Bjarki


Bjarki - 16.05.1902, Blaðsíða 1

Bjarki - 16.05.1902, Blaðsíða 1
BJARKI V1L20. Eitt blað á viku. Verð árg. 3 kr. borgist fyrir i. júlí, (erlendis 4 kr borgist fyrirfram). Uppsögn skrifieg, ógild nema komin sje til útg. fyrir 1. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. 1902. F yri rlestur j bindindishús inu hvítasunnu- dag kl. 7 síðdegis. Allir innboðnir. D. Östlund. Auglýsíng póstferðir árið 1903 Með þvf að allar póstferðir á landinu verða lausar um næstu áramót, er skorað á aila þá, sem kunna að vilja takast á hendur póstferðir árið 1903, að senda hingað fyrir i. júlí þ. á. lægsta boð, sem þeir vilja gera í ferðirnar. I boði í aðalpóstferðir skal sjerstaklega tekið fram, hve mikið hlutaðeigandi vill hafa fyrir flutning á einum hestburði, eða 120 pundum, í hverri ferð, og hve mikið fyrir flutning á hverjum hestburði þar fram yfir. í boði f aukapóstferðir skal hlutaðeigandi taka fram, hve mikið hann vill fá fyrir flutning á 40 punda þúnga 1 hverri ferð, og hve mikið fyrir hvert pund þar fram yfir. - Póststofan í Reykjavík 14. apríl 1902. SlGURÐUR BRIEAI. Fiskiskip til sölu. Vegna þess að verslunarsamband okkar hr. Tborst. Bryne í Stafanger er nú upphafið, þá kunngjörist listhafendum hjer með, að fiski- kuttarar okkar, >Ruth« og >Esther«, sem jeg keyfti á uppboði Garðarsfjelagsins sfðastl. haust, verða seldir í sumar. Skipin eru í ágætu standi. >Ruth« — (áður >Vesper«) er 95,80 smálestir að stærð bruttó, netto 66,90 smál. >Esther«, — (áður G. I. C.) er 83,27 smál. brúttó. en 61,48 netto. Skipin afhendast kaupendum um lok seft- embermánaðar í haust, annaðhvort hjer eða í Reykjavík. Lysthafendur snúi sjer til mín Seyðisfirði 12/5 1902. Sig. Jóhansen. Þessi auglýsíng óskast birt tvisvar ?innum í blöð- unum ísafold, Arnfirðing og Norðurlandi. Slar. Johansen. Komið og skoóíð kjólatauin í pöntuninni áður en þið kaupið dýru verði Ijelega og legna dúka frá Þýska- landi. Þau eru unr.in úr valdrí íslenskri ull, íögur á að líra; nýjustu litir og gerð og hvergi eins óójr eftir gxðum. Bánkamálið. Verslunarmannafjelag Seyðisfjarðarkaupstaðar tók bánkamálið tii meðlerðar á fundum sínum í vetur. Kaus fjelagið 4 menn í nefnd til að íhuga málið og koma fram með álit um þaá. Þetta er , Álit nefndarinnar. Vjer erum samhuga um, að öflug peninga- stofnun í landinu, sem fullnægi lánsþörfum landsmanna, sje hið mesta nauðsynjamál þjóð- arinnar. Landsbánkinn, eins og hann er nú, er alls ónógur, þareð hann hefur svo h'tið fjármagn, að vart nægir Reykjavík og nágrenn- inu, hvað þá öllu landinu. Til þess að allt landið geti haft veruleg not af peningastofnun, verður húnað vera svo öflug, I að hún að minnsta kosti geti haft eitt útibú I í hverjum landsfjórðtíngi, er hafi nægilegt fje j til útlána, en þar til því verður komið í fram- j kvæmd, væntum vjer eingra verulegra framfara j í atvinnuvegum vorum. >Auðurinn er afl þeirra hluta, sem gera skal.« ! Ef vjer eigum einga peninga sjálfir, og oss er varnað að afla oss þeirra með lánstrausti i voru, getum vjer ekkert gert oema saxað í j sama farið ; eingu breytt, þó í mesta ólagi sje, og eingum fyrirtækjum á fót komið, hversu j arðvænleg sem þau kunna að vera. Sjálfs- j eignarbóndinn verður ár eftir ár að höggva , utan sömu þúfurnar, af því að hann getur ekki feingið peningalán til kaupgjalds handa verka- ¦ mönnum, er hann þyrfti að taka til að sljetta ; tiínið sitt. Sjómennirnir hjer á Seyðisíirði og i víðast hvar á landinu verða að róa á opnum j bátum út í hafsauga til að sækja fiskinn, og j nú á síðustu árum hefur það ekki einu sinni ; dugað. Við þetta verða þeir að lifa og deyja, : þó flestra reynsla sje sú, að það borgi sig ekki. [ Færeyingar og Frakkar hafa stóran flota af j þilskipum við fiskiveiðar á svæðinu frá Dala- tánga að Lánganesi. Vjer vitum og sjáum að þeir moka auðnum ujp rir sjónum, en höfum sjálfir ekkert, því oss vantar hagstæð lán til að koma upp þilskipum og komast út á mið til þeirra. Kaupmenn vorir, hvercu efnaðir og áreiðaniegir sem þeir eru, verða að skifta við lítt kunni umboðsmenn, og láta allar vörur sínar gánga gegn um höndur þeirra, þótt þeir viti, að þeir stórskaðist á þvi. Þetta er gamli mátinn, og hann verða Islendingar að hafa. Aðrar verslunarþjóðir eru ha;ttar við hann, því þar hefur kaupmannastjettin kost á peninga- lánum og því greiðar götur beint að markað- inum. Af ófulinægjandi peningastofnun stafar það aðallega, að framleiðandinn fær ekki peninga fyrir það, sem hann framleiðir. Verkamaður- inn fær ekki peninga fyrir vinnu sína. Þvf eru öll viðskifti manna á milli svo þvinguð og bundin. Oskilsemi og kæruleysi í viðskiftum, sem allir viðurkenna að er eitt af vorum verstu meinum, mun að vorri hyggju mikið hverfa þá er peningamálum þjóðarinnar verð- ur komið í gott lag. Peningarnir eru skilyrði fyrir öllum verkleg- um og vísindalegum framförum. Að eins með því að hafa peninga getum vjer fjötrað afl fossannaog látið þá hjálpa oss til að auka framlciðsluna og Ijetta erfiði mannanna. Landið geymir mikil auðæfi í skauti si'nu, en það þarf að yrkja það og til þess verður að hjálpa með haganlegum lánum. Peningarnir einir geta breytt forarflóum, móabörðum og melum 1 sáðreiti, tún og akra. Peningar að- eins geta veitt oss aðgáng að heimsmarkað- inum, og þá fyrst er vjer höfum peningamunu rætast orð skáldsins, er segir: >Er íslensku kaupförin sigla um sjá«. Þá fyrst getum vjer gert oss von um að íslenskur varningur verði fluttur á íslenskum skipum af íslenskum mönn- um. Vjer verðum því að álíta, að ekkert mundi eins efla atvinnuvegi vora og framfarir allir, eins og að fá öfluga peningastofnun í hvern landsfjórðúng. A síðustu árum hafa peningavandræðin verið svo tilfinnanleg, að það er orðinn almennur vilji og krafa þjóðarinnar að sem fyrst yrði ráðin bót á því. Hefur því mikið verið ritað og rætt um málið, og tvö síðustu þing' hafa haft það til meðferðar, en hitt hefur menn greint á um, á hvern hátt hnúturinn yrði heppilegast leystur, eða hvaða vegur væri hinn besti og landinu til mests gagns. Sumir hafa haldið því fram, að eini vegurinn væri að stofna hlutafjelagsbánka, og hafa tveir danskir auðmenn boðist til að útvega fje til þess og koma honum á fót, gegn því að landsbánkinn yrði lagður niður og þeir feingju seðlaútgáfu- rjettinn í 30 ár gegn 2 — 3000 króna árstillagi til landsjóðs, og væru auk þess undanþegnir öllum gjöldum til hins opinbera. Aftur eru aðrir sem vilja að landið taki lán og gefi út innleysanlega seðla og stækki þannig landí- bánkann, svo að hann fullnægi viðskiftaþörf- iötli. Vjer höfum nákvæmlega hugleitt og rætt báðar þessar aðferðir, og höfum sannfærst um að æskilegasta aðferðin sje sú, að efla lands- bánkan með gullláni. Vjer erum þess fullvissir, að landið getur feingið svo rnikið ián, sem það vili og þarf, og vjer álitum, að vextir af þvf mundu í hæsta lagi verða 4%. Peningar eru ekki dýrir nú sera stendur og því all-hentugur tími til að- taka lán. Fjárhagur landsins er svo góður, að það getur gefið svo góða tryggingu, að eingin ástæða er til að ætla að það geti ekki feingið lán með góðum kjörum.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.