Bjarki


Bjarki - 30.05.1902, Page 2

Bjarki - 30.05.1902, Page 2
2 Hraunteygur, — hœli þess snauða. Vertu síðasta vonin mín, von yfir síðasta dauða. í svartaviðinum sýng jeg þá um sól og vorið, sem lífið á. — En kanske kveð jeg um annað. En eitt er víst, að jeg hef þjer hjá það hœli, sem einginn fær bannað. Sigurður Slembir. t>ingmálafundur Seyðfirðinga. Mánudag'inn 26. maí 1902 var þingmála- fundur baldinn á Seyðisfirði. er eitt af þing- mannaefnum Norðurmúlasýslu, Jóhannes sýslu- maður Jóhannesson, hafði boðað til. A fund- inum mættu um 40 kjósendur úr Seyðisfjarðar kaupstað og Seyðisfjarðar og Loðmúndarfjarð- ar hreppum. Fundarstjóri var kosinn síra Björn Þorláksson og fundarskrifari Þorsteinn Gíslason ritstjóri. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar: /. Um stjórnarskrármálið: Fundurinn samþykkir að taka konúngsboð- skapnum, með búsetu ráðgjáfans í Reykjavík, og, að kjósa þá eina til þings sem eru einlægir stjórnarbótarmenn. 2. Um bánkamálið: Fundurinn vill fá peninga inn í landið, auka landsbánkann, sje þess kostur, þannig, að nægi- legt fjármagn fáist til þess að útibú verði þeg- ar stofnuð í hverjum landsfjórðingi, ella taka hlutafjelagsbánkanum; þó helst þannig, að lands- bánkinn standi við hliðina á honum. 3. Um kosningalagamálið: Fundurinn lýsir yfir því, að hann æskir breytinga á núgildandi lögum um kosningar til alþtngis, sjerstaklega þannig, að kosningar fari fram f hverju sveitarfjelagi Og, að atkvæða- greiðsla sje leynileg. 4. Ufn I.agarfljótsbrúarmálið: Fundurinn skorar á alþíngi að gera gáng- skör að því að brúin og svifferjan, er heitið hefur verið, komist sem fyrst á Lagarfljót og, að veita það fje til þess er þarf. 5. Um vínsölubannsmálið: 1. Fundurinn álítur, að þegar bindindis- málið kemst næst inn á þíng, eigi þíngið, ef meirihluti þjóðarinnar æskir þess, að gefa vín- sölubannslög, svo og að miklu skifti að kjósa nú til þíngs þá menn, er vilja styðja bindind- ismálið á þennan hátt. 2. Fundurinn álítur, að þegar nýa samn- inga þarf að gera um gufuskipaferðir umhverfis landið, beri að koma því atriði inn í samning- ana, að eingin vtnsala eða vínveiting megi fara fram á þeim skipum þegar þau eru í landhelgi Islands. I’íngmannsefnið lýsti yfir skoðunum sínum á öllum þessum málum og voru þær í fullu sam- ræmi við fundarályktanirnar hjer að framan. Önnur mál voru ekki tekin fyrir. Fundi slitið. Björn Þorláksson. Þorst. Gíslason. Til hr. Björns R. Stefánssonar. —o— Jeg er yður þakklátur fyrir það, að þjer hafið nú góðfústega geingist viðfaðerni óhróðurs- greinarinrtar f 15. og 16. tbl. Austra, þvt með því hafið þjer þvegið af okkur Seyðfirðingum þann blett, sem þjer t oflátúngsskaji yðar settuð á okkur með því að skrifa »Seyðfirð- ing« undir greinina. Jeg verð að líta svo á, að viðkunnanlegra væri, að sá maður væri myndugur og fullharðn- aður, sem í nafni heillar sveitar og bæjarfjelags tekur sjer það í fáng, að fara með sakaráburð og blekktngar, sem siðferðislega og lagalega geta valdið annari eins ábyrgð eins og um- mæli yðar í áminnstti grein um cinstaka viður- kennda úrvalsmenn þjóðar vorrar. Þjer verðið líka að gæta þess, að betur hefði átt við að þjer með dvöl yðar hjer hefðuð verið búinn að vinna yður rjettindi sem seyðfirskur borgari, áður en þjer gripuð ti! þessa nafns til að skýla yður með, — nafns, sem yður var og er óheimilt, þar sem þjer hafið dvalið hjer aðeins örfáar vikur. En þar sem búast má við að þjer með tímanum verðið myndugur »Seyðfirð- ingur*, þá virðist ennfremur að tilhlýðilegra hefði verið, að þjer, um leið og þjer gáfuð faðernis-yfirlýsinguna, hefðuð sýnt lit á að kannast við ávirðing yðar, því öllúm getur í fljótræði yfirsjest, og ekki eru það síst óráðnu únglíngarnir, sem »eiga leiðrjetting orða sinna* . -—En hvað gerið þjer? þjer bætið enn gráu ofan á svart f síðasta tbl. Austra og takið yður þar í munn lúalegustu ummælin og svört- ustu ósannindin, sem beitt hefur verið í yfir- standandi kosningastríði, og tjáið yður á þann hátt samdóma ódrengilegustu tökunum, sem einstakir miður hlutvandir skoðanabræður yðar hafa beitt við andstæðinga sína. Lítum á cinstök atriði í þessari síðustu rit- smíð yðar. Þjer álítið að grein mín í 19. —21. tbl. Bjarka sje svar upp á grein yðar f 15.-—16. tbl. Austra. Þetta er raung tilgáta yðar, — að líkindum sprottin af of miklu sjálfsáliti —, því mjer kom ekki til hugar að svara grein yðar. Að undanskildri fyrirsögninni og einni einustu blekkingar-setningu er jeg benti á úr grein yðar, átti grein mín ekkert skylt eða sammerkt við hana. Þjer segið, að ef jeg hefði lesið Þjóðólf, þá mundi jfg óefað hafa sjeð hversu fjarstæðar ritgerðir Páls amtmanns Breims sjeu, þvi þar »stendur ekki steinn yfir steini,* segið þjer; »þær eru allar svo rækilega hraktar og sund- ur tættar í Þjóðólfi, að vonlaust er að þær eigi nokkurntíma viðreisnar von hjeðan af.« — Svo er munnur yðar fullur! — Það verður ekki einusinni sjeð, hvort þjer eigið hjer við ritgjörðir Briems um stjórnmál eingaungu, eða ritverk hans öll í heild sinni. En einmitt af því aðjeg hef lesið Þjóðólf og ritverk P. Briems, bæði um stjórnmál og annað, og heyrt al- menningsdóminn um báða þessa málsaðila, get jeg fullvissað yður um, að þjer verðið að mak- legleikum liðfár til ofsókna móti slíkum af- reksmanni, sem Páll Briem er. Og jeg treysti því fyllilega, að yður takist aldrei að þenja frakkalöf yðar svo fyrir sólina, að hún nái ekki að skfna á P. Briem. Tilvitnanir yðar í Þjóð- ólf og afskifti yíar af Austra sanna ekkert annað en það, eem jeg hef bent á, að þjer eruí innilega samþykkur þeim, sem lengst gánga í því að spilla samkomulagi og breiða út blekk- ingar. Verði yður að góðu ! »HvíIík fjarstæða!» að jeg skyldi »dirfast að kalla .Hafnarstjórnarflokkinn’ frumkvöðul þess rð við nú sjeum að ná því takmarki, sem feður okkar settu sjer á þjóðfundinum 1851.« En — stillið yður svolítið, herra »Seyðfifðing- ur« ! Okkur kemur saman um að þær um- bætur á stjórnarfari okkar, sem nú eru í boði, sjeu aðallega þær sömu, sem þjóðtundurinn 1851 óskaði eftir. En svo er það ráðgjafi Islands—en ekki jeg—sem segir í Dannebrog 12/ jan. þ. á.. að Framfaraflokkurinn (sem þjer ránglega nefnið Hafnarstjórnarmenn) sje frum- kvöðull þess samkomulags, sem í vœndum er. — En yður vex að líkindum heldur ekki í augum að ráðast á ráðgjafann. Þjer segið að grein mín í Bjarka hafi minnt yður á gömlu gátuna um ullarkambana. (»Tveir bræður tyggja hvor í annan.c) — Jæja, baraað þjer svo hefðuð haft þá gátu hugfasta. En hvað skeður < Rjett í sömu andránni takið þjer upp gamla staðlausa óhróðurssögu um dr. Valtý Guðmundsson, frá stúdentafundinum t Khöfn 30. nóv. f. á., sögu, sem einginn hefur áður þorað að setja nafn sitt undir, en sem þeir skoðanabræðurnir Austri og Þjóðólfur hafa stöðugt verið að japla á síðan hún barst þeim í hendur. Þessa margtuggnu sögu leggið þjer yður til munns og segið, að dr. V. G. hafi hótað »að spreingja þingið heldur en að láta viðgángast að samþykkt verði nokkurt stjórnar- bótarfrumvarp*. Orð dr. Valtýs voru þessi, segið þjer: »Að mipnsta kosti get jeg og mínir menn hindrað, að það (búseta ráðgjafans) sje samþykkt reglulega.« Hjer ber ekki á því að ykkur—Austra, Þjóðólf eða yður—velgi við að »tyggja hver í annan«, jafnvel þó þið hljótið að vita, að það, sem þið farið hjer mcð, eru helber ósannindi. Þetta var ykkur vorkunnar- laust og skylt að sjá, af því einu, að 30. nóv. f. á. var hvorki hjer á landi nje í Khöfn opin- berlega farið að tala um sjerstæðan, óháðaa Islandsráðgjafa, búsettan í Rvík, og því var það óhugsandþað mótmæli gegn slíkri ráðgjafabúsetu hefðu þá getað átt sjer stað. Það var fyrst 1 janúar þ. á. að ruenn gátu eða höfðu ástæðu til að tala um þannig lagaða ráð- gjafabúsetu. Sannleikurinn er, að aftur- haldsliðinu sveið það sáran, að dr. Valtýr, í umboði allra sannra stjórnarbótarvina, mælti kröftuglega á móti hjer búsettum undirtyllu- ráðgjafa, bæði á áminnstum stúdentafundi og endranær. Um annan ráðgjafa var þáallsekki að tala. Grein yðar er þannig frá upphafi til enda full af »ósamkvæmni, öfgum og útúrsnúningum*, enda hefur hún hlotið og mun hljóta maklega lítilsvirðingu svo víða sem hún verður kunn; þjer getið því ekki vænst annars, en að jeg hallist á sömu sveifina og svari henni ekki frekar. Á. J. Skýrsla um styrktarsjóð handa ekkjum og börnum Seyð- firðínga þeirra, er í sjó drukkna, fyrir érið 1901. Eins og skipulagsskrá sjóðsins ber með sjer, var sjóðurinn stofnaður 3 dag febrúarmánaðar

x

Bjarki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.