Bjarki


Bjarki - 23.05.1902, Blaðsíða 1

Bjarki - 23.05.1902, Blaðsíða 1
JARKI VII, 21. Eitt blað á viku. Verð árg. j fcr. borgist fyrir i. jólí, (erlendis 4 kr borgist fyrirfram). Seyðisfirði, 23. maí. Uppsógn skrifleg, ógild nema komin sje til útg. fyrir i.-okt. og kaupandi sie þá skuldlaus við blaðið. 1902 ■ F yrirlestur: bindindishús- ími á sunnu- dag kl. 7 síðdegis. Aliir innboðnir D. Östlund. fiingmálafundur til undirbúníngs undir alþíngiskosningarnar verður haldinn í bindindishúsinu d Fjarðaröldu mdnudaginn 26. þ. m. kl. 4 e. h. Skorað er d kjósendur að rnœta. Seyðisfirði 22. maí 1902. Jóh. Jóhannesson. jlskorun. Milliþinganefndin, til að íhuga fátœkra- og sveitarstjórnarlög landsins, leyfir sér að skora á alla þá, sern að einhverju leyti þykir þessi löggjöf óljós, vafasöm eða óheppileg, að láta nefndinni sern fyrst í tje athugaserndir eða bendingar, þar að lútandi. Þeim verður tekið með þökkum og þœr rœkilega athugaðar. Akureyri og Reykjavík jan. 1902. ?á!l Sriem. 7 Ö Q Stúkan Aldarhvöt no. 73« * * heldur fund í bindindishúsi Bindindisfjelags Seyðisfjarðar d hverjum sunnu- degi kl. 4 síðdegis, o.ð undanteknum 2. sunnu- degi í hverjurn mdnuði. Mcðlirnir rnœti. Nýir rneðlitriir velkornnir. £/davje/ er til söiu. iþifsfjðri vísar á. Jón Magnússon. Ifppboðsaugljsing. Miðvikudaginn 28.þ.rn.kl.l2 d hódegi verður haldið opinbert uppboð hjá lyfjabúðinni hjer í bœnurn og þar seldar c. 30 fl. af víni, búsgögn o- fl. Skilmálar verða birtir á iindan uppboðinu. Bcejarfógetinn d Seyðisfirði 23. rnaí 1902. Jóh. Jðhannesson. Só/aríag. 3'Cvafurðu, sól mín, af hitninsins brún? Hvort ertn þrcytt á að vaka? Hrímnóttin líkklœðir heiðgrœn tún, ef þú hylur þig. Hvar á að taka þitt Ijós og þinn yl, eða roðarún? Rjetta mjer geisla og taktu þá aldrei til baka! Já, rjettu tnjer hönd yflr hafið, sól! þinn hrynjandi lokk eftir öldutn; þá fyrst er jeg kóngur d konúngsstó/. Þótt krjúpi’ eg þjer einni’ er jeg fastur í völdum. Ljúft er að blunda í brekka undir hól í blænum, sern þú hefur ytjað, á vordraama- kvöldum. Brostu, tnín sól, að jeg sýngi þjer allt! Ekki’ um sorg, heldur gleðina mína. Hefðirðu talið hvert tár, sern valt af titrandi krónurn við brottför þína, þá hefðirða aldrei og aldrei þú skalt, ylríkust sól meðal sólnanna, hœtta að skína. Fiskiskip til sölu. Vegna þess að verslunarsamband okkar hr. Thorst. Bryne í Stafanger er nú upphafið, þá kunngjörist listhalendum hjer með, að fiski- kúttarar okkar, »Ruth« og »Esther«, sem jeg keyfti á uppboði Garðarsfjelagsins síðastl. haust, verða seldir í sumar. Skipin eru í ágætu standi. »Ruth« — (áður »Vesper«) er 95,80 smálestir að stærð brúttó, netto 66,90 smál. »Esther«, — (áður G. E C.) er 83,27 smál. brúttó, en 61,48 netto. Skipio afhendast kaupendum um lok seft- cmbermánaðar í haust, annaðhvort hjer eða í Reykjavík, Lysthafendur snúi sjer til mín Seyðisfirði 12/5 1902. Sig. Johansen. í>essi auglýsíng óskast birt tvisvar sinnurn í blöð- unum ísafold, Arnfirðing og Norðurlandi. Siit. Johansen. En hljótyrða’ að hverfa, þá kysstu tnig