Bjarki


Bjarki - 12.05.1902, Blaðsíða 1

Bjarki - 12.05.1902, Blaðsíða 1
BJARKI Vll, 19 Eitt blað á viku. Verð árg. 3 ki. borgist fyrir 1. júlí, (erlendis 4 kr borgist fyrirframV Seyðisfirði, 12. maí. Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sje til útg. fyrir i. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. 1902. Skiftafundur | í dánarbúi Gunnars sál. Jónssonar frá Nel- i bjarnarstöðum verður haldinn í Bót, fimmtu- daginn 5. júní kl. 9 fyrir hádegi og verður skiftum á búinu þá væntanlega lokið. Skrifstofu Norður-Múlasyslu 9. maí 1902. JÓH. JÓHANNESSON. A ugnalækninga-ferðalag 1902 . . ** Samkvæmt 11, gr. 4. b. í fjárlögunum og eftir samráði við landshöfðingjann fer jeg að forfallalausu 10. júní með »Hólum« áleiðis til Seyðisfjarðar. Á Seyðisfirði verð jeg um kyrrt frá 15. til 28.júni og hverf þá heim aftur með »Hólum«. Rcykjavík 11. apríl 1902. BJÖRN ÓLAFSSON. Áuglysíng um póstferðir árið 1903 Með því að allar póstferðir á landinu verða lausar um næstu áramót, er skorað á alla þá, sem kunna að vilja takast á hendur póstferðir árið 1903, að senda hingað fyrir I. júlí þ. á. lægsta boð, sem þeir vilja gera í ferðirnar. í boði í aðalpóstferðir skal sjerstaklega tekið fram, hve mikið hlutaðeigandi vill hafa fyrir flutning á einum hestburði, eða 120 pundum, i hverri ferð, og hve mikið fyrir flutning á hverjum hestburði þar fram yfir. í boði í aukapóstferðir skal hlutaðeigandi taka fram, hve mikið hann vill fá fyrir flutning á 40 punda þúnga í hverri ferð, og hve mikið fyrir hvert pund þar fram yfir. Póststofan í Reykjavík 14. apríl 1902. SlQURÐUR BRIEM. Auglýsíng. »Skósmiðjuhúsið svokallaði hjer í bænum, 12x9 álnir á stærð, er til sö'u upp á góða skilmála. í kaupinu fylgir lóð sú er húsinu fylgir, afþví að verslun mín á Ióðina. Húsið er byggt með múrsteini milli bindinga niðri og uppi og er því mjög sterkt hús. í húsinu eru fjögur herbergi niðri með eldhúsi og gángur, en fjögur herbergi uppi og kjallari undir öllu húsinu. Leiga eftir húsið er kr: 360,00. Fyrir peningamenn er hjer tækifæri til að hafa 9—io°/0 rentu af peningum sínum. Menn semji sem fyrst við mig. Seyðisfrði «/5 '02 Sig. Johansen sem panta vilia frá Þýskalandi, œttu að nota tskifærið nú áður _ en Ceres fer hjeðan 20. b. na. EYJ. JÓNSSON. Vinstrimannarödd. Niðurlag: ræðu eftir fjármálaráðherra Dana, C. Hage. Lauslega þýtt úr »Politiken« 10. okt. 1901. — O— »— — —Jeg vil að endingu segja nokkur orð um fjárhagsástæður vorar. Vjer eigum við ýmsa erfiðleika að stríða. það liggur í augum uppi, að það væri rángt af oss að loka augunum fyrir því. En þessir erfiðleikar eru ekki af því að gjaldþolið bresti eins og hjá ýmsum þjóðum, sem þrotnar eru að fje fyrir ofhá gjöld. Erfiðleikarnar eru ekki fyrir skuld- bindingar, sem ekki er hægt að uppfylla, eins og hjá þjóðum, sem hernaðarfarganið og önnur slík þjóðarmein hafa unnið bug á. Erfiðleik- arnir hjá oss eru fólgnir í sívaxandi kröfum, sem gerðar eru til þjóðfjelagsins frá öllum hliðum, kröfum um það, að þjóðfjelagið taki að sjer mikil útgjöld, en þó er þess krafist um leið, að það sleppi ýmsum tekjugreinum. Þessum erfiðleikum megum vjer ekki gera lítið úr. Það væri skammvinnur hagur að loka augunum fyrir þeim og látast ekki sjá þá. Sviðinn yrði því sárari á eftir. En vjer meg- um ekki láta þessa erfiðleika vaxa oss í augum. Vjer megum ekki líta svörtum augum á hag vorn nje reyna að fá aðra til þess. Fjárhags- grundvöliur vor er í rauninni heill og traustur, því hann er byggður á heilbrigðri starf- semi hygginnar þjóðar. En vjer þurfum að beita meiri sparnaði. Sparnaðurinn var áður einkenni þjóðarinnar og fulltrúa hennar. Það var sparnaðarandinn, fyrstu 30 árin af voru stjórnfrjálsa þjóðlífi, sem