Bjarki


Bjarki - 23.05.1902, Blaðsíða 2

Bjarki - 23.05.1902, Blaðsíða 2
yfirlýsing hinna færustu bánkafræðinga ríkisins um það, að eina ráðið til þess að bæta úr peningavandræðum í landinu sje stofnun hluta- fjelagsbánka, — þá verður ekki sjeð hvað þeir menn hafa til saka unnið, sem hafa viljað að- hyllast þetta ráð. Hin sanna afstaða þjóðarinnar til þessa máls er vafalaust sú yfirleitt, að henni væri kærara að landsbánkinn væri efidur svo, að hann gæti fullnægt þörfunum — ef mögulegt væri — heldur en að hlutafjelagsbánki væri stofnaður. Hins vegar má ætla, að mena hafi ekki, ísam- bandi við þetta mál, gert sjer ljósa grein fyrir þeirri staðreynd, að landssjóður, landsbánki eða aðrir almannasjóðir eru og hljóta að vera ógreiðari aðgöngu til styrktar ýmsum fyrir- tækjum og atvienuvegunum í heild sinni, heldur en sá bánki, sem væri einstakra manna eign. Lítum á eitt dæmi, sem bendir á þessa stað- reynd: Sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu og bæjar- stjórnin á Akureyri eiga tóvjeiarnar á Oddeyri. Stofnun þessi hefur borið sig vel, og álit hennar og aðsókn að vjelunum fer stöðugt vaxandi. Samt sem áður vilja eigendurnir nú selja verksmiðjuna og það jafnve) með mörg hundruð króna skaða, til þess að koma henni á hendur einstaks manns eða fjelags, sem þeir telja hagvænlegra fyrir viðgáng stofnunarinnar. »AImenningsálitið virðist vera með því<, segir Stefnir, 23. apríl þ. á., >að selja stofnun þessa í hendur einstökum manni og losa sýslufjelagið við alla hættu af rekstri fyrirtækisins, sem og frekari kröfum um stækkun \>e.ss.Byggistpettaáal- mennri og viðurkenndri skoðun um það,að rekstat iðnaðar og atvinnufyrirtœkja skuli eigi fram- kvœma af hjeraðsstjórnum eða landsstjórnum.« Að þetta sje rjett athugað, er óyggjandi staðreynd. Og alveg á sama hátt hlýtur lands- bánki eða þjóðbánki að reynast óvænlegri og óhagfelldari til stuðnings iðnaði og atvinnu- fyrirtækjum í Iandinu, heldur en bánki, sem væri eign einstakra manna eða hlutafjelags. Öllum skynsömum og hugsandi mönnum ætti að vera það ljóst, hve fyrirlitlegar aðrar eins blekkingar eru, ejns og þær, sem hjer hefur verið minnst á. Og ástæða er til að vænta þess af öllum góðum dreingjum, að þeir sýni það í verkinu við kosningarnar í næsta mán- uði, að þeir í stað þess að láta blekkingarnar hafa áhrif á sig, hafi reynjt að skilja tildriíg og gáng áhugamála okkar og sjá, hverjir Hk- legastir eru til að vinna af alefli að hag kjör- dæma sinna og þjóðarinnar í heild sinni. Á.J. Lítil athugasemd — o— Fyrir nokkru sendi jeg Bjarka nokkrar þýdd- ar smágreinar um trúmál, flestar eftir merka höfunda. Sökum þess að greinar þessar voru oft aðeins þýðingar að mestu leyti, ef ekki öllu, þá setti jeg ekki naín mitt undir þær. Annars hefðí jeg gjört það. Ritstj. Bjarka hefur gefið þeim fyrirsögn sem bendir til að þær sjcu frumsamdar af mjer, en svo er eigi. Ritstj. D. Ostlund hefur gert greinar þessar að umtalsefrrTí >Frækornum« og gjört við þær ýmsar athugasemdir. Sumar þeirra eru mið- aðar við að greinamar sjcu frumsamdar, og er ! þeim því svarað með því sem hjer er sagt. Þó ritháttur D. Ostlunds sje kurteis og góðra gjalda verður, og þó jeg sje honum eingan veginn samdöma eða álíti mótbárur hans á góð- um rökum byggðar, þá sje jeg þó eigi fært að halda út í ritdeilu um þetta. Jeg hef til þess tvær ástæður: Fyrsta er sú, að jeg vii ekki skuldbinda mig til að þýða það eitt, sem jeg er allskostar samdóma; önnur sú, að deilan hlyti fljótlega að berast út yfir það litla svæði, sem alþýða getur fylgst með á, út í flóknari heimspekilegar hugleiðingar. Þó skömm sje frá að segja, er mjög erfitt að tala um slíka hluti á þessu landi, sem eingar heiraspekilegar bókmenntir á, nema ef telja skyldi — barna- lardómskverið. Nú verða mcnn að lesa athugasemdir D. Ostlunds sem góða viðbót við pistlana og láta svo skynsemina segja sjer, hvort rjettara sje. leg hef ekkert við það að athuga, og auðvitað er ekki nema sjálfsagt og eðlilegt, þó D. 0. haldi fram sinni sannfæringu og verji hana. Fyrir mitt leyti þakka jeg honum fyrir, að það, sem jeg hef sjeð af athugasemdum hans, er ofstopalaust og kurteist. Það er meira en sagt verður um flestar islenskar ritdeilur nú síðustu árin. Dr. X. t»ingmannaefni. —o — Eftir síðustu frjettum eru þessir menn á boðstólum við næstu kosningar sem þingmanna- efni: I