Bjarki


Bjarki - 16.05.1902, Blaðsíða 3

Bjarki - 16.05.1902, Blaðsíða 3
3 ar, og ætlar að eigi mundi veita af þrem milljónum króna, og mundi þá þurfa til þess 11/2 milj. króna gullán. Seðiar landsbánkans sjeu innkallaðir með ákveðnum fresti, en hinir nýju seðlar sjeu innleysan- legir í bánkanum. 3. Verslunarmannafjetagið ætlast til þess af bánkastjórninni og af alþíngi, og sjerstakl. af þing- mönnum bessa kjördaemis, aðsjeð verði um að útibú verði stofnað hjer á Seyðisfirði þegar á næsta ári, eða sem allra fyrst, og skorar á þingmennina að fylgja því fram. 4. Loks lýsir fjelagið yfir því, að það er atger- lega mótfallið því að seðlaútgáfurjetturinn sje seldur nokkrum einstökum mönnum eða fjelögum, heldur skuli hann vera sjálfsögð og óafhendanleg eign landsins sjálfs.i ‘Ósamkvæmni, öfgar og útúrsnúningar* afturhaldsiiðsins. Hveriir eisra nafnið >.Hafnarstjórnarmenn“? Eitt af því sem afturhaldsblöðin hafa ósleitilega reynt að berja inn í sannfæringu þjóðarinnar, er það, að frumvarp síðasta þings miðaði »til þess eins, að flytja valdið yfir sjer- málum vorum sem mest út úr landihu,* og því væru fylgismenn þess rjett nefndir »Hafnar- stjórnarmenn*. Og þessari skoðun hrósa þau sjer af að fylgja fram, eftir að búið er ■að sýna og sanna með óhrekjandi rökum að »frumvarpið löghelgaði þingræði eða þjóð- ræði, sem byggt er á óskum og vilja þjóð- arinnar,* að »lrumvarpið hefur það í för með sjer, að þungamiðja stjórnarvaldsins flyst til þjóðar- innar og alþingis« ög að »frumvarpið veitir miklu meiri tryggingu í þessu efni, en grundvallarlög Dana, og höf- um vjer því ekki ástæðu til að kvarta yfir því að þessu leyti*. (P. Briem, »Norður- land« 14). Til þess að hægt væri að segja með rjetta, að frumv. miðaði til þess að flytja valdið út Úr landinu, hefði orðið að standa í því ákvæði Um að þingið og þjóðin — sem eftir frum- varpinu fær valdið í hendur — flytti út úr landinu. Við bfðum því rólegir átektanna um það, hverjum flokknum sagan tildærnir nafnið »Hafnarstjórnarmenn«, hvort heldur þeim, er Yann að framgángi slíkra umbóta, eða hinum, sem gerði sitt ítrasta til þess að koma í veg fyrir þær. Róeur o* blekkinsrar Sagan hefur kveðið upp afturhaldsliðsins. ,, afellisdom yfir Spartverjum hinum fornu fyrir það, að þeir hafi jafnan tor- tryggt sína bestu menn, En hversu ótvíræð- iega bendir ekki rógur og blekkingar aftur- haldsliðsins á það, að samskonar dómur verði hlutskifti hinnar ísl. þjóðar. því þrátt fyrir ,það, að öllum hefði átt að geta verið augljós einlægur viðreisnarvilji framfaraflokksins, — þrátt fyrir það, að væntanlega hefur ekki eitt einasta slíkt fyrírlitlegt varmenni nokkru sinni fyllt þann flokk, er verðskuldað hafi þann sak- aráburð, sem dunið hefur yfir flokkinn í heild sinni, — þrátt fyrir það, þótt flokkurinn hafi hlotið skýlausa viðurkenningu hins æðsta dóms sem rjettbær er til að fjalla um gjörðir hans, ráðgjafa íslands og hinna óhlutdrægustu og skírustu manna þjóðarinnar, — og ennfremur þrátt fyrir það, þótt flokkurinn hafi einum rómi lýst því yfir, að hann feginsamlega að- hyllist kunungsboðskapinn, sem hefur inni að halda eitt kærkomið og eftirþráð atriði fram yfir frumvarp síðasta þings, búsetuatriðið, — já, þrátt fyrir allt þetta hafa óþverra-blöðin aldreí sýnt meira áfergi en nú í því að út- breiða -svfvirðilegan æruleysisróg um bestu menn þessa flokks og flokkinn 1 heild sinni. Orð, sem áður hafa verið viðbjóður hverjum heiðvirðum manni og naumlega viðhafandi um afbrotamenn og stórglæpamenn, svo sem »land- ráðamenn,» »föðurlandssvikarar,« »þjóðnýðing- r.r,« »svikamyllumenn« o. s. frv. — Sb'ka titla láta afturhaldsblöðin sjer sæma að bera á mótstöðumenn sína, þásömu menn, semeru frumkvöðlar þess, »að vjer erum í þann veginn að náþvi marki, sem feð- ur vorir scttu sjer á þjóðfundinum 1851.« Þau virðast ekki gæta þess, að þau á þennan hátt gera tilraun til að setja höfuð- persónu þess fundar á föðurlandssvikarabekk- inn, ásamt þeim, sem nú hafa af alúð barist fyrir að við nálguðumst það mark sem þá var sett. 1 þessurn mönnum á nú eingin ærleg taug að vera til, öil loforð þeirra og yfirlýs- ingar um fylgi með hinum ítrustu þjóðrjettar- kröfum, eiga að vera »eintómar ginningar* og öll þeirra framkoma, utan þings og á þingi, »samantvinnuð landráð« og »föðurlandssvik.« Þetta er svo minnvonksulegur rógur, að jafn- vel þó maður ekki þekkti til neins drcingskap- ar í fari þeirra manna, er fyir honum verða, gæti manni risið hugur við, hvað þá heldur þegar maður þekkir nokkuð bæði þá sem rægð- ir eru og þá, sem fyrir róginum standa. Eftirfyigjandi setningar, sem teknar eru af han.dahófi úr forðabúri Austra, eru lítið en lag- legt sýnishorn þessara blekkinga: »Kjósendur! látið eigi ginnast af kosningabrellum Valtýinga, trúið eigi ávarpi stjórnar þeirra til flokksbræðra þeirra um að stjórn flokksins aðhyllist kon- ungsboðskapinn og vilji að flokksbræður þeirra gjöri það líka«. »Sæmd þeirra og heill (o: kjós- endanna) og blessun föðurlandsins liggur við, að þeir gefi þar engum Valtýing eða >svika- millumanni atkvæði sitt«. En hver er tilgángur afturhaldsbiaðanna með þessu? Líldega er ekki rjett að geta þess til, að þau af ásettu ráði vilji yfirleitt koma í veg fyrir ailar umbætur á stjórnarfyrirkomulagi okk- ar, heldur að þau vilji fyrirbyggja það, að framfaraflokkurinn ieggi síðustu hönd á málið, ef hægt væri, á þann hátt að svifta hann þeim heiðri, sem honum með rjettu ber, Og um leið að svala metnaðargirnd og öðrum persónulegum hvötum sinna gæðinga. Niðurl. ___ Á. J. »Hekla< heitir strandgæsluskipið, sem aú er komið hinvað til lands í stað Heimdalls. Yfirmaður er R. Hammer, sem áður hefur verið fyrir Diönu. Hekla hafði tekið einn botnverpil við suðurland, hollsnskan, og rekið til hafnar í Reykjavík. Skips- skjölin voru færð í land, en áður dómur geingi í málinu, hjelt botnverpill burt af höfninni og hótuðu skipverjar lögreglumönnunum, sem á hann voru settir til gæsiu, bráðum dauða, ef þeir hefðu sig ekki í land. Sloipið hafði verið með fullfermi af fiski. Spltala ætlar Frakkastjórn að láta reisa í Rvík. Eiga þar að vera sjúkrarúm að minnsta kosti fyrir 20 sjúklinga og útbúnaður allur vandaður. Kostn- aðurinn ’er áætlaður 40,000 kr. Guðmundur Friðjónsson Ljóðasafn eftir hann er væntanlegt á þessu ári og kemur út í Reykjavík á kostnað Björns Jiínssonar. Akureyrarbánkinn. Framkvæmdarstjóribánka- deildarm’-'ar á Akureyri verður Júlíus Sigurðsson amtsritari, en gjaldkeri Stefán Stephensen umboðs- maður. Millíþínganefnd í fátækramáium hefur lands« höfðingi skipað og sitja í henni Páll Breim amt- maður, Jón Magnússon landritari og Guðjón Guð- laugsson alþíngismaður. Augnaiæknirinn. Eins og sjest á auglýsíngu í tveim síðutsu tbl. Bjarka er Björn Ólafsson augna- læknir væntanlegur hingað með júníferð Hóla að sunnan og dvelur hjer þá hálfsmánaðar tíma. Þeir sem ætla sjer að hafa not af dvöl hans hjer ætta að koma til hans einhvern af fyrstu dögunum eftir að hann kemur, svo að hann geti haft eftírlit með þeim þann tímann sem það er nauðsynlegast, fyrst eftir að lækningin fer fram. Sk’p. Egill kom frá útlöndum í gær, tók hing- að kolafarm í Skotlandi og fer út aftur einhvern næstu daga. Með Agli komu frá útlöndum Han- sen konsúll og Berg sútari. Varðskipið Hekla kom hjer inn í morgun, liggur hjer framyfir hátíð. »Stord« fór í gær norður um land til Eyjafjarðar og ísafjarðar. Með benni fór Fr. Wathne fram- kvæmdarstjóri til ísafjarðar. Veður er kait þessa dagana, frost töluvert á nóttum og lítil leysing á daginn. ís er nú einginn hjer við Austurland. Tiidrög stjórnarbótarinnar heitir bæklingur, sem nýlega er út kominn á Akureyri, eftir Einar Hjörleifsson ritstjóra. Bæklingurinn er fylgirit ,með »Norðurlandi« ener einnigsendurútsjerstakur. Þar er sagt ágrip af sögu stjórnarskrármálsins frá 1895 svo ljóst og óhlutdrægt sem framast má verða og jafn- framt sýnt og sannað, hverjum flokknum frá síðasta þíngi stjómartilboðið sje að þakka. Ritlíng þennan ættu allir, sem óska að fá ljósan skilning á þessu máli, að iesa og íhuga. 1' VERSLUN St. Th. Jónssonar er nú komið mikið af ýmiskonar álnavöru svo sem bómullartau aí mörgum tegundum, fóðurtau, ullartau, stumpasirs og fleiri teg- undir, allt með sama góða verðinu og vant- er, og iO°/o afsláttur gegn peningum.. sem panta vilia frá Þýskalandi. ættu að nota tækifærið nú áður en Ceres fer hjeðan 20. b. m. EYJ. JÓNSSON. Kaupið Bjarka! Lesið Bjarka!

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.