hefur nú gert oss að velmegandi þjóð, sem áður vorum fá- tækir og skuldum vafðir. Og nú, þegar vilji meiri hluta þjóðarinnar ræður stjórnarathöfn- inni, nú, þegar stjórn og þing bera með sam- einuðum kröftum ábyrgðina af stjórnarfarinu, þá er nauðsynlegt að hinn forni sparsemdar- andi endurvakni og setji mark sitt, meir en verið hefur, á þjóðbúskap vorn. Það þarf ei fyrir það að neita nauðsynlegum umbótakröf- um. En það þarf að sýna nokkra sjálfsafneitun frá öllum hliðum. Og svo vil jeg að endingu bera þá ósk fram, ekki til eins flokks, heldur til allra flokka: vinnum nú samhuga og verum nú samhuga, ekki að eins í fjárhagsmálum vorum og öllu, sem að þeim lýtur, hcldur einnig í öllu starfí voru hjer á þinginu. Stefnubreyting sú, sem orðinn er við þessi stjórnarskifti, á ekki að tákna einveldi sjerstaks flokks. Hún á að tákna jafnrjetti allra stjórnmálaflokka. Atburðir liðinna ára ættu víst ekki að gleymast neinum af oss. Þeir eiga að vera oss til aðvörunar á komandi tíma. En þeir eiga ekki að hafa áhrif á hugarfar vort, þegar vjer göngum nú til samvinnu, á grundvelli fastrar stjórnarskip- unar og berjumst með dreingskap hver fyrir sinni skoðun. Þetta eru þau skilyrði, sem hið stjórnlega líf hverrar þjóðar verður að byggj- ast á : hið dreingilega stríð, þar sem hver og einn viðurkennir rjett mótstöðumannsins, og beygir sig fyrir honum. Þá getur sá er ósigur bfður litið á hinn sigrandi án hiturs og beiskju og sá sem sigrar notið ávaxta baráttu sinnar, án þess að verða drambsamur, og alið þá hugsun í brjósti sjer, að sá dagur kunni upp að renna, að hann liggi í valnum og bíði ósigur. Það er þýðing hinnar nýju stefnu, sem lið- in öld hefur skapað oss, að stjórnarfar vort er byggt á þeim skilyrðum, að allir kraftar þjóðar- innar geti notið sín og beitt sjer með jöfnum rjetti í þjónustu þjóðfjelagsins. Og vjer von- um að tapa ekki stefnunni aftur.« Vjer íslendingar höfum eflaust ekki eins al- mennt veitt athygli nokkrum viðburði hjá Dön- um, eins og síðustu ráðaneytisskiftum, þegar vinstri menn komust til valda. Orsökin til þess er bæði sú, að margir meðal vor hafa sterka trú á að þessi stjórnarskifti hafi góð áhrif á hag vorn og samband vort við Dani, og auk þess er það ætíð gleðiefni hverjum frjálslyndum manni, þegar þeir vinna sigur, sem berjast fyrir frelsi og þjóðrjettindum og reyna að ryðja úr sessi gömlum einveldishug- myndum og aðalskreddum, er hindrað hafa þjóðina frá að geta beitt kröftum sínum til að efla sanna þjóðarframför. Frjálslyndi og stefnufesta vinstri manna í Danmörku ætti að vera oss íslendingum gott dæmi til eftirbreytni, og framanritað ræðubrot fjármálaráðgjafans sýnir Ijóslega, hve göfugt stefnumið sá flokkur hefur. Þó oss Islendinga vanti þann þjóðarþroska, sem danska þjóðin hefur þegar náð, þá ættum vjer að geta stefnt i sömu áttina, í þá átt að beita kröftum og fjármagni þjóðfjelagsins til að hefja þjóðina á hærra stig í andlegum og verklegum efnum. Ræða ráðgjafans sýnir svo vel, hve foringar vinstri manna eru hafnir yfir hið smámunalega og persónulega í samvinnunni við mótstöðu- flokkinn. Það hefðum vjer Islendingar gott af að athuga og bera það saman við aðferð flokkanna hjer hjá oss. Að öðru leyti sýna orð fjármálaráðherrans, hvað hin danska þjóð má drjúgt úr flokki tala um hag sinn, ©g ,hver góður Islendingur ætti að óska þess, að á hinni nýbyrjuðu öld vaknaði sá framkvæmdarandi hjá hinni íslensku þjóð og stjórn hennar, að þær gætu samhuga tekið sjer í munn hin drjúg- mannlegu og látlausu orð ráðgjafans: »Fjár- hagsgrundvöllur vor er f rauninni heill og traustur, því hann er byggður á heilbrigðri starfsemi hygginnar þjóðar.« J. J.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.