíð norðu, á Brekknaheiði gegn t því að hlutaðeigandi sveitar- sjóðir leggi til vegagerá- anna svo, að samtals nemi eigi minna en hálfu tillagínu úr sýsluvegasjóðnum (kr. 416,67) 833 33 3. Til óvissra utgjalda .... 129 95 Kr. 1200 28 1200 28 Samþ. ivohljóðandi á^etlun um tekjur og gjöld sýsiusjóðs Noróur-múlasýsiu: Tekjur : 1. Eftirstöðvar frá fyrra ári . kr. 907 00 2. SýslusjoOsgjöId úr hi eppun- urn - 4893 00 Qjöld : 1. Kostnaður við syslutundi . 500 00 2. Ritlángakostnaður, endur- sköðun reiknmga, prenlun sýslunelndargjorða 0. rt. . . 150 00 3. Amtsjafnaðarsjóðsgjald . . - 22C>9 46 4. Arborgun og vextir af Ijánum- 840 00 5. Laun ytlrsetuxvenna . . . . - 720 00 0. Til Eioaskólans -- 200 OO 7. Til berklaveikisrannsókna i kúm . ÍOO OO 8. Tii hundahreinsunar .... - IOO OO 9. Til óvissra útgjaida .... - 914 54 Kr. 5800 oa 5S00 00 í kjörstjórn við alþíngiskosningarnar í vor voru kosnir síra Einar I'urðarson í ilulteigi og Einar Sölvason bóndi í Bakkagerði. Sr. Björn Þorláksssn var endurkosinn til að endurskoða sýslusjóðs- og sýsluvegasjóósreikn- ingana yfirstandandi ár. Sómuleióis var hon- um falið að endurskoða alþýðustyrktarsjoðs- reikningana. Sýslunefndin lagði á vald oddvita sins að ákveða, hvar næsti sýslufundur skyidi haldinn. Sýslunefndin fól oddvita sínum að skora á landstjórnina að annast um, að svifferjan á Lagarfljóti við Steinsvað komist á sem allra fyrst. Um þingkosningarnar. Úr ýmsum áttum. —o— Rotturnar flýja flakið. Úr Hjeraði er skrifað meðal annars : . . . . »Skrítið þykir það hjer um slóðir, að Austri skuli ekki minnast á sr. Einar Jónsson, er

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.