Norðurþingeyjarsýslu síra Arni Jónsson á Skútustöðum, en í Suðurþingeyjarsýslu Pjetur Jónsson á Gautlöndum. Fleiri kvað ekki vera þar um boðið. I Eyjafirði bjóða sig fram hinir fyrri þing- menn, Kl. Jónsson sýslumaður og Stefán í Fagraskógi og auk þeirra Guðm. Guðmundsson bóndi á Þúfnavöllum. I Skagafirði fyrri þingmennirnir báðir, Olaf- ur Briem og Stefán kennari á Möðruvöllum, en auk þeirra Jón Jakobsson bókavörður í Rvík. I Húnavatnssýslu annar fyrv. þingm. Her- mann búfræðingur á Þingeyrum, þá Páll Briem amtrnaður, Björn Sigfússon á Kornsá og Júlíus læknir Halldórsson. I Strandasýslu Guðjón Guðlaugsson á Ljúíu- stöðum, fyrv. þingm. kjördæmisins. Búist er þó ef til vill við framboði á móti frá Jósef bónda á Melum í Hrútafirði. í ísafjarðarsýslu verða fjórir í kjöri: Skúli Thoroddsen, síra Sigurður í Vigur, Hannes Hafstein sýslumaður og Matth. Olafsson kaupm. I í Haukadal. í Dalasýslu síra Jens Pálsson á Utskálum og Bjbrn sýslumaður. SíraJensnú talinn eiga | kosningu vísa. I Barðastrandasýslu síra Sigurður Jensson og s!ra Guðmundur Guðmundsson í Gufudal. í Strandasýsiu er einginn frambjóðandi til nefndur annar cn Lárus sýslumaður. í Mýrasýslu Magnús Andrjesson prófastur og Jóhann Eyjólfsson í Sveinatúngu. í Borgarfjarðarsýslu Björn búfræðingur í Gröf og síra Þorh. Bjarnarson. í Reykjavík Tryggvi Gunnarsson bánkastjóri, Jón jensson og Jón Olafsson. Hann hefur nú kallað aftur framboð sitt f Suðurmúlas/slu. í Gullbringusýslu fyrri þingmenn þess kjör- dæmis, Þórður Thoroddsen læknir og Björn Kristjár.sson kaupmaður. I Arnessýslu síra Olafur í Arnarbæli, Eggert Benediktsson í Laugardælum, Hannes Þorsteins- son ritstjóri og ^Pjetur Guðmundsson kennari á Eyrarbakka. I Vestmannaeyjum dr. Valtýr Guðmundsson og Jón Magnússon landritari. I Rángárvallasýslu Magnús sýslum. Torfason, Þórður í Hala og síra Eggert Pálsson. I Vestur-Skaftafellssýslu Guðlaugur sýslum. I Austur-Skaftafellssýslu Þorgrímur Þórðar- son læknir á Borgum, Jón Jónsson prófastur í Stafafelli og ef til vill hinn þriðji, Þorleifur Jónsson hreppstjóri á Hólum. Þorgrímur lækn- ir kvað eiga vísa kosningu. I Suðurmúlasýslu Axel Tulinius sýslumaður, Guttormur Vigfússon, Jón Bergsson og Ari Brynjólfsson. Hinir, sem þar hefur verið um talað til þingmennsku, verða ekki í kjöri. I Norðurmúlasýslu Jóhannes sýslumaður, síra Einar í Hofteigi, Jón frá Sleðbrjót, síra Einar á Kirkjubæ og Olafur Davíðsson. Rángárfundurinn. Það varð fremur litið úr honum, einsog vænta mátti. Þó komu þar öll þingmannaefnin, sem lýst hefðu yfir framboði hjer í kjördæminu, nema Jón læknir Jónsson; hann skrifaði fund- ínum og lýsti skoðunum sínum, en kvaðst ekki 'eggJa t'l hólmgaungunnar á Fossvöllum nema með vissu fylgi hjeraðsmanna. En af fund- inum mun hann hafa feingið þær frjettir, að fylgi nefði hann litið á Hjeraði, og mun hann því taka framboð sitt aftur. PrófkosningatillagaVopnfirðinganna hafði nær eingan byr feingið, einsog áður er tekið fram hje.r í blaðinu. Þó mætti Olafur Davíðsson með um 50 skrifíega bundin atkvæði úr Vopna- firði. Eitthvert fundakák í þessa átt hafði og verið í Fijótsdal, í Túngu og á Ströndum, en aðeins nokkur hluti kjósenda á hverjum staðn- um tekið þátt í þeim. Aðaltilgángur fundarboð- cndanna með þessu fundarhaldi varð því aðeingu. Auk þingmannaefnanna og kosinnna fulltrúa úr fáum hreppum mættu aðeins örfáir meim á fundínum. Til umræðu komu þrjú mál, stjórnarskrár- málið, bánkamálið og kosningalagamálið. I stjórnarskrármálinu lýstu frambjóðendur allir yfir sömu skoðun: Að taka bæri hinu væntanlega frumvarpi stjórnarinnar, einsog konúngsboðskapurinn og grein ráðgjafans í >Dannebrog« 12. jan. gefur von um að það muni verða og, að varast skyldi, að setja nokkurt \ að atriði inn f frumvarpið, er íeitt gæti til þess að stjórnin synjaði því staðfestíngu. Umræður höfði orðið nokkrar um skilninginn á orðinu »heimastjórnarmenn« og Jóhannes sýslumaður sýnt fram á, að það einkunnarorð ættiekki síður við framsóknarmenneníhaldsmenn. Fundinum hafði borist íregn um, að bánka-- lagafrumvarp síðasta þings mundi verða sam- þykkt og þeír Arntzen og Warburg gángi að þeim kostum, sem þar eru settir. Fundurinn tjáði sig með aukning landsbánkans, ef hægt væri að koma henni fram, en móti hlutafjetags- bánkanum. Um þetta voru þó skift atkvaiði.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.