fyrst, og kveddu tnig geislanum bjarta; þá sje jeg það best hvaða sól jeg hef misst, þá sýng jeg og stytti mjer nóttina svarta. Þ ú ert lángskeytinn, drottinn, af loftsbrún yst; en mitt Ijóð nœr svo skammt — en þó kanske frá hjarta til hjarta? Sól, stattu kyr! Þð að kalli þig sœr til hvílu jeg elska þig heitar. Þú blindar tnín augu,’ en þú ert mjersvo kœr. Og eins hvort þú skin, eða bœn minni neitar. Jeg sœki þjer nœr, þótt þú fœrir þig fjœr. Þótt þú fallir í djúpið, mitt hjarta til geislanna leitar! Sigurður Stembir. »Ósamkvæmni, öfgar og útúrsnúningar* afturhaldsliðsins. — Niðurl. Bánka- Sú er enn ein af óteljandi grýlum zrýian. blekkingum afturhaldsliðsins, að stefna Valtýingi í bánkamálum landsins sje yfir- leitt sú, að »gera erlenda fjárpólgsmenn ein- valda yfir peningamálum þjóðaiinnar« [marg- þvæid tugga, sem O. Davíðsson endurtekur í síðasta tbl. Austra *]. En hje.r ber þess fyrst að gæta, að fiokkaskifting manna í bánkamál- inu er ekki bundin vió Valtýinga og anti-Val- týinga, þar sem ýmsir merkustu mennirnir úr andstæðingaflokki Valtýs eru hlynntir hluta- fjelagsbánkamálinu, t. d. Klemens Jónsson sýslu- maður o. fl. I öðru lagi er skylt að gæta þess, að ein- göngu er það hlutafjelagsbánka-hreifingunni að þakka, að áhugi er vaknaður á því, að bæta úr peningaþraung landsins og stjórn Landsbánk- ans farin að taka rögg á sig með stofnun úti- búa og eflingu bánkans. Eftir framkomnum yfirlýsingum Deggja máls- aðila újer, er það þctta sem aðskilur flokkana í þessu máli: Andstæðingar hlutafjelagsbánk- ans segja: »Við viljum efla Landsbánkann.« En nú hefur þetta verið samhuga vilji okkar allra, frá því íyrsta að bánkinn var stofnáður (að þeim einum undanteknum, sem álita áð verslanirnar geti framvegis, eins og að undan- förnu, verið okkur í stað bánka). En hvernig hefur sú efling orðið? Höfum við ekki nú í næstum 20 ár orðið að láta okkúr iynda með bánkann, eins og hann var, lítið eitt myndar- legri en algeingir sparisjóðir og naumast þess megnugan að fullnægja peningaþörfum Reykja- víkurbúa, hvað þá heldur allra landsmanna? Meðmælendur hlutafjelagsbánkans segja aft- ur á móti: Við gjörðumst talsmenn hlutafje- lagsbánka með það eitt fyrir augum, að reyna að ba;ta úr peninga-vandræðum þjóðarinnar, og að því augnamíði viljum við vinna þángað til vandræðunum er hrundið, svo viðunandi sje, annað hvort með eflingu Landsbánkans, þannig, að hann verði þess megnugur að stofna sem allra fyrst útibú í öllum kaupstöðum lands- ins, Akureyri, Seyðisfirði og ísafirði, eða — reynist þessa ekki kostur — þá með stofnun hlutafjelagsbánka. Unuir eingum kringumstæð- um getum við cirt því leingur, að peninga- leysið standi ölium okkar framförum fyrir þrif- um, þegar kostir virðast vera fyrir hendi til þess að ráða bót á því. Þegar nú þetta er athugað, og þess enn- frenr:r gætt, að fyrjr hefur legið skýlaus yfir- lýsing fjármálafræðínga danska þjóðbánkans, gefin að tilhlutun æðstu stjórnar landsins, — * Gieia þe**i er rituð 6. maí